Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 33 störfum og útgáfumálum. Hann fór snemma að semja, einkum smásögur og leikþætti, og sumt af því flutti hann í útvarp, m.a. í barnatímum, sem hann hafði umsjón með um skeið. Hann samdi og gaf út nokkrar barna- og unglingabækur. Það kom ekki á óvart, að Einar Logi tæki þátt í fé- lagsmálum, bæði meðal tónlistar- manna og rithöfunda, sem og fé- lagsstarfi á landsbyggðinni, jafn drífandi og áhugasamur um hugðar- efni sín og hann hafði verið forðum daga. Um þennan góða dreng og hæfi- leikaríka listamann má viðhafa orð- takið „sitt er hvort gæfa og gjörvi- leikur“, því að þess er ekki að dyljast, að honum varð allhrasgjarnt á veg- ferðum með Bakkusi, sem getur verið harður húsbóndi, ef ekki er gát höfð á, eins og kunnugt er. Sú staðreynd leiddi af sér, að fornvinir sáust ekki að ráði svo árum skipti. Það var mér gleðiefni á liðnu vori að gefast tæki- færi til að spjalla við hann um gamla og góða daga, þá við vorum ungir, með svipaða reynslu úr sameiginleg- um ranni ömmu og afa. Vorið 1947 giftist Ásgerður, móðir Einars Loga, Matthíasi Matthíassyni, umboðsmanni hjá Sjóvá, og þau stofn- uðu til heimilis í húseign afa míns og ömmu á Laufásvegi 25. Þá eignaðist Einar Logi traustan stjúpföður, og jafnframt tvo fóstbræður, syni Matth- íasar af fyrra hjónabandi, Matthías yngri og Einar, og ári síðar bættist sonurinn Haukur í hópinn. Þessari ágætu fjölskyldu tengdist ég vináttu- böndum á unglingsárum og lengi síð- an. Ekki sízt minnist ég þá veru minn- ar á Arnarfelli í Þingvallasveit, þar sem fjölskyldan dvaldist að sumarlagi allt þar til húsbóndinn féll frá árið 1969. Þegar ég læt hugann reika til þeirra daga eru mér æ í minni þeir góðu bræður og fóstbræður, önnum kafnir við sveitastörfin, hesta- mennsku og silungsveiðar. Þar er ein- lægt sú mynd í huganum af Einari Loga, svipfríðum og atorkusömum efnispilti, sem bar með sér rík fyr- irheit, og áttu mörg eftir að rætast, en önnur ekki, því að „hver er sinnar gæfu smiður“. Ég sendi dætrum Einars Loga og öðrum vandamönnum innilegar sam- úðarkveðjur á útfarardegi hans. Einar Laxness.  Fleiri minningargreinar um Einar Loga Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Inga Þóra Lár-usdóttir fæddist á Uppsölum í Mið- firði í Vestur-Húna- vatnssýslu 31. júlí 1949. Hún lést á heimili sínu 1. ágúst síðastliðinn. Foreld- ar hennar voru Sig- ríður Jónsdóttir, f. 10.1. 1914, d. 12.4. 1999, og Lárus Jak- obsson, f. 12.10. 1892, d. 26.2. 1967. Inga var yngst af fimm systkinum. Hin eru Erla, f. 28.12. 1934, lést af slysförum 10.12. 1983, Lilja, f. 26.4. 1937, búsett í Húnaþingi Vestra, Hannes, f. 11.4. 1940, búsettur í Húnaþingi Vestra, og Birna, f. 2.7. 1947, bú- sett í Mosfellsbæ. Inga giftist hinn 21. mars 1970 Birni Kristni Björnssyni, f. í Reykjavík 30.10. 1950. Börn þeirra eru: 1) Lárus Steindór, slökkviliðs- og sjúkra- flutningsmaður, f. 24.11. 1969, búsettur í Hafnar- firði. 2) Kristín Rós verslunarmaður, f. 12.6. 1971, gift Andrési Hauki Hreinssyni húsa- smið, f. 14.10. 1969, þau eru búsett í Bessastaðahreppi. Eiga þau tvíburana Björn Kristin og Ingibjörgu, f. 4.6. 1998. 3) Sólrún Dröfn nemi, f. 31.8. 1982, í foreldrahús- um. Inga vann við verslunar- og skrifstofustörf alla tíð. Rak m.a., ásamt eiginmanni sínum, verslunina Hringval árin 1982–1984 og verslunina Músík og sport frá árinu 1994. Inga og Björn bjuggu öll sín hjúskaparár í Hafnarfirði Útför Ingu verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kæra mamma, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Það er sárt að sjá á eftir þér svona ungri, en þér var greinilega ætlað annað hlutverk á öðrum stað, þess vegna ferð þú frá okkur svona snemma. Við erum búin að eiga næstum 33 ár saman sem hafa gefið mér mikið. Þú varst alltaf tilbúin að aðstoða mig við hvað eina sem var að hjá mér. Það var rosalega gott að tala við þig, þú hafðir svör við flestu eða við ræddum málin þangað til ég fann sjálfur það sem mér fannst rétt. Þú ert nú sú manneskja sem hefur verið hvað þolinmóðust gagnvart mér, all- ar ritgerðirnar sem þú ert búin að lesa yfir fyrir mig, það er búið að hjálpa mér mikið en þannig varst þú bara alltaf boðin og búin til að hjálpa, ekki bara mér heldur öllum sem á þurftu að halda. Ekki má gleyma því að þú og pabbi ferðuðust mikið og alltaf vorum við systkinin með í för, yfirleitt var sungið í þessum ferða- lögum. Þú varst á kortinu og pabbi keyrði, þetta voru miklar fróðleiks- ferðir sem ég bý ennþá að því að þegar ég ferðast þá man ég eftir því sem þú sagðir okkur. Ég kveð þig með miklum söknuði og tárum, en ég veit að þú ert komin til foreldra þinna og unir hag þínum vel í góðum félagsskap. Ég bið að heilsa þeim. Við eigum vonandi eftir að hittast aftur síðar og ég veit að þá verða fagnaðarfundir hjá okkur og við tökum upp þráðinn þar sem frá var horfið, það að lifa lífinu og hlæja og hafa gaman saman. Bless mamma og hafðu það gott. Þinn sonur Lárus. Elsku mamma. Nú sit ég hér og hugsa um þig og mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Mér verður fyrst og fremst hugsað til allra góðu stundanna með ykkur pabba. Alls sem við gerðum saman og alls sem þið kennduð okkur. Það er svo margt sem kemur upp í hug- ann, öll ferðalögin, ferðirnar norður og auðvitað söngurinn sem ómaði í bílnum þegar keyrt var út fyrir Stór- Hafnarfjarðarsvæðið. Allir rúntarn- ir í vesturbæinn sem við litum á sem tækifæri til að gera grín að pabba. Svo var stoppað í Dairy Queen á Hjarðarhaganum eða á Bæjarins bestu. Eða þegar Lalli fór í skíða- ferðalag án þess að taka aðrar buxur en skíðabuxurnar sem hann fór í. Þú settist upp í bílinn með mig og Sollu systur sem þá var pínkulítil og keyrðir í brjáluðu veðri austur að Hengilssvæði til koma öðrum buxum til hans og alla leiðina sungum við af hræðslu og reyndum að hafa gaman af, og auðvitað tókst það. Svo eru þær stundir sem við átt- um saman í eldhúsinu á Blómvang- inum að kjafta, hlusta á Bibbu í út- varpinu, grenjandi af hlátri og talandi um alla metrana af bókunum í réttum lit sem við ætluðum að kaupa til að skreyta hillur alveg eins og hún. Svo kom að því að okkar eig- in Bibba fór að tala, hún Solla okkar sem fékk sér ekki kríu heldur dúfu. Það er svo dýrmætt, elsku mamma, að hugsa til þess að við eig- um bara góðar minningar til að ylja okkur við. Stuðningurinn frá ykkur pabba þegar okkur krökkunum datt í hug að gera eitthvað. Hvað þið tók- uð honum Andrési mínum vel þegar við kynntumst og hvað þið gátuð allt- af náð vel saman. Þú fékkst hann til að borða alls konar mat sem hann hafði aldrei bragðað áður og á það sérstaklega við um sósur. Alltaf haf- ið þið stutt við bakið á okkur. Við er- um svo rík, elsku mamma, að hafa átt þig og fyrir það er ég svo þakklát. Einnig fyrir stundir eins og þegar við tilkynntum ykkur að ég væri ófrísk, og gengi með tvö börn. Að sjá hvernig þið ljómuðuð og biðuð spennt. Þegar þið pabbi komuð upp á spítala að kíkja á barnabörnin og tárin hjá þér þegar þú hélst á litlu gullmolunum í fyrsta skipti, taldir fingur og tær og aðgættir að allt væri í lagi. Já, elsku mamma, hvernig er hægt annað en að vera sátt þegar þú hefur alið okkur upp eins og þú gerð- ir og eftir allt sem þú kenndir okkur og alla ástina sem þú gafst okkur? Nú fyrir nokkrum vikum sagðirðu við mig að þú hefðir lifað 53 yndisleg ár og verið hamingjusöm alla daga. Það er okkur öllum mikils virði að vita að við gerðum þig hamingju- sama. Þú ert horfin elsku móðir mín mildur Drottinn tók þig heim til sín. Eftir langan og strangan ævidag ljóma sló á fagurt sólarlag. Mínar leiðir lágu burt frá þér. Ljúfar kærleiksbænir fylgdu mér. Í veganesti fékk ég frá þér kjark sem fylgt mér hefur gegnum lífsins hark. Ég þakka af hjarta elsku móðir mín. Hve mild og hlý var alltaf höndin þín. Langt er síðan leiddir þú við hlið litla stúlku út í sólskinið. (K.J.) Ég elska þig og mun alltaf geyma þig í minningum mínum. Takk fyrir allt, elsku mamma. Þín Kristín Rós. Elsku mamma mín, nú er víst komið að ákveðnum tímamótum hjá okkur. Tímamótum sem mér finnst ótímabær en svona er nú lífið fljótt að breytast. Mér finnst ekki vera langt síðan ég var lítil stelpa og leit af þér eitt augnablik í Kaupfélaginu og hélt að nú væri ég týnd og tröllum gefin, auðvitað fannstu mig alltaf aft- ur og þá sagðirðu við mig að þú myndir aldrei fara frá mér. Sem er alveg satt, því ég veit að þú ert hér hjá mér. Þegar ég hugsa til baka og fer yfir öll þau ár sem við áttum saman brosi ég. Minningarnar eru svo margar. Þau eru ófá ferðalögin sem við höfum farið í, bæði hér heima í bleika tjaldinu okkar og erlendis, keppnisferðir til Englands og heim- sóknir í sveitina. Það er svo ótal margt sem við höfum gert saman. Við vorum duglegar að spila og vor- um góðar vinkonur og gátum ávallt spjallað um allt milli himins og jarð- ar. Það var svo gaman þegar okkur datt í hug að draga fram söngbæk- urnar, við sátum yfirleitt í eldhúsinu og sungum. Þetta var oft á meðan pabbi var á kóræfingu. Þú kunnir öll lögin í bókinni. Ég lærði marga málshætti af þér en það er einn sem þú vilt ekki kannast við, það er þessi með Lísurnar! Manstu hvað okkur þótti það fyndið? Svo kunnir þú fjöldann allan af sögum. Mér þótti líka þegar ég var lítil afskaplega gott að skríða uppí til ykkar pabba, þar fékk maður alltaf hlýjar móttökur. Það er fátt sem þú gast ekki lækn- að, mamma. Sama hvað vandamálið var, alltaf komstu með réttu svörin. Hvort sem það var sár sem þurfti að kyssa á, hjarta sem sem var brotið eða ritgerð sem þurfti að lesa yfir. Þú gast kippt öllu í lag. Ég veit það núna að lífið er ekki dans á rósum. Nú get ég ekki lengur hringt í þig og sagt þér hvað mér liggur á hjarta, grátið hjá þér, sungið með þér, heyrt þig kalla mig ástarengil eða spurt þig hálffimmspurningarinnar. Mamma, mér þykir þú vera best og ég er heppin að hafa átt þig, en eins og þú sagðir „hverjum þykir sinn fugl fagur“. Þrátt fyrir veikindin þín varstu alltaf jákvæð og huggaðir mig og bentir á að það væri betra að eiga góða stutta ævi heldur en langa erf- iða ævi. Elsku mamma, ég veit að nú líður þér vel og ég bið góðan guð að geyma þig þangað til ég hitti þig aft- ur. Mamma, þú stóðst þig eins og hetja allan tímann sem þú varst veik, ég er mjög stolt af þér og að vera dóttir þín, minningar okkar geymi ég ávallt í hjarta mínu og hugsa stöð- ugt til þín. Góða nótt, elsku mamma, guð geymi þig, þú veist hvað ég meina. Ég elska þig, mamma, og sakna þín mikið. Þín Sólrún Dröfn. Í dag verður þú til moldar borin, elsku Inga, eftir erfið veikindi, sem þú gekkst í gegnum af einstöku æðruleysi. Aldrei kvartaðir þú, held- ur tókst því sem að höndum bar. Vinátta okkar hefur staðið í hart- nær 40 ár og ótal margar minningar hrannast upp í huga okkar þegar við lítum til baka. Við kynntumst í 1. bekk gagnfræðaskóla, þá 13 ára gamlar, og höfum haldið vinskap óslitið síðan, gengið saman í gegnum lífið á gleði- og sorgarstundum hver með annarri. Gleðistundirnar hafa þá verið fleiri og margar stundirnar sem við getum aldrei gleymt frá ung- lingsárum okkar, þegar við ólgandi af gleði og kæti sátum og möluðum um allt og ekkert, hlógum og skemmtum okkur á skautum, í sundi, óteljandi bíóferðum að ógleymdum ferðum þegar við fórum á haustin í réttir norður í heimahaga þína, þar sem tekið var á móti okkur af einstakri gestrisni systur þinnar og mágs. Eins voru foreldrar þínir alltaf boðin og búin að taka á móti okkur daglega er við komum úr skól- anum, tóku okkur eins og eigin börn- um. Sorgarstundirnar komu hjá okkur líka, en allar misstum við feður okk- ar með stuttu millibili. Samgangur var svo náinn á milli okkar að í reynd finnst okkur við hafa verið nær því að vera systur en vinkonur. Við tók- um líka virkan þátt í að ala hver aðra upp, vinur segir til vamms, vorum við vanar að segja og allt látið flakka með dálitlum fordómum um lífið og tilveruna. Ef ein okkar fór eitthvert án hinna var viðkomandi gert að gefa skýrslu um ferðir sínar til hinna tveggja. Þetta voru óskráð lög sem við gengumst undir af mikilli tryggð. Þetta var eina óbrjótanlega reglan í „Þriggja blaða smáranum“ eins og við kölluðum okkur. Þú varst fyrst til að festa ráð þitt og sennilega höfum við tvær verið leiðar að missa af þér í hendurnar á Bubba, en það varð ekkert við þetta ráðið, ástin var komin í spilið. Við sættum okkur við þetta fljótt, þar sem um einstaklega góðan dreng var að ræða, og hefur Bubbi verið alveg sérstaklega sterkur og staðið eins og klettur þér við hlið í veikindum þín- um. Börnin ykkar þrjú og tengda- sonur hafa líka staðið þétt við hlið ykkar í þessum miklu erfiðleikum. Oft höfum við rætt það hve auðna okkar vinkvennanna hefur verið mikil og lík, allar vel giftar og mök- um okkar komið einstaklega vel saman. Við ferðuðumst þónokkuð saman á yngri árum og var þá mikið sungið og trallað. Þú hafðir gaman af söng og varst félagi í kvennakór Hafnar- fjarðar síðustu árin og vitum við að þú hafðir mikla ánægju af þeim fé- lagsskap. Við fórum saman til Barce- lona fyrir tveimur árum, þá loksins allar þrjár saman ásamt mökum en það hafði verið talað lengi um það að gera okkur ærlegan dagamun þegar við yrðum fimmtugar. Síðastliðið sumar fórum við svo okkar síðustu ferð saman í Núpsstaðarskóg, þar sem þú varst hress og kát og barst engin merki veikinda. Það er af svo mörgu að taka þegar litið er til baka, en nú viljum við kveðja og erum þakklátar fyrir að hafa fengið að faðma þig og knúsa kvöldið áður en þá kvaddir þennan heim. Nú eru aðeins tvö blöð eftir á smáranum, en það þriðja lifir í minn- ingu góðrar vinkonu. Missir okkar er mikill en þó mestur hjá eftirlifandi maka, börnum, tengdasyni og barna- börnum, sem við og fjölskyldur okk- ar vottum okkar dýpstu samúð. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Inga, hafðu þökk fyrir allt. Kalla og Gréta. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Inga, í dag berum við þér okkar hinstu kveðju og viljum við þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Sá tími er okkur svo dýrmætur. Eftir að þú greindist með þennan illvíga sjúkdóm settir þú þér nokkur takmörk. Eitt af því var að sjá Sólrúnu útskrifast sem stúdent. Og hvað þú varst ánægð þegar sá dagur var að kvöldi kominn. Við minnumst líka sólríks sunnudags í sumar er þú sýndir okkur garðinn ykkar sem þú varst svo dugleg að rækta og hvað þú varst glöð yfir rauðu blómunum. Elsku Inga, það var sárt að sjá þig loka augunum í hinsta sinn, en þá vissum við að þján- ingum þínum var lokið, við hefðum viljað hafa þig hjá okkur svo mikið lengur. Elsku Inga mín, því loforði sem ég gaf þér í vor mun ég ekki gleyma. En það er margs að minnast frá liðnum áratugum og munum við ylja okkur við þessar hugljúfu minningar þegar fram líða stundir. Við kveðjum þig með sorg í hjarta og biðjum al- góðan Guð að geyma þig um alla ei- lífð. Elsku Bubbi, Lárus, Solla, Stína, Andres, Björn Kristinn og Ingi- björg, hver minning um yndislega eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu er dýrmæt perla. Megi Guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Jórunn og Daniel. INGA ÞÓRA LÁRUSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Ingu Þóru Lárusdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. list. Til marks um það má segja að á tímabili var hún í þrem kórum. Kór Óháða safnaðarins, Kvennakór Reykjavíkur og Landsbankakórnum, en þar kynntumst við best og áttum saman margar ógleymanlegar ánægjustundir með kórfélögum okk- ar og stjórnendum kórsins. Margrét hafði einstaklega fallega söngrödd og er það trú mín að hún eigi eftir að hljóma á æðri stöðum. Eftirlifandi fjölskyldu og ástvinum votta ég sam- úð mína. Jóhanna Gunnarsdóttir. Elsku amma mín. Það var svo sárt að horfa á þig kveljast. Ég vil að þú vitir, að þú ert hetjan mín. Þú varst svo ótrúlega sterk í þessari baráttu þinni og svo hörð við sjálfa þig. Ég er stolt af því að geta sagt að þú varst og verður alltaf amma mín. Þú sagðir alltaf: „Þetta lagast, er það ekki?“ Og að lokum lagaðist allt. Þú fékkst hvíldina þína. Ég á margar góðar minningar um þig. Þegar ég kom í heimsókn átti ég alla athygli þína. Þú fórst með mig í sund, í Perluna að kaupa ís, í heim- sókn til Ragga frænda og svo auðvit- að punkturinn yfir iið; þú varalitaðir mig og leyfðir mér að leika með klemmulokkana og stóru hálsfestarn- ar þínar. Elsku amma, þín verður sárt sakn- að. Guð blessi þig og varðveiti. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Í Jesú heilaga nafni, amen. Þín sonardóttir, Jóna Björk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.