Morgunblaðið - 02.08.2002, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 02.08.2002, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 9 Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Útsala - útsala Ennþá glæsilegt úrval Lokað á morgun laugardag Bankastræti 14, sími 552 1555 Líður að útsölulokum Brandaraverð Nýjar vörur komnar Enn meiri verðlækkun                   BORIÐ hefur á truflunum á sam- bandi við íslenska gsm-síma erlendis að undanförnu. Jóakim Reynisson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Tals, segir að því miður fylgi ýmis tækni- leg vandamál útlandasímtölum hjá öllum símafyrirtækjunum. Símtölin fari oft í gegnum mörg erlend fyr- irtæki, sem reyni gjarnan að flytja þau á sem ódýrastan og hagkvæm- astan hátt, á kostnað gæða. Dæmi eru t.a.m. um að hljóðið sé óeðlilega lengi á leiðinni þegar hringt er í gsm-síma Tals í Danmörku, auk þess sem komið hefur fyrir að erfitt er að ná sambandi við gsm-notanda hjá Íslandssíma sem staddur er í Portúgal. Jóakim segir að fólk geri sér al- mennt ekki grein fyrir að símtöl til og frá útlöndum fari í gegnum marga aðila. „Þegar hringt er á milli landa vitum við hjá símafélögunum stund- um ekki einu sinni hvaða leið símtölin fara. Það gerir að verkum að erfitt er að svara fyrir um einstök dæmi og einnig leiðir það til þess að vandamál eru mun tíðari en ella. Hérna heima eru það hins vegar ekki nema ís- lensku fyrirtækin sem þurfa að sjá til þess að færa símtöl milli kerfa,“ segir hann. Oft leitað ódýrari flutningsleiða Jóakim segir það flækja málin enn frekar að erlendu fyrirtækin sem ís- lensku fyrirtækin hafi gert samning við sendi oft símtölin misjafnar leiðir frá degi til dags. Þau séu oft og tíðum að leita ódýrari og hagkvæmari flutn- ingsleiða, með þeim afleiðingum að gæðin sitji á hakanum. „Þegar við fáum kvartanir og byrjum að skoða málið getum við stundum haft sam- band við einhvern erlendis sem getur haft einhver áhrif. Stundum er það ekki hægt, en þá leysist málið oftast af sjálfu sér, þegar fyritækið skiptir um flutningsleið,“ segir Jóakim. Hann segir að notandinn erlendis geti oft leyst vandamálið með því að velja annað símafyrirtæki á símanum sínum. „Fólk áttar sig hins vegar ekki alltaf á þeim möguleika,“ segir hann. Jóakim segir að kvartanir hjá Tali séu síst fleiri en hjá öðrum fyrirtækj- um. „Við leggjum mikla áherslu á að þessi þjónusta sé sem best og erum með hóp starfsmanna sem hugsa nánast eingöngu um að tryggja gæði útlandasambandsins,“ segir Jóakim. Annmarkar í byrjun Pétur Pétursson, kynningar- fulltrúi hjá Íslandssíma, segir að kvartanir þessa efnis séu ekki tíðari hjá Íslandssíma en öðrum símafyr- irtækjum. „Við urðum þó vör við ákveðna annmarka í byrjun, þegar við fórum af stað með þjónustuna, en við höfum markvisst unnið okkur út úr þeim vanda. Síðustu mánuði höf- um við veitt þjónustu sem við erum afar sátt við og viðskiptavinirnir auð- vitað líka,“ segir hann. Aðspurður um fyrrnefnt dæmi segir Pétur að ekki sé óeðlilegt, hjá öllum símafyrirtækjum, að slík ein- angruð vandamál komi upp. „En þetta er ekki vandi sem er almennt að plaga notendur. Ef svona mál koma upp eru þau leyst. Séu notendur staddir erlendis er það forgangsmál hjá okkur,“ segir hann. Hann segir að mörg hundruð viðskiptavina Ís- landssíma séu erlendis á hverjum degi og ekki sé óeðlilegt að einstaka kvartanir berist. Dæmi um truflanir á sambandi við íslenska farsíma erlendis Margir og mis- jafnir milliliðir ÓLAFUR Guðmundsson, fyrrver- andi varðstjóri lögreglunnar í Reykjavík, gaf Byggðasafni Akra- ness veglegt myntsafn á vordög- um. Sýning á myntsafni hans var formlega opnuð 1. júní sl., degi áður en Ólafur hélt upp á 88 ára afmæli sitt. Þetta er annað mynt- safnið sem Ólafur lætur frá sér fara en hann sagði í samtali við Morgunblaðið að Landsbanki Ís- lands hefði keypt myntsafn af sér árið 1964 og það safn væri grunnurinn að myntsafni því sem Seðlabanki Íslands á í dag og hef- ur til sýnis. „Myntsafnið sem ég seldi Landsbankanum fyrir 38 árum fór fyrir 337 þúsund krónur og ég gat keypt mér nýjan Volvo, sem kostaði þá 318 þúsund krón- ur. Ég átti því líka fyrir nokkrum bensíndropum á bílinn,“ sagði Ólafur, sem býr nú á Grund í Reykjavík. Ólafur fæddist á Sörlastöðum í Fnjóskadal árið 1914 og féll hann fyrir myntsöfnun þau þrjú sumur sem hann dvaldi í sveit á Bjarna- stöðum í Hvítársíðu sem ungur drengur. „Þar var stúlka sem átti danska silfurpeninga sem hún geymdi í silfurlituðu raksápuboxi. Ég heillaðist af myntinni sem hún sýndi mér þar og byrjaði sjálfur að safna sjaldgæfri mynt og hef gert það síðan. Áður en ég ákvað að gefa síðara safn mitt hafði ég boðið það til sölu en þeir sem áhuga höfðu á safninu höfðu ekki áhuga á að kaupa það í heilu lagi. Ég vildi ekki selja safnið í smáskömmtum eins og allt stefndi í og því ákvað ég að gefa Byggðasafninu það frekar. Ég gaf myntsafnið til minningar um Bjarna Ólafsson skipstjóra sem drukknaði árið 1939, Ólaf B. Björnsson ritstjóra og Katrínu Oddsdóttur. Þau studdu við bakið á mér og fjölskyldu minni og ég var þeim ævinlega þakklátur fyr- ir það.“ Ólafur bjó lengi á Akranesi en fluttist síðar að Laugarvatni þar sem faðir hans kenndi lengi vel. „Sjö ára gamall fluttist ég ásamt fjölskyldu minni til Akra- ness þar sem faðir minn gerðist kennari. Níu árum síðar flutti hann sig um set og kenndi á Laugarvatni en við bjuggum áfram á Akranesi. Það þýddi lítið að sitja með hendur í skauti, allir þurftu að leggja sitt af mörkum til þess að hafa í sig og á. Ég fékk tækifæri til þess að vinna hjá Bjarna Ólafssyni & co. sem unglingur, við bræðslu á fiski. Það sem ég vann mér inn við þá vinnu fór í að kaupa nauðsynjar enda vorum við orðin sex syst- kinin. Bjarni Ólafsson hafði trú á mér þegar mest á reyndi og ég vildi heiðra hann og þá sem gáfu mér tækifæri, með því að koma myntsafninu fyrir á safninu að Görðum.“ Byggðasafnið er á hinu forna höfuðbóli á Görðum á Akranesi sem var kirkjustaður og prestssetur frá öndverðri kristni til loka 19. aldar. Samkvæmt Landnámabók bjó þar í upphafi Jörundur hinn kristni, sonur Ket- ils Bresasonar, sem ásamt Þor- móði bróður sínum kom hingað út af Írlandi í lok 9. aldar og nam Akranes. Að sögn Guttorms Jónssonar, starfsmanns Byggðasafnsins, er myntsafnið kærkomin viðbót við fjölbreytta flóru safnins en enn hefur aðeins hluta þess verið komið upp. Safn Ólafs er það viðamikið að ekki er hægt að koma því öllu fyrir að svo stöddu. Að mati Guttorms er myntsafnið ómetanlegt í heild sinni og vekur það mikla athygli gesta safna- svæðisins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur gefur Byggða- safninu mynt því að hann gaf sýnishorn af mörgum fyrri út- gáfum íslensku krónunnar fyrir mörgum árum. Það myntsafn hef- ur verið til sýnis á safninu í mörg ár án þess að nafn Ólafs hafi ver- ið nefnt til sögunnar. Fyrrverandi lögregluvarðstjóri gaf Byggðasafni Akraness veglegt myntsafn Silfurpeningar í raksápuboxi kveikjan að myntsöfnuninni Ólafur Guðmundsson afhendir mynt- og minnispeningasafn sitt Byggðasafni Akraness og nærsveita. Ólafur Guðmundsson býr nú á Elliheimilinu Grund. Morgunblaðið/Arnaldur MEÐAL niðurstaðna í við- horfs- og atferliskönnun um umferðarmál sem Gallup vann fyrir Vátryggingafélag Ís- lands er að karlar séu helm- ingi líklegri en konur til að brjóta umferðarlög. Könnunin fór fram í júní og var úrtakið 1.200 mans og svarhlutfall 69,8%. Spurt var hvort viðkomandi hefðu brotið umferðarlög á síðustu 12 mánuðum. Karlar í þeim hópi voru 47% en konur 18%. Gengust alls 35% að- spurðra við því að hafa brotið umferðarlög síðustu 12 mán- uði. Flestir sem kváðust hafa brotið umferðarlög eru í yngstu aldurshópunum eða 16 til 34 ára en fæstir á aldrinum 55–75 ára eða 18%. Þá kom fram í könnuninni að flesta brotlega sé að finna meðal tekjuhárra. Þar sem fjölskyldutekjur eru yfir 250 þúsund kr. á mánuði segjast 36–39% hafa brotið umferðar- lög en hjá þeim sem hafa minni tekjur en 250 þús. kr. hafa 23% brotið lögin. Meðal þeirra sem eru með háskólapróf er hlut- fallið 42% en 25% hjá þeim sem eru með grunnskólapróf. Flestir hafa brotið umferð- arlög með því að aka of hratt eða 79,9% og 7,9% brutu lög með því að aka gegn rauðu ljósi og jafnmargir með því að nota ekki bílbelti. Könnunin er liður í þjóðar- átaki VÍS gegn umferðarslys- um en markmið hennar er að hvetja Íslendinga til að leggj- ast á eitt í baráttunni gegn umferðarlysum. Er skorað á fólk að virða 10 umferðarheiti og stuðla með því að bættri umferðarmenningu. Viðhorfskönnun Gallup fyrir VÍS Karlar líklegri til umferð- arlaga- brota

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.