Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Fulltrúi á lögmannsstofu Óskað er eftir lögfræðingi í hlutastarf við inn- heimtur og almenn lögmannsstörf á lögmanns- stofu í miðbæ Reykjavíkur. Umsóknir um starfið sendist til auglýsinga- deildar Mbl., merktar: „L — 12609“, eða í box@mbl.is, fyrir 20. ágúst.    óskar eftir að ráða aðstoðarmann/ritara í menningardeild sendiráðsins. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem allra fyrst. Sendiráðið óskar einnig eftir að ráða aðstoðarmann/ritara sendiráðsins. Um er að ræða tímabundna afleysingu í 7—8 mánuði. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf í nóvember 2002. Hæfniskröfur: Mjög góð frönsku- og íslenskukunnátta, góð enskukunnátta, almenn tölvukunnátta og hæfni til sjálfstæðra og skipulegra vinnu- bragða. Háskólamenntun er nauðsynleg. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda inn skriflega umsókn og æviágrip á frönsku til Sendiráðs Frakklands, pósthólf 1750, 121 Reykjavík, fyrir 23. ágúst næst- komandi. Fulltrúi á skrifstofu Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða fulltrúa í fullt starf á skrifstofu skólans. Um er að ræða afleysingu í eitt ár vegna fæð- ingarorlofs. Starfið felur í sér símsvörun og almenn skrif- stofustörf, s.s. afgreiðslu, ritvinnslu, mótttöku, miðlun upplýsinga til starfsmanna og nemenda auk sérverkefna. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun í skrifstofu- og/eða viðskiptagrein- um. Ráðið er í starfið frá 1. september nk. og fara launakjör eftir samningi Starfsmannafélags ríkisins og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Ekki þarf að sækja um á sér- stöku umsóknaeyðublaði, en í umsókn þarf að greina frá menntun og starfsreynslu. Um- sókn skal senda til skólameistara. Frekari upplýsingar um starfið veita skóla- meistari, Margrét Friðriksdóttir, og skrifstofu- stjóri, Sigríður Jóhannsdóttir, í síma 594 4000. Skólameistari. Vilt þú stýra eldhúsi Hólaskóla? Þar ræðst að miklu leyti hvernig nemendum, starfsfólki, ferðafólki og öðrum gestum á Hól- um í Hjaltadal líkar dvölin. Markmið skólans er að eldhúsið sé þekkt fyrir góðan sveitamat, hagkvæman rekstur og góða þjónustu. Verksvið matráðskonu/manns er ábyrgð og verkstjórn í eldhúsinu, matreiðsla og þróun matseðils og matreiðslu auk þátttöku í starf- semi Ferðamálabrautar Hólaskóla. Við leitum að einstaklingi með menntun og reynslu á sviði matreiðslu, frumkvæði og hæfni í skipulagningu, stjórnun og mannlegum sam- skiptum. Síðast en ekki síst þarf viðkomandi að elda góðan mat og hafa áhuga á að reka starfsemina í anda sjálfbærrar þróunar. Um er að ræða fullt starf, umsóknarfrestur til 1. september nk. og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Skúli Skúlason, skóla- meistari, og Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri Ferðamálabrautar, í síma 455 6300.                                   ! "     #$   %&!  &! '  ! (  ) (  *        Starfssvið: Viðkomandi mun veita lögfræðiaðstoð á ofan- greindum sviðum fyrir starfsmenn EFTA skrif- stofunnar og sendinefndir frá öðrum ríkjum (fundir Undirnefnda II, III og IV og ýmissa sér- fræðinefnda), og aðstoða Undirnefnd V varð- andi lögfræði- og stofnanatengd álitamál á þessum sviðum eftir þörfum. Viðkomandi mun vinna í nánu samstarfi við lögfræðing skrifstof- unnar sem sér um samræmingu mála og við þjónustustarfsemi Evrópubandalagsins. Hæfniskröfur: Umsækjandi skal hafa lokið háskólanámi í lögum, hafa góða greiningarhæfileika og getu til að setja upp lögræðilega texta og álit skýrt og hratt á ensku. Þar að auki er nauðsynleg þekking á EES-samningnum og tengdum lagasetningum Evrópubandalagsins, og á samþykktum Eftirlitsstofnunar EFTA, EFTA dómsins og Fastanefndarinnar, auk einhverr- ar reynslu af starfsemi EES. Krafist er óaðfinn- anlegrar enskukunnáttu í ræðu og riti og kunnátta í frönsku eða öðrum málum sem notuð eru innan EFTA og Evrópusambands- ins, er æskileg. Þeim sem áhuga hafa er bent á vefsetur EFTA www.efta.int þar sem allar nánari upplýsingar er að finna um starfið og umsóknareyðublað EFTA sem nota skal. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2002. Gröfumaður óskast Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. óskar eftir að ráða gröfumann vanan Case traktors- gröfu. Einungis maður með réttindi kemur til greina. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 693 7310 eða Konráð í síma 693 7303. Er ekki kominn tími til að breyta til? Flytja út á land, minnka stressið og njóta um leið friðsældar og fagurrar náttúru. Þó aðeins í tveggja klst. fjarlægð frá höfuðborginni. Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa við Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga frá 1. sept. nk. eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 80—100 % starf bæði á sjúkra- og heilsugæslusviði. Ljósmóður- menntun eða reynsla af störfum við heilsu- gæslu æskileg. Hafið samband og kynnið ykkur kjör og staðhætti. Nánari upplýsingar veita Fríða Pálmadóttir, hjúkrunarforstjóri, símar 451 2345 og 451 2329 netfang: frida@hghvammst.is og Guðmundur H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri, sími 893 4378, netfang: gudmunur@hghvammst.is . Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.