Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Einar Logi Ein-arsson fæddist í Reykjavík 8. mars 1938. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Einar Baldvin Sigurðsson iðnrekandi, f. 11.9. 1911, d. 27.7. 1978, og kona hans Ásgerður Einarsdóttir, f. 30.8. 1913, d. 8.9. 1997, þau skildu. Hálfbróðir Einars Loga er Hauk- ur Matthíasson, sálfræðingur í St. Petersburg í Flórída, f. 20.6. 1948, sem Ásgerður eignaðist með seinni manni sínum, Matthíasi Matthías- syni, f. 12.3. 1907, d. 28.11. 1969. Uppeldisbræður hans, synir Matth- íasar af fyrra hjónabandi með Helgu Kristínu Helgadóttur Pjet- urss, f. 2.10. 1909, d. 24.8. 1944, eru Matthías Matthíasson, f. 14.10. 1937, og Einar Matthíasson, f. 10.3. 1942. Einar Logi kvæntist Sigrúnu R. Jónsdóttur, þau skildu. Dætur þeirra eru Ásgerður, f. 19.10. 1965, og María Helga, f. 12.12. 1969. Áð- ur átti hann Sigríði, f. 27.9. 1962, móðir hennar er Erla Lísa Sigurð- ardóttir. Synir Sigríðar eru Bald- vin Freyr Þorsteinsson, f. 6.10. 1984, og Kristján Ari Ragnarsson, f. 24.4. 1992, maður hennar er Ragnar Þ. Bárðar- son. Sambýliskona Einars Loga síðustu tólf ár var Soffía Björgvinsdóttir. Einar Logi lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Ís- lands 1961. Um árabil stundaði hann ýmis verslunar- og skrif- stofustörf og rak eig- in fyrirtæki. Stærsti hluti starfsævi hans var hins vegar við hljóðfæraleik og -kennslu og margvísleg ritstörf og þýðingar. Hann stýrði eigin hljóm- sveit árum saman og lék á veit- ingastöðum fram á síðustu ár. Eftir hann liggja fjölmargar frumsamd- ar bækur, leikrit og smásögur, sem og þýðingar á bókum og greinum. Einar Logi var tónlistarkennari og skólastjóri við tónlistarskóla víða um land, m.a. á Hvolsvelli, Hvammstanga, Ólafsfirði, Vopna- firði og Suðureyri. Á þessum stöð- um var hann oft kirkjuorganisti og stóð fyrir leiksýningum og ýmsu félagsstarfi. Einar Logi var virkur félagi í Félagi íslenskra hljómlist- armanna og um skeið stjórnarmað- ur í Bandalagi íslenskra lista- manna. Útför Einars Loga verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Leiðir okkar Einars Loga lágu fyrst saman fyrir fimmtíu og fimm ár- um þegar faðir minn og móðir hans gengu í hjónaband, hann var þá níu ára og ég fimm. Mér leist strax vel á þennan nýja bróður sem ég hafði eignast. Hann var laglegur og grann- vaxinn, glaðlegur og skemmtilegur og hvers manns hugljúfi. Reyndar gat hann stundum verið æði stríðinn og þá dofnaði hrifningin eilítið, en það stóð stutt og leikir og venjuleg stráka- ærsl eru efst í huga þegar hugsað er til áranna á Laufásvegi 25, þar sem bernskuheimili okkar var. Á sumrin dvaldist fjölskyldan að Arnarfelli í Þingvallasveit þar sem vítt var um völl og rúmt til leikja og íþrótta fyrir okkur bræðurna fjóra. Þaðan er margs að minnast úr leik og starfi og var Einar Logi óþrjótandi uppspretta ýmissa uppátækja. Ef veður var vont gat hann setið inni í skúr og leikið af mikilli dramatík hvernig hann fór á traktornum til að bjarga kærustunni sinni, lenti út af veginum í vonsku- veðri með bilaðar bremsur, reyndi að nota gírinn til að bremsa með en bakkgírinn slitnaði, eins og hann orð- aði það, og þau fóru fyrir björg. Slíkar senur eru enn skýrar í minni og lýsa vel frjóu ímyndunarafli hans. Einar Logi var drenglyndur, skap- góður og lynti við alla, hann var þó engin gunga og fór oftast sínu fram átakalaust. Honum var óvenju margt til lista lagt, hann átti auðvelt með að læra, var góður íþróttamaður, ritfær og tónelskur. Hann var alls staðar í forystu; í skóla, í leikjum, hjá skát- unum, stýrði skemmtunum og stofn- aði strákafélög. Strax á barnaskóla- aldri skrifaði hann sögur og samdi og setti upp leikrit. Hann gekk í skóla til Ævars Kvaran og hugði á frekara nám í leiklistinni sem ekki varð þó úr. Það var engin tilviljun að Grétar Fells guðspekingur og skáld, sem kynntist Einari Loga snemma, orti um hann þessa vísu: Einhvern tíma Einar Logi um þig hvelfist sigurbogi sem ljómi eins og álfabrenna yfir nafni þínu og penna. Einar Logi lærði ungur að spila á píanó og síðar á trompett og saxófón og var að auki liðtækur á ýmis önnur hljóðfæri. Mörg voru þau lögin sem hljómuðu um húsið heima þegar Ein- ar Logi var að æfa sig og allir tóku því vel þótt hljóðbært væri. Hann fór snemma að spila í hljómsveitum og stofnaði sínar eigin sem léku m.a. í klúbbum varnarliðsins á Keflavíkur- velli, hann hafði í mörgu að snúast og stundin leið hratt. Á þessum árum kynnntist Einar Logi húsbónda sem átti eftir að valda honum ómældum erfiðleikum á lífsleiðinni og sligaði hann að lokum. Á sjöunda áratugnum umgengumst við bræður mikið, átt- um börn á svipuðum aldri og dvöldum oft með fjölskyldum okkar á Arnar- felli. Síðan skildi leiðir, við fluttumst báðir út á land, fjöskylduhagir Einars Loga breyttust og glíma hans við hús- bóndann harðnaði. Um árabil stundaði Einar Logi tón- listarkennslu úti um land og síðan í Reykjavík. Hann samdi sögur og greinar, gaf út bækur og vann við þýðingar. Ásgerður móðir hans var honum alla tíð mikil stoð og hjá henni átti hann athvarf þegar á móti blés. Hann sagði sjálfur þegar hún féll frá að hann hefði ekki einasta misst móð- ur sína heldu líka sinn besta vin. Síðasta rúman áratug bjó Einar Logi með Soffíu Björgvinsdóttur og áttu þau sér heimili í húsi hennar í smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Hann stundaði áfram ritstörf og lék einnig dinnertónlist á Hótel Valhöll, Hótel Örk og víðar en starfsþrekið fór smám saman dvínandi. Í lok síðasta árs veiktist Soffía sambýliskona hans alvarlega og varð Einar Logi þá skyndilega heimilislaus. Í framhaldi af því tókst honum, með aðstoð Helga Hákonar Jónssonar, gamals vinar og samtarfsmanns sem verið hafði um árabil fjárhaldsmaður hans og óbil- andi stuðningsmaður, að komast í meðferð og til nokkurs bata snemma á þessu ári. Um páskana varð hann fyrir slysi sem varð honum nærri að alturtila. Af ótrúlegri seiglu komst hann á fætur aftur en um mitt sumar var mjög af honum dregið og sýnt var að hverju stefndi. Ég heimsótti Einar Loga reglulega á liðnum mánuðum og var þá margt spjallað og minnst atvika frá fyrri ár- um. Við ræddum oft hvort eitthvað tæki við eftir vistina hér og fannst honum það líklegra en ekki. Á góð- viðrisdegi um miðjan júlí, síðasta skiptið sem ég sá hann, sátum við í grasi undir húsvegg austur á Rang- árvöllum, þá sagði Einar Logi: „Kannski hef ég lokið því sem mér hefur verið ætlað að gera í þessu lífi, ég finn ekki að ég eigi neinu ólokið.“ Mér fannst eins og hann hlakkaði til að takast á við önnur verkefni á nýj- um stað. Kannski fann hann að hverju stefndi og var fyllilega undir það bú- inn. Einar Logi uppeldisbróðir minn er horfinn úr jarðvistinni, genginn er góður drengur sem öllum var hlýtt til sem kynntust. Ég óska þess að dætur hans, dóttursynir og tengdasonur, Soffía sambýliskona hans, bræður og aðrir ástvinir megi geyma um hann bjartar minningar. Einar Matthíasson. Fallinn er frá í Reykjavík um aldur fram frændi minn, Einar Logi Ein- arsson, tónlistarmaður. Nú sem ég sit við að skrifa fáein skilnaðarorð af þessu tilefni, er einkennileg tilhugsun að muna fæðingarstund hans fyrir rúmum 64 árum, 8. marz 1938, eins og það hefði verið í gær. Það var í húsi ömmu minnar og afa, Sigríðar Þor- láksdóttur og Einars Arnórssonar, hæstaréttardómara, á Laufásvegi 25. Dóttir þeirra, móðir Einars Loga, Ás- gerður, sem var móðursystir mín, bjó þá ásamt fyrri manni sínum, Einari B. Sigurðssyni, verzlunarmanni, í þessu sama húsi. Ég var þá á sjöunda ári, að miklu leyti til heimilis hjá ömmu og afa, svo að það var eins og að eignazt kærkominn, lítinn bróður, er Einar Logi kom í heiminn. Við uxum síðan upp eins og blóm í túni, að meira og minna leyti undir handarjaðri þessara góðu móðurforeldra, sem sýndu ung- um drengjum dætra sinna meiri og betri umhyggju og forsjá en hægt var í raun að krefjast af rosknu fólki, sem þá þegar hafði komið sjö börnum sín- um til manns. Það kom af sjálfu sér, að við Einar Logi yrðum brátt leik- félagar á þessum bernskuárum, þrátt fyrir nokkurn aldursmun, en sá mun- ur kom skiljanlega ekki að sök fyrr en síðar. Því nánari urðum við, er for- eldrar hans skildu, þegar hann var fimm ára gamall. Alltaf var þó Ás- gerður, móðir hans, innan handar á heimilinu á Laufásvegi og rétti for- eldrum sínum hjálparhönd, ef nauð- syn bar til. Hún reyndist mér ævin- lega vel, og margar góðar stundir átti ég með þeim mæðginum, m.a. dvöl í Norðtungu í Borgarfirði, og síðar á Arnarfelli í Þingvallasveit. Einar Logi var ljúfur drengur og góður félagi, talsvert bráðþroska, snemma allkotroskinn og ófeiminn, skemmtilega fljótur til forystu og uppáfyndingasamur í leik og starfi, svo að hann varð vinsæll meðal jafn- aldra. Sumarpart var hann ásamt mér í sveit í Mýrdal, sjö ára gamall, og mér er minnisstætt hversu mjög hann naut sín, var röskur til snúninga og reyndist hvers manns hugljúfi. Einn sunnudag safnaði hann meira að segja heimilisfólki saman í stofu til að uppfæra leikrit! Einar Logi var hár og spengilegur vexti, fríður sýnum og hafði þennan sérstæða, austræna augnsvip líkt og móðir hans, en slík kynfylgja var í ætt Einars, föður hennar. Ungur lærði hann að spila á píanó, og kom fljótt í ljós, að hann var mús- íkalskur og hefur þá efalaust sótt þann hæfileika til Einars, föður síns, sem á sinni tíð var kunnur einsöngv- ari með Karlakórnum Fóstbræðrum. Hugur hans virðist þó ekki hafa hneigzt í átt til skólanáms í tónlist- arfræðum, eins og eðlilegt hefði verið, því að þangað fór hann ekki, heldur lauk námi í Verzlunarskólanum. Þó að hann starfaði við ýmis verzlunar- og skrifstofustörf, m.a. iðnrekstur föður síns, átti það ekki við hann til lang- frama. Hans áhugamál var tónlistin framar öðru. Hann fór ungur að spila í hljómsveitum, m.a. sínum eigin, og árum saman var hann kennari og/eða skólastjóri við ýmsa tónlistarskóla úti á landsbyggðinni og var þá jafnframt kirkjuorganisti. Síðustu árin fékkst hann einkum við píanóleik á veitinga- húsum, m.a. um alllangt skeið á Þing- völlum og Hótel Örk í Hveragerði. Það litla, sem ég sá til hans á þeim vettvangi, virtist mér bera þess merki, að þar væri hann fagmaður og í essinu sínu. Einar Logi átti þó fleiri hugðarefni, og eitt þeirra fólst í rit- EINAR LOGI EINARSSON ✝ Margrét SigríðurSigurjónsdóttir fæddist á Landspítal- anum í Reykjavík hinn 28. september árið 1934. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Sigurðsson, kaup- maður á Akranesi, f. 19. ágúst 1908, d. 16. ágúst 1989, og kona hans Þóra Pálsdóttir kaupmaður, f. 23. janúar 1911, d. 27. maí 1999. Þau hjónin bjuggu í Akbraut á Akranesi og voru oft kennd við hana. Margrét Sigríður var elst í hópi sex systkina. Öll systkini Margrétar Sigríðar eru á lífi. Þau eru: Sigrún, f. 30. ágúst 1937; Guðmundur, f. 21. janúar 1939; Aldís, f. 1. september 1941; Ragnar, f. 11. nóvember 1948; og Sigþóra, f. 25. júlí 1950. Margrét Sigríður giftist Skúla Ketilssyni, f. 5. nóvember 1930, í Akraneskirkju 27. desember 1953. Þau eignuðuðst þrjú börn. Þau eru: 1) Sigurjón, f. 16. ágúst 1953, kvæntur Ólöfu Agnarsdóttur, f. 17. mars 1957, og eiga þau þrjú börn, Söndru Margréti, f. 31. maí 1975, Jónu Björk, f. 17. ágúst 1981, og Agnar, f. 3. janúar 1986. 2) Guð- laug, f. 27. júlí 1954 í sambúð með Jóni Halldórssyni, f. 29. maí 1948. Guðlaug á eina dóttur með Otto Phillips, f. 27. desem- ber 1953, Belindu J. Ottósdóttur, f. 7. júlí 1975. Guðlaug á tvær dætur með sambýlis- manni sínum: Huldu Björk, f. 27. ágúst 1993, og Hörpu Rós, f. 5. mars 1996. 3) Þórdís, f. 21. nóvem- ber 1961, í sambúð með Johannesi Mar- ian Simonsen, f. 16. febrúar 1965. Þórdís á einn son með Matthíasi Einarssyni, f. 28. júní 1952, Skúla Má, f. 15. apríl 1983. Þórdís á þrjú börn með sambýlismanni sínum: Írisi Ósk, f. 23. júní 1988, Marinó Frey, f. 19. nóvember 1990, og Margréti Sig- ríði, f. 16. maí 1995. Barnabarna- börnin eru samtals átta. Margrét Sigríður og Skúli bjuggu á Akranesi öll sín hjúskap- arár. Þar rak Margrét Sigríður hannyrðaverslun frá árinu 1970 og allt til ársins 1984. Margrét Sigríð- ur og Skúli skildu árið 1981. Eftir það fluttist hún til Reykjavíkur og hélt áfram að reka þar verslun til ársins 1986. Síðar starfaði hún hjá Landsbanka Íslands við ýmis störf til ársins 2000. Margrét söng með Kór Landsbanka Íslands, Kvenna- kór Reykjavíkur, Kór óháða safn- aðarins, og Hljómsystrum. Útför Margrétar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Í minningu mömmu sendum við ljóðlínur sem samdar voru til hennar á fyrsta afmælisdeginum hennar, 28. september árið 1935. Magga Sigga dóttir dýr, dyggðum safnar alla tíð. Er sem perla undurfríð, allt eins fögur bauga hlíð. Göfuglynd og glöð á brá, gifta fylgja nafni má. Glóbjört lokka liljan smá ljómar við stokkinn mömmu hjá. Við vöggu þína vaka hljótt, verndarenglar dag og nótt. Svo þú megir sofa rótt, sætt og vært með æsku þrótt. Lífs á vori ljósið skín, ljóminn hæða silkilín. Guð alvaldur gæti þín, göfgi og styrki vina mín. (Bjarni Grímsson.) Við viljum senda innilegt þakklæti til starfsfólks lyflækningadeildar 1 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fyrir góða umönnun. Blessuð sé minning þín. Sigurjón og Ólöf, Guðlaug og Jón, Þórdís og Johannes. Nú er amma mín búin að kveðja þennan heim og vonandi komin í ann- an og betri heim. Minningarnar fljúga um hugann og hlýja manni um hjartarætur. Þegar ég var sjö ára bjuggum við í risinu hjá ömmu á Skólabraut 27. Á þeim tíma rak amma hannyrðaversl- un í kjallaranum en hún bjó á mið- hæðinni. Við Belinda frænka mín vor- um þá oft að skottast í kringum ömmu í búðinni. Við fengum stundum að sitja á bak við og leika okkur þótt plássið væri ekki mikið. Amma var mikil sölukona og henni var kaup- mennskan í blóð borin enda höfðu báðir foreldrar hennar stundað kaup- mennsku. Amma sagði mér oft sögur þegar ég var lítil og þá var sagan um óþekku Gunnu vinsælust. Þannig reyndi hún að kenna manni að óþekkt borgaði sig ekki. Við Belinda fengum líka oft að hlusta á plötur hjá ömmu. Þá sátum við á stofugólfinu á Skólabrautinni og hlustuðum á Rauðhettu og úlfinn og fleiri sígild ævintýri. Amma mín var mikil tildurrófa og hafði mjög gaman af því að gera sig fína. Hún átti mikið af stórum skart- gripum og fullt af fallegum kjólum. Hún hugsaði um að líta vel út og stundum var hún spurð að því þegar hún skottaðist með barnabörnin hvort þetta væru hennar börn. Þá hnippti hún í mann, sagði svo já og brosti. Það var mikið sport að fá að setja á sig gylltu klemmueyrnalokk- ana, klæða sig upp í kjóla og gera sig fína eins og amma. Þá var toppnum náð. Það var alltaf líf í kringum ömmu. Það geislaði alltaf af henni sjálfsör- yggi og lífsgleði. Hún hafði frá mörgu að segja og var oft hrókur alls fagn- aðar. Það var mikil tónlist í henni og hún hafði mjög gaman af því að syngja. Hún söng oft fyrir mann og með manni. Amma söng líka í kórum og seinni árin gaf kórstarfið henni mjög mikið. Stjórnsemi er orð sem kemur upp í hugann þegar amma var annars veg- ar. Hún vildi hafa hlutina eftir sínu höfði. Því sem varðaði hana vildi hún fá að stjórna sjálf. Hún hafði ekki áhyggjur af því hvað öðrum fyndist heldur lifði samkvæmt sinni eigin sannfæringu. Amma var mjög trúuð kona og í veikindum hennar hjálpaði það henni mikið. Hún hafði mikinn baráttuvilja og barðist hetjulegri baráttu við sitt mein. Guð var henni mikill styrkur í þeirri baráttu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Blessuð sé minning ömmu minnar. Sandra Margrét. Þegar andlátsfregn berst er manni ávallt brugðið. Á svipstundu flýgur margt í gegnum hugann, fregnin um að Margrét Sigríður Sigurjónsdóttir, fyrrverandi samstarfskona mín í Landsbanka Íslands, hefði kvatt þennan heim kom þó ekki á óvart vit- andi að hún háði erfiða baráttu við ill- vígan sjúkdóm en varð að lúta í lægra haldi fyrir honum. Baráttan reyndist henni þungbær, þrátt fyrir að lífs- gleði, dugnaður og bjartsýni ein- kenndu hana öðru fremur. Margrét var trúuð kona og þótt hún flíkaði ekki trú sinni fór hún ekki dult með hana ef svo bar undir og var hún ávallt tilbúin að biðja fyrir þeim sem áttu um sárt að binda. Einnig kom trú hennar vel í ljós í umburðarlyndi og skilningi á mannlegum brestum. Í þessum skrifuðu orðum kemur upp í huga minn tíðni tilviljana. Á tæpum tíu mánuðum kveð ég þriðju konuna sem bar nafnið Margrét. Sú fyrsta var náskyld mér, önnur nátengd og nú kveð ég þig, Margrét, sem vinnu- og kórfélaga til margra ára. Þessar konur áttu það sameiginlegt að falla fyrir sama sjúkdómi, nánast á sama aldri og allt heiðurskonur hver á sinn hátt. Margrét hafði mikið yndi af tón- MARGRÉT SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.