Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 41 FLUGUVEIÐISKÓLI VEIÐIFERÐ Vegna fjölda áskorana frá fólki sem ekki komst í júnískólann verður flugu- veiðiskóli og veiðiferð um helgina 17.-19. ágúst. Rífandi gangur er í veiði í Langá og meðaldagsveiði í júlí er um 20 laxar. Bókanir og upplýsingar á langa.is eða í símum 864 2879, 437 2377, 437 1704 eða 899 2878. Á LANGÁRBÖKKUM 17.-19. ÁGÚST STEINÞÓR Skúlason var sig- urvegari Íslandsmótsins í svif- flugi sem fór fram á Hellu dag- ana 6.–14. júlí. Þetta var í þriðja sinn sem Steinþór nær þessum ár- angri en hann hlaut alls 2541 stig. Í öðru sæti var Kristján Sveinbjörnsson með 2446 stig og í þriðja sæti Theodór Blöndal með 2233 stig. Veðurguðirnir munu hafa verið svifflugi gjöfulir þetta árið á Ís- landsmóti en fjórir keppnisdagar voru gildir. Í fréttatilkynningu frá Flugmálafélagi Íslands sem hélt mótið segir að langt sé síðan keppni hafi verið eins hörð og á þessu móti, sem sýni að íslenskum svifflugmönnum hefur farið mikið fram á liðnum árum. Steinþór Skúlason fékk Atl- antabikarinn, sem er eignarbikar til handa Íslandsmeistara í svif- flugi. Auk þess fékk hann Ráð- herrabikarinn fyrir bestan árang- ur í markflugi fram og til baka og einnig Olís skálina fyrir bestan árangur í svokölluðu Post flugi. Kristján Sveinbjörnsson fékk Pfaff skálina fyrir bestan árang- ur í þríhyrningsflugi. Alls kepptu níu svifflugmenn í ár. Kristján Sveinbjörnsson er hér í flugtaki en hann hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu í svifflugi. Íslandsmeistarinn Steinþór Skúlason sitjandi í TF-SIS. Steinþór Skúlason Íslandsmeistari í svifflugi Styður álver og virkjun á Austurlandi STJÓRN Alþýðusambands Austur- lands hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er undirskriftum iðnaðar- ráðuneytisins, Landsvirkjunar og Al- coa vegna virkjunar við Kárahnjúka og byggingu álvers í Reyðarfirði. „Stjórn ASA telur að hér sé um að ræða upphaf nýs velmegunarskeiðs á Austurlandi sem verði til farsældar öllum Íslendingum. Stjórn ASA skorar á launþegasam- tök um allt land að lýsa yfir samstöðu í þessu mikla þjóðþrifamáli. Stjórn ASA lýsir yfir ánægju með störf Valgerðar Sverrisdóttur iðnað- arráðherra í þessum málum og telur að hún hafi með vasklegri framgöngu þokað þeim í þann farveg sem þau eru í dag. Stjórnin lýsir undrun sinni yfir af- stöðu þingsflokks VG til uppbygging- ar atvinnulífs á Austurlandi. Með henni er verið að sýna Austfirðingum lítilsvirðingu.“ Flugfélag Íslands opnar nýja heimasíðu „FRÁ því í febrúar 2001 hefur Flugfélag Íslands boðið viðskipta- vinum sínum bókunarmöguleika á heimasíðu félagsins. Þessum nýja möguleika hefur verið tekið ákaf- lega vel og hefur salan á vefnum farið fram úr björtustu vonum. Nú er svo komið að um 25% af heild- arsölu félagsins koma í gegnum heimasíðuna, fyrstu 6 mánuði þessa árs var innanlandsflug selt fyrir um 250 milljónir króna eða rúmlega 40 milljónir á mánuði.“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá flugfélagi Ís- lands. „Nýja heimasíðan sem tekur við af þeirri sem nú er notuð mun bæta þjónustuna á vefnum mikið. Helstu breytingar eru: Hægt er að bóka millilandaflug til Færeyja og Græn- lands, skrefum í bókunarkerfinu er fækkað úr 7 í 5, nýtt útlit sem gerir vefinn mun aðgengilegri,“ segir þar ennfremur. Tilboð eru send til yfir 7.000 netklúbbsmeðlima í hverri viku og kostar ekkert að skrá sig í klúbbinn, en hægt er að gera það á heimasíðunni www.flugfelag.is sam- kvæmt því sem segir í fréttatil- kynningu. Gönguferð að Draugatjörn Í DAG, miðvikudaginn 24. júlí, efnir Ferðafélag Íslands til gönguferðar að Draugatjörn. Tjörnin sú stendur rétt undir Húsmúla, við Bolavelli og skammt frá skíðaskálum. Við tjörn- ina er m.a. að finna rústir gamals sæluhúss þar sem þótti afar reimt. Í eitt skipti gengu reimleikar svo úr hófi fram að þeir sem gistu sælu- húsið sáu sitt óvænna og hófu skot- hríð að draugnum. Þetta er um þriggja klst. kvöldganga, brottför er frá BSÍ kl. 19.30 og komið við í Mörkinni 6. Fararstjóri er Hjalti Kristgeirsson og þátttökugjald 1.200/1.500 kr. Kjötkveðju- hátíð hjá ÍTR FIMMTUDAGINN 25. júlí verður haldin „Karnivalhátíð“ á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur í Hljómskálagarðinum. Stærðar skrúðganga prýdd grímu- klæddum börnum mun fara frá Austurbæjarskóla klukkan 11.15 í fylgd lúðrasveitar og lögreglu. Gengið verður niður Laugaveg og endað í Hljómskálagarðinum þar sem tekur við grillveisla og skemmtidagskrá. Á dagskrá eru söng- og dansatriði, auk töfra- manns. Einnig mun götuleikhúsið standa fyrir líflegum uppákomum, bæði í göngunni og í garðinum, og sumargrín ÍTR verður að sjálf- sögðu á staðnum. Dagskránni lýkur klukkan 15, segir í fréttatilkynn- ingu. LEIÐRÉTT ÞAÐ skal leiðrétt vegna fréttar um söluskálann Bauluna sem birtist í blaðinu í gær að hann er ekki í Norð- urárdal eins og þar stóð heldur í Stafholtstungum í Mýrasýslu. Beðist er velvirðingar á þessu ranghermi. Saman-hóp- urinn vekur at- hygli á ábyrgð „SAMAN-hópurinn hefur undan- farið staðið fyrir herferð til að vekja athygli á að börn verða ekki sjálfráða fyrr en við 18 ára aldur. Saman-hópurinn er samstarfs- vettvangur ýmissa stofnana og samtaka sem vinna að velferð barna og ungmenna. Í hópnum eru fulltrúar frá Áfengis- og vímu- varnaráði, lögreglunni í Reykjavík, Ríkislögreglustjóra, Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík, Fé- lagsþjónustunni í Kópavogi, Heim- ili og skóla, SAMFOK, Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, Götusmiðjunni, Rauðakrosshúsinu, Vímulausri æsku, Heilsugæslunni í Reykjavík og þjóðkirkjunni. Hópurinn vinnur m.a. að því að vekja athygli á þeirri ógn sem börnum og ungmennum stafar af útbreiðslu áfengis og vímuefna í samfélaginu. Slíkri neyslu fylgir alltaf hætta á að börn verði fyrir ýmiss konar ofbeldi sem getur haft alvarlegar afleiðingar. Þess vegna vill hópurinn vekja athygli foreldra á ábyrgð þeirra í uppeldi barnanna og hvetja til jákvæðra samskipta og samverustunda fjölskyldunnar á sérstökum tímamótum. Nú þegar verslunarmannahelgin fer í hönd og tilboð um hvers kyns skemmtanir og samkomur hljóma í eyrum okkar vill hópurinn beina því til foreldra og barna að þau ferðist saman og fylgist að. Besti valkosturinn er að eyða fríinu sam- an, hvort sem það er utan bæjar eða í byggð, efla tengsl og njóta þess að vera saman og að for- eldrar stuðli að því að allir eigi eft- ir fríið góðar minningar saman,“ segir í fréttatilkynningu. ANNAÐ risaveiðiholl hefur nýlok- ið sér af við Norðurá, alls var 147 löxum landað og þar sem hollið á undan var með yfir 170 laxa er ljóst að vikan gaf vel yfir 300 laxa. Ógreint er frá efra svæðinu, svo- kölluðu Norðurá 2, sem hefur gefið vel síðustu daga, oft 7–8 laxa á dag á 2–3 stangir. Þetta er mikil veiði og að sögn manna sem verið hafa á bökkum árinnar síðustu daga er sama hvert litið er, alls staðar nóg af laxi og enn mikið af grálúsugum fiski í bland við eldri lax. Nokkuð á þrettánda hundrað laxa er komið á land og 1.500 laxar hafa farið um teljarann í Glanna. Enn dauft í Rangánum Enn er rólegt í Ytri- og Eystri- Rangá, sú eystri með aðeins á þriðja hundrað laxa veidda og sú ytri með á annað hundrað. Á þess- um tíma í fyrra veiddust um og yf- ir 100 laxar á dag í Eystri-Rangá einni. Reynsla síðustu sumra segir að veiðin eigi að vera farin í gang, en menn reyna þó enn að vera bjartsýnir og benda á að laxveiðin hafi alls staðar farið seinna í gang í sumar heldur en venjulega. Að sögn leiðsögumanns sem hef- ur verið á svæðinu af og til, Arnar Sigurhanssonar, hefur verið bót í máli að sá lax sem veiðst hefur er yfirleitt mjög vænn. Eitt kvöldið hefðu t.d. tveir verið teknir í Ár- bæjarflúðum sem voru 15 og 16 punda. Stór hluti aflans til þessa er sem sagt um og yfir 10 punda. 18 punda úr Hrútunni „Þetta var flott taka og alvöru glíma, hörkuslagur með einhendu og smáflugu í 70 mínútur,“ sagði Pétur Broddason, leiðsögumaður við Hrútafjarðará, í gær eftir að skjólstæðingur hans, Svisslending- urinn Silvian Faessler, hafði sett í og landað 18 punda hæng í Lang- hólmahyl á svokallaða „Hitstúpu“. Talsvert er af laxi í ánni að sögn Péturs, en hann hefur tekið frem- ur illa og vantar rigningu. Alvöru stórlaxar hafa veiðst og sloppið í Laxá í Aðaldal síðustu daga. 20 pundari veiddist á Nes- veiðum á fluguna Silver Rat ný- verið, Bandaríkjamaður þar á ferðinni, og risafiskar slitu og sluppu, bæði „við Staurinn“ í Kis- tukvísl og á Hólmavaðsstíflu. Á Stíflunni var glímt við boltalax á einhendu og æddi laxinn til skiptis upp og niður bæði ræsin með hólmanum með veiðimann og leið- sögumann puðandi á eftir ýmist í báti eða á tveimur jafnfljótum. Báðir þessir laxar voru áætlaðir vel yfir 20 pundum. Laxinn er nú að dreifa sér betur í Laxá og veiði er þokkaleg þessa dagana. Morgunblaðið/Örn Sigurhansson Silvian Faessler og Pétur Broddason með 18 punda hænginn. Sama mokið í Norðurá ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.