Morgunblaðið - 02.08.2002, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
JOSEF Bonnici, við-skiptaráðherra Möltu,segir fulltrúa Evrópusam-bandsins (ESB) hafa sýnt
sjónarmiðum Möltumanna mikinn
skilning en Malta á nú í aðildar-
viðræðum við sambandið. Engin
dæmi séu um að erindrekar ESB
hafi stillt viðsemjendum sínum
upp við vegg og sagt að þeir yrðu
einfaldlega að samþykkja skil-
mála sambandsins eða hafna
þeim. „Það er mögulegt að semja
um hlutina,“ segir Bonnici.
„Vissulega gilda ákveðnar for-
sendur [í viðræðunum] en við höf-
um komist að raun um að sú stað-
reynd að við erum smáríki þýðir
ekki að okkur sé verr sinnt en
öðrum.“
Bonnici var hér á landi í vik-
unni og gerði hann þá Halldóri
Ásgrímssyni utanríkisráðherra
m.a. grein fyrir stöðunni í við-
ræðum Möltu og ESB.
Bonnici sagði í samtali við
Morgunblaðið að samninga-
viðræður ESB og Möltu gengju
vel, búið væri að ljúka viðræðum
um 23 málaflokka af 29. „Reynsla
okkar er sú að okkur hafi verið
sýnd tilhlýðileg virðing, rétt eins
og hinum ríkjunum, sem sótt hafa
um aðild. Það sem ég á við er það
að jafnvel þó að við séum lítið
land hefur verið hlýtt á okkar
sjónarmið og menn
hafa sýnt okkar sér-
stöku vandamálum og
þjóðareinkennum full-
an skilning.“
Bonnici nefnir sem
dæmi í þessu sam-
bandi að menn hafi
haft áhyggjur af því á
Möltu að með inn-
göngu í ESB myndi
erlent vinnuafl flæða
til landsins. „Malta er
lítið land, aðeins 318
ferkílómetrar að
stærð, en íbúarnir eru
um 400 þúsund og það
er því afar þéttbýlt.
En okkur tókst að ná
samningum við ESB í
þessu máli, samningi
sem engu öðru landi
hefur tekist að ná.
Fyrstu sjö árin mun-
um við einhliða geta
ákveðið að takmarka
fjölda erlends verka-
fólks í tilteknum at-
vinnugreinum, og fólk
mun því áfram þurfa
að hafa atvinnuleyfi.
Við höfum semsé rétt
til að segja að við vilj-
um ekki fá fleiri er-
lenda kokka eða bíla-
viðgerðarmenn til
landsins, svo dæmi sé
tekið, einfaldlega vegna þess að
þeir séu þegar of margir í land-
inu. Eftir þessi sjö ár munum við
síðan taka allar ákvarðanir um
þessi efni í sameiningu við ESB.“
Segir Bonnici að ríkisstjórnin
telji raunar ekki að hætta sé á því
að vandræði skapist vegna
frjálsrar farar verkafólks.
Reynsla annarra ríkja bendi ekki
til þess. „En við töldum ástæðu til
að baktryggja okkur með þessum
hætti. Evrópusambandið hefði vel
getað tekið einarðari afstöðu og
sagt að annaðhvort sættust menn
á frjálst flæði verkafólks eða
ekki. En þetta dæmi sýnir hins
vegar, að okkar mati, heilindi við-
semjenda okkar.“
Bonnici nefnir einnig ótta
margra á Möltu við að efnafólk
frá hinum ESB-ríkjunum kaupi
upp allar eignir á Möltu og hífi
þannig upp fasteignaverð. Tekist
hafi að semja um ýmsar takmark-
anir í samningaviðræðum við
ESB. „Engin breyting verður
reyndar er fólk frá hinum ESB-
löndunum kaupir sína fyrstu
eign; það eru þegar
í gildi reglur sem
heimila frjálst flæði
fjármagns. En vilji
menn kaupa fleiri
fasteignir verða
þeir að hafa búið á Möltu í fimm
ár. Þetta verður viðvarandi krafa.
Hún er auðvitað ekki í samræmi
við regluna um frjálst flæði fjár-
magns en við fengum hana sam-
þykkta vegna þess að menn
gerðu sér grein fyrir því, hversu
þéttbýl eyjan væri og hversu sér-
stakar okkar aðstæður eru. Þessi
tvö mál hafa því verið leidd til
lykta með jákvæðum hætti og
sýna að mikill vilji er fyrir því hjá
ESB að finna lausnir á þeim sér-
tæku vandamálum sem eru fyrir
hendi hjá hverju ríki fyrir sig.“
Sjá um að ákveða heildarafla
Niðurstöður viðræðna Möltu-
manna og ESB um sjávarútvegs-
mál vöktu talsverða athygli hér á
landi nýverið. „Þó að fiskveiðar
séu ekki jafn mikilvægar efnahag
okkar og fyrir ykkur Íslendinga
þá þýðir það ekki að einfalt hafi
verið að semja um þau mál,“ seg-
ir Bonnici aðspurður.
„Ríkisstjórn Möltu lýsti ein-
hliða yfir 25 mílna efnahags-
lögsögu á sínum tíma, snemma á
áttunda áratugnum. Lögsaga
okkar hlaut ekki viðurkenningu á
alþjóðavettvangi, slík viðurkenn-
ing fékkst aðeins fyrir 12 mílum,
en það sem við höfum nú gert er
að tryggja að ábyrgðin á því að
stýra veiðum á 25 mílna svæðinu
fellur í okkar hlut.
Þetta er kannski ekki
stórt svæði en þá
verða menn að hafa í
huga að fjarlægðin á
milli Möltu og Sikil-
eyjar er aðeins 60 mílur. Við er-
um því að tala um að næstum
helmingur þess svæðis teljist
efnahagslögsaga okkar. Það fell-
ur í okkar hlut að ákveða heildar-
afla hvers fiskveiðiárs og einnig
munum við ákveða stærð veið-
arfæra og þar fram eftir göt
unum.“
„Auðvitað þurfum við líka
una ákveðnum takmörkunum
segir Bonnici. „Þannig verð
bátar, sem eru stærri en tól
metrar á lengd, að veiða uta
fiskveiðilögsögunnar. En þá
rétt að muna að fæstir báta
fiskveiðiflota okkar eru stæ
tólf metrar að lengd.“
Hann segir að þetta fyr-
irkomulag muni í raun þýða
einungis maltneskir bátar v
að veiðum í lögsögu Möltu.
Kostnaður við að sigla smáb
t.d. alla leið frá Spáni geri a
verkum að slíkur útvegur ge
aldrei orðið arðbær. Fjarlæ
sé of mikil, veður geti verið
lynd og um of langan veg sé
fara til að landa aflanum.
Engin þjóð er eylan
Samtalið berst að umræð
um það fullveldisafsal sem f
inngöngu í ESB. „Vissulega
um við framvegis þurfa að d
fullveldi okkar [með ö́ðrum
um ESB] í sumum
málum,“ segir Bonn-
ici. „Menn hafa t.d.
rætt um hlutleys-
isstefnuna sem við
höfum fylgt en þá
má minna á að Austurríki, S
þjóð, Finnland og Írland ha
sömu stefnu, og eru þó öll lö
ESB. Vissulega er rætt um
menn ráði sér sjálfir, ef þeir
standa utan ESB, en um hv
menn þá að tala? Ef við sko
Josef Bonnici, viðskiptaráðherra Möltu, átti fund með Halldóri Ásgrímsso
Sjónar-
miðum
okkar sýnd
tilhlýðileg
virðing
Josef Bonnici, viðskiptaráðherra Möltu, seg
samtali við Davíð Loga Sigurðsson að viðræ
um aðild að ESB gangi vel. Malta hafi ekk
goldið þess í viðræðunum að vera smárík
Ge
fj
Ekki líklegt að
spænskir smábát-
ar komi til veiða
GEGN BARNAKLÁMI
Netið er talið eiga snaran þátt íþeirri aukningu sem orðið hef-ur á barnaklámi í heiminum á
undanförnum árum. Á ráðstefnu sem
haldin var um málefnið í Japan í lok
síðasta árs kom fram að Netið hefur
jafnframt gert erfiðara fyrir að taka á
þessum ógeðfellda iðnaði sem talið er
að velti nokkrum milljörðum dollara.
Fyrir sex árum var fyrsta þing ný-
stofnaðs Heimssambands gegn kyn-
ferðislegri misnotkun barna í ábata-
skyni haldið og var þar ákveðið að
knýja á um aðgerðir bæði í einstökum
löndum og með stofnun gagnagrunns
sem næði yfir bæði afbrotamennina og
börn sem væru í hættu. Alþjóðleg sam-
vinna lögregluyfirvalda hefur aukist á
undanförnum árum og hafa aðgerðir
meira að segja verið samræmdar með
þeim hætti að látið hefur verið til skar-
ar skríða í nokkrum löndum samtímis.
Einn helsti ávinningurinn á undan-
förnum árum þykir vera sá að í ýmsum
löndum hefur verið sett í lög að hægt
sé að refsa afbrotamönnum fyrir glæpi
sem framdir hafa verið gegn börnum í
öðrum löndum. En þrátt fyrir öflugri
umræðu og löggæslu hefur barnaklám
færst í aukana á Netinu og samkvæmt
nýlegri skýrslu Barnahjálpar Samein-
uðu þjóðanna, UNICEF, er ein milljón
barna seld í kynlífsþrælkun af ein-
hverjum toga á ári hverju.
Samtökin Barnaheill hafa undanfar-
ið tekið þátt í alþjóðlegu verkefni sem
ber yfirskriftina Stöðvum barnaklám á
Netinu. Verkefnið er rekið í samvinnu
við lögreglu, netþjónustur á Íslandi og
samtök um allan heim sem starfa inn-
an regnhlífarsamtaka er nefnast In-
hope. Hluti af verkefninu felst í því að
hvetja fólk til að senda ábendingar til
Barnaheilla verði það vart við barna-
klám á Netinu. Verkefnið hófst í októ-
ber í fyrra og bárust í upphafi um 100
ábendingar um barnaklám á Netinu en
nú berast um 60 ábendingar á mánuði.
Kristín Jónasdóttir, framkvæmda-
stjóri Barnaheilla, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að barnaklám
væri nú orðið að iðnaði. Það væri nýtt í
stöðunni og fólk væri órólegt vegna
þess. Áður fyrr hefði það verið þannig
að barnaníðingar skiptust á myndum
sín á milli, en nú framleiddu menn
jafnvel barnaklám þótt þeir hefðu eng-
ar hneigðir til þess sjálfir.
Á vefsíðu Barnaheilla, barnaheill.is,
er sérstakur hnappur sem hægt er að
smella á til þess að benda á barnaklám
á Netinu.
„Það er markmiðið með því að starf-
rækja tilkynningahnappinn að vera
stöðugt vakandi og vekja okkur öll til
umhugsunar um að þarna er verið að
fremja hryllilegustu glæpi sem hugs-
ast getur gagnvart öðrum einstak-
lingi,“ sagði Kristín Jónasdóttir.
„Samfélagið má ekki loka augunum
fyrir þessu og láta þetta sig engu
varða því að þá mun starfsemi barna-
níðinga án efa eflast.“
Það er erfitt að finna nógu sterk orð
til að fordæma atferli barnaníðinga og
vart hægt að sökkva dýpra í skipulegri
glæpastarfsemi en að gera sér neyð
barna að féþúfu til að svala fýsnum
barnaníðinga. Á Netinu ríkja engin
landamæri og hafa þeir sem dreifa
barnaklámi athafnað sig í skjóli þess.
Nú er unnið að því að samræma lög-
gjöf gegn barnaklámi innan Evrópu-
sambandsins og nefnd um klám og
vændi á Íslandi á vegum dómsmála-
ráðuneytisins hefur skilað tillögum um
svipaða löggjöf hér á landi. Framtak
samtakanna Barnaheilla er lofsvert.
Spyrna verður fótum við barnaklámi
og þar verða allir að leggjast á eitt.
KLAUFASKAPUR VIÐ KOSNINGAR
Félagsmálaráðuneytið hefur úr-skurðað sveitarstjórnarkosning-
arnar í Borgarbyggð, sem fram fóru 25.
maí sl., ógildar og verður að efna til
nýrra kosninga í sveitarfélaginu.
Ástæðan er ágallar á framkvæmd kosn-
inganna, að mati ráðuneytisins. Þannig
urðu átta utankjörfundaratkvæði ógild
vegna þess að undirskrift kjósenda
vantaði á fylgibréf með þeim. Svo virðist
sem þessir kjósendur hafi ekki fengið
réttar leiðbeiningar, en í kosningalög-
um segir að kjósandi skuli árita og und-
irrita fylgibréf í viðurvist kjörstjóra,
sem votti atkvæðagreiðsluna. Þá var
eitt þessara átta atkvæða sett í kjör-
kassa og talið eins og gilt væri, en aftur
á móti láðist yfirkjörstjórn að taka gilt
utankjörfundaratkvæði, þar sem kjós-
andi hafði undirritað fylgibréfið, en á
röngum stað. Ráðuneytið telur að ef at-
kvæðið yrði opnað nú, væri ekki hægt að
tryggja viðkomandi kjósanda leynd um
það hvað hann kaus, en það er grund-
vallaratriði í lýðræðislegum kosningum.
Úrslit kosninganna í Borgarbyggð
voru með þeim hætti að eitt atkvæði gat
ráðið liðsstyrk framboðslista í bæjar-
stjórninni og því telur ráðuneytið ekki
annað fært en að ógilda kosninguna.
Auðvitað dettur engum í hug að þeir,
sem sáu um framkvæmd kosninganna,
hafi vísvitandi viljað hafa áhrif á niður-
stöðuna; það virðist þvert á móti ljóst að
hér er einskær klaufaskapur og kannski
að einhverju leyti vanþekking á kosn-
ingalögunum á ferðinni.
Það er því miður ekki einsdæmi að
kosningar til sveitarstjórna séu ógiltar
vegna þess að ekki hafi verið farið í einu
og öllu eftir kosningalögum. T.d. voru
kosningar í Geithellnahreppi árið 1978
ógiltar vegna þess að notaður var of
þunnur pappír í kjörseðla, 1990 var
kosning í Nauteyrarhreppi ógilt þar
sem yfirlýsing frá einum frambjóðenda
lá frammi í kjörklefa og 1994 voru kosn-
ingar til sveitarstjórna í Stykkishólmi
og á Hólmavík ógiltar af þeim sökum að
ákvæðum laga um framboðsfrest var
ekki fylgt.
Það er í raun alveg grafalvarlegt að
mál af þessu tagi skuli koma upp í grónu
lýðræðisríki eins og Íslandi. Það er al-
gjört grundvallaratriði að kosningar séu
frjálsar, leynilegar og réttmætar og að
enginn vafi leiki á lögmæti úrslitanna.
Til þess þarf að fylgja kosningalögum út
í yztu æsar. Á öllum þeim, sem koma að
framkvæmd kosninga, hvílir því mikil
ábyrgð.
Ef menn fara að umgangast grund-
vallarreglur lýðræðislegra kosninga af
kæruleysi, dvínar virðing fyrir þeim og
um leið fyrir lýðræðinu. Íslendingar eru
oft fengnir til að tilnefna fulltrúa til að
hafa eftirlit með kosningum í ungum
lýðræðisríkjum og gæta þess að þær
fari rétt fram. Eigi þetta fólk að verða
trúverðugir fulltrúar einhverrar elztu
lýðræðishefðar í heimi, verðum við að
gera þá kröfu til sjálfra okkar að ekki
þurfi að ógilda kosningar vegna klaufa-
legra formgalla.