Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 30
Þetta er svolítið sérstök kvik- mynd. Hvorki venjuleg spennu- mynd né hrollvekja. sporum Johns Kleins, vitum hvorki meira né minna en hann og viljum ekkert frekar en að komast að hinu sanna um þetta óhugnanlega mál. Okkur eru gefnar vísbendingar og við föllum í sömu gryfju og hann. Leikstjórinn Mark Pellington leik- stýrði líka Arlington Road og ör- vinglan Richard Gere minnir á líðan Jeff Bridges í þeirri mynd þótt Rich- ard sé kannski ekki jafn góður leik- ari. Hann stendur sig samt ágætlega og leikaraliðið er mjög skemmtilegt. Krúttið Debra Messing úr Will & Grace leikur eiginkonuna og hverfur fljótt en í staðinn kemur Laura Lin- ney, yndisleg leikkona sem við erum að sjá aftur eftir You Can Count On Me. Samleikur þeirra Geres er mjög skemmtilegur. Will Patton er frábær sem sveitalubbinn Gordon sem lend- ir illa í dökku verunni. Svo er nú allt- af gaman að sjá Alan Bates. Þetta er svolítið sérstök kvik- mynd. Hvorki venjuleg spennumynd né hrollvekja, heldur yfirnáttúrlegur tryllir með snert af sálfræðilegri taugaspennu sem virkar bara býsna vel heppnuð. KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjórn: Mark Pellington. Handrit: Richard Hatem eftir bók John A. Keel. Kvikmyndat.: Fred Murphy. Aðalhlutverk: Richard Gere, Debra Messing, Laura Linney, Will Patton, og Alan Bates. USA 119 mín. Lakeshore 2002. THE MOTHMAN PROPHECIES  Óvættir í Virginíu MARGIR Íslendingar ættu að hafa áhuga á þessum hryllingslega trylli sem segir frá yfirnáttúrlegum atburðum sem áttu sér stað á sjötta áratugnum. Myndin gerist hins veg- ar í nútímanum og þar er Richard Gere sem er að fara á taugum í hlut- verki blaðamannsins Johns Kleins. Þannig er að konan hans deyr í kjöl- far þess að þau lentu í bílslysi en þá kemst upp að hún er með sjaldgæft heilaæxli á alvarlegu stigi. Hins veg- ar hafði hún séð furðulega dökka veru dagana fyrir dauða sinn og teiknaði mynd af henni í dagbókina sína. Tveimur árum seinna lendir John í mjög svo undarlegum aðstæð- um í Vestur-Virginíu og kemst að því að fleiri hafa reynslu af verunni dökku. Ég gapti alveg yfir þessari mynd sem byggð er á sönnum atburðum, það reyndist síðan vera „mjög laus- lega“, en myndin er hrollvekjandi og virkar vel fyrir það. Hún er flott tek- in og á áhrifaríkan hátt. Við erum í LISTIR 30 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ É g þekkti eitt sinn ungan mann; hvítan bandarískan karl- mann, sem sótti um háskólanám í Bandaríkjunum. Á umsókn- areyðublaðinu var óskað eftir upplýsingum um nám og einkunn- ir úr öðrum skólum og fleira í þeim dúr. Neðst á eyðublaðinu var síðan dálkur þar sem krossa átti við reiti sem sýndu fram á kyn og litarhátt umsækjanda. Ungi karlmaðurinn merkti sam- viskusamlega við „sína“ reiti, grunlaus um að sú staðreynd að hann var hvítur karlmaður ætti eftir að koma honum í koll. Hann komst með öðrum orðum ekki inn í skól- ann. Hvers vegna? Jú, vegna þess að skólinn fylgdi reglum um svokallaða jákvæða mismunun. Þær reglur hafa það að markmiði að rétta hlut minni- hlutahópa í t.d. stjórnunar- störfum eða starfsstéttum – í um- ræddu tilviki í háskólum – með því að taka fulltrúa minni- hlutahópa fram yfir fulltrúa þeirra hópa sem eru í meirihluta. Í bandarískum háskólum hefur til að mynda þótt ástæða til að rétta hlut kvenna og fólks af afrískum eða asískum uppruna. Af þeim sökum hafa háskólarnir leitast við að fylla upp í ákveðinn kvóta af þessum hópum þegar nemendum er veitt skólavist. En víkjum aftur að unga karl- manninum. Í stuttu máli sagt var hann ekki par ánægður með nið- urstöðuna. Honum fannst ósann- gjarnt að komast ekki inn á grundvelli jákvæðrar mismun- unar. Og hann velti því fyrir sér hvers vegna hann ætti að gjalda fyrir það að verið væri að auka hlut ákveðinna minnihlutahópa í skólanum. Var hann kannski kominn í nýjan minnihlutahóp; hóp hvítra bandarískra karl- manna, sem átti undir högg að sækja vegna þess að verið var að rétta hlut kvenna og fólks af afr- ískum og asískum uppruna? Þessi saga er rifjuð upp hér vegna þess að undanfarna daga hafa staðið yfir umræður um álit kærunefndar jafnréttismála í málefnum Leikfélags Akureyrar, en kærunefndin komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Leikfélagið hefði brotið jafnréttislög við ráðn- ingu leikhússtjóra fyrr á þessu ári. Tólf sóttu um starfið; ellefu karlmenn og ein kona. Eins og kunnugt er hlaut karlmaður starf- ið en eina konan sem sótti um taldi að framhjá sér hefði verið gengið og kærði því niðurstöðu Leikfélagsins til kærunefndar jafnréttismála. Taldi hún m.ö.o. að við ráðninguna hefði verið brotin 24 gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í umræddu ákvæði segir m.a. að at- vinnurekendum sé óheimilt að mismuna umsækjendum um starf á grundvelli kynferðis. Eftir því sem næst verður komist líta flest- ir svo á að markmið ákvæðisins sé að jafna hlut kynjanna í ákveðnum starfsgreinum. Þannig verði að ráða karl, sé hann jafn- hæfur konu, í stöðu í starfsgrein þar sem konur eru í meirihluta og öfugt. Í stuttu máli sagt komst kæru- nefnd jafnréttismála að þeirri nið- urstöðu að í umræddu tilviki hefði konan átt að hljóta stöðuna hjá Leikfélagi Akureyrar. Í niður- stöðu kærunefndar segir m.a. að telja verði hafið yfir vafa „að kær- andi hafi á grundvelli háskóla- menntunar sinnar haft meiri menntun en sá sem ráðinn var, á því sviði sem um ræðir“. Leik- félagið hafði hins vegar ekki verið á sömu skoðun því í greinargerð Leikfélagsins sem lögð var fyrir kærunefndina segir m.a. að hinn ráðni hafi verið með meiri og fjöl- breyttari menntun á sviði leik- listar og mun meiri reynslu af starfi að leikhúsmálum. Ekki er ætlunin að setjast hér í dómarasætið, enda hef ég engar forsendur til þess, ég efast hins vegar ekki um að Leikfélag Ak- ureyrar hafi með ráðningu sinni talið að það væri að ráða hæfasta manninn, og ég efast sömuleiðis ekki um að kærunefnd jafnrétt- ismála hafi talið skv. bestu vitund að kærandi, konan, hafi verið hæf- ust í starfið. Báðir aðilar bera fyr- ir sig sínar ástæður og sín rök og ólíklegt er að þeir komist nokkurn tíma að sömu niðurstöðu. Ég hlýt hins vegar að velta því fyrir mér, í ljósi þessa, hvort nokkurn tíma sé hægt að fullyrða að tveir einstaklingar séu jafn- hæfir til að sinna ákveðnu starfi. Í umræddu dæmi er Leikfélagið, eins og áður er tæpt á, sannfært um að það hafi ráðið besta mann- inn í stöðuna en kærunefnd jafn- réttismála er á öndverðum meiði. Báðir aðilar vísa til menntunar og reynslu viðkomandi einstaklinga máli sínu til stuðnings. Það er m.ö.o. umdeilanlegt hvor umsækj- endanna hafi „betri“ menntun og „betri“ eða „meiri“ reynslu. Ég spyr því: Er það ekki alltaf háð huglægu, óáþreifanlegu mati hvaða einstaklingur er hæfastur? Markmið jafnréttislaganna ís- lensku er að mínu mati eftirsókn- arvert. Ég hef a.m.k. ávallt verið þeirrar skoðunar að konur mættu vera fleiri á vettvangi stjórnmála og í stjórnunarstörfum, svo dæmi séu nefnd. Ég hef þó lengi haft efasemdir um réttmæti þess að beita sértækum aðgerðum til þess að ná því marki. Umrætt „Leik- félagsmál“ sýnir líka svo ekki verður um villst að erfitt er að beita reglunni um jákvæða mis- munun í jafnréttislögunum svo vel sé. Ekki er óumdeilt hver sé hæfastur. Spurningin er því hvort það sé ekki bara langbest að treysta atvinnurekendum, skólum og öðrum fyrir því að velja hæf- ustu einstaklingana? Svar mitt er: Ég held það sé langfarsælast. Hver vill líka komast áfram af einhverjum öðrum ástæðum en hæfileikum og getu, s.s. vegna kynferðis? Og hver vill að sér verði ýtt til hliðar af einhverjum öðrum ástæðum en skorti á hæfi- leikum og getu, s.s. vegna kyn- ferðis? Helgar til- gangurinn meðalið? „Ungi karlmaðurinn merkti samvisku- samlega við „sína“ reiti, grunlaus um að sú staðreynd að hann var hvítur karlmaður ætti eftir að koma honum í koll.“ VIÐHORF eftir Örnu Schram arna@mbl.is HJÁ Dansleikhúsi með Ekka standa nú yfir æfingar á dansleik- húsverkinu Evu, en leikhúsið hlaut styrk frá menntamálaráðu- neytinu til verkefnisins. Eva er unnið út frá leikritinu Garðveislu eftir Guðmund Steinsson en mark- miðið með Evu er að taka næsta skref í þróun íslenskra dansleik- húsverka með því að vinna út frá leikriti. Í verkinu er þáttur Evu kannaður út frá sjónarhorni henn- ar og hlutverki sem kyntákn, eig- inkona og móðir. Danshöfundar eru þær Erna Ómarsdóttir, Karen María Jóns- dóttir og Margrét Sara Guðjóns- dóttir sem allar hafa látið að sér kveða í dansheiminum í Evrópu. Þær, ásamt Eddu Arnljótsdóttur leikkonu, sem fengin er að láni hjá Þjóðleikhúsinu, taka þátt í sýningunni. Rebekka A. Ingi- mundardóttir er sviðs- og bún- ingahönnuður. Ljósahönnuður er Alfreð Sturla Böðvarsson. Dansleikhús með Ekka var stofnað árið 1996 af dönsurunum Ernu Ómarsdóttur og Karen Mar- íu Jónsdóttur, leikurunum og dönsurunum Aino Freyju Järvelä, Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Hrefnu Hallgrímsdóttur. Dansleikhús með Ekka er til- raunaleikhús sem stefnir að þróun verka þar sem hreyfing/dans og leiklist/hið talaða orð hafa jafnt vægi í heilstæðri sýn- ingu. Síðustu sýningar Ekka voru Tilvist, sem var sam- starfsverkefni Ekka og Leikfélags Íslands og hluti af leiklistarhátíð Sjálf- stæðu leikhúsanna Á mörkunum haustið 2000; og ber, sem var meðal annars boðið á heimssýn- inguna EXPÓ 2000 í Hannover og á listahátíð- ina New Baltic Dance í Litháen. Eva verður frumsýnd í Tjarnarbíói 16. ágúst nk. Dansverkinu hefur verið boðið á X-Primo-danshá- tíðina í Malmö í september og einnig hefur Ekka verið boðið að vera fulltrúi Íslands á listahátíð í Brussel í desember næstkomandi. Listrænn stjórnandi verksins er Aino Freyja Järvelä og fram- kvæmdastjórn er í höndum Kol- brúnar Önnu Björnsdóttur. Dansleikhús með Ekka æfir Evu Þær eru úr Dansleikhúsi með Ekka og æfa Evu: Edda Arnljótsdóttir, Aino Freyja Järvelä, Karen María Jónsdóttir og Margrét Sara Guðjónsdóttir. Morgunblaðið/Jim Smart JACKIE Chan er alltaf hress. Í þessu melódramatísku austurlensku bardagamynd er hann sölumaður í Hong Kong. Myndin er hins vegar „döbbuð“ yfir á ensku þannig að eng- inn þarf að óttast neitt... alltént ekki fyrr en hann lendir í höndum glæpa- manna. Hann er uppalinn á munaðar- leysingjahæli en kemst skyndilega að því að hann er mjög líklega sonur stórmerkilegs náunga frá Kóreu. Og þá byrjar gamanið. Jackie Chan fer á ferð og flug um heiminn, en dvelur þó mestalla mynd- ina í Istanbúl, þar sem hann slæst við, snýr á, hleypur undan, eltir uppi og leikur á vonda glæpamenn... og alltaf snar í snúningum með spörkin á hreinu. Jackie Chan er mjög viðkunnanleg- ur náungi, alltaf svo góður og til í að gera grín að sjálfum sér, og þannig er hann líka í þessari mynd. Leikarinn Eric-Tsang sem einnig kemur fram í nokkrum hlutverkum virðist vera mjög skemmtilegur leikari. Fyrir þá sem hafa áhuga eru stelpurnar líka voða sætar. Myndin verður seint talin sérstaklega góð, er algerlega eftir formúlunni og fyrirsjáanleg. Regnboginn Leikstjórn: Teddy Chan. Handrit: Ivo Ho. Kvikmyndataka: Wing-Hung Wong. Aðal- hlutverk: Jackie Chan, Eric Tsang, Vivian Hsu og Min-Jeong Kim. 108 mín. Hong Kong 2001. Miramax. THE ACCIDENTAL SPY Hildur Loftsdóttir ÞAÐ hefur verið mikið um djass á Kringlukránni í júlí. Hollenski pían- istinn Hans Kwakkernaat lék þar í tvígang með íslenskum félögum sín- um og á sunnudagskvöldið var lék danski píanistinn Arne Forch- hammer þar, einnig í félagsskap ís- lenskra. Yfir sviðinu hanga tvær stórar myndir af Guðmundi heitnum Ingólfssyni og er það vel. Hann lék djass árum saman á Kringlukránni hvert miðvikudagskvöld. Arne Forchhammer er Íslending- um að góðu kunnur. Hann hefur í það minnsta leikið hér í tvígang með Tómasi R. og hann kom með tríó sitt á Jazzhátíð Reykjavíkur árið 2000. Ferill Arne hefur verið heldur skrykkjóttur. Hann er leikhúsmaður og hefur fengist við leiktjaldamálun, leikstjórn og leikritun, auk þess sem hann hefur samið fyrir og leikstýrt mönnum á borð við Eddie Skoller og Tommy Kenter. Um 1970 var hann með frægt tríó með Erik Moseholm og Jørn Elniff og árið 1999 tók hann til við djassinn að nýju og hefur gefið út tvær skífur með tríói sínu. Efnisskráin á Kringlukránni var blanda af tónverkum eftir Arne er heyra má á þessum skífum og djass- dönsum. Fyrsta lagið hefur þó ekki verið hljóðritað, Foråret nefndist það og var eftir Arne, rómantísk ballaða á impressjónískum nótum. Síðan kom Tribute to C Major þar sem Tómas og Pétur áttu ágæt sóló. Þá léku þeir félagar Round About Mid- night eftir Thelonius Monk, en það lék Hans Kwakkernaat einnig á Kringlukránni. Túlkun Arne var einkar ljóðræn og blæbrigði lagsins nýtt til hins ýtrasta, en Arne Forch- hammer og Thelonius Monk eru ólík- ir píanistar. Stríðir hljómar og hamr- andi ásláttur er Arne framandi. Þarna var tríóið farið að leika nokkuð vel saman og svo kom Tangomania, þar sem Pétur Grétarsson var í ess- inu sínu. Fjordblink er ort um Vejle- fjörð – ljúft einsog sá lygni fjörður, en í lok fyrra setts var gefið í: Big Bang. Tríóið hóf seinna settið með heldur lökum blús í c sem þeir spunnu á staðnum en síðan kom verk eftir Arne; Jansson’s Temptations 1, ekta Forchhammer í ríki impressjónism- ans. Pentagoni var kröftugur tón- fræðileikur og svo kom endurhljóma- setning á Summertime Gershwins, sérstaklega vel heppnað í flutningi. Endað var á söngdansinum vinsæla; On Green Dolphin Street. Arne Forchammer er bestur þeg- ar hann leikur á hinum ljóðrænu nót- um. Hljómaskyn hans er fínt og smekkvísin einstök. Aftur á móti er hann ekki kraftmikill píanisti og tryllir ekki hlustendur. Tómas og Pétur voru pottþéttir í hlutverkum sínum. Það er ekki alltaf sem maður fær að heyra nýja hlið á Summertime eins og þetta kvöld. DJASS Kringlukráin Arne Forchhammer píanó, Tómas R. Ein- arsson bassi, Pétur Grétarsson trommur og slagverk. Sunnudagskvöldið 21.7. 2002. TRÍÓ ARNE FORCHHAMMERS Ljúfur Forchhammer Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.