Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isHermann Hreiðarsson í viðræðum
við WBA í Englandi / B1
Sigurpáll og Ólöf María Íslands-
meistarar í golfi / B1, B6, B7, B8
12 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
LÁTINN er Hermann
Pálsson, fyrrverandi
prófessor við háskól-
ann í Edinborg. Lést
hann síðastliðinn
sunnudag af völdum
alvarlegra meiðsla er
hann hlaut er hann var
á ferðalagi í Búlgaríu.
Hermann Pálsson
var fæddur 26. maí
1921 á Sauðanesi í
Austur-Húnavatns-
sýslu. Foreldrar hans
voru Páll Jónsson
bóndi þar og Sesselja
Þórðardóttir hús-
freyja.
Eftir stúdentspróf frá MA vorið
1943 lauk Hermann kandídatsprófi
í íslenskum fræðum frá Háskóla Ís-
lands 1947 og stundaði síðan í tvö
ár nám í keltneskum fræðum við
Háskóla Írlands í Dyflinni. Frá
árinu 1950 var hann kennari og síð-
ar prófessor við háskólann í Ed-
inborg. Veturinn
1967–68 var Hermann
gistiprófessor í fornís-
lensku og fornírsku
við háskólann í Tor-
onto og sumarið 1977
var hann gistiprófess-
or í íslenskum forn-
bókmenntum við há-
skólann í Berkeley í
Kaliforníu.
Meðal félags- og
trúnaðarstarfa Her-
manns má nefna að
hann var hvatamaður
að stofnun Fornsagna-
félagsins, The Inter-
national Saga Society, og var for-
seti þess frá upphafi árið 1984. Þá
liggja eftir hann fjölmörg rit, bæk-
ur og þýðingar og sá hann einnig
um útgáfu á mörgum bókum.
Eftirlifandi kona Hermanns
Pálssonar er Guðrún Þorvarðar-
dóttir og eignuðust þau dótturina
Steinvöru.
Andlát
HERMANN
PÁLSSON
EMBÆTTI landlæknis leggur til í
umsögn sinni um lagafrumvarp heil-
brigðisráðherra um lýðheilsustöð,
sem nú er til umfjöllunar hjá heil-
brigðis- og trygginganefnd Alþingis,
að frumvarpið í heild verði unnið nán-
ar og endurskoðað. Leggur hann m.a.
til að metið verði hvort hagkvæmara
gæti verið að fella starfsemi lýð-
heilsustöðvar að núverandi skipulagi
lýðheilsumála í stað þess að setja á fót
nýja stofnun.
„Besti kosturinn í því efni væri að
koma starfseminni fyrir sem sviði
innan landlæknisembættisins,“ segir
m.a. í bréfi Sigurðar Guðmundssonar
landlæknis til heilbrigðis- og trygg-
inganefndar Alþingis.
Í bréfi sínu fagnar landlæknir því
að lagt hafi verið fram frumvarp um
svo mikilvægt mál sem lýðheilsa sé.
Segir hann framtíðarskipulag lýð-
heilsumála þurfa að vera vettvang
fyrir frjóa þekkingarsköpun og afl-
vaka árangursríks forvarna- og
heilsueflingarstarfs. Lýðheilsu skil-
greinir landlæknir á þann hátt að þar
komi saman vísindi, starfræn hæfni
og lífsgildi sem beinist öll að því að
halda við og efla heilbrigði. Að þessu
markmiði komi fleiri en þeir sem
starfa að heilbrigðismálum enda sé al-
mennt heilsufar mun fremur háð
stöðu samfélags og efnahags en bein-
um viðbrögðum heilbrigðisþjónust-
unnar.
Varast ber að dreifa
kröftum og fjármagni
Minnt er á að helstu hlutverk Lýð-
heilsustofnunar verði m.a. að stuðla
að bættri lýðheilsu og glæða áhuga á
forvörnum og heilsueflingu, að kanna
árangur heilsueflingar og bera saman
við aðrar þjóðir.
Landlæknir segir í umsögn sinni að
embættið vinni að því að styrkja hlut-
verk sitt sem miðstöð heilbrigðistöl-
fræði í landinu, sem snúist um skrán-
ingu í heilbrigðisþjónustu, gagna-
söfnun, úrvinnslu og miðlun upp-
lýsinga.
„Einhugur er um það hjá heilbrigð-
isyfirvöldum að þessi starfsemi eigi
best heima hjá embættinu. Því ber að
varast að dreifa kröftum og fjármagni
með því að gera ráð fyrir viðamikilli
gagnasöfnun og úrvinnslu í nýrri
stofnun. Mun vænlegra er að nýta þá
gagnasöfnun sem fyrir er eða fyrir-
huguð er hjá landlæknisembættinu til
forgangsröðunar og eftirlits með lýð-
heilsu. Samvinna stöðvarinnar og
landlæknisembættisins um þessi mál
er bæði nauðsynleg og augljós,“ segir
einnig í umsögn landlæknis.
Landlæknir bendir á þann mögu-
leika að tengja starfsemi lýðheilsu-
stöðvar frekar því skipulagi og stofn-
unum sem fyrir eru í landinu. Auk
faglegra og fjárhagslegra kosta þess
að stofnunin verði gerð að sviði innan
embættisins bendir landlæknir á að
hugsanlega megi koma starfseminni
fyrir hjá Heilsugæslunni í Reykjavík.
Vill að lýðheilsustöð
verði hjá landlækni
GUÐNI Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra hefur hafnað tillögu mark-
aðsráðs kindakjöts um að hækka
útflutningshlutfall vegna sauðfjár-
slátrunar á tímabilinu 19. til 31.
ágúst. Er ástæðan vaxandi birgða-
söfnun á kindakjöti. Segir ráðherra
hækkun útflutningshlutfallsins
stríða gegn þeirri viðleitni að flýta
slátrun og auka sölu á fersku dilka-
kjöti innanlands.
Ráðið hafði óskað eftir því að út-
flutningshlutfallið vegna sumar-
slátrunar yrði aukið úr 10% í 14%,
en því hafnaði ráðherra og segist í
bréfi til ráðsins vera að styðja við
framtak þeirra bænda sem reiðu-
búnir eru að taka þátt í þeirri
markaðsþróun sem fólgin sé í sölu á
fersku lambakjöti. Jafnframt vilji
hann með þessari ákvörðun hvetja
bændur, sláturleyfishafa og versl-
anir til að vinna enn betur en áður
að markaðssetningu fersks dilka-
kjöts.
Gera fljótlega tillögu um út-
flutning vegna haustslátrunar
Markaðsráðið mun fljótlega gera
tillögu um útflutningshlutfall af því
sauðfé sem slátrað verður í haust,
að sögn Özurar Lárussonar, fram-
kvæmdastjóra markaðsráðs, en í
því sitja fulltrúar framleiðenda og
sláturleyfishafa.
,,Markaðsráð byggir sínar tölur á
ásetningi sl. haust, birgðastöðunni
eins og hún er hverju sinni, sölu-
horfum og hvað er að gerast hjá
öðrum kjötframleiðendum,“ segir
hann. Segist Özur vonast til að
ákvörðun verði tekin á allra næstu
dögum en ráðið bíður eftir sölutöl-
um kindakjöts í júlímánuði áður en
endanleg tillaga mun liggja fyrir.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra fellst
ekki á niðurstöðu markaðsráðs kindakjöts
Hafnar tillögu um
að auka útflutning
STEINN Jónsson á Eskifirði fór í
sumar ríðandi frá Eskifirði á
Landsmót hestamanna á Vind-
heimamelum í Skagafirði og til
baka aftur og raunar ekki stystu
leið. Samtals fór hann ríðandi um
eitt þúsund kílómetra. Það verður
að teljast nokkurt afrek hjá manni
sem verður 84 ára í haust.
Mönnum stóð að vísu til boða að
sitja í bíl af og til á leiðinni og hvíl-
ast en ekki þáði Denni, eins og hann
er jafnan kallaður, það.
Mjög góður í skrokknum
Sjálfur segir Steinn sér alls ekki
hafa orðið meint af ferðinni og að
hann hafi bara verið góður í
skrokknum þegar hann kom til
baka til Eskifjarðar, hátt í mánuði
eftir að lagt var af stað. Steinn fór
reyndar í læknisskoðun skömmu
eftir að hann kom til baka og til
þess var tekið að blóðþrýstingur
hefði verið góður.
Steinn var lengi til sjós og lenti
þá í ýmsu en tók ekki upp hesta-
mennskuna fyrr en hann var orðinn
fullorðinn og virðist fráleitt vera
hættur, segist vera farinn að leggja
drög að annarri langferð á hestum
næsta sumar. Hann segir ferðina á
landsmótið hafa verið einkar
ánægjulega.
Góður í skrokknum
eftir þúsund kíló-
metra á hestbaki
HÁHYRNINGURINN Keikó er
nú um 80 sjómílur norður af Fær-
eyjum. Keikó hefur ekki komið í
Klettsvíkina síðan 17. júlí.
Hallur Hallsson, talsmaður
Keikó-samtakanna, segir enn of
snemmt að fullyrða hvort Keikó
hefur þar með yfirgefið samneyti
við manninn og sé farinn að afla
sér fæðu sjálfur en grannt verður
fylgst áfram með ferðum hans.
Undanfarin tvö ár hafa þjálf-
arar Keikós haldið með hann yfir
sumarið á slóðir háhyrninga við
Vestmannaeyjar. Hefur hann
haldið sig í námunda við þá en að
nokkrum tíma liðnum snúið aftur
til Klettsvíkur eftir að vaðan hefur
yfirgefið hann.
Í ár segir Hallur þá breytingu
hafa orðið að eftir veðrið sem
gerði við Vestmannaeyjar um
verslunarmannahelgina hafi Keikó
horfið af svæðinu við Eyjar. Svo
hafi einnig verið um aðra háhyrn-
inga. Gervihnattastaðsetning
sýndi þá að hann var um 80 sjó-
mílur suðaustur af Eyjum og síð-
an 130 mílur og nú er hann mun
nær Færeyjum eða 80 mílur norð-
an þeirra samkvæmt þessum
mælingum.
Þjálfarar Keikós héldu til Fær-
eyja í gær og skúta þeirra er einn-
ig á leið þangað en úr henni má
fylgjast með ferðum Keikós gegn-
um gervihnattamerki og VHF án
þess að vélarhljóð trufli ferðir há-
hyrninganna.
Hallur segir að spennandi verði
að fylgjast með hvort Keikó sé
hér með að taka samneyti við aðra
háhyrninga fram yfir samneyti við
manninn. Það hafi alltaf verið til-
gangurinn að sú yrði raunin.
Keikó norður af Færeyjum
Keikó hefur ekki
komið í Klettsvík
í tæpar 4 vikur