Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 11
Viðurkenndur Microsoft skóli
Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 · skoli@raf.is · www.raf.is
Tölvutækni A+ - 70 kennslustundir, hefst 26. ágúst, verð kr. 129.000
Nám í vélbúnaði, stýrikerfum og jaðartækjum PC tölvu. Ómissandi grunnur fyrir alla sem starfa eða ætla að
starfa á sviði tölvuviðgerða, tölvuþjónustu eða kerfisstjórnunar eða vilja bara vita allt um tölvuna.
Námið undirbýr nemendur einnig fyrir alþjóðlegu A+ vottunarprófin. Próftaka er ekki innifalin í verði.
Nettækni Network+ - 50 kennslustundir, hefst 30. september, verð kr. 115.000
Nám í undirstöðuatriðum netkerfa, einkum TCP/IP nær- og víðneta. Námið veitir kunnáttu sem er forsenda
þess að geta unnið við uppsetningar, þjónustu, umsjón og hönnun netkerfa. Nauðsynleg undirstöðuþekking
áður en reynt er við MCSA eða MCSE prófgráður. Námið undirbýr einnig fyrir alþjóðlega vottunarprófið
Network+. Próftaka er ekki innifalin í verði.
MCP braut - 190 kennslustundir, hefst 26. ágúst, verð 380.000
Fyrir þá sem hafa áhuga á starfi í tölvugeiranum en hafa litla eða enga reynslu af vinnu við tölvukerfi. Farið er
ítarlega í vélbúnað og stýrikerfi tölvu (A+), undirstöðuatriði netkerfa (Network+) og Windows 2000 Professional.
Þátttakendur þurfa að hafa reynslu af almennri tölvunotkun og geta lesið ensku. Tvær próftökur eru innifaldar.
MCSA braut - 210 kennslustundir, hefst 20. ágúst, verð 475.000
Nám fyrir þá sem hafa lokið við MCP braut eða hafa reynslu af vinnu við tölvukerfi og stefna á þessa nýju
prófgráðu, MCSA (Microsoft Certified Systems Administrator). Þetta nám er fyrir þá sem vilja starfa sem
umsjónarmenn netkerfa og fá alþjóðlega viðurkennda vottun. Fjórar MCP próftökur innifaldar. Náminu lýkur
með raunhæfu lokaverkefni.
MCSE braut - 210 kennslustundir, hófst 12. ágúst, verð 475.000
Framhaldsnám fyrir þá sem lokið hafa við MCSA braut eða vilja bæta við sig prófum til að öðlast þessa
eftirsóttu gráðu sem er æðsta prófgráða Microsoft fyrir umsjónarmenn og hönnuði netkerfa, MCSE (Microsoft
Certified Systems Engineer). Þrjár MCP próftökur innifaldar. Náminu lýkur með raunhæfu lokaverkefni.
• Á öllum námsbrautum er hluti námsins verklegur.
• Á öllum námsbrautum fylgja vönduð kennslugögn á ensku.
• Nemendur á MCSA og MCSE brautum eiga kost á starfsþjálfun.
Rafiðnaðarskólinn er eini Microsoft skólinn á
Íslandi og hefur vottun sem Microsoft tækni-
kennslusetur eða Certified Technical Education
Center (CTEC). Þessi viðurkenning er aðeins
veitt skólum sem uppfylla strangar kröfur
Microsoft á sviði tölvukennslu.
Í Rafiðnaðarskólanum starfa aðeins vel mennt-
aðir og hæfir kennarar með reynslu úr íslensku
atvinnulífi. Allir kennarar á tölvusviði eru með
vottanir frá CompTIA, Microsoft eða CISCO.
Við leggjum áherslu á þægilegt námsumhverfi
og stuðning við nemendur.
Við ábyrgjumst fyrsta flokks kennslu á
sérfræðinámsbrautum okkar og bjóðum því
nemendum okkar árangurstryggingu.
Þeir sem ekki ná fullnægjandi árangri geta
sótt námið aftur FRÍTT! Sjá skilmála á www.raf.is.
Rafiðnaðarskólinn býður einnig mikið úrval
sérfræðinámskeiða frá Microsoft (MOC
námskeið). Kennari er Jörg P. Kück,
BS, MCSA, MCSE+I, MCT,
MCDBA, OCP-DBA, CCNA.
Hefur lokið yfir 30 MCP prófum.
N á m m e ð á r a n g u r s t r y g g i n g u
Stuttar námsbrautir sem saman mynda öfluga heild fyrir þá sem vilja
nútímalega menntun í upplýsingatækni.
Kennt er tvisvar í viku. Boðið er upp á dag- og kvöldnám.
Fyrir þá sem vilja ná árangri
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
telur ekki tilefni til endurupptöku
úrskurðar ráðuneytisins varðandi
framkvæmd sveitarstjórnarkosn-
ingarnna í Borgarbyggð 25. maí
síðastliðinn. Bæjarstjórn Borgar-
byggðar ber því að tilkynna ráðu-
neytinu um nýjan kjördag fyrir 30.
ágúst næstkomandi og skulu nýjar
kosningar fara fram fyrir 25. nóv-
ember.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra sendi bæjarstjóra Borgar-
byggðar bréf á föstudag þar sem
erindi meirihluta bæjarráðs frá 6.
ágúst sl. er svarað. „Við höldum
okkur við okkar niðurstöðu. Þetta
voru fráleitar uppástungur sem
fram komu í bréfi þeirra. Það er
ekki hægt að sinna því,“ segir Páll
í samtali við Morgunblaðið. Segir í
bréfinu að ráðuneytið hafi skoðað
aðrar leiðir en að ógilda kosn-
inguna áður en úrskurðurinn var
kveðinn upp. Niðurstaðan hafi ver-
ið að óhjákvæmilegt væri að ógilda
kosninguna vegna hinna alvarlegu
annmarka sem á henni voru og
láta hana fara fram að nýju.
Meirihluti bæjarráðs lagði til í
erindi sínu ýmis vægari úrræði en
að ógilda kosningarnar og boða til
nýrra, m.a. að öll atkvæði sem
greidd voru utan kjörfundar yrðu
talin og að atkvæði sem ráðuneytið
úrskurðaði gilt yrði opnað. „Telur
ráðuneytið þessa tillögu fráleita
þar sem ótvírætt er samkvæmt úr-
skurði að atkvæði greidd utan
kjörfundar þar sem undirritun
kjósanda vantar á fylgibréf eru
ógild,“ segir í svarbréfi ráðherra.
Sagt er að það sé ekki rétt sem
meirihluti bæjarráðs haldi fram í
erindi sínu, að ráðuneytið hafi
gengið lengra en kröfugerð kær-
anda gaf tilefni til. Við meðferð
kærumála um framkvæmd kosn-
inga gildi ekki sömu sjónarmið um
málsforræði aðila og t.d. við með-
ferð einkamála fyrir dómstólum,
enda um stjórnsýslumál að ræða
og mál sem varði mikilvæga al-
mannahagsmuni.
Nýrri kosningu ekki
frestað þó úrskurði verði
skotið til dómstóla
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélags
Mýrarsýslu er að undirbúa að fara
með úrskurð félagsmálaráðu-
neytisins fyrir dómstóla. „Ráðu-
neytið hefur ekki heimild sam-
kvæmt lögum um kosningar til
sveitarstjórna eða stjórnsýslu-
lögum til að heimila að kosningar
fari fram síðar þegar svo er ástatt
að úrskurði ráðuneytisins er skotið
til dómstóla og ekki er gert ráð
fyrir því í umræddu ákvæði að
uppkosningu skuli frestað af
þeirra ástæðu,“ segir í bréfi ráð-
herra.
Ráðuneytið hvetur bæjarstjórn
Borgarbyggðar til að ákveða nýjan
kjördag og tilkynna þá ákvörðun
til ráðuneytisins svo unnt verði að
láta utankjörfundaratkvæða-
greiðslu hefjast með góðum fyr-
irvara. Tilkynna skal um nýjan
kjördag innan mánaðar frá því úr-
skurðurinn var kveðinn upp, eða
fyrir 30. ágúst. Lögum samkvæmt
skulu nýjar kosningar fara fram
innan hálfs árs frá þeim fyrri eða
fyrir 25. nóvember.
„Þetta er endanleg niðurstaða
ráðuneytisins. Þeir geta reynt að
fá úrskurðinum hnekkt með dómi,
en ég hef enga trú á því að það
gangi. Ekki á þeirri lögfræði sem
fram kemur í bréfi meirihluta bæj-
arráðs,“ segir Páll.
Tilkynna skal um nýjan kjördag í Borgarbyggð
fyrir 30. ágúst og kjósa fyrir 25. nóvember
Ekki tilefni til end-
urupptöku úrskurð-
ar ráðuneytisins
ÞESSI tæplega sjö
metra háa vél er á
leið til Hydro í Nor-
egi í nýja skautverk-
smiðju sem verið er
að reisa, en vélin
mun vera sú fyrsta
sinnar tegundar í
heiminum. Vélin,
sem réttir skauts-
gaffla í álverum, er
hönnuð af Altech og
framleidd hjá véla-
verkstæði Hjalta Ein-
arssonar í Hafn-
arfirði.
Að sögn Jóns
Hjaltalíns Magn-
ússonar, eiganda Al-
tech, hefur Hydro
þegar keypt nokkrar
svona vélar. Hann
segir að þessi vél sé
til að rétta skauts-
gaffla sem geta
bognað þegar skipt
er um skaut í kerum
álveranna. „Það hef-
ur verið gert með
ákveðnum vélum
hingað til, sem hafa
ekki unnið sem
skyldi. Þessi vél, sem við erum að
afhenda núna, er sú fyrsta sinnar
tegundar sem réttir gafflana alveg
eins og þeir eiga að vera,“ segir
Jón Hjaltalín.
Hann leggur áherslu á að þegar
sé búið að selja aðra eins vél til
Þýskalands og segir að Altech hafi
borist fjöldi fyrirspurna í þessa
nýju tækni. „Það má segja að þetta
séu endurbætur á þeirri tækni sem
hefur verið í álverum,“ bætir hann
við.
Hann telur að yfirleitt þurfi eina
eða tvær svona vélar í álver en
vélin kostar um 35 milljónir króna.
Hún er næstum sjö metrar og veg-
ur um tíu tonn. Jón Hjaltalín segir
að Altech hafi hannað og þróað
þrjátíu mismunandi vélar, en verið
er að setja þessar vélar upp í tutt-
ugu álverum um allan heim.
Morgunblaðið/Þorkell
Vélin vegur um tíu tonn og er tæplega sjö
metra há. Verðmætið er um 35 milljónir.
Ný íslensk tækni
í álver víða um heim