Morgunblaðið - 13.08.2002, Page 23

Morgunblaðið - 13.08.2002, Page 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 23 Stökktu til Costa del Sol 28. ágúst frá kr. 39.865 Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 28. ágúst í eina eða tvær vikur. Hér getur þú notið hins besta í sumarfríinu á þessum einstaka áfangastað. Þú bókar núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu sætin í ágúst Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 28. ágúst, vikuferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. Ekki innifalið: Forfallatrygging, fullorðnir kr. 1.800, börn kr. 900. Akstur til og frá flugvelli erlendis kr. 1.800. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð/stúdíó, 28. ágúst, vikuferð. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450. Ekki innifalið: Forfallatrygging, full- orðnir kr. 1.800, börn kr. 900. Akstur til og frá flugvelli erlendis kr. 1.800. Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is OSO hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila  30/50/100/120/200 eða 300 lítra  Blöndunar- og öryggisloki fylgir  20% orkusparnaður  Hagstætt verð ISO 90 02 Frábæ r endi ng! Alþjóðleg ferðaráðgjöf Ferðamálaskóli Íslands er fyrstur skóla hér á landi til að bjóða uppá alþjóðlegt nám frá IATA/UFTAA, sem eru al- þjóðleg samtök flugfélaga og ferðaskrifstofa, og útskrif- ar skólinn á hverju ári „ferðaráðgjafa“ til starfa á ferða- skrifstofum og við aðra ferðaþjónustu. Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veit- ir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 ÓPERAN Dido og Eneas, eftir Purcell, hefur algjöra sérstöðu í sögu óperuflutnings hjá Englendingum. Sú mikla menningarhefð í gerð leik- verka, sem eru líklega einhverjar völdugustu bókmenntir veraldar, hafa án efa haft þau áhrif, að Eng- lendingum hefur þótt lítið til koma það leikræna léttmeti um gríska guði og gervikónga, sem ítalskar óperur voru að mestu byggðar á. Söngleikir, sem gengu undir nafn- inu „mask“-leikir, voru hins vegar vinsælir í Englandi en þar var stillt saman söngvum og dönsum, ofnum utan um ævintýri og þjóðsagnaefni, þar sem jafnvel var fengist við efni eins og ferðalag til tunglsins (Ben Jonson). Óperan Dido og Eneas ber nokkur merki „mask“-leiksins, því mikil áhersla er lögð á dans og kór- söng og persónurnar eru frekar táknrænar kyrrðarmyndir og í raun eru það aðeins Dido og þerna henn- ar, Belinda, sem kalla mætti hlut- verk í söng og leik. Óperan er samin fyrir heimavistarskóla fyrir „Young Gentlewomen“, sem rekinn var af Josias Priest, en hann var „dancing master“ og samkvæmt „mask“-hefð- inni getur því að sjá hirðdans, nor- nadans og leikræn sjóarasöngatriði. Þrátt fyrir að sönglega sé óperan einföld, þó á nokkrum stöðum sé þörf á staðgóðri söngkunnáttu og hljóm- sveitarundirleikurinn sé augljóslega hugsaður fyrir nemendur, er þetta fallegt verk og tvær aríur Didoar töluverð söngverk og sú seinni, When I am laid in earth, eitt af mestu listaverkum söngsögunnar. Það sem í heild einkennir upp- færslu Sumaróperu Reykjavíkur á óperunni Dido og Eneasi eftir Purc- ell sl. laugardagskvöld í Borgarleik- húsinu er léttleiki og æskugleði, eins og t.d. í kóratriðunum, sem voru gamansöm og skemmtilega útfærð, þó að í „táfýluatriðinu“ væri skotið svolítið hátt yfir markið. Kórarnir í heild voru vel sungnir og sérstaka athygli vakti góður söngur Hafsteins Þórólfssonar í hlutverki sjómanns. Dido var góð, bæði í söng og leik- rænni túlkun, í meðförum Ingveldar Ýrar Jónsdóttur og voru báðar aríur Didoar vel sungnar þótt arían When I am laid væri helst til hægt sungin. Valgerður Guðrún Guðnadóttir var ágæt í hlutverki þernunnar Belindu. Ásgerður Júníusdóttir fór vel með seiðkonuna og í raun var söngur hennar eitt besta atriði óperunnar, sérstaklega samsöngur Ásgerðar með kórnum og í nornadúettinum, sem sunginn var af Dóru Steinunni Ármannsdóttur og Bentínu Sigrúnu Tryggvadóttur. Smiður Sumaróperu Reykjavíkur er Hrólfur Sæmundsson og er þetta framtak hans lofsvert og þegar til heildarinnar er litið mjög vel heppn- að. Stjórnandinn Edward Jones stjórnaði frá sembalnum af öryggi og leikur strengjanna, þótt daufur væri og „non vibrato“, féll mjög vel saman við ráðandi sönginn. Það má deila um það hvort „non vibrato“ leikurinn hafi átt samleið með söngn- um og uppfærslunni í heild, sem var alls ekki samkvæmt hugsanlegri frumgerðinni, heldur frjálsleg, þar sem jafnvel var gert á köflum góðlát- legt grín að tilstandinu. Aðrir þeir sem áttu aðild að þessari unglista- manna sýningu voru leikstjóri (Magnús Geir Þórðarson), höfundar að dansi (Sveinbjörg Þórhallsdóttir), leikmynd (Snorri Freyr Hilmarsson) og búningum (Snorri Freyr Hilm- arsson og María Ólafsdóttir) og ljós- um (Þórður Orri Pétursson); þau áttu öll drjúgan þátt í þessari glað- væru og söngvænu sýningu. Það sem aftur á móti var alvarlegt við þessa sýningu, var rykmökkur- inn, sem grúfði yfir salnum, svo að sviðsljósin voru eins og sólstafir á að líta. Slík rykmengun er ekki aðeins gríðarlega óholl og hættuleg fyrir söngvara, heldur einnig gesti, að ekki sé talað um þá sem þjást af ryk- ofnæmi. Þessi skúra- og sætaupp- hróflunartíska, sem einkennir „sal- inn“ er sérkennileg að ekki sé talað um, að bæði sé óþægt til umgangs og setu fyrir áheyrendur. Þá mættu heilbrigðisyfirvöld athuga hvort þarna sé ekki fundin ódýr leið gegn mengun, að gera áheyrendum skylt að rykræsta salinn í gegnum lungun á sér. Að slepptum þessum háðsglós- um til stjórnar Borgarleikhússins, þá er þessi salur, svona rykmettaður og óhreinn, heilsuspillandi og óhæf- ur til sýninga, bæði fyrir sýnendur og áheyrendur. Glaðleg og söngvæn sýning TÓNLIST Sumarópera Reykjavíkur Borgarleikhúsinu Flytjendur voru ungir söngvarar og tónlistarfólk undir stjórn Edward Jones. Laugardagurinn 10. ágúst. ÓPERAN DIDO OG ENEAS Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Jim Smart „Kórarnir í heild voru vel sungnir,“ segir m.a. í umsögninni. SUMARTÓNLEIKAR í safni Sig- urjóns Ólafssonar eru nú haldnir í 13. sinn. Á tónleikunum er lögð áhersla á samspil myndlistar og tón- listar, enda ramma listaverk Sigur- jóns tónleikana inn. Á morgun, 13. ágúst, mun tvíeyk- ið Legenda Aurea, Gunnhildur Ein- arsdóttir hörpuleikari og Paul Leenhouts blokkflautuleikari leika verk frá endurreisnar- og snemm- barokktímanum á upprunaleg hljóð- færi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Sumartónleikarnir í ár hófust með kammertónleikum, og mun þeim einnig ljúka með slíkum, þar sem Tríó Nordica leikur 3. september. Tónleikar í listrænni umgjörð Að sögn Birgittu Spur safnstjóra er ánægjulegt hve margir gestir hafa sótt tónleikana. „Í upphafi ef- uðust margir um að nokkur myndi mæta á tónleika í Reykjavík að sum- arlagi,“ útskrýrir Birgitta, „en við höfum átt því láni að fagna að fá fjölda gesta á tónleikana, sem er mjög ánægjulegt.“ Sumartónleikarnir eru haldnir í aðalsal safnsins, en þar er einnig sumarsýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar, Hin hreinu form, en hún spannar 45 ára sköpunartímabil listamannsins og sýnir á fjölbreytt- an hátt snilli hans og listfengi. „Tón- leikagestir ganga inn í listasafnið og hlýða á tónlistina í listrænni um- gjörð,“ segir Birgitta. „Listaverkin hafa áhrif á stemmninguna og gefa stundinni aukið gildi.“ Salurinn í Sigurjónssafni hentar að sögn Birgittu mjög vel fyrir söng- raddir og fínleg hljóðfæri líkt og hörpuna. „Dagana 20. og 27. ágúst eru söngtónleikar, annars vegar Xu Wen sópransöngkona við píanóund- irleik Önnu Rúnar Atladóttur, og hins vegar Hrólfur Sæmundsson baritón með Steinunni Birnu Ragn- arsdóttur á píanó.“ Sumartón- leikar í Sig- urjónssafni Gunnhildur Einarsdóttir og Paul Leenhouts. EINLEIKURINN Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur fer á fjal- irnar á ný í Hafn- arfjarðarleikhúsinu eftir sumarfrí og verð- ur fyrsta sýningin á fimmtudag. Sellófon er frumraun Bjarkar Jak- obsdóttur sem hand- ritshöfundar en hún er ein af leikurum og stofnendum Hafn- arfjarðarleikhússins. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Einleikurinn var frum- sýndur 30. apríl sl. og voru á tveggja mánaða tímabili sýndar yf- ir 30 sýningar. Nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga á að setja upp Sellófon í Evrópu og eru samningar þess efnis nú á loka- stigi. Sellófon á fjalirnar á ný Björk Jakobsdóttir í Sellófon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.