Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 22
ERLENT
22 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MIKIÐ vantar upp á að ýtrustu
reglum, sem gilda um endur-
skoðun, sé fylgt við gerð fjár-
laga Evrópu-
sambandsins
(ESB). Raun-
ar eru fjárlög
ESB – upp á
98 milljarða
evra, eða um
8.500 millj-
arða ísl. króna
– alger mar-
tröð fyrir end-
urskoðanda;
full af mistökum og vitleysum.
Þetta segir hin spænska
Marta Andreasen, sem rekin
var úr starfi endurskoðanda hjá
framkvæmdastjórn ESB í maí
sl. Yfirlýsingar Andreasen valda
framkvæmdastjórninni nokkr-
um ama enda reyna yfirvöld
hvarvetna nú að stoppa í þau
göt, sem virðast vera á lögum
um reikningsskil fyrirtækja,
a.m.k. ef marka má hneykslis-
mál er tengdust bandaríska
orkurisanum Enron og fjar-
skiptafyrirtækinu WorldCom.
Fulltrúar framkvæmdastjórnar
ESB hafa borið staðhæfingar
Andreasen til baka og segja þær
uppspuna.
Mynda
nýjar al-
Qaeda-sellur
FREGNIR herma að liðsmenn
al-Qaeda-hryðjuverkasamtak-
anna, sem flúðu Afganistan eftir
að Bandaríkjamenn hófu þar
hernaðaraðgerðir sl. haust, hafi
að undanförnu tekið að safnast
saman á nýjan leik í löndum
Norður-Afríku og í Suðaustur-
Asíu. Er fullyrt að þeir liðs-
manna al-Qaeda, sem voru við
þjálfun í búðum Saudi-Arabans
Osama bin Laden í Afganistan,
séu nú komnir á heimaslóðir sín-
ar og hafi þar tekið að mynda
nýjar „ofursellur“ í því skyni að
leggja á ráðin um frekari
hryðjuverk.
Fimm Banda-
ríkjamenn dóu
í Jerúsalem
FIMM Bandaríkjamenn voru í
hópi þeirra sjö sem biðu bana í
sprengjutilræði í Jerúsalem á
miðvikudag. Einn Bandaríkja-
mannanna hafði einnig franskan
ríkisborgararétt en hin fórnar-
lömbin tvö voru ísraelsk. Að
minnsta kosti áttatíu til viðbótar
særðust í tilræðinu. George W.
Bush Bandaríkjaforseti kvaðst í
gær vera „fokreiður“ vegna
blóðsúthellinganna.
Suharto
áfrýjar ekki
TOMMY Suharto hyggst ekki
áfrýja dómi yfir sér en dómari í
Jakarta í Indónesíu dæmdi Su-
harto nýlega í fimmtán ára fang-
elsi fyrir að hafa lagt á ráðin um
morðið á hæstaréttardómara í
fyrra. Ákvörðun Tommys kom
nokkuð á óvart en hann skýrði
ákvörðun sína með þeim hætti,
að almenningsálitið væri svo
andsnúið sér að rétt væri að
áfrýja ekki.
STUTT
Pottur
brotinn í
fjárlögum
ESB?
Marta
Andreasen
DÓMARI við alríkisdómstól í
Bandaríkjunum hefur komist að
þeirri niðurstöðu að sex hundruð
mönnum sem grunaðir eru um
tengsl við talibana eða al-Qaeda-
samtökin og eru í haldi í banda-
rískri herstöð við Guantanamo-flóa
á Kúbu sé óheimilt að flytja mál sitt
fyrir bandarískum dómstólum.
Samkvæmt úrskurði dómarans,
Colleen Kollar-Kotely, hafa Banda-
ríkin ekki lögsögu yfir bandarísk-
um herstöðvum í öðrum löndum og
því geta mennirnir ekki leitað rétt-
ar síns fyrir bandarískum dómstól-
um. Ákvörðun dómarans hefur það
í för með sér að bandarískum
stjórnvöldum er heimilt að halda
mönnunum föngnum um óákveðinn
tíma án þess að birt sé ákæra á
hendur þeim.
Kollar-Kotely tók það fram að
réttarstaða mannanna myndi
breytast þegar og ef ákæra yrði
birt á hendur þeim. Við þær að-
stæður ættu þeir rétt á lögfræðingi
og nytu allra réttinda sem sakborn-
ingar njóta í Bandaríkjunum.
Fjölskyldur þrettán manna, sem
eru í haldi bandaríska hersins í
Guantanamo-flotastöðinni, kröfðust
þess að mál fanganna yrði tekið
fyrir af bandarískum dómstólum en
um er að ræða ellefu Kúveita, einn
Breta og einn Ástrala. Lögfræð-
ingar fjölskyldnanna höfðu krafist
þess að mennirnir fengju að vita
hvers vegna þeir væru í haldi.
Einnig var þess krafist að þeir
fengju lögfræðiaðstoð, en mennirn-
ir hafa ekki fengið að hitta lögfræð-
ingana.
Munu áfrýja
úrskurðinum
Justin Willard, sérfræðingur í
bandarískum stjórnskipunarrétti,
segir dóminn geta haft víðtækar af-
leiðingar. „Það er ekkert sem kom-
ið getur í veg fyrir að beita megi
þessari aðferð út í það óendanlega,“
segir hann. „Af hverju ætti að flytja
mann, sem grunaður er um hryðju-
verk, til Bandaríkjanna þegar hægt
er að fangelsa hann á Kúbu og forð-
ast það að svara nokkrum spurn-
ingum um hver hann sé eða hvað
hann á að hafa brotið af sér?“
Stephen Kenny, lögmaður fjöl-
skyldu Davids Hicks, ástralsks
fanga í Guantanamo-stöðinni, segir
fjölskyldurnar munu áfrýja dómn-
um. „Við trúum því ekki að staður
eins og Guantanamo, sem er alger-
lega undir stjórn Bandaríkjahers,
falli utan lögsögu bandarískra dóm-
stóla. Við væntum þess að áfrýj-
unardómstóll úrskurði á annan
veg.“ Kenny segir það gróft mann-
réttindabrot að neita mönnunum
um lögfræðiaðstoð. Segir hann það
jafnvel hugsanlegt að verði úr-
skurði alríkisdómstólsins ekki
hnekkt muni mennirnir ekki njóta
aðstoðar lögfræðings við réttarhöld
fyrir herdómstóli en slíkir dómstól-
ar geta dæmt menn til dauða.
Bandaríkjastjórn hefur neitað að
veita mönnunum sex hundruð rétt-
indi stríðsfanga og eru því fáir, ef
nokkrir, alþjóðasamningar sem
veita þeim vernd.
Réttlausir
fangar í
Guantanamo
Washington. AP, The Washington Post.
Reuters
Einn mannanna sexhundruð sem haldið er föngnum í herstöðinni við
Guantanamo-flóa á Kúbu grunuðum um tengsl við hryðjuverkasamtök.
ELÍSABET önnur Bretlands-
drottning (lengst til hægri á
myndinni) stendur skólaus inni í
Gurdhwara sjíka-hofinu í Leicest-
er ásamt ónefndum mönnum, en
hún heimsótti hofið í gær. Drottn-
ingin heldur í ár upp á það að
fimmtíu ár eru liðin frá því að hún
tók við völdum eftir fráfall föður
hennar, Georgs sjötta. Mun hún
ferðast um landið og heimsækja
sem flesta þeirra trúarhópa sem
starfa í Bretlandi. Í fyrradag varð
hún fyrst breskra þjóðhöfðingja til
að stíga fæti inn í mosku þegar
hún heimsótti bænahús múslima í
Scunthorpe.
AP
Bretlands-
drottning í
sjíka-hofi BELGÍSK stjórnvöld munu
banna sölu tyggigúmmís, taflna
og matvæla sem í er bætt efninu
flúoríð, að því er heilbrigðisráðu-
neytið belgíska tilkynnti í vikunni.
Bannið nær ekki til tannkrems,
tannþráðar eða lyfja er sérfræð-
ingar skrifa upp á, að sögn heil-
brigðisráðherrans Mögdu Alvoet.
„Fjöldi vísindamanna telur að
of mikið flúoríð hafi neikvæð áhrif
á taugakerfið og hefur áhyggjur
af fjölda tilfella flúoríð-eitrunar og
beinþynningar,“ sagði ráð-
herrann. Þá segir hún að menn
séu teknir að draga jákvæð áhrif
flúoríðs á tannheilsu í efa.
„Ákvörðun mín um að banna
matvæli með flúoríð á án efa eftir
að leiða til þess að málið verði tek-
ið fyrir í Evrópusambandinu,“
sagði hún. Mun hún mælast til
þess að sambandið banni notkun
flúoríðs í tannkremi og öðrum
tannhirðuvörum.
Talsmenn belgísku tannlækna-
samtakanna gagnrýndu ákvörð-
um heilbrigðisráðherrans. „Bann
við notkun flúors í tannkremi er í
andstöðu við ráðleggingar Al-
þjóða heilbrigðisstofnunarinnar.
Ég trúi því ekki að belgíski heil-
brigðisráðherrann sé svona
heimskur,“ sagði einn þeirra.
Bannið tekur gildi í næsta mán-
uði.
Belgísk stjórnvöld
setja bann á flúoríð
Brussel. AP, AFP.
LEONÍD Kútsjma, forseti Úkraínu,
hét því í gær að loka ótryggum nám-
um en á miðvikudaginn létust 20
námamenn í sprengingu er varð í
kolanámu í Donetsk-héraði í austur-
hluta landsins. Í gær höfðu lík allra
mannanna fundist. Kútsjma sagði að
öllum námum, sem ekki stæðust ör-
yggiskröfur, yrði lokað. „Þetta er of
dýrt verð fyrir kolin,“ sagði hann.
Námuslysið á miðvikudaginn var
það þriðja í Úkraínu á einum mán-
uði, og lést alls 61 maður í þeim. Á
föstudaginn tilkynnti aðstoðarfor-
sætisráðherra landsins að 12 stjórn-
endur á námasvæði í Donetsk, þar
sem 35 manns létust í eldi í júlí,
hefðu verið reknir fyrir að brjóta ör-
yggisreglur. Alls er talið að 160
námamenn hafi látist í slysum í
Úkraínu það sem af er árinu, og 1999
og 2001 létust alls 105.
Námuslys
í Úkraínu
Kiev. AFP.
SAMSKIPTI stjórnvalda í Rúss-
landi og Georgíu eru með versta
móti þessa dagana, en Rússar hafa
sakað Georgíumenn um skort á vilja
eða getu til að fara gegn tsjetsjensk-
um skæruliðum sem halda til í Pank-
isi-gili, rétt sunnan við landamærin
að Tsjetsjníu.
Þá hefur Georgy Shpak, hershöfð-
ingi í rússneska hernum, sagst vera
reiðubúinn að fara yfir landamærin
inn í Georgíu og takast á við skæru-
liðana þar. „Við erum hermenn og
munum fara eftir svoleiðis skipun
verði hún gefin,“ sagði hann.
Bandaríkjamenn tóku illa í um-
mælin og sagði talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins að þau
myndu taka alvarlega brot á fullveldi
Georgíu.
Stirt milli
Rússlands og
Georgíu
Moskva. AP, AFP.
♦ ♦ ♦