Morgunblaðið - 02.08.2002, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
MEÐFERÐ Ísraelsmanna á Palest-
ínumönnum er svo yfirgengileg að
maður er alveg agndofa. Þetta minn-
ir æ oftar á fram-
göngu Gestapo og
SS-sveita nasist-
anna eins og þær
höguðu sér verst í
hernumdum lönd-
um seinni heims-
styrjaldarinnar
og vart verður
neðar komist í
ómennskunni.
Ísraelski herinn
setur á útgöngu-
bann sólarhringum saman, tekur raf-
magnið af, lokar fyrir vatn í tíma og
ótíma í refsingarskyni fyrir hvaðeina
sem hernámsliðinu þóknast að kalla
brot. Herinn setur sölubann á afurðir
Palestínumanna svo að þær grotna,
hann stundar gripdeildir í fyrirtækj-
um þeirra og á heimilum, hann drep-
ur börn og unglinga sem kasta grjóti,
hann fer hús úr húsi í leit að meintum
andófsmönnum og er þá allt brotið
og bramlað, sjónvarpsskjáir hvað þá
annað. Sjúkrabílum er meinað að
komast leiðar sinnar þegar á „að-
gerðum“ hersins stendur, margir
slasaðir, hjartasjúklingar og fólk
með sykursýki á háu stigi hafa látið
lífið af þessum sökum. Svona mætti
lengi telja. Ekki er síður reynt að
særa andlega og niðurlægja fólkið.
Hermenn gera þarfir sínar við
gæslustörf á húsþökum arabafjöl-
skyldna, stífla þá iðulega niðurföll og
stundum er saur skilinn eftir fyrir ut-
an dyrnar hjá þeim. Um þetta skrif-
aði ísraelskur varaliði í hernum í
Jerúsalem Post á sínum tíma við lít-
inn fögnuð landa sinna. Svo þykjast
menn alveg forviða þegar einstak-
lingar úr röðum þessa fólks, sturlaðir
af hatri, sprengja sig í loft upp til að
taka með sér einhverja úr röðum
herraþjóðrinnar. Ísraelsmenn hafa
sjálfir skapað þessa aðila með linnu-
lausri kúgun og ofbeldi áratugum
saman. Tugir þúsunda Palestínu-
manna búa í flóttamannabúðum og
hafa gert í langan tíma. Heil kynslóð
hefur fæðst og alist upp í þessum
búðum og það fólk elur nú upp þriðju
kynslóð flóttamanna, börnin sem
þessa dagana kasta grjóti í áttina að
hernámsliðum, gleymið því ekki eitt
augnablik, fólkið er í flóttamanna-
búðum í sínu eigin landi og það má
horfa upp á aðkomumennina reisa
sér nýtískuhús með öllum þægindum
á landinu sem af því hefur verið tek-
ið. Jahve gaf okkur landið, segja gyð-
ingarnir, þeir eru bara að endur-
heimta það. Þegar gyðingarnir
(Hebrear) réðust inn í Palestínu fyrir
3000 árum var landið löngu byggt
öðrum þjóðum. Þarna var ríki Kan-
aan og hafði staðið í langa hríð, þeir
byggðu til dæmis Jerúsalem sem
hafði staðið í nokkrar aldir þegar
gyðingarnir komu. Lengst af og
þorrann af sögu gyðinga voru þeir fá-
mennir í Palestínu. Palestínumenn
eiga rætur þúsund ár ef ekki þús-
undir ára aftur í tímann í þessu landi.
Tilkall gyðinga er því byggt á heldur
haldlitlum „rökum“. Indíánar ættu
heimtingu á N-Ameríku með meiri
rétti. Palestínumenn hafa margbeðið
alþjóðasamfélagið um vernd, þeir
sem eiga sökina og vilja viðhalda of-
beldinu biðja ekki um slíkt, það ætti
að liggja í augum uppi. Ísraelsmenn
neita að fallast á að gæslusveitir
verði sendar á svæðið og Bandaríkin
styðja þá í því eins og öllu öðru. Eng-
ir tala meira og oftar um frelsi og
sjálfsákvörðunarétt þjóða en Wash-
ington-herrarnir og engir aðrir en
einmitt þeir fótum troða þessi rétt-
indi sé það þeim í hag. Þarna er hægt
að koma á friði strax og tryggja að
Palestínumenn fái sitt ríki, þeir hafa
sæst á að fá Vesturbakkann, Gaza-
ræmuna og A- Jerúsalem og tryggt
yrði af umheiminum að þetta héldi,
þeir vita að réttlætið mun ekki ná
fram að ganga þannig að þessi litlu
landsvæði yrðu að nægja. Nei, ekki
einu sinni þetta samþykkja Ísr-
aelsmenn þó að þeir réðu þá meira en
þrem fjórðu landsins, 20% stærra
svæði en þeim var fært af SÞ á silf-
urfati á sínum tíma. Menn ættu að
kynna sér það hrikalega óréttlæti er
þá var framið þegar gyðingunum var
úthlutað rúmum helmingi landsins
þó að arabarnir væru tvöfalt fleiri og
gyðingarnir komnir til landsins lang-
flestir fyrir örfáum árum eins og
manntal Breta frá þessum tíma sýn-
ir. Þess vegna verður að koma alvar-
legur þrýstingur frá Vesturveldun-
um eða hótanir um aðgerðir gegn
Ísraelsmönnum haldi þeir áfram á
sömu braut. Serbunum voru settir
afarkostir og síðan reknir frá Kosovo
þegar þeir létu sér ekki segjast: Nú
horfir allt til betri vegar á þeim slóð-
um. Því miður standa leiðtogar Vest-
urlanda hjá algerlega aðgerðarlausir
í reynd og ekki eru nein merki þess
að breyting verði þar á. Þeir taka lík-
lega undir með íslenska forsætisráð-
herranum þegar hann segir: Ísr-
aelsmenn eru vinaþjóð okkar. Hafið
ævarandi skömm fyrir, vesælu
menn.
GUÐJÓN V. GUÐMUNDSSON,
eftirlaunaþegi.
Hörmungar
í Palestínu
Frá Guðjóni V. Guðmundssyni:
Guðjón V.
Guðjónsson