Morgunblaðið - 02.08.2002, Side 33

Morgunblaðið - 02.08.2002, Side 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 33 ✝ Garðar Sigur-geirsson fæddist í Súðavík við Álfta- fjörð 8. maí 1922. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði að kvöldi 24. júlí síðastliðins. For- eldrar hans voru Margrét Sigurðar- dóttir, f. 5. júní 1892, d. 14. maí 1971, og Sigurgeir Auðuns- son, f. 24. ágúst 1888, d. 24. maí 1924. Alsystkini Garðars eru: Jóna, f. 21. mars 1917, d. 9. jan. 1999; Kristján, f. 28. sept. 1918, d. 18. júní 1997; og Sigríður, f. 12. ágúst 1924. Hálfbróðir Garðars er Kjartan Geir Karlsson, f. 30. apríl 1934. Garðar kvæntist árið 1947 Ragnheiði Gísladóttur, f. 7. okt. 1923. Foreldrar hennar voru Hansína Sigurðardóttir, f. 16. okt. 1900, d. 22. ágúst 1965, og Gísli Ólafsson, f. 29. ágúst 1889, d. 6. júní 1924. Börn Ragnheiðar og Garðars eru Margrét Helga, f. 17. jan. 1942, d. 30. jan. 1994, maki Björn Jónsson, f. 10. mars 1943; Sigurgeir, f. 24. jan. 1945, maki Jónína Hansdóttir, f. 12. júlí 1945; Þráinn Ágúst, f. 1. júlí 1946, maki Anna Gísla- dóttir, f. 17. júní 1949, d. 11. okt. 2001; Gísli, f. 16. feb. 1952, maki Kristín Jónsdóttir, f. 17. júlí 1952; Hansína Guð- rún, f. 27. sept. 1954, maki Finnbogi Hermannsson, f. 20. sept. 1945; Gerður Ragna, f. 4. sept. 1958, maki Ægir Sigurgeirsson, f. 9. ágúst 1959; og Smári, f. 27. okt. 1963, maki Karítas Halldórs- dóttir, f. 9. okt. 1964. Barnabörn eru 21 og barnabarnabörn 26. Garðar ólst upp hjá móður sinni í Súðavík og fór að taka til hendinni jafnsnemma og kraftar leyfðu. Hann var sjómaður og verkamaður í Súðavík og fersk- fisksmatsmaður í tuttugu ár. Lengst af starfaði hann hjá Frosta hf. Útför Garðars fer fram frá Súðavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Við sem ólumst upp á mölinni suður í Reykjavík um miðja síðustu öld og áttum föður fastra vikulauna, vissum lítið um kjör og aðstæður fólks í strjálum sjávarbyggðum landsins. Svipull er sjávarafli segir máltækið og viðgangur byggðanna fór eftir því, hvort fiskaðist. Á sjó gilti hið forna lögmál aflahlutarins, í landi var fólk sent heim, þegar ekki var fiskur. Því seytluðu launatekjur ekki jafnt og þétt inn í kommóðuskúffurnar á heimilum sjómanna og verkamanna í litlum plássum, eins og gerðist hjá mönnum fastra mánaðarlauna í land- inu. En sjaldan voru allar bjargir bann- aðar. Á þeirri tíð þótti sjálfsagt og guðvelkomið að taka sér ýsuspyrðu í soðið eða gotu og lifur, þegar fiskaðist á línuna. Á vorin var rauðmaginn veiddur í Álftafirði vestra eins og í öðrum fjörðum landsins og þótti holl- ur, ekki síst börnum undan vetri. Lítil fjárhús með hlöðu að bakhjarli klúktu í hlíðinni ofan við byggðina í Súðavík. Máttu ókunnugir halda, að þarna væru uppflosnaðir bændur með restina af bústofninum, þar sem þeir hefðu ekki getað hætt að búa, þegar þeir fluttu í þorpið. En þetta var ekki þannig. Sauðfjár- ræktin, rollubúskapurinn, var mikil- vægur þáttur í lífsbaráttunni og gras spratt ágætlega í góðum halla sem var eins og sniðinn að þessum tilgangi á móti suðri ofan við þorpið. Af þessum skepnum fékkst það kjöt, sem fjölskyldan nærðist á, nýtt, saltað og reykt. Svo vel hagaði til, að frystihús kom snemma í byggðina og þar fékk fólk að geyma matarbirgðir til vetrarins. Þetta voru þær aðstæður sem þau Ragnheiður Gísladóttir og Garðar Sigurgeirsson fæddust inn í og ein- hver hefði sagt, að þau hefðu verið óheppin með fæðingarstað, sbr. það nýja sprok að vera óheppin með for- eldra. Hvorki áttu við orðatiltækin að vera borinn til auðs né fæðast með silfurskeið í munni. Þvert á móti. Bæði misstu þau feður sína ung og fóru að taka til hendi strax og kraftar leyfðu. Þau léku sér saman frá barn- æsku, hún alin upp í Grímshúsinu, hann í Sveinshúsinu og steinsnar á milli. Börn verða að fullorðnu fólki og þau Garðar og Ranka opinberuðu trú- lofun sína hinn 13. apríl 1941. Hún var þá sautján ára, hann átján. Síðan er sextíu og eitt ár. Það æxlaðist svo þannig, að séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, gaf þau saman í hjóna- band heima hjá sér í Lækjargötu 12 hinn 22. maí árið 1947. Það gerðu fimmtíu og fimm ár í vor leið. ,,Ég var alltaf svo hrifinn af séra Bjarna úr út- varpinu,“ sagði Garðar. Þá höfðu þeim fæðst þrjú börn, stúlka og tveir drengir. Börnin urðu sjö í allt. Fyrsta heimili þeirra var eitt her- bergi með eldhúsi á Grund, þar sem margir Súðvíkingar hafa byrjað bú- hokur sitt og þar fæddist fyrsta barn- ið. Hin sex fæddust í litla húsinu Að- algötu 8, sem var reist árið 1920 sem verslunarhúsnæði. Þar stafaði hlýleg- um geislum frá Skandia-vélinni í eld- húskytrunni, sem hitaði upp allt hús- ið. Eftir að Aðalgata 8 varð Þrándur í Götu þjóðvegar og frystihúss, eignuð- ust þau hjónin Kristóbertshúsið, sem stóð við Aðalgötu 40. Þá var barna- skarinn, utan einn sonur, vaxinn úr grasi. Var þá komið fram á áttunda áratuginn og hagur fjölskyldunnar farinn að vænkast. Börnin flest flogin úr hreiðrinu og búin að koma sér þaki yfir höfuðið. Togveiðar höfðu þá um allnokkra hríð skapað mönnum betri kjör í Súðavík en var á tíma línuveiða, sem tóku stærri toll í mannslífum í Súðavík en víða annars staðar. Tog- arinn Bessi, norskbyggður, breytti mannlífi í byggðarlaginu. Mokafli ár eftir ár, í frystingu, salt og skreið. Föst vinna á sjó og landi árum saman og nóg af aurum. Um þetta leyti tók Garðar Sigurgeirsson við því ábyrgð- arstarfi að meta ferskan fisk, sem barst á land í Súðavík. Einnig starfaði hann við rækjutalningu eftir að rækjuveiðar urðu umtalsverðar frá plássinu. Þar á meðal á úthafinu. Ragnheiður stóð sína plikt árum sam- an í frystihúsi Frosta við að skera úr og pakka. Alltaf voru þessi hjón mætt á vinnustað sinn vel tímanlega og voru trú fyrirtækinu alla tíð. Eitt aðalsmerki þeirra hjóna var æðruleysið. Þau brotnuðu ekki, en bognuðu kannski aðeins, þegar á gaf. Í afkomendahópi sem telur yfir fimm- tíu manns verður ekki allt snurðu- laust samkvæmt tölfræðinni, enda þótt um einstakt reglufólk sé að ræða sem í þessu dæmi. Þau Dabbi og Ranka, eins og þau voru einatt kölluð í Súðavík, og í þessari röð, sáu á eftir sonardóttur sinni ungri, dóttur sinni á miðjum aldri og tengdadóttur um fimmtugt í fyrra haust. Þau báru harm sinn í hljóði. Ógæfan dundi yfir í Súðavík í jan- úarmánuði 1995. Þá lentu þau Garðar og Ragnheiður í hrakningum sem aðrir Súðvíkingar. Hann var þá ný- kominn úr hnjáaðgerð, sem ekki tókst sem skyldi. Þeim sem þetta ritar er minnisstætt, þegar þau komu í for- áttuveðri með Fagranesinu frá Súða- vík að kvöldi annars dags flóða inn á heimili okkar Hansínu Guðrúnar dóttur þeirra í Hnífsdal. Þeim var brugðið en kjarkurinn óbilaður. Svo höguðu örlögin því til, að eng- inn úr ættbálki þeirra hjóna fórst í flóðinu, þótt tæpt stæði. Hús þeirra slapp með skrekkinn því húsin beggja vegna urðu eyðileggingunni að bráð. Aðalgata 40 varð svo fyrsta húsið sem flutt var í nýju byggðina í Súðavík og heitir núna Víkurgata 11. Þar áttu þau Garðar og Ranka nokkur góð ár. Síðustu misseri hafa verið Garðari Sigurgeirssyni erfið. Áður en yfir lauk, var hann orðinn sárþjáður af þeim sjúkdómi ellinnar, sem flesta fellir. Ragnheiður annaðist hann heima, en laugardaginn 20. júlí síðast liðinn var hann fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Ísafirði. Þar andaðist hann að kvöldi 24. júlí. Góður drengur og hjartahlýr er nú genginn. Hans er ekki síst saknað af barnaskaranum, sem alltaf átti inn- hlaup hjá afa sínum og langafa. Ég veit að Ragnheiður plumar sig eins og alltaf, og það eru margir sem taka þátt í sorginni með henni. Finnbogi Hermannsson. Í dag kveðjum við Dabba afa okk- ar. Við áttum margar ánægjustundir með afa en það sem stendur upp úr eru öll jólin sem afi og amma úr Súðó, eins og við köllum þau allaf, voru hjá okkur á Bakkaveginum. Spenningur- inn á aðfangadag að vera komin í jóla- fötin og standa við eldhúsgluggann og bíða eftir því að Skódinn renndi í hlað. Þegar Skódinn birtist þá voru komin jól. Við borðstofuborðið áttu allir sitt sæti og við enda borðsins sat afi, endasætið er alltaf kallað afasæti og verður það þó svo að afi sé fallinn frá. Þegar leið á kvöldið vissum við krakk- arnir hvað var í vændum þegar afi blikkaði okkur og glotti, þá var Lindu- konfektið dregið upp og öllum boðið. Þegar við vorum lítil var það mikið tilhlökkunarefni að fara inn í Súðavík að heimsækja ömmu og afa. Oft feng- um við að taka vini okkar með og í einni heimsókninni var vinur okkar með okkur sem átti engan afa. Okkur fannst sjálfsagt að hann mætti eiga Dabba afa með okkur enda væri hann besti afinn í öllum heiminum. Afi var fljótur að brosa og sagðist alveg geta verið afi allra. Svona var hann afi. Í nóvember síðastliðnum fæddist ömmu og afa afkomandi númer 53, hann Finnbogi Örn. Amma og afi komu upp á sjúkrahús að líta á nýj- asta fjölskyldumeðliminn. Þegar afi kvaddi signdi hann Finnboga, bað Guð að blessa hann og bauð hann vel- kominn í fjölskylduna. Þetta þótti okkur mjög vænt um því afi var orð- inn heilsulaus en hann lagði á sig að keyra til Ísafjarðar til að bjóða nýj- asta afkomandann velkominn í heim- inn. Amma og afi voru sérlega samrýnd hjón, það er erfitt að finna þann hlut sem þau ekki gerðu saman. Það var erfitt fyrir afa þegar sjúkdómurinn var farinn að draga úr honum mátt því þá gat hann ekki hjálpað ömmu við húsverkin eins og hann var vanur að gera. Það eru nú ekki margir karl- menn á hans aldri sem finnst sjálfsagt að ganga í öll verk en þetta gerði hann vegna þess hversu vænt honum þótti um ömmu. Við kveðjum afa okkar með sökn- uði því betri afa var ekki hægt að hugsa sér. Elsku amma, missir þinn er mikill en við biðjum Guð að styrkja þig. Heiðar, Auður, Rannveig Hera og fjölskyldur. Mig langar í fáeinum orðum að kveðja góðan föðurbróður minn, Garðar Sigurgeirsson, sem jarðsettur er í dag frá Súðavíkurkirkju. Garðar eða Dabbi eins og hann var kallaður var fæddur í Súðavík eins og þau öll systkinin, en þau voru fimm talsins. Amma, Margrét, var aðeins 32 ára þegar afi minn féll frá og stóð hún eft- ir ein með þrjú börn. Þau voru, auk Garðars, faðir minn, Kristján, og Jóna, en þau eru bæði látin. Þeim var komið í fóstur en Garðar varð eftir hjá ömmu. Þegar þetta áfall varð gekk hún með fjórða barnið sem er Sigríð- ur. Seinna giftist amma aftur, Karli Þorlákssyni, sem gekk okkur í afa stað. Sonur þeirra er Kjartan Geir. Garðar fór ungur að vinna eins og tíðkaðist í þá daga og stundaði sjóinn en seinni ár vann hann sem verka- maður og fiskmatsmaður í frystihús- inu í tuttugu ár. Hann giftist mikilli sómakonu, Ragnheiði Gísladóttur, frá Súðavík, og eignuðust þau sjö börn. Ragnheiður og Garðar hafa allan sinn búskap átt heima í Súðavík og það er aðdáunarvert hversu samhent þau hafa alla tíð verið. Eins og þeirra kyn- slóð þurfti gjarnan að gera var það að hugsa einungis um að eiga í sig og á og lífið gekk út á það að halda utan um barnahópinn sinn og láta sig ekki dreyma um neitt annað. Þetta var það sem þau gerðu svo yndislega vel og það var alltaf pláss í litla sæta húsinu fyrir alla hina krakkana sem sóttu til þeirra. Dabbi, frændi minn, var mikill sómamaður, harðduglegur og fylginn sér. Hann hafði sterkar skoðanir á ýmsum straumum og stefnum sam- tímans og lét þær gjarnan í ljós á sinn hátt og þeim varð ekki hnikað. Hann mátti ekkert aumt sjá og gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að að- stoða á þeim vettvangi. Fáir hafa lifað jafn miklar þjóðlífs- breytingar og þeir sem fæddir eru á fyrstu áratugum síðustu aldar og kveðja nú þegar ný öld hefur gengið í garð. Dabbi skynjaði fljótt að margir af hans jafnöldrum ólust upp við kröpp kjör. Hann upplifði það sjálfur að óhöpp eða veikindi gátu sett hinn krappa efnahag almúgafólks svo úr skorðum að sárar ráðstafanir varð að gera til að komast af. Vissulega mót- aði þetta ungan Vestfirðing sem lifði síðan fyrir það að sjá byggðirnar vaxa og dafna. Landburð að fiski og marg- ar hendur kallaðar til starfa. Ný og stærri fiskiskip koma til byggðanna. Síðar sársauki í höftum til athafna og sjá á eftir lífsbjörginni sigla í burtu í formi glæsilegra skipa. Já, „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag,“ segir í kvæði Tómasar, „því einir fara og aðrir koma í dag.“ Þann- ig endurnýjar lífið sig í sífellu og þeir sem gengið hafa götuna á enda hverfa okkur sjónum. Garðar elskaði Álftafjörðinn sinn og fjöllin og hann vaktaði umhverfið sitt eins og börnin sín. Það setti mark sitt á hann að missa elsku dóttur sína langt um aldur fram og snjóflóðið markaði hann eins og aðra í litla þorp- inu þó svo að fjölskyldur okkar sem eru margar í Súðavík slyppu með sár í hjarta en ekki mannskaða. Æðruleys- ið var aðalsmerki þeirra hjóna. Mikill samgangur hefur alla tíð verið á milli fjölskyldna föður míns og þeirra enda mikil vinátta þeirra í milli alla tíð. Minningarnar eru ljúfar úr bernskunni í Súðavík. Fjörðurinn spegilsléttur og leikir fram á nótt. All- ar götur síðan eru heimsóknir í Súða- vík mér sérstaklega kærar. Ég vil þakka Dabba fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig og fjöl- skyldu mina. Góðs frænda er sárt saknað, frænda sem kenndi mér svo margt um lífið. Ég þakka þér sam- fylgdina og bið góðan guð að geyma þig. Helgi, móðir mín Guðmunda og fjölskyldan öll sendum þér, Ranka mín, og ykkur öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Þú sem eldinn átt í hjarta, óhikandi og djarfur gengur út í myrkrið ægisvarta eins og hetja og góður drengur. Alltaf leggur bjarmann bjarta af brautryðjandans helgu glóð. Orð þín loga, allt þitt blóð: Á undan ferðu og treður slóð. Þeir þurfa ekki um kulda að kvarta, sem kunna öll sín sólarljóð. (D. Stef.) Sigríður Gróa Kristjánsdóttir. GARÐAR SIGURGEIRSSON                         ! "#$                           !       "   #$ %%    %! &'( )  &'*(+,     &'! )  &'!  )  +,,    &'! )   )  - ,. / 0!  ,#'   %, - , )     1!  &/ & 2)  &' 3   4. #   5 6/  )  ,"  )  '  #  , 3     $ 7.)  -  )  5 /  ,   *  *+ ), *  *  *+ /     -89 -  51 .  +,! ' : ,)  ! 8      ;#$   ! 0/             <=     1$  , "+ !     &   "#   $   )  ' 5' = *),  ;0,      ,   )  ;,  )    >5 (+ &'!   " *),    1!  / %,)  (    )  :#  ,  (  ",    %! )       %  6 &'! )  6  )  &' 3 ,'   4'   )   %  *  *+ ), *  *  *+ /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.