Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 13
„ÞAÐ hefði verið gaman að fá svona
stórlax inn í pakkann hjá okkur, en
því miður slapp hann um það leyti
sem menn töldu að hann væri að gef-
ast upp. Það var spænskur veiðimað-
ur sem setti í laxinn á veiðistaðnum
Kúlu, hann var með netta stöng með
línu númer fjögur, átta punda taum
og smáa flugu. Hann þurfti því að
taka varlega á fisknum. Menn voru
búnir að margsjá fiskinn vel og leið-
sögumennirnir töldu af og frá að
hann væri undir 22 pundum og jafn-
vel allt að 25 pundum,“ sagði Einar
Sigfússon, annar eigenda Haffjarð-
arár í samtali við Morgunblaðið í
gærdag.
Eins og lygasaga í Norðurá
Stórlaxinn hefði sannarlega
kryddað gott sumar í Haffjarðará,
en þar eru nú komnir yfir 700 laxar á
land. Að sögn Einars er enn rífandi
góður gangur í veiðinni, vatn er að
vísu nokkuð minnkandi en kemur
ekki að sök enn sem komið er. Lax
er enn að ganga.
Hollið sem lauk veiðum í Norðurá
á hádegi sunnudags veiddi 100 laxa
og á sama tíma veiddust 17 laxar á
svæðinu Norðurá 2. Hundrað laxa
holl í Norðurá í ágústmánuði er lík-
ast lygasögu.
Yfirleitt, jafnvel á góðum veiði-
sumrum, er veiðin farin að dala
verulega í ánni er kemur svona fram
í ágúst. En kunnugir segja að svo
mikill fiskur sé þarna á ferð og svo
mikil hreyfing á honum ennþá, að
enn gæti veiðst mjög vel. Áin var
með þessum nýjustu tölum komin í
um 1.900 laxa og sýnt að áin á eftir
að losa vel 2.000 laxa múrinn.
Glæðist í Dölunum
Laxá í Dölum er nú komin vel á
fjórða hundrað laxa og gæti endað
með góða tölu ef skilyrði verða ekki
þeim mun verri út vertíðina. Menn
voru orðnir pirraðir á vatnsleysinu
og tregðu laxins til að ganga upp á
dögunum og fóru með vinnuvél
neðst í ána. Var sérlega grunnur
kafli dýpkaður nokkuð og hreif það
strax.
Milli 30 og 40 laxar hafa veiðst í
Miðá og samkvæmt leigutakanum,
Lúðvík Gissurarsyni, hefur verið
reytingsganga að undanförnu, mest
fallegur smálax, en fyrr höfðu veiðst
fáeinir boltafiskar sem Lúðvík segist
varla botna í hvernig komust í ána,
svo vatnslítil hafi hún lengst af verið.
Lúðvík sagði bleikjuveiðina í lagi,
bleikjan hefði þó komið seinna í
sumar en í fyrra og væri vænni. Erf-
itt væri þó að ráða í stöðuna þar eð
hollin væru misjafnlega mönnuð
með tilliti til silungsveiðiástundunar.
Sumir eltust bara við laxinn á meðan
aðrir vildu heldur veiða bleikju.
Jón V. Pétursson veiðir helst bara
stórlaxa. Hér er hann með 3. og 4.
laxa sína á veiðiferlinum, 16 og 18,5
punda úr Vesturdalsá í Vopnafirði.
Þar hefur veiði verið góð að und-
anförnu eins og víðar.
Tröll tapaðist
í Haffjarðará
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
TVEIR Frakkar sluppu með tiltölu-
lega lítil meiðsli þegar bíll þeirra valt
á Kjalvegi laust eftir hádegi á sunnu-
dag. Voru ferðalangarnir fluttir til að-
hlynningar á sjúkrahúsið á Blönduósi.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Blönduósi missti ökumaður-
inn stjórn á bílnum í lausamöl og valt
hann útaf og fór nokkrar veltur. Var
þetta jeppi frá bílaleigu og er hann
talinn ónýtur.
Slysið varð skammt frá Kolkustíflu
við Blöndulón, ekki á stíflugarðinum
sjálfum heldur nokkurn spöl frá þar
sem fjórir Kínverjar fórust er bíll valt
í lónið fyrr í sumar.
Þá slasaðist vélhjólamaður er hann
datt á hjóli sínu á Kjalvegi síðdegis á
laugardag.
Meiddust lít-
ið í bílveltu
SANYL
ÞAKRENNUR
• RYÐGA EKKI.
• PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN.
• STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR.
• AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU.
• ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR.
Fást í flestum byggingavöru-
verslunum landsins.
!
"""