Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.07.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 33 reynslu innan 25 mílnanna undanfar- in þrjátíu ár. Reynslan sýnir að sögu- leg veiðireynsla táknar eitt í dag og annað á morgun hjá ESB eftir því hvað hentar hverju sinni. Hvaðan koma þessar rangtúlkanir? Möltusamningurinn minnir okkur á að við aðild að ESB fórna aðild- arríkin þeim fullveldisrétti sínum að mega gera sjálfstæða viðskipta- og fiskveiðisamninga við önnur ríki. Af- leiðingin fyrir Möltu verður meðal annars sú að útgerðarfyrirtæki í Norður-Afríku (einkum frá Túnis) fá aðstöðu til löndunar á fiski á Möltu í samræmi við samninga Norður-Afr- íkuríkja við ESB en það mun hafa í för sér stóraukna sókn erlendra skipa inn á miðin umhverfis Möltu. Samningurinn við Möltu minnir okkur einnig á það sem löngu var vit- að að ríki sem sækja um aðild eiga kost á sérsamningum um fiskveiði- mál við ESB, t.d. um tímabundna að- lögun eða um eftirlit með veiðum við strendur landsins fyrir hönd Evr- ópusambandsins. En ESB gerir eng- ar undantekningar frá þeirri megin- reglu að einkalögsaga ríkja sé aðeins 12 mílur og utan þeirra marka verði viðkomandi ríki að deila veiðiréttind- um með öðrum fiskveiðiríkjum ESB. Að endingu má það teljast lær- dómsríkt hvernig það gat gerst að svo villandi fréttir sjást og heyrast aftur og aftur í íslenskum fjölmiðlum um mál sem brýnt er að Íslendingar fái sannar fréttir af. Því er til að svara að þessar blekkingar hafa þeg- ar verið raktar beint til upplýsinga- skrifstofu ESB á Möltu sem virðist hafa náð því þegar eftir að samning- urinn var gerður að koma því á fram- færi víða um lönd „að Malta haldi 25 mílna fiskveiðilögsögu sinni“ þegar í raun er um að ræða fiskverndar- svæði á vegum ESB, sem gjörólíkar reglur gilda um, eins og hér hefur verið bent á. Þarf tæpast að taka það fram að þessi blekkingaleikur hefur vakið mikla reiði á Möltu og verið þar harðlega fordæmdur. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. segja séð að sér í málum sem þessum og reynt að koma maklega til móts við þaulreynt og hæft starfsfólk, en ekki framkvæmdarstjóri og stjórn SASS. Hvers vegna ekki? Spyr sú sem ekki veit. Fróðlegt væri að vita hvað þessi þrákelkni stjórnenda Samtakanna hefur kostað? Skatt- greiðendur hafa væntanlega þurft að greiða lögmönnum háar fjárhæðir til að verja óheppilegar gjörðir stjórn- enda undanfarin ár. Þess í stað hefði mátt verja þeim fjármunum til upp- byggingar og aðkallandi verkefna. Framundan er að velja nýja stjórn- endur fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga næstu fjögur árin. Mér sýnist ekki vanþörf á léttari, jákvæð- ari og mannlegri viðbrögðum hjá hinni opinberu stofnun SASS. Þver- girðingsháttur, tómlæti gagnvart hugmyndum starfsfólks og geðþótta- ákvarðanir varðandi stöðuhækkanir einstakra starfsmanna eru ekki nú- tímaleg vinnubrögð og menntað og upplýst starfsfólk, jafnvel þó undir- menn séu, lætur sér slíkt ekki lynda. Undirrituð mun hins vegar ekki fara með vangoldnar orlofsgreiðslur SASS til sín fyrir dómstóla eins og stjórnendur hafa lagt til. Enn ein málaferlin við þá sem fara með stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga eru bæði til óþurftar og hreinasta óráðsía. Hins vegar er litið til þess að hinir nýkjörnu ,,fulltrúar fólksins“ sem sitja munu í stjórn Samtakanna næstu árin sýni gott fordæmi í stjórn- sýslu og samskiptum við starfsmenn. Gengið er út frá því sem vísu að ný stjórn hafi vilja til að greiða starfs- fólki sínu það sem því ber samkvæmt fyrirliggjandi úrskurði dómstóla og leitist þannig við að verða öðrum fyr- irmynd en ekki öfugt. Ef á hinn bóg- inn verður haldið áfram á sömu braut, reynist Stjórn samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga vera í mót- drægri stöðu og votta ég henni samúð í baráttunni gagnvart slíkum úr- lausnarefnum. Höfundur er sálfræðingur. HÉR á eftir fer niðurstaða álits kærunefndar jafnréttismála í máli Hrafnhildar Hafberg gegn Leik- félagi Akureyrar vegna ráðningar leikhússtjóra, sem birt var fyrr í mánuðinum. Í textanum á „kærandi“ við Hrafnhildi en „kærði“ við Leik- félag Akureyrar. Millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins. „Markmið jafnréttislaga er að koma á og viðhalda jafnrétti. Með hliðsjón af því skal stuðlað að því að jafna tækifæri kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins, sbr. 1. gr. laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Atvinnurekendur gegna afar þýð- ingarmiklu hlutverki í því að ná fram markmiði laganna. Ýmsar skyldur eru lagðar þeim á herðar í þessu skyni og skorður settar við ákvörð- unum þeirra. Þeir skulu vinna mark- visst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, einnig skulu þeir vinna sérstaklega að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækja sinna eða stofnana og sjá til þess að störf flokkist ekki í kvenna- og karla- störf, sbr. 13. gr. laga nr. 96/2000. Kærandi byggir kæru sína á því að henni hafi verið mismunað á grund- velli kynferðis þegar ráðið var í starf leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar í febrúar 2002. Telur kærandi að með því að ganga framhjá henni og ráða karl í starfið hafi jafnréttislög verið brotin á sér, þar sem karlinn sem ráð- inn var hafi haft mun minni menntun en kærandi, auk þess sem reynsla hans hafi verið takmarkaðri. Vísar kærandi í þessu sambandi til 23.–25. gr. laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, en í 3. mgr. 24. gr. segir að ef leiddar séu lík- ur að beinni eða óbeinni mismunun við ráðningu í starf skuli atvinnurek- andi sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun hans. Kærandi með meiri menntun á því sviði sem um ræðir Í auglýsingu um starf leikhús- stjóra hjá Leikfélagi Akureyrar var þess óskað að umsækjendur gerðu grein fyrir menntun, reynslu og hug- myndum um listræn stefnumið. Líta verður svo á að í auglýsingunni hafi komið fram þau atriði sem fyrst og fremst yrðu lögð til grundvallar við ráðningu í stöðuna. Á þetta sér m.a. stoð í bréfi formanns Leikfélags Ak- ureyrar, dags. 4. mars 2002. Kærandi gerði í umsókn sinni ít- arlega grein fyrir menntun sinni, reynslu á sviði leikhússtarfa og reynslu sinni á öðrum vettvangi, auk þess sem hún lagði fram sérstaka greinargerð um listræn stefnumið. Óumdeilt er að kærandi hafði, auk stúdentsprófs, BA-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands, með áherslu á leikbókmenntir og meistarapróf kennara frá sama skóla. Að auki hafði hún lokið MA-prófi í leikhúsfræðum frá háskóla í Eng- landi. Á fundi kærunefndar jafnrétt- ismála hinn 26. júní 2002, gerði kær- andi grein fyrir inntaki MA-námsins, en kærandi kveður sig á sama hátt hafa gert grein fyrir eðli þess í starf- sviðtali hjá kærða. Viðurkennt er af hálfu kærða að menntun kæranda hafi talist viðamikil og hafi getað nýst vel í starfi leikhússtjóra, sbr. áður til- vísað bréf formanns Leikfélags Ak- ureyrar, dags. 4. mars 2002. Samkvæmt umsókn þess sem ráð- inn var hafði hann fyrst og fremst, auk stúdentsprófs, próf í leiklist frá Leiklistarskóla Íslands. Með vísan til þess sem að framan er rakið um menntun kæranda og með vísan til starfslýsingar í erind- isbréfi leikhússtjóra Leikfélags Ak- ureyrar frá janúar 1998, verður að telja hafið yfir vafa að kærandi hafi á grundvelli háskólamenntunar sinnar haft meiri menntun en sá sem ráðinn var, á því sviði sem um ræðir. Mátti leggja reynslu að meginstefnu að jöfnu Af þeim gögnum sem fyrir liggja í málinu kemur fram að bæði kærandi og sá sem ráðinn var höfðu nokkra reynslu í leikstjórn og uppsetningu leikrita, einkum skólaleikrita og ann- arra minni leiksýninga, auk reynslu af öðrum störfum tengdum leiksýn- ingum. Verður því að telja að kær- andi og sá sem ráðinn var hafi að þessu leyti haft nokkuð jafna stöðu. Að því er önnur störf varðar verður að telja, með sama hætti, að reynslu þeirra hafi að meginstefnu til mátt leggja að jöfnu. Hvorki kærandi né sá sem ráðinn var höfðu hins vegar sér- staka reynslu af leikhússtjórn eða af störfum sem öldungis má jafna til slíkra starfa. Með vísan til þessa verður ekki fallist á það með kærða að sá sem ráð- inn var hafi haft formlega meiri menntun og reynslu en kærandi. Er þá sérstaklega haft í huga að kærandi telst hafa haft meiri menntun en sá sem ráðinn var og er óumdeilt að sú menntun geti nýst í umræddu starfi. Ekki umtalsverður munur á áherslum umsækjenda Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 96/2000 er óheimilt að mismuna um- sækjendum um starf á grundvelli kynferðis. Ef máli er vísað til kæru- nefndar og leiddar eru líkur að beinni eða óbeinni mismunun við ráðningu í starf, skal atvinnurekandi sýna nefndinni fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun hans, sbr. 3. mgr. 24. gr. Með vísan til þess sem að framan greinir varðandi menntun og reynslu kæranda og þess sem ráðinn var, verður að telja að kærða beri að sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun hans. Í þessu felst að kærði geri á hlutrænan og málefnalegan hátt grein fyrir því hvaða aðrar ástæður lágu að baki ákvörðun um ráðningu í starf. Kærandi og sá sem ráðinn var gerðu grein fyrir listrænum stefnu- miðum í umsóknum sínum til kærða. Í báðum tilfellum var fyrst og fremst um að ræða almenna lýsingu á við- horfum til listræns og menningarlegs gildis leikhúsa og með hvaða hætti leikhúsið þjónaði best samfélagsleg- um markmiðum og þörfum. Ekki verður séð að í skriflegum greinar- gerðum umræddra umsækjenda fel- ist umtalsverður munur á áherslum að þessu leyti, þó svo að nálgun þeirra hafi verið með nokkuð ólíku móti. Í auglýsingu um starfið kom ekki fram að óskað væri eftir ráða- gerðum umsækjenda um fjárhags- legan rekstur, markaðssetningu eða almennt innra starf leikhússins. Af hálfu kærða var á því byggt að í starfsviðtali hafi sá sem ráðinn var sýnt þekkingu sína á innviðum leik- hússins á Akureyri, en hann hafði þá starfað þar um fimm mánaða skeið. Listræn sjónarmið hans hafi fallið best að hugmyndum leikhúsráðs. Þá hafi sá sem ráðinn var haft „skýrustu, framsæknustu, víðsýnustu og raun- hæfustu hugmyndirnar um rekstur leikhússins“, sbr. bréf formanns Leikfélags Akureyrar, dags. 4. mars 2002. Ekki liggur alls kostar fyrir hvaða hugmyndir lágu þarna að baki, enda eru þær ekki skýrðar með af- dráttarlausum hætti í skriflegum gögnum málsins. Þegar svo stendur á verður ekki talið að þær geti réttlætt að gengið hafi verið framhjá kær- anda, sem telja verður að hafi haft meiri menntun, og að því leyti talist hæfari, en sá sem ráðinn var. Með vísan til þess sem að framan er rakið, er það álit kærunefndar jafnréttismála að Leikfélag Akureyr- ar hafi við ráðningu í stöðu leikhús- stjóra hjá Leikfélagi Akureyrar brot- ið gegn ákvæðum 1. mgr. 24. gr. laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.“ Kærandi talinn hæfari á grundvelli háskólamenntunar Í ALDANNA rás hefur jurtin Ma Huang verið notuð í kínversk- um lækningum. Jurtin, sem oftast er nefnd Ephedra, inniheldur m.a. efedrín sem er virkasta innihaldsefn- ið. Efedrín er að finna í mörgum fæðubótar- efnum sem markaðs- sett eru fyrir fólk sem vill grennast og fólk sem er að leita að efn- um sem stuðla að auk- inni orku til hinna ýmsu starfa. Áhrif efedríns á hjarta- og æðakerfi lík- amans felast aðallega í auknum hjartslætti og hækkuðum blóðþrýstingi. Áhrif efnisins á mið- taugakerfið felast í örvun líkt og adr- enalín veldur en áhrifin eru kraft- meiri og standa lengur yfir þegar efedríns er neytt. Fáar góðar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum efedríns á líkamann. Niðurstöður rannsókna sem sýna aukið úthald, aukna ein- beitingu og aukinn kraft og styrk er hægt að finna þó svo að ekki sé alltaf um öruggar heimildir að ræða. En þar sem aukaverkanir efedríns, og fæðubótarefna sem innihalda efe- drín, geta verið mjög alvarlegar þá falla jákvæðu áhrifin af neyslu efedríns í skuggann af hættunni sem neyslunni fylgir. Þar sem ekki er mikið um áreið- anlegar klínískar rannsóknir á eitur- áhrifum efedríns hafa vísindamenn stuðst nokkuð við gagnabanka Mat- væla- og lyfjaeftirlitsins í Bandaríkj- unum (FDA). Þetta er svokallaður jákvæður listi þar sem einstaklingar hafa skráð niður aukaverkanir vegna neyslu á fæðubótarefnum sem innihalda efedrín. Í gegnum þetta skráningarkerfi hafa verið skráð yfir 1.000 tilfelli af aukaverkun þessara efna síðan 1994. Þar hafa komið fram ábendingar um að efedrín valdi taugatitringi, svefnleysi, svima, skjálfta, hækkuðum blóðþrýstingi, óreglulegum hjartslætti, hröðum hjartslætti, höfuðverk, óþægindum í meltingarvegi, brjóstverkjum, hjartaslagi, lifrarbólgu, heilablóðfalli og dauða. Þessar aukaverkanir hafa verið skráðar af fólki á öllum aldri og án nokkurra þekktra kvilla. Eins og gengur og gerist þá hefur oftar verið um tifelli sem túlka má sem væg, s.s höfuðverkur, svefnleysi og svimi. Al- varlegu tilfellin eru hins vegar áhyggjuefni enda afleiðingarnar skelfilegar. Alvarlegu tilfellin hafa oftar en ekki átt sér stað þegar neysla á öðrum efnum (s.s. koffíni) sem einnig örva miðtaugakerfið og hjarta- og æðakerfið hefur átt sér stað samfara efedrínneyslu. Þegar einstaklingar hafa tekið ákvörðun um að neyta efedríns eða fæðubótarefna sem innihalda efedr- ín er oft erfitt að fá þá til að hætta neyslunni. Almenn vellíðan sem oft fylgir við upphaf neyslu á efedríni er svo mikil að neytendur vilja hvorki heyra né sjá röksemdir gegn neysl- unni. Í þessum tilfellum er erfitt um vik fyrir þann sem lætur sér annt um heilsu neytandans. Þá getur ver- ið gott að beina neytendunum inn á braut þar sem neyslan er e.t.v. ekki eins skað- leg og minnka þar með líkurnar á óæskilegum alvarlegum aukaverk- unum (sbr. ráðlegging- ar FDA hér að neðan). Með þessum orðum á undirritaður alls ekki við að neysla á efedríni geti nokkurn tíma tal- ist skaðlaus enda eru of mörg dæmi sem sýna hið gagnstæða. Árið 1997 gaf FDA út skýrslu varðandi magn efedríns í fæðubótar- efnum, notkun, auglýs- ingu og markaðssetn- ingu fæðubótarefna sem innihalda efedrín. Í þessari skýrslu kom m.a fram að FDA hefði áhyggjur af aukinni notkun fæðu- bótarefna sem innihéldu efedrín. Eins og áður sagði höfðu fram að þeim tíma verið skráð yfir 1.000 til- felli þar sem neikvæðar aukaverk- anir áttu sér stað samfara neyslu á fæðubótarefnum þar sem efedrín var eitt innihaldsefna. Upp frá því kom FDA með ráðleggingar fyrir neytendur varðandi neyslu þessara efna og auk þess kvaðir á framleið- endur og innflytjendur. Þar kom fram að ekki skyldi neyta meira en 8 mg af efedríni (ephedrine alkaloids) á hverjum 6 klst. Eins skyldi heildar dagneysla ekki fara yfir 24 mg af efedríni. Mælt var gegn því að neyta annarra efna sem örva miðtauga- kerfið og/eða hjarta- og æðakerfið (s.s. koffín). Einnig var ráðlagt að samfelld neysla stæði ekki yfir leng- ur en í mesta lagi 7 daga. Sérstök varnarorð áttu að vera prentuð á umbúðir þar sem neikvæðar auka- verkanir væru taldar upp. Skráning- arkerfi FDA, þar sem neikvæðu aukaverkanir voru skráðar af ein- staklingunum sjálfum, var í raun ófullkomið, m.a. vegna þess að fæðu- bótarefnin innihéldu önnur efni en efedrín sem ekki voru könnuð og því ákvað FDA að hverfa frá kvöðunum sem stofnunin hafði ákveðið að setja á framleiðendur og innflytjendur fæðubótarefna. Þrátt fyrir að FDA hafi horfið frá ofangreindum kvöðum á framleið- endur og innflytjendur ákvað stofn- unin samt sem áður að láta sjálf- stæða stofnun athuga betur nokkur tilfelli sem skráð höfðu verið þar sem efedrín hefði hugsanlega komið við sögu. Í stuttu máli voru niður- stöðurnar þær að í þeim tilfellum þar sem hægt var að tengja auka- verkanirnar „örugglega“, „næstum örugglega“ eða „hugsanlega“ við neyslu á efedríni (87 tilfelli samtals), voru skráð nákvæmlega 10 dauðsföll (11%) og fjöldinn allur af tilfellum þar sem um var að ræða varanlegan heilsuskaða. Neysla einstaklinganna sem létust var frá 20–60 mg á dag. Í framahaldi af þessu má einnig nefna að fyrir nokkrum dögum ákváðu bandarísku fótboltasamtökin (NFL) að setja efedrín á bannlista og þeir leikmenn sem uppvísir verða að notkun efedríns fá sömu sekt og ef þeir neyttu anabólískra stera (4 leikja bann án launa). Þar með bætt- ist NFL deildin við samtök háskóla- íþrótta (NCAA) og Alþjóðlegu Ól- ympíunefndina (IOC) sem banna notkun á efninu. Efedrín er ólöglegt til almennrar neyslu á Íslandi og er það ekki að ástæðulausu. Of mörg gögn eru til um skaðsemi efedríns á mannslík- amann. Það segir meira en mörg orð að FDA, NCAA og NFL í Banda- ríkjunum, þar sem alls virðist mega neyta, telja fæðubótarefni sem inni- halda efedrín varhugaverð. Efedrín (Ephedrine) í fæðubótarefnum Steinar B. Aðalbjörnsson Höfundur er næringarfræðingur og næringarráðgjafi hjá Hollustuvernd ríkisins. Fæðubótarefni Efedrín er ólöglegt til almennrar neyslu á Íslandi, segir Steinar B. Aðalbjörnsson, og er það ekki að ástæðulausu. GREINARGERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.