Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HEIMSÓKN
LETTLANDSFORSETA
Sterk pólitísk tengsl og tilfinninga-bönd hafa myndast milli Íslands ogLettlands frá því að Íslendingar
viðurkenndu sjálfstæði Eystrasaltsríkj-
anna fyrstir þjóða í ágúst árið 1991 og
eiga sér raunar miklu lengri sögu, því að
Íslendingar tóku mjög nærri sér örlög
Eystrasaltsríkjanna, þegar þau féllu und-
ir ok kommúnismans á sínum tíma. Op-
inber heimsókn Vaira Vike-Freiberga,
forseta Lettlands, veitir kærkomið tæki-
færi til að efla tengsl Íslands og Lettlands
enn frekar.
Þau umskipti, sem átt hafa sér stað í
Lettlandi frá því Lettar lýstu yfir sjálf-
stæði frá Sovétríkjunum, eru ótrúleg.
Á rúmum áratug hefur tekist að um-
bylta þjóðfélagi, er var hluti af hinu mið-
stýrða hagkerfi Sovétríkjanna, í frjálst
lýðræðisþjóðfélag er byggir á markaðs-
búskap og stefnir að því að ljúka viðræð-
um um aðild að jafnt Evrópusambandinu
sem Atlantshafsbandalaginu fyrir lok
þessa árs.
Árangur Eystrasaltsríkjanna verður
enn augljósari ef staðan þar er borin sam-
an við ástandið í öðrum fyrrum Sovétlýð-
veldum er öðluðust sjálfstæði, s.s. Úkr-
aínu og Hvíta-Rússlandi. Á sama tíma og
Eystrasaltsríkin sækja hratt á ríki Vest-
ur-Evrópu halda þau ríki áfram að drag-
ast aftur úr.
Þessi umskipti hafa vissulega ekki ver-
ið sársaukalaus. Efnahagur Lettlands
byggðist að mestu leyti á þungaiðnaði á
Sovéttímanum. Nú er hlutur iðnaðar í
þjóðarframleiðslu einungis fimmtungur.
Ástæða þessa er ekki síst sú að iðnaður-
inn tengdist hergagnaframleiðslu Sovét-
ríkjanna. Flest þurfti því að byggja upp
frá grunni og nú eru þjónustuviðskipti á
bak við um 70% þjóðarframleiðslunnar.
Með markvissri og agaðri hagstjórn
hefur Lettum tekist að nútímavæða efna-
hagskerfi sitt á örfáum árum. Það hefur
skilað árangri. Lettland er meðal þeirra
ríkja, sem áður tilheyrðu Sovétblokkinni,
sem laðað hafa til sín hvað mest af er-
lendri fjárfestingu.
Það er ánægjulegt að nokkur íslensk
fyrirtæki skuli vera í hópi þeirra fjöl-
mörgu erlendu fyrirtækja er haslað hafa
sér völl í lettnesku viðskiptalífi á undan-
förnum árum. Greinilegt er að þessi áhugi
er gagnkvæmur. Á fimmta tug lettneskra
kaupsýslumanna er í för með Lettlands-
forseta hingað til lands og munu þeir eiga
viðræður við íslensk fyrirtæki á meðan á
heimsókninni stendur. Vonandi mun það
verða til að auka enn á viðskipti ríkjanna.
Stórt skref verður stigið þegar Eystra-
saltsríkin fá aðild að ESB og NATO. Nú
þegar hafa þrjú fyrrum aðildarríki Var-
sjárbandalagsins, Tékkland, Ungverja-
land og Pólland, gengið í NATO. Eystra-
saltsríkin verða hins vegar fyrstu fyrrum
Sovétlýðveldin er fá fulla aðild að Atlants-
hafsbandalaginu.
Vaira Vike-Freiberga Lettlandsforseti
segir í viðtali, er birtist í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins, að NATO-aðild hafi
mikla sögulega þýðingu fyrir Letta. Með
aðildarsamningi verði loks búið að ógilda
formlega samning Ribbentrops og Mol-
otovs frá 1939 þar sem Evrópu var skipt
upp í áhrifasvæði Þjóðverja og Sovét-
manna. Með NATO-aðild verði Lettar
viðurkenndir sem „sjálfstæð þjóð er hef-
ur fullt og óskorað vald til að ganga í
bandalag með öðrum ríkjum“.
Ísland hefur ávallt stutt NATO-aðild
Eystrasaltsríkjanna og það er fagnaðar-
efni að brátt verða Lettar ekki einungis
vinaþjóð heldur líka bandalagsþjóð.
MARKAÐSSETNING SAMTÍMALISTA
Alþjóðavæðing á sviði samtímalista hef-ur ekki síður haft áhrif á Íslandi en í
öðrum löndum á undanförnum árum, en í
viðtali við Richard Vine, ritstjóra banda-
ríska listtímaritsins „Art in America“ sem
birtist í Lesbók sl. laugardag, segir hann
tungutak samtímalista alls staðar vera hið
sama og íslenska list hluta „af orðræðu
hins alþjóðlega listheims“. Þrátt fyrir það
telur Vine Ísland enn vera utan alfaraleið-
ar á þessu sviði og bendir á nauðsyn þess
að íslenskum listamönnum sé gert kleift
að taka þátt í því sem ber hæst á alþjóða-
vettvangi, ekki dugi „að framleiða bara
góða listamenn og bíða svo [...] eftir því að
umheimurinn taki eftir þeim“.
Eiginlegur listmarkaður er tæpast til
hér á landi og því eiga íslenskir myndlist-
armenn margir hverjir erfitt uppdráttar
jafnvel þó að verk þeirra standist vel sam-
anburð við það sem best er gert erlendis.
Það er tæpast tilviljun að þeir íslensku
listamenn sem vakið hafa mesta athygli
úti í hinum stóra heimi hafa flestir sinnt
starfi sínu utan landsteinanna, en sem
dæmi um þá má nefna Erró, Louisu
Matthíasdóttur, Nínu Tryggvadóttur,
Sigurð Guðmundsson, Hrein Friðfinns-
son, Steinu Vasulku og Ólaf Elíasson. Vine
heldur því fram að Ísland geti vel orðið
einn mikilvægra áfangastaða í hinum al-
þjóðlega listheimi og um leið öðlast hlut-
deild í þeim markaði, en til þess þarf þó
markvisst átak. „Ef íslensk list á að rata á
alþjóðamarkað, þarf að gera alþjóðlegum
sýningarstjórum kleift að koma hingað til
að skoða góð verk, hitta listamennina og
mynda nauðsynleg tengsl,“ segir hann.
Jafnframt bendir hann á að „í þeim
löndum þar sem listheimurinn hefur náð
að þróast [ … sé] óhugsandi annað en að
hafa starfandi samtímalistasafn – eða í
það minnsta samtímalistastofnun“.
Fram að þessu hefur Nýlistasafnið ver-
ið sá vísir að íslensku samtímalistasafni
sem mest hefur kveðið að hér á landi, en
markmið þess hefur m.a. verið að safna ís-
lenskri nútímalist sem komið hefur fram á
sjónarsviðið eftir 1960. Með auknu sam-
starfi við opinbera aðila mætti vel nýta
safneign þess sem grunn að alþjóðlegu
samtímalistasafni, þar sem sú einangrun
sem íslenskur listheimur takmarkast af
yrði rofin og íslensk myndlist nyti sín í
samhengi við umheiminn.
Eins og bent var á í ritstjórnargrein hér
4. október á síðasta ári sinna samtíma-
listastofnanir í nágrannalöndum okkar
veigamiklu upplýsinga- og kynningar-
starfi er miðast að því að koma listamönn-
um þeirra á framfæri erlendis. Í Dan-
mörku tekur t.d. danska samtímalista-
stofnunin þátt í öllum helstu tvíæringum
og stærri listviðburðum í heiminum, hefur
frumkvæði að sýningum og skipulögðum
vinnuferðum listamanna, sinnir upplýs-
inga- og útgáfustarfsemi, auk þess að vera
samstarfsaðili um alþjóðlegan gagna-
banka mikilvægra tengiliða. Hér gæti
stofnun af þessu tagi, jafnvel þó að hún
væri smá að vöxtum, án efa orðið öflugur
bakhjarl við markaðssetningu íslenskra
samtímalista á alþjóðavettvangi. Mynd-
list, rétt eins og tónlist, byggist á þeim
tjáningarmáta sem átakalaust hefur sig
yfir mæri ólíkra menningarheima. Lítill
en öflugur menningarheimur á borð við
þann sem hér er til staðar gæti því átt
mikilvægt sóknarfæri á heimsvísu ef vel
væri að markaðssetningu hans staðið.
FORSETI Lettlands, VairaVike-Freiberga, eigin-maður hennar, ImantsFreibergs, Aigras Kalvit-
is efnahagsmálaráðherra og fylgd-
arlið forsetans komu til Bessastaða
um tíuleytið í gærmorgun. Fánar
beggja þjóðanna bærðust varla í
logninu og öðru hverju skein sólin
glatt, lúðrasveit lék þjóðsöngvana.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, tók á móti gestunum og
kynnti þá fyrir ráðherrum. Forset-
arnir tveir ræddust við um hríð en
síðan hófst blaðamannafundur. Að
honum loknum bauð Ólafur Ragnar
forsetahjónunum til hádegisverðar
að Bessastöðum. Síðan hélt Lett-
landsforseti til fundar við Davíð
Oddsson forsætisráðherra en Im-
ants Freibergs skoðaði meðal ann-
ars húsakynni Íslenskrar Erfða-
greiningar.
Vike-Freiberga var meðal þátt-
takenda í hringborðsumræðum
með íslenskum stjórnmálamönnum
og fræðimönnum í Þjóðmenningar-
húsinu, heimsótti einnig Árnastofn-
un og í gærkvöldi bauð forseti Ís-
lands til viðhafnarkvöldverðar að
Bessastöðum til heiðurs gestunum.
Í fylgdarliði lettneska forsetans er
um 40 manna viðskiptasendinefnd
og hópur fréttamanna er auk þess
með í förinni.
Verslunarrráðið og fleiri aðilar
efna til fundar fyrir hádegi í dag
með fulltrúum í lettnesku atvinnu-
lífi og ávarpar Vike-Freiberga
fundinn en fer síðan til Þingvalla og
snæðir þar hádegisverð í boði Dav-
íðs Oddssonar og eiginkonu hans,
Ástríðar Thorarensen. Síðdegis
opnar Vike-Freiberga lettneska
listsýningu í Kringlunni í Reykja-
vík en býður síðan til kveðjuhófs í
Borgarleikhúsinu. Áætlað er að
gestirnar haldi á brott frá Keflavík-
urflugvelli um hálfsjöleytið í kvöld.
Á sameiginlegum blaðamanna-
fundi forsetanna á Bessastöðum í
gærmorgun kom meðal annars
fram í máli Vike-Freiberga að Lett-
ar bæru mikinn hlýhug í brjósti til
Íslendinga og tengdust þeim með
óvenjulegum hætti. Íslendingar
hefðu ótrauðir veitt þeim s
baráttunni gegn Sovét
fyrstir allra þjóða viðurke
stæðið 1991 og sá st
myndi aldrei gleymast. Ísl
hefðu ekki hikað, þeir hefð
ir stutt grundvallargildi
og frelsis meðan stærri þj
og veltu fyrir sér hvort sj
yrði varanlegt. „Íslending
á lofti grundvallaratriðinu
stæði Eystrasaltsríkjan
sýndu einnig hugrekki í u
um um stækkun NATO, vo
hinna fyrstu til að leggja ti
in þrjú yrðu með í næst
stækkunar. Einhver ve
Stuðningurinn v
stæðið gleymis
Tveggja daga opinber heimsókn Vairu
Vike-Freiberga, forseta Lettlands, hófst í
gær og ræddi hún meðal annars við
íslenska ráðamenn auk þess sem hún tók
þátt í hringborðsumræðum í Þjóðmenn-
ingarhúsinu um stöðu smáþjóða í
Atlantshafsbandalaginu.
Ólafur Ragnar Grímsso
forseti Lettlands,
ÞJÓÐIR hljóta að verja hagsmuni
sína með samstarfi við aðrar vegna
þess að nú geta atburðir á fjar-
lægum stöðum oft haft mikil og
óvænt áhrif á allt öðrum stað á
hnettinum, að sögn Vairu Vike-
Freiberga, forseta Lettlands. Hún
tók ásamt nokkrum íslenskum
fræði- og stj́órnmálamönnum þátt í
hringborðsumræðum um Atlants-
hafsbandalagið (NATO) og hlut-
verk smáþjóða í Þjóðmenning-
arhúsinu í gær.
Hún sagði að staða Letta og ann-
arra þjóða í Austur-Evrópu væri nú
gerbreytt, þeir hefðu öðlast til-
verurétt á ný og „Lettland hefur
birst aftur á landakortum margra
skólabarna í Evrópu“. Ein af afleið-
ingum sovétskeiðsins og komm-
únismans væri að Lettar skildu nú
betur en aðrir hvernig kjör kúg-
aðra þjóða væru í reynd og kynnu
því betur að meta gildi frelsis og
lýðræðis. Og Lettar hefðu dregið
sinn lærdóm af þessu. „Við Lettar
vitum að við getum ekki einir varið
okkur gagnvart þrýstingi og kúgun
af hálfu þeirra sem eru miklu
stærri og öflugri en við erum sjálf-
ir,“ sagði hún. Lettar legðu sig nú
fram við að fullnægja kröfum
NATO um nútímavæðingu hersins.
Þeir hygðust verja um 2% vergri
landsframleiðslu sinni til mála-
flokksins á næsta ári og legðu þeg-
ar fram friðargæsluliða í Georgíu,
Bosníu-Hersegóvínu og Kosovo.
Vike-Freiberga var spurð um
kostnaðinn sem Lettar þyrftu að
bera til að geta gengið í NATO og
jafnframt hvaða hlutverki frið-
arsamtök gegndu í landinu og
Austur-Evrópu, hvort þær væru
virkar. Forsetinn sagði að Lettar
hefðu fengið að heyra og sjá gegnd-
arlausan friðaráróður í hálfa öld á
Sovétskeiðinu. Nokkrar kynslóðir
kynntust friðarklúbbum og fundum
þeirra, kröfugöngum, spjöldum,
fánum og öllu tilheyrandi. Þrýst-
ingurinn á fólk að taka þátt í fund-
um hefði verið gríðarlegur og þeg-
ar Sovétríkin hrundu hefði
friðarhreyfingin verið búin á fá á
sig slæmt orð. Eins og fólk gæti vel
skilið væru Lettar sama sinnis og
aðrar stríðsþjáðar þjóðir, styrjöld
væri það sem þeir vildu síst af öllu.
„En friðarhreyfingin sem slík var
talin vera sovéskt framtak og
mörgum finnst hún því ósmekklegt
fyrirbæri núna.“
Auka hægt og bítandi
útgjöld til varnarmála
Hún sagði að Lettar hefðu ekki
haft úr miklu að spila þegar þeir
fóru að byggja upp eigin her og í
allmörg ár eftir sjálfstæðið hefðu
útgjöldin til varnarmála ve
lág. En eftir að ákvörðun h
ið tekin um miðjan níunda
inn að sækja um aðild að N
hefðu þau smám saman ver
in. Hún sagðist telja ólíkleg
breytingar yrðu á þessari s
þar sem fimm af sex flokku
þingi styddu meginatriði h
Spurt var hvort hugsanl
að Lettar færðust of mikið
með því að stefna samtímis
að NATO og Evrópusamba
Gætu þeir reynt finnsku le
gengið í ESB en beðið með
aðild? Og er líklegt að svo l
sem Lettar muni hafa raun
áhrif innan NATO?
Smáríki geta
haft áhrif
Forseti Lettlands, Vaira
Bessastaði í gær. Til
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Vaira Vike-Freiberga í hring-
borðsumræðum í Þjóðmenn-
ingarhúsinu í gær.