Morgunblaðið - 24.07.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 24.07.2002, Síða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINLEIKUR um innra ogytra áreiti, einkavitleys-ur og almenna geðveiki,um þúsund leiðir til að nota síma, um kenninguna og iðk- un hennar, örvæntinguna og doð- ann sem við lifum öll við. Þetta er lýsing á einleik Heddu Sjögren, leikkonu og leikskálds, Känner ni doften av råg? sem sýndur verður í Smiðjunni, leikhúsi Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgötu 13, í kvöld og annað kvöld kl. 21.00. Það er til- raunaleikhúsið Lab Loki sem stendur fyrir sýningu Heddu Sjö- gren, en jafnframt því að sýna verk sitt hér vinnur Hedda með Lab Loka að tilraunaverkefninu Ragnarökum 2002, sem lýkur með leiksýningum í ágúst. Hedda Sjögren hefur sýnt ein- leik sinn bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum og segir hún verkið öðru fremur kafa í samband líkama og vitsmuna, og það hvern- ig við stjórnum losta. „Þetta er einleikur um tvær kon- ur, eða öllu heldur tvær hliðar einnar konu; – hliðina sem snýr útávið, og þá persónulegu. Útávið er hún fyrirlesari, og hún heldur fyrirlestur fyrir áheyrendur um innra líf konunnar, eins og vís- indaleg rannsókn standi þar að baki. Hin hlið fyrirlesarans sem við kynnumst er hennar eigið prívatlíf heimavið, þar sem hún er að bíða eftir símtali, sem er mjög klassískt þema í leikhúsinu. Þetta snýst um togstreituna milli þess opinbera og persónulega í konunni og líkamlegt ástand hennar í þessari tog- streitu.“ Þekkirðu lyktina af rúgi? er nafn verksins; – spurning, – og Hedda Sjögren segir það líka spurningu verksins hvers vegna konan stundi það að lesa lærðan lestur yfir öðru fólki um einkalíf konunnar. Verkið endar líka á spurningu, sem auðvitað verður ekki gefin upp hér. „Ég nýti mér texta úr ýmsum áttum í bland við minn eigin eins og mósaík; texta úr alls konar hug- myndafræði, heimspeki og tvinna saman við nútímatexta, til dæmis úr dagblöðum, kvennablöðum og slíku, þar sem könnuð eru tengslin milli þess vitsmunalega og holdlega í okkur og milli þess kvenlega og karllega. Flest erum við stöðugt að takast á við þau ólíku hlutverk sem við höfum í lífinu; – útávið og inná- við. Í prívatlífinu leyfum við okkar persónulega brjálæði að brjótast út; – ég er ekki bara að tala um eitthvert brjálæði í orðsins fyllstu merkingu, – heldur allar dýpri og kannski dekkri hliðar okkar eins og langanir og þrár og það allt. Ég held að allar stærstu spurning- arnar í lífi okkar snúist um kynlíf og dauða. Það er fáfengilegt að sitja og bíða eftir því að síminn hringi, – en hvað er það sem gerist innra með okkur undir þeim kring- umstæðum, þegar okkur finnst svo lítilmótlegir hlutir eins og þráin eftir þessari einu símhringingu snúast um líf eða dauða? Það er spennandi fyrir listamanninn að gera prívatlífið að opinberu lífi án þess að eftir því sé tekið, og ég er svolítið að gæla við þá hugmynd í verkinu. Ég veit ekki hvort hægt sé að svara því af eða á hvort ytri og innri persónur konunnar finni frið hvor með annarri – þær gera það á vissan hátt; þær mætast á ákveðnum stöðum, en ég, sem höf- undur verksins, set samt fram spurningar um þann raunveru- leika. En þótt þessari spurningu verði kannski aldrei svarað get ég að minnsta kosti sagt að innhverfa og úthverfa konunnar minnar finna sér leið til að halda sameiginlegu lífi sínu áfram.“ Hedda Sjögren flytur einleik sinn á sænsku. Sænskur gestaeinleikur eftir Heddu Sjögren í Leikhúsi Listaháskólans Beðið eftir símhringingu Morgunblaðið/Sverrir Hedda Sjögren, leikkona og leikskáld, hefur sýnt einleik sinn bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. BANDARÍSKI tónlistarfræð- ingurinn Alan Lomax lést á sjúkrahúsi í Flórída á föstudag 87 ára að aldri. Lomax er vel þekktur fyrir þátt sinn í að varðveita bandaríska þjóðlagatón- list, sem og djass- og blús- tónlist, en allt frá því á fjórða áratugnum ferðaðist hann um Bandaríkin og safnaði að sér tónlistarupp- tökum. Lomax var stundum nefndum blússagnfræðingur, en hann lét sig þó aðrar teg- undir tónlistar ekki minna máli skipta og safnaði upptökum af öllum gerðum bandarískrar þjóðlagatónlistar. Það var m.a. fyrir hans tilstilli að tveir af þekktustu blústónlistarmönn- um sögunnar náðu almennum vinsældum. Þannig uppgötvaði Lomax tónlist Louisiana-fang- ans Huddie Ledbetter, sem síð- ar tók upp nafnið Leadbelly, og Muddy Waters, sem enn starf- aði á plantekru og lék tónlist í frístundum sínum þegar Lo- max uppgötvaði hann. Þá gerðu útvarpsþættir Lomax á seinni árum með tónlistarmönnum á borð við Memphis Slim, Sonny Boy Williamson og Big Bill Broonzy meira til að kanna og kynna upphafsár, rætur og sögu blúsins en áður hafði verið gert. Alan Lomax látinn Alan Lomax AMOS Anderson-listasafnið er miðsvæðis í Helsinki, nánar tiltekið við Georgsgötu 27, sem á finnsku heitir Yrjönkatu. Þar stendur nú yfir Fjórði finnski ljósmyndaþríæringurinn og ber titilinn „Off Skene“, eða Handan sviðsljósanna. Ætlun sýningarstjór- anna, Jari Björklöv og Harri Kalha, var einmitt að beina sjónum okkar að hversdagslegri ljósmyndun, sem og list sem nýtir sér ljósmyndun án þess að geta beinlínis kallast því nafni. Það má því sjá hinar ýmsu til- raunir með það sem við mundum kalla ólistrænar ljósmyndir, samspil alls kyns samsetninga í rými, jafn- vel án ljósmynda en þó með sterkri skírskotun til miðilsins. Þannig er verk svokallaðs Hyäryllistä-hóps, „Red Cottage With“, frá 2002 býsna fyrirferðarmikið því að það er stórt innréttað herbergi – að vísu án lofts – með hreinu kraðaki af hvers konar smekklausum toga. Þótt ljósmyndir séu ef til vill ekki nema brot af öllu því sem hrúgað er inn í herbergið fær áhorfandinn á tilfinninguna að söfnun ljós- mynda sé ekki svo frábrugðin annarri hlutasöfn- un. Varðveisla – til að höndla liðna tíð? – er að öllum líkindum forsenda allrar söfnunaráráttu. Tuula Närhinen virðist haldin annars konar þráhyggju sem lýsir sér í brennandi þörf fyrir að skoða og sýna heiminn með augum dýra. Svæðið sem hún hefur til umráða sýnir ekki að- eins ljósmyndaraðir eins og linsan væri auga hinna ólíkustu dýra heldur safnar hún saman í miðjum salnum öllum þeim áhöldum og auka- hlutum sem hún nýtir sér við skrásetningu landslagsins eins og það lítur út séð með augum dýranna. Þá tekst þeim Veikko Björk, Gun Holmström og Mariu Duncker að gera hversdagstilveruna einstæða, að því er virðist með litlum tilkostnaði en ágætum árangri. Margir muna eflaust eftir þeim Holmström og Dunker úr kjallara Nor- ræna hússins þar sem þær tóku þátt í sýning- unni Púsluvisning og nokkrir nemendur Listaháskóla Íslands komu við sögu. Holm- ström gerir eldhús vinkonu sinnar – „Minnas kök“ – að eftirminnilegum og innilegum sam- komustað með röð af næmu ljósmyndaprenti meðan Duncker býður upp á „Go, go“, eins kon- ar náttúrudiskótek á myndbandi. Veikko Björk býður einnig upp á nætur- klúbbsstemningu með glitrandi mjólkurfernu og dularfullu smáljósaflökti – „Light Milk“ – ódýrum hversdagstöfrum sem minna okkur á hve skammt er milli gráma heimilishaldsins og algleymis helgarfjörsins. Eins og svo oft í finnskri samtímalist má sjá þessa fjarlægu frændur okkar takast á við tilveruna með hrein- um og beinum hætti, fullum af sposkum galsa eða depurð sem hittir ljóðrænan streng þar sem aðrir finna ekkert nema kaldranalegt svart- nætti. Það er vel þess virði að bregða sér inn á Amos Anderson-safnið og upplifa allt öðruvísi viðhorf til ljósmyndunar en við eigum að venj- ast. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Hluti af „Red cottage with“, ljósmyndrænu umhverfisverki Hyäryllistä-hópsins. Allt öðruvísi viðhorf til ljósmyndunar MYNDLIST Amos Anderson, Helsinki Til 11. ágúst. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 10–18, og um helgar frá kl. 11–17. LJÓSMYNDIR & BLÖNDUÐ TÆKNI UM 30 FINNSKIR LISTAMENN Halldór Björn Runólfsson LISTAKONAN Björg Þorsteinsdóttir sýnir um þessar mundir vatnslitamyndir í Grafar- vogskirkju. Björg hefur sýnt málverk, teikn- ingar og grafík í rúm 30 ár og haldið að með- altali um eina einkasýningu á ári. Sýninguna í Grafarvogskirkju nefnir hún „Spunnið úr trúartáknum“ og samkvæmt fréttatilkynningu eru þetta kristin tákn sem hún vinnur með á frjálslegan hátt. Myndir hennar eru þannig séð abstrakt, en trúartákn eru jafnan abstrakt form hlaðin merkingu og ímyndum. Krossinn er helsta tákn kristninnar og minnir okkur á þjáningu frelsarans sem deyr fyrir syndir okkar. Kross er reyndar algengt tákn í trúarbrögðum og var notaður yfir hin ýmsu karl-goð löngu fyrir kristindóminn. Rússneski listamaðurinn Kasimir Malevich er fyrstur til að vinna krossinn sem óhlutbund- ið form í málverki árið 1920. Á sjöunda ára- tugnum gerði þýski myndlistarmaðurinn Blinky Palermo málverk á T-laga krossa, en margir sagnfræðingar telja að krossar sem Rómverjar notuðu í krossfestingar á Golgata- hæðinni hafi verið T-laga. Austurríkismaður- inn Hermann Nitsch framdi átakamikla gern- inga á áttunda áratugnum þar sem hann slátr- aði lambi og lét blóð þess leka yfir krossfesta líkama manns og konu. Á níunda áratugnum vakti Arnulf Reiner athygli fyrir tilfinninga- þrungin kross-málverk. Hann málaði með lík- ama sínum á krossa í líkamsstærð. Ekki vinna þó allir listamenn með krossinn sem táknmynd kristindómsins. Bandaríkjamaðurinn Ross Bleckner hefur síðan á níunda áratugnum unn- ið trúarleg málverk og vatnslitamyndir. Hann notar tákn eins og heilaga kaleikinn og svífandi ljós sem minna okkur á upprisuna, eilíft líf og frelsið frá þjáningunni. Trúarleg tákn í myndum Bjargar Þorsteins- dóttur eru margskonar. Fyrir utan stafina INRI er varla hægt að eigna þau kristinni trú. Það er t.d. hringur, sól, þríhyrningur og útlínur fisks, en þau eru notuð í mörgum öðrum trúar- brögðum. Krossar í vatnslitamyndunum eru gjarnan X-laga, sem er kross sankti Androsar (St. And- rew). Hann var grískur dýrlingur sem er sagð- ur hafa verið krossfestur á X-laga krossi. Tvö- föld „Furka“, sem er lóðrétt lína sem sker X-laga kross, er einnig áberandi. Slíkur kross var upphaflega táknmynd guðsins „Set“ hjá forn-Egyptum. Myndir Bjargar eru leikur með liti, form og tákn. Þær eru bjartar, táknin smágerð og mörg saman í einni mynd. Minna verkin nokk- uð á frumstæða list. Sumum myndunum, eins og „Tákn og tilvera“ og „Fljótandi tákn“, er skipt niður í fleti, en í öðrum myndum, eins og „Í gróandanum“ og „Á gulum akri“, flæða lit- irnir saman með misjöfnum blæbrigðum og njóta þar eiginleikar vatnslitanna sín vel. Myndirnar eru allar á bak við gler og er oft erfitt að ná á þær augnfestu vegna endurvarps umfangsmikils arkítektúrs kirkjunnar. Fram- setningin á myndunum er afleit. Þær hanga á skilrúmum sem aðskilja m.a. gangveginn frá matsalnum. Skilrúmin eru skreytt með götóttu símynstri. Við minnstu hreyfingu augnanna ið- ar allur bakrunnurinn svo ómögulegt er að njóta myndanna eða sýningarinnar. Er ég hissa á því að svo reynd listakona sem Björg er skuli sýna annars ágætar vatnslitamyndirnar á þennan hátt. Krossar og önnur trúartákn Jón B.K. Ransu Björg Þorsteinsdóttir: Á gulum akri. MYNDLIST Grafarvogskirkja Sýningin er til 18. ágúst og er opin þegar kirkjan er opin. VATNSLITAMYNDIR BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.