Morgunblaðið - 02.08.2002, Side 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 31
MENN hafa vart
opnað svo útvarp og
blöð undanfarnar vik-
ur, að ekki hafi mál-
efni hinnar virtu
stofnunar, Sparisjóðs
Reykjavíkur og ná-
grennis (SPRON),
verið þar á dagskrá.
Hefur aukin harka
færzt í málið síðustu
vikur og þó keyrt um
þverbak síðustu daga.
Um hvað snýst svo
málið? Um það, hverj-
ir eigi að stýra stofn-
uninni. Við það breyt-
ist afstaða
stofnfjáreigenda og
þeir hverfa raunar af sviðinu eða
þeim fækkar stórlega, ef breyting-
in nær fram að ganga. Ekki er ég
viss um, að þeir verði allir sáttir
við þá þróun.
Hið raunverulega deilumál snýst
um sérstakan varasjóð, sem hagn-
aður Sparisjóðsins hefur verið
lagður í frá upphafi. Sparisjóður-
inn var myndaður árið 1932 af
mörgum athafnamönnum, einkum
iðnaðarmönnum, í Reykjavík. Þeir
tilheyrðu hinni svonefndu alda-
mótakynslóð, sem var að freista
þess að rétta Ísland og Íslendinga
úr kútnum eftir aldalanga fátækt
og kyrrstöðu undir erlendu valdi.
Fyrir þeim fór meðal annarra Jón
Þorláksson borgarstjóri og fyrsti
formaður Sjálfstæðisflokksins, en
hann tel ég hafi verið merkasta
stjórnmálamann Íslendinga á lið-
inni öld.
Þeir urðu alls 63, að því er ég
bezt veit, sem stóðu að stofnun
Sparisjóðsins, en máttu samkv.
reglum þeim, sem
settar voru, vera flest-
ir 75. Hélzt sú tala að
mestu óbreytt til árs-
ins 1985, ef ég man
rétt.
Nefndust stofnend-
ur því hógværa nafni
ábyrgðarmenn, og
lagði hver þeirra fram
sömu upphæð, 250
krónur, sem stofnfé,
en að auki munu þeir
hafa ábyrgzt aðrar
250 krónur, ef á þyrfti
að halda. Þannig urðu
stofnendur allir með
jafnt fjárframlag,
hversu fjáðir sem þeir
voru annars persónulega. Var
þetta hið sanna lýðræði í mann-
legum skiptum. Þetta var veruleg
fjárhæð á þessum árum heims-
kreppunnar fyrir marga þá, sem
hér stóðu að. En hér voru á ferð
hugsjónamenn, sem hugsuðu ekki
einvörðungu um eigin pyngju,
heldur og hag samborgara sinna.
Þetta mál er orðið alþjóð svo
kunnugt, að óþarft er að eyða
mörgum orðum um upphaf þeirra
átaka, sem nú fara fram milli
helztu auðjöfra landsins. Engu að
síður vil ég koma hér að nokkrum
sögulegum atriðum um aðdrag-
anda og upphaf Sparisjóðsins, sem
ég er ekki viss um, að stofnfjáreig-
endum sé almennt kunnugt um,
enda velflestir þeirra ófæddir, þeg-
ar hann var settur á fót.
Sparisjóðurinn var stofnaður ár-
ið 1932 í upphafi þeirrar kreppu,
sem reið yfir Ísland eins og mörg
önnur lönd eftir þau ósköp, sem
dundu yfir Bandaríkin 1929. Er
vart von, að menn skilji nú á dög-
um og allra sízt þeir ungu „fjár-
málamenn“, sem helzt tala ekki í
öðrum tölum en milljörðum og vita
tæplega, hvað felst í orðinu
kreppa, við hvað var að etja á þess-
um árum. Það eru einmitt þessir
menn, sem vilja stýra og öllu ráða í
fjármálum Íslendinga um þessar
mundir og veifa alls konar gylli-
boðum framan í almenning, sem
því miður er oft of auðtrúa.
En lítum á hið sögulega um-
hverfi bankamála, þegar Spari-
sjóðnum var hleypt af stokkunum,
og hver var ástæðan til þess.
Að völdum sat í landinu ríkis-
stjórn, sem var óvinveitt Reykja-
vík eða a.m.k. ráðamönnum henn-
ar. Af hennar völdum var ráðizt að
þáverandi Íslandsbanka með miklu
offorsi og honum komið á kné árið
1930. Við það töpuðu margir spari-
fjáreigendur allri innstæðu sinni.
Raunar héldu þeir helmingi henn-
ar eftir í hlutabréfum í nýjum
banka, sem komið var á fót, Út-
vegsbanka Íslands hf., en reyndust
með öllu verðlaus fyrr en löngu
síðar, þegar þau voru leyst út af
ríkissjóði fyrir lítið verð, og aldrei
greiddir vextir af, ef ég man rétt.
Máttu fæstir við slíku fjárhags-
tjóni. Þá var að tilhlutan ríkis-
stjórnarinnar stofnaður banki, sem
nefndur var Búnaðarbanki Íslands.
Var honum einkum ætlað að
styrkja bændur og landbúnað, eins
og nafnið bendir til. Vafalaust hef-
ur ekki veitt af því, en Reykvík-
ingar munu ekki hafa átt greiða
leið í þann banka til lánveitinga
vegna húsbygginga eða til annars
reksturs til eflingar atvinnulífi
bæjarins.
Einu lánamöguleikar alls al-
mennings í bankakerfinu voru hjá
Veðdeild Landsbankans, og þar
urðu menn oft að bíða lengi eftir
fyrirgreiðslu.
Lánin voru síðan greidd út með
svonefndum veðdeildarbréfum,
sem lántakendur urðu síðan sjálfir
að reyna að selja og koma í pen-
inga, oft með verulegum afföllum.
Auk þessa kerfis munu ýmsir hafa
getað fengið einhver lán hjá einka-
aðilum, oft vinum og kunningjum,
en þar mun ekki alltaf hafa verið
um auðugan garð að gresja.
Upp úr þessum jarðvegi pen-
ingamarkaðarins um 1930 spratt
svo Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis. Eins og nafnið bendir
til, átti hann einnig að aðstoða ná-
grannabyggðir bæjarins, en þær
voru að vísu óverulegar, miðað við
það, sem síðar hefur gerzt. Hér
var því leitað nokkurs jafnvægis
við þá áráttu ríkisstjórnarinnar að
koma Reykjavík á kné. Og enn
muna margir aðfarirnar að Thor
Jensen og Korpúlfsstaðabúinu,
sem mun þá hafa verið talið eitt
fullkomnasta mjólkurbú á Norður-
löndum. Alls þessa ættu menn að
minnast í dag, ekki sízt sannir
sjálfstæðismenn, þegar ráðizt er
með offorsi og gylliboðum að einu
merkasta framtaki, sem Jón Þor-
láksson stóð að –Reykjavík og um
leið landinu öllu til heilla.
En vel að merkja. Þetta er ekki
fyrsta atlaga, sem gerð er að okkar
ágæta Sparisjóði. Þegar Iðnaðar-
banki Íslands hf. var stofnaður ár-
ið 1952, var sú tillaga borin upp af
nokkrum ábyrgðarmönnum, að
Sparisjóðurinn gengi inn í þann
banka og yrði sparisjóðsdeild hans.
Þetta studdu ýmsir úr hópi fjár-
sterkra ábyrgðarmanna með þá-
verandi stjórnarformann í broddi
fylkingar. Eitthvað minnir mig, að
Valfellsættin kæmi þar einnig við
sögu.
Um þetta urðu veruleg átök, en
sem betur fór urðu þeir fleiri
ábyrgðarmennirnir, sem felldu til-
löguna og björguðu Sparisjóðnum
frá þeirri hremmingu að fara í hjá-
búð í Iðnaðarbankanum.
Þar sem faðir minn var einn af
stofnendum Sparisjóðsins og
ábyrgðarmaður og ég síðan arftaki
hans, hef ég fylgzt nokkuð með
þróun Sparisjóðsins frá upphafi og
átt sjálfur við hann og starfsfólk
hans góð og vinsamleg viðskipti
alla tíð, en vissulega ekki í sama
mæli og margir þeirra, sem nú
svarfast um til þess að koma hon-
um í hendur óvinveitts banka og
það fyrir fjárgreiðslu í eigin vasa.
Ég enda þessa stuttu greinar-
gerð um Sparisjóð Reykjavíkur og
nágrennis með því að skora á alla
sanna vini hans að fella þá van-
trauststillögu, sem fram á að bera
á fundi föstudaginn 12. þ. m., og
um leið styrkja þá réttkjörnu
stjórn, sem nú situr.
Þá stendur minnisvarðinn um
Jón Þorláksson og samherja hans
enn eina orrahríðina af sér og fær
vonandi að vera í friði, þegar henni
linnir.
Hvað er á seyði?
Jón Aðalsteinn
Jónsson
SPRON
Þá stendur minnisvarð-
inn um Jón Þorláksson
og samherja hans, segir
Jón Aðalsteinn Jónsson,
enn eina orrahríðina
af sér og fær vonandi
að vera í friði, þegar
henni linnir.
Höfundur er fyrrv. orðabókarstjóri.
FÉLAGSMENN í Sambandi ís-
lenskra bankamanna (SÍB) hafa um
árabil þurft að búa við óöryggi um
störf sín og framtíð. Flestir stjórn-
málamenn og aðrir forkólfar þjóð-
félagsins hafa skoðun á því hvernig
best sé að reka fjármálafyrirtæki
hér á landi. Inntakið hjá þessum að-
ilum kristallast í sameiginlegri nið-
urstöðu, það þarf að fækka bönkum,
fækka útibúum og starfsfólki til að
ná fram meiri hagkvæmni og auka
þjónustu og samkeppni á markaði.
3,5 milljónir manna án
bankaþjónustu í Bretlandi
Það þarf mikla snillinga í sam-
keppnis- og markaðsmálum til að
komast að þessari niðurstöðu og
þeir hafa örugglega flestir grafið
hausinn í sand undanfarin ár og lítið
sem ekkert fylgst með þróun fjár-
málamarkaða í Evrópu. Samþjöpp-
un á fjármálamarkaði hefur almennt
leitt til fákeppni, lakari þjónustu við
einstaklinga og smærri fyrirtæki og
allt að því einokunar á tilteknum
svæðum. Í Bretlandi eru nú 3,5
milljónir einstaklinga sem fá ekki að
opna hefðbundinn viðskiptareikning
sökum þess hve velta þeirra er lítil.
Að sjálfsögðu fá þessir einstaklingar
ekki lánsviðskipti (t.d. kreditkort) á
nokkru formi þar sem tryggingar
þeirra eru ekki miklar. Í þessum
hópi eru eldri borgarar á ellilaunum,
fólk á örorkulaunum, námsmenn og
einstæðir foreldrar. Stóru bankaris-
arnir loka útibúum sem skila ekki
nægilegum arði og reyna að beina
sem flestum í rafrænar lausnir,
þrátt fyrir að allir viti að einmitt
þessi afskipti hópur viðskiptavina á
ekki tölvubúnað og hefur ekki efni á
honum ásamt tengi- og símagjöld-
um, sem slíkri þjónustu fylgir.
Lélegri þjónusta
á Norðurlöndum
Þegar sameiningarbylgjan reið
yfir á Norðurlöndum var nokkrum
þúsundum útibúa banka og spari-
sjóða lokað, flest öllum úti á lands-
byggðinni í bæjarfélögum með 1000
íbúa eða færri. Útibúum í miðborg-
um Kaupmannahafnar, Stokkhólms
og Osló fækkaði ekki mikið, heldur
fyrst og fremst í íbúðahverfum
borganna. Sparisjóðirnir voru hluta-
fjárvæddir og hurfu flestir inn í eða
sameinuðust stóru viðskiptabönkun-
um.
Í þessum löndum er mikil
óánægja með þróun mála og menn
spyrja þeirrar sjálfsögðu spurningar
hvort gróðasjónarmiðin ein eigi að
ráða, og þá hámörkun á arði eig-
enda, eða hvort almenningur eigi
ekki sjálfsagðan rétt á sambærilegri
fjármálaþjónustu, hvar á
landi sem þeir búa. Telst
góð og örugg þjónusta
fjármálafyrirtækja, þar
sem allir þegnar sitja við
sama borð, ekki til
grundvallar-mannrétt-
inda? Allir þjóðfélags-
þegnar þurfa að leita eft-
ir slíkri þjónustu alveg
eins og aðgangi að skóla-
kerfi, samgöngum og
heilbrigðisþjónustu. Og
við verðum að geta
treyst því að allir sitji við
sama borð hvað þessa
þjónustu varðar.
Þýskir sparisjóðir
og ríkisbankar
Samtök starfsmanna í þjónustu-
fyrirtækjum, þar með taldir banka-
starfsmenn, hafa tekið höndum sam-
anvið neytendasamtök í Þýskalandi í
baráttunni fyrir því að formi ríkis-
bankanna (Landesbanken) og spari-
sjóðanna verði ekki breytt. Ástæðan
er sú að almenningur þar vill ekki
lenda í sömu fákeppninni og skerð-
ingu á fjármálaþjónustu, sem íbúar
nokkurra annarra landa í Evrópu
búa nú við. Þessi samtök telja að
bankar og sparisjóðir, sem að
stærstum hluta eru í eigu hins op-
inbera í hverju sambandsríki eða
sveitarfélagi, muni áfram tryggja
samkeppni við peningavald heimsins
og sjá svo um að allir þegnar Þýska-
lands fái áfram góða og eðlilega fjár-
málaþjónustu. Opinberu bankarnir
og sparisjóðirnir í Þýskalandi setja
sér það mark að ávöxtun eigin fjár
sé á bilinu 12 til 15% en alþjóðlegu
bankarnir keppa að 20 til 25% ávöxt-
un eigin fjár. Ef Landesbanken og
sparisjóðirnir verða að hlutafélögum
og hlutabréfin sett á markað þá full-
yrða þýskir markaðsfræðingar að
dagar þeirra séu taldir. Hver og
einn þeirra sé tiltölulega lítil eining
og því auðveldur biti fyrir stóru við-
skiptablokkirnar.
Góð þjónusta en háir vextir
Í dag er samkeppni á íslenskum
fjármálamarkaði og þjónusta við al-
menning einhver sú besta sem þekk-
ist í heiminum. Útibúanetið er til-
tölulega víðtækt, þrátt fyrir nokkrar
ámælisverðar lokanir
á landsbyggðinni
undanfarin ár.
Starfsmenn hafa
mikla þekkingu og
þjónusta þeirra fær
bestu einkunn í
hverri neytenda-
könnuninni eftir
aðra.
Hátt vaxtastig á
Íslandi er ekki
starfsmönnum banka
og sparisjóða að
kenna. Til þess að
reyna að slá á eyðslu
umfram efni telur
Seðlabankinn nauð-
synlegt að hafa hér háa vexti og rík-
ið hvetur menn til sparnaðar með
því að bjóða til sölu ríkistryggð
verðbréf með allt að 6% raunvöxt-
um. Bankarnir verða að keppa við
þessa vexti með sínum innlánsform-
um og til þess að greiða slíka inn-
lánsvexti þarf enn hærri útlánsvexti.
Allt eltir þetta skottið á sjálfu sér,
en vonandi verður undið ofan af á
næstu árum þegar meiri stöðugleiki
fæst í efnahagslífi þjóðarinnar og
verðbólga lækkar enn.
Varnaðarorð Morgunblaðsins
Í forystugreinum Morgunblaðsins
hefur margoft verið bent á þá hættu
sem okkur stafar af samþjöppun
peninga- og viðskiptavalds á Íslandi.
Fámennið gerir það að verkum að
einungis örfáir athafnamenn eru að
eignast allar auðlindir og viðskipta-
tækifæri þjóðarinnar. Hagur al-
mennings verður síðan í höndum
þessara manna, en ekki háður
ákvörðunum þeirra sem kosnir eru
til Alþingis eða sveitarstjórna. Er
það örugglega vilji þjóðarinnar að
fara þennan veg til enda, sem leitt
gæti til enn frekari fákeppni og
hugsanlegrar misbeitingar peninga-
valds? Er ekki rétt að staldra aðeins
við og stöðva þessa þróun, eins og
Mbl. og reyndar séra Hjálmar Jóns-
son dómkirkjuprestur benda okkur
á?
Ég er sammála varnaðarorðum
Mbl. og séra Hjálmars.
Nauðsynleg
þjónusta eða
hámarksgróði
Friðbert TraustasonBankar
Er það örugglega vilji
þjóðarinnar að fara
þennan veg til enda,
spyr Friðbert
Traustason, sem leitt
gæti til enn frekari
fákeppni og hugsan-
legrar misbeitingar
peningavalds?
Höfundur er hagfræðingur og for-
maður SÍB.
Brúðargjafir
Mörkinni 3, s: 588 0640
Opið mánudag-föstudags 11-18.
Lokað á laugardögum í sumar
Salsaskálar frá
Viltu léttast
um 1-4 kíló á viku
Símar 557 5446 og 892 1739