Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES
18 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Gasol®
Heimsendingarþjónusta ÍSAGA
nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins.
Heimsendingargjald er kr. 500,-
Afgreiðslan Breiðhöfða 11
er opin virka daga frá kl. 8 til 17.
800 5555
Hluti af Linde Gas Group
ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11
Sími 577 3000 • Fax 577 3001
www.aga.is
IS
A
-2
43
.1
–
ÍD
E
A
meistar inn. is
GULL ER GJÖFIN
YFIRVÖLD í Vatnsleysustrandar-
hreppi hafa ákveðið að loka gáma-
svæði fyrir flokkaðan úrgang sem
verið hefur við höfnina í Vogum
undanfarin þrjú ár. Ástæðan er
mjög slæm umgengni þrátt fyrir
ítrekaðar áminningar og viðvaranir.
Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri
segir að mjög illa hafi verið gengið
um svæðið og reynslan því ekki góð.
„Það eru ekki íbúarnir sem ganga
verst um, heldur tel ég fyrst og
fremst að utanaðkomandi fyrirtæki
geri það. Þau hafa komið og skilið
t.d. eftir heilu dekkjafarmana, raf-
geyma og annað, til að þurfa ekki að
greiða fyrir það annars staðar.
Svæðið hjá okkur hefur verið opið,
enda hugsað fyrst og fremst fyrir
íbúana í Vogum.“
Nýtt gámasvæði
undir eftirliti á næsta ári
Jóhanna segir að ástandið sé óvið-
unandi og því hafi verið ákveðið að
loka svæðinu í núverandi mynd. „Í
staðinn munum við á næstunni bjóða
fólki að losa flokkaðan úrgang í
gáma einu sinni í mánuði, í nokkra
daga í senn, undir eftirliti.“ Það
verður auglýst síðar hvenær sú þjón-
usta hefst.
Vatnsleysustrandarhreppur á að-
ild að Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.
Hefur stöðin samþykkt að setja upp
gámasvæði í Vogum í tengslum við
nýja sorpeyðingarstöð sem stendur
til að byggja í Helguvík. Áætlað er
að svæðið gæti verið tilbúið 2003.
„Þá erum við að tala um afmarkað
og lokað gámasvæði með eftirliti
sem uppfyllir allar kröfur um um-
hverfismál,“ segir Jóhanna.
Núverandi gámasvæði verður lok-
að eftir helgi og gámarnir fluttir á
brott. Svæðið verður hreinsað, jafn-
að og lokað af með blómakerum og
keðjum.
Að sögn sveitarstjóra hefur borið á því að sorpi frá fyrirtækjum utan Voga sé komið fyrir á gámasvæðinu og illa gengið um, en eftirlit þar er lítið.
Umgengni
afleit
þrátt fyrir
áminningar
Vogar
Gámasvæði við höfnina fyrir flokkaðan úrgang verður lokað fljótlega
KJARTAN Már Kjartansson, bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ, lagði í gær
tillögu fyrir bæjarráð um breytt fyrirkomulag
ferðastyrkja til nemenda sem stunda viðurkennt
nám á framhalds- eða háskólastigi á höfuðborg-
arsvæðinu skv. gildandi viðmiðunarreglum. „Í
stað þess að niðurgreiða fargjöld með SBK ein-
göngu fái nemendur ferðastyrk, sem nemur upp-
hæðinni sem annars færi til niðurgreiðslunnar,
fyrir eina önn í senn.“
Tillögunni var vísað til skóla- og fræðsluráðs en
verði hún samþykkt munu breytingarnar taka
gildi 1. sept. nk. Á fundi bæjarstjórnar Reykja-
nesbæjar 2. júlí s.l. lagði Kjartan Már fram fyr-
irspurn þar sem hann óskaði eftir að bæjarstjóri
taki saman upplýsingar um hvort og þá með
hvaða hætti önnur sveitarfélög á Reykjanesi og
suðvesturhorni landsins stæðu að því að veita
nemendum, sem búa í sveitarfélögunum en sækja
skóla í Reykjavík, ferðastyrki. Í svari Árna Sig-
fússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, sem lagt
var fyrir bæjarráð í gær, kemur fram að leitað
hafi verið svara hjá sjö sveitarfélögum: Gerða-
hreppi, Grindavík, Sandgerði, Vogum, Hvera-
gerði, Árborg og Ölfusi. Fimm sveitarfélög hafi
svarað en ekki hafi borist svar frá Vogum og
Grindavík.
„Niðurstaðan er sú að hjá öllum nema Ölfus-
hreppi er sama fyrirkomulag og hjá okkur, þ.e.
niðurgreiðsla á fargjöldum til Reykjavíkur. Eins
og er veitir Ölfushreppur ekki ferðastyrki en það
stendur til hjá þeim að taka upp sama fyrirkomu-
lag og við höfum,“ segir í svari bæjarstjóra.
Óeðlilegt að ekki fái allir styrk
Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að nú-
verandi fyrirkomulag ferðastyrkja Reykjanes-
bæjar til nemenda, sem stunda nám á framhalds-
eða háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu, eigi ræt-
ur sínar að rekja til þess tíma er SBK var í eigu
Keflavíkurbæjar. Þá var kostnaður sveitarfé-
lagsins vegna styrkjanna því óbeinn þar sem
nemendur gátu nýtt sæti sem annars voru tóm í
rútunum, án þess að til sérstakra beinna aukaút-
gjalda sveitarfélagsins kæmi. „Eftir að SBK varð
að sjálfstæðu hlutafélagi kaupir Reykjanesbær
þessi sæti með beinum hætti. Þarna er því mikil
breyting á. Ljóst er að nokkur fjöldi nemenda
sækir nám daglega til höfuðborgarsvæðisins eftir
öðrum leiðum og fær því ekki ferðastyrk frá
sveitarfélaginu. Slíkt hlýtur að teljast óeðlilegt
þar sem allir nemendur, sem á annað borð eiga
rétt á ferðastyrk skv. gildandi viðmiðunarreglum,
hljóta að eiga jafnan rétt óháð því hvort þeir fara
með SBK eða á einkabílum. Því hlýtur að vera
eðlilegast að nemendur fái styrkinn og ráði sjálfir
hvort þeir nýta sér þjónustu SBK eða fara á
einkabílum.“
Tillaga um breytta ferðastyrki þeirra sem sækja nám til Reykjavíkur
Allir nemendur fái ferðastyrk
Reykjanesbær
ÞEIR eru orðnir tveir, sem-
entsturnar fyrirtækisins Aal-
borg-Portland hf. í Helguvík.
Turnarnir taka samtals um
9.000 tonn af sementi, um 4.500
tonn hver, sem flutt er inn frá
Danmörku.
Nýi turninn tók að rísa í apríl
og í fyrsta sinn á þriðjudag í
síðustu viku var tekið í hann
sement. Bjarni Halldórsson,
framkvæmdastjóri Aalborg-
Portland á Íslandi, segir að
turninn verði formlega tekinn í
notkun um miðjan ágúst, þegar
búið verður að ganga frá lóðinni
umhverfis hann að fullu.
Danski sementsframleiðand-
inn Aalborg Portland A/S
stofnaði árið 2000 dótturfélag á
Íslandi, Aalborg Portland á Ís-
landi hf., og hóf dreifingu á
sementi í landinu.
Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðar
Nýr sem-
entsturn
risinn
Helguvík
FÉLAGSSKAPURINN Einhuga
foreldrar (EF) starfar í Grindavík
með það að markmiði að berjast
gegn vaxandi vímuefnanotkun ung-
linga í bæjarfélaginu. Að baki EF
standa samkvæmt upplýsingum frá
félaginu nokkrir foreldrar sem hafa
áhyggjur af stöðu mála og/eða eiga
börn sem glíma við vímuefnavanda.
Hópurinn hefur starfað síðan í
febrúar í ár og hefur komið saman
á laugardögum. Í sumar hefur hóp-
urinn hins vegar hist í Kvennó ann-
an hvern þriðjudag kl. 20 og segir
talsmaður hópsins að öllum bæjar-
búum sé velkomið að mæta og taka
þátt í starfinu. „Það hafa komið upp
mörg mál undanfarið ár varðandi
vímuefnanotkun hér í bænum og
varða þau börn allt niður í fimmtán
ára gömul,“ segir talsmaðurinn.
„Svo að okkur finnst vandamálið
greinilega fara vaxandi, en mér
skilst að það sama sé að gerast um
allt land.“
Hluti af starfi hópsins felst í að
ræða saman um vandann og hvaða
úrræði séu í boði.
„Við teljum mjög mikilvægt að
fólk standi saman og hafi augun op-
in fyrir neyslu allra fíkniefna, einn-
ig áfengis og tóbaks,“ segir tals-
maður hópsins. „Okkur kemur
öllum við hvort unglingarnir okkar
eru að stefna lífi sínu í voða, og það
að leyna upplýsingum um vímu-
efnaneyslu unglings jafngildir því í
raun að samþykkja neysluna.“
Hægt að senda ábendingar
Nýlega sendi hópurinn bæði bréf
og segulkort á ísskápa inn á öll
heimili í Grindavík þar sem starf-
semi hópsins er kynnt. Á segulkort-
unum eru upplýsingar um netfang
hópsins, hrein-samviska@visir.is.
„Þangað er hægt að senda ábend-
ingar um börn og unglinga sem vit-
að er að neyta vímuefna af ein-
hverju tagi. Hópurinn sér svo um
að koma þeim upplýsingum áfram
til foreldranna, auk þess sem for-
eldrum er bent á viðeigandi úr-
ræði,“ segir í frétt frá félaginu. „Því
miður hefur raunin oft verið sú að
foreldrarnir eru síðastir til að frétta
af því þegar börn þeirra misstíga
sig. Því fyrr sem gripið er inn í
neyslu unglinganna þeim mun lík-
legra er að hægt sé að snúa þeim á
rétta braut.“
Hópur foreldra ræðir vímuefnavandann og úrræði
„Við teljum mjög mikilvægt að fólk standi saman og hafi augun opin fyr-
ir neyslu allra fíkniefna, einnig áfengis og tóbaks,“ segir talsmaður
hópsins Einhuga foreldrar í Grindavík. Myndin er sviðsett.
Barist
gegn
fíkni-
efnum
Grindavík
BRUNAVARNIR Suðurnesja voru
kallaðar út um tíuleytið í gærmorg-
un vegna díselolíuleka á Kirkjuvegi í
Keflavík. Þar munu nokkrir tugir
lítra hafa runnið niður og dreift úr
sér. Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar í Keflavík er ekki vitað frá
hverju olían lak, en talið er að hún
hafi lekið frá farartæki sem var búið
að fjarlægja áður en lögregla og
slökkvilið komu á vettvang.
Slökkviliðið notaði mengunar-
varnabúnað sinn við hreinsunar-
starfið og gekk það vel.
Olíuleki á Kirkjuvegi
Keflavík