Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN
30 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
F
yrir 20–30 árum var
sjaldgæft að leik-
hópar birtust í skól-
um eða á barna-
heimilum og léku
fyrir börnin í þeirra eigin tíma,
heldur var stálpuðum skóla-
börnum boðið að koma í leik-
húsið á almennar sýningar á
svokölluðu skólaverði en litlu
börnin voru meira og minna háð
leikhúsáhuga foreldra sinna og
þá hvort þau voru færð prúðbú-
in í Þjóðleikhúsið að sjá leikrit
Egners í rómuðum uppfærslum
Klemensar Jónssonar. Þetta var
leikhúsuppeldið í þá daga og
það hefur sannarlega breyst.
Segja má að
kosturinn við
þessa aðferð
hafi óumdeil-
anlega verið
sá að leik-
listin var
ekki hólfuð jafnskilmerkilega
niður á milli kynslóðanna og nú
er. Nú telst til undantekninga
ef börn og unglingar sjá annað
en sérlega uppsettar barnasýn-
ingar og sjálfur hef ég stundum
velt því fyrir mér að leikhúsin
séu orðin ein um þessa hugsun
þar sem efni fyrir börn og full-
orðna í kvikmyndum og sjón-
varpi rennur gjarnan saman í
eitt og oft vandséð hverjum það
er beinlínis ætlað. Hér hafa á
umliðnum árum þrifist ágætlega
rekin leikhús fyrir börn og ung-
linga en þau hafa kannski liðið
nokkuð fyrir hina ofangreindu
hólfaskiptingu. Þrátt fyrir fögur
orð á klökkum stundum hafa
aurarnir látið á sér standa í
sömu hlutföllum og fögru orðin
og tímabært að þeir sem lagt
hafa sig fram um að miðla börn-
um list sinni njóti sannmælis.
Íslenskt brúðuleikhús er vel
varðveitt leyndarmál í menning-
arlífi okkar og þar hafa þrjár
brúðuleikhúskonur haldið merk-
inu á lofti og njóta óblandinnar
virðingar meðal erlends brúðu-
leikhúsfólks. Fyrsta skal telja
Helgu Steffensen sem hefur um
22 ára skeið rekið leikhús
Brúðubílsins og fært börnum á
leikvöllum Reykjavíkurborgar
brúðuleikhús yfir sumarmán-
uðina. Þá hefur Helga einnig
rekið Leikbrúðuland og er
skemmst að minnast frábærrar
sýningar á Prinsessunni í hörp-
unni eftir Böðvar Guðmundsson
sem frumsýnd var á síðustu
Listahátíð í Reykjavík. Árlegur
styrkur hins opinbera til Leik-
brúðulands var þar til í fyrra
500 þúsund krónur en hækkaði
þá í 800 þúsund. Með þessa
peninga hefur Leikbrúðuland
getað frumsýnt eitt verk á
þriggja ára fresti að jafnaði,
þ.e.a.s. safnað sér fyrir sýn-
ingum með fjárveitingum
þriggja ára. Enginn skyldi samt
láta sér detta í hug að kostn-
aður við eina slíka sýningu sé
ekki hærri en tölurnar sem hér
eru nefndar, heldur er þetta
dæmi um fórnarlund og ódrep-
andi áhuga.
Mæðgurnar Hallveig Thorlac-
ius og Helga Arnalds eru gott
dæmi um hvernig brúðuleik-
húshefðin færist á milli kyn-
slóða. Hér hefur sem sagt orðið
til reynsla og þekking yfir
nokkra áratugi sem hefur hvað
eftir annað skilað sér í frábær-
um sýningum sem erlendir
áhugamenn halda að hljóti að
vera toppurinn á gríðarmikilli
hefð sem þróast hefur um lang-
an aldur. Hið einstaka krafta-
verk sem íslenskt brúðuleikhús
er virðist ætla að blómstra á
meðal okkar nær öldungis
óáreitt.
Þrír leikhópar hafa einbeitt
sér á undanförnum árum að
sýningum fyrir börn og ung-
linga. Möguleikhúsið er þeirra
elst með 11 ára samfellda starf-
semi að baki og hátt á þriðja
tug frumsaminna leikverka fyrir
börn. Á hverju ári sýnir Mögu-
leikhúsið í skólum um allt land
og hafa sýningar leikhússins
orðið hátt í þrjú hundruð talsins
á einu leikári þegar allt er talið.
Þessi gríðarmikla starfsemi er í
raun verk örfárra einstaklinga
með þá Pétur Eggerz, höfund,
leikstjóra og leikara og Bjarna
Ingvarsson leikara og leikstjóra
í fararbroddi. Möguleikhúsið
hefur eignast sitt eigið leikhús
við Hlemm þótt megnið af sýn-
ingunum sé sýnt utan þess enda
eru allar sýningar leikhússins
unnar með það í huga að með
þær verði ferðast með sem
minnstum tilkostnaði. Framan
af var Möguleikhúsinu legið á
hálsi fyrir að listrænn metnaður
þess risi ekki hátt en það
gleymdist gjarnan í þeirri um-
ræðu að leikhúsið hafði nánast
úr engum fjármunum að spila
og sneið sér stakk eftir vexti;
um leið og leikhúsið fékk ein-
hverja fjármuni til ráðstöfunar
leitaði það eftir samstarfi við
viðurkennda höfunda og aðra
listamenn og afraksturinn hefur
orðið í samræmi við það. Frá-
bærar sýningar á borð við Völu-
spá, Skuggaleik og nú síðast
Prumpuhólinn, hafa þó ekki náð
verðskuldaðri athygli opinberra
aðila. Stoppleikhópurinn undir
stjórn þeirra Eggerts Kaaber
og Katrínar Þorkelsdóttur hef-
ur markað sér enn þrengra svið
með því að einbeita sér að ung-
lingum með afburða góðum ár-
angri þrátt fyrir að ungling-
arnir séu einn erfiðasti hópur
áhorfenda sem hægt er að
hugsa sér. Sýningar Stopp-
leikhópsins hafa verið mik-
ilvægt og meðvitað framlag til
forvarna og upplýsingar um eit-
urlyf og kynlíf svo eitthvað sé
nefnt.
Draumasmiðjan er þriðji leik-
hópurinn sem hefur á síðustu
misserum beint athygli sinni að
leiklist fyrir heyrnarlausa. Þar
eru það Gunnar Gunnsteinsson
og Margrét Pétursdóttir sem
halda um taumana og einmitt
um næstu helgi, á Menning-
arnóttina í Reykjavík verður
frumsýnt nýtt leikrit Margrétar
fyrir heyrnarlausa jafnt sem
heyrandi áhorfendur. Vonandi
nær sýningin einnig eyrum hins
opinbera.
Börn og
brúður í
leikhúsi
Hið einstaka kraftaverk sem íslenskt
brúðuleikhús er virðist ætla að blómstra
á meðal okkar nær öldungis óáreitt.
VIÐHORF
Eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is
ÞAÐ HEFUR vakið
sérstaka athygli mína
að þeir sem eru and-
vígir byggingu Kára-
hnjúkavirkjunar og
stóriðju á Austurlandi
fara gjarnan mjög
frjálslega með stað-
reyndir, svo ekki sé
fastar að orði kveðið.
Þeir virðast ekki telja
það duga sínum mál-
stað að fara rétt með
þegar fjallað er um
áformin eystra heldur
bæta í, ýkja og fara
hreinlega rangt með.
Síðan er lagt út af öllu
saman og þá blasir auðvitað við
hver verður niðurstaðan af slíkri
„rökræðu“!
Dæmi má taka úr grein eftir
Hjálmar H. Ragnarsson í Morg-
unblaðinu 7. ágúst sl. Þar er að
finna lýsingu á virkjuninni sem er
svo fjarri öllum sanni að stílbrögð-
in flokkast helst undir skáldskap.
Fullyrt er að stíflugarðar og
mannvirki verði vítt og breitt um
allt svæðið frá jöklum til byggða,
„stíflur við hvern læk og hverja
sprænu, jarðhaugum með efni úr
neðanjarðargöngum verður dreift
vítt og breitt, árfarvegir tæmdir,
fossunum drekkt eða þeir þurrk-
aðir upp, og til viðbótarskrauts:
tengivirki, háspennulínur, stöðvar-
hús og uppbyggðir vegir“.
Ljótt er ef satt væri. Það sem er
sérstakt við þessa virkjun er að
nær allir vatnsvegir verða neðan-
jarðar og stöðvarhúsið verður inni
í fjalli nálægt Valþjófsstað í Fljóts-
dal. Háspennulínurnar liggja það-
an til Reyðarfjarðar en ekki um
hálendið. Þrír fossar lenda undir
vatni, virkjaðar verða tvær jökulár
og fjórar minni bergvatnsár. Efni í
stíflurnar við Kárahnjúka verður
að mestu tekið inni í lónsstæðinu
og efni úr jarðgöngunum verður
fellt snyrtilega að
landinu og grætt upp.
Guðmundur Páll
Ólafsson bætti um
betur í Morgunblaðs-
grein daginn eftir og
sagði að nú væru
„einnig áformuð víð-
tækustu spellvirki á
fornleifum þjóðarinn-
ar“. Það er merkilegt
að slík tíðindi skuli
hafa farið fram hjá
Fornleifastofnun Ís-
lands sem kortlagði
fornminjarnar! Nátt-
úrlega er þetta fjar-
stæða. Staðreyndin er
sú að 6 minjastaðir hverfa: kofa-
rústir, varða og kláfferjustaður.
Enn má nefna til sögunnar Nátt-
úruverndarsamtök Íslands. Þau
eru í samvinnu við alþjóðleg sam-
tök, World Wide Fund for Nature
– WWF, sem standa að hluta undir
kostnaði við reksturinn. Náttúru-
verndarsamtökin og WWF hafa
haft sig töluvert í frammi gegn
stóriðjuáformunum á Austurlandi
og nú síðast beint spjótum sínum
að álfyrirtækinu Alcoa á grundvelli
umhverfisáhrifa Kárahnjúkavirkj-
unar. Þar er byggt á margs konar
fullyrðingum sem standast engan
veginn. Mörg dæmi má taka þessu
til staðfestingar og áhugasamir
lesendur geta kynnt sér málið
sjálfir á heimasíðu Kárahnjúka-
virkjunar, www.karahnjukar.is.
Þar er að finna lista sem Lands-
virkjun lét taka saman um fullyrð-
ingar WWF um virkjunina annars
vegar og staðreyndir hins vegar.
Hann er langur enda eru ýkjurnar
og rangfærslurnar bæði margar og
miklar. Listinn var sendur Alcoa í
júlíbyrjun og ákveðið var að birta
hann líka á Kárahnjúkasíðunni.
Í samantektinni kemur til dæmis
fram að nefnd samtök fara nær
undantekningarlaust rangt með
fjölda vatnsfalla sem verða virkjuð
og fjölda fossa sem fara undir lón
eða hverfa. Í erlendri tímaritsgrein
eftir forsvarsmann Náttúruvernd-
arsamtaka Íslands var meira að
segja fullyrt að Dettifoss væri einn
af allt að 100 fossum sem ætti að
virkja og birt mynd af þessum
mikilfenglega fossi! Eftir að
Landsvirkjun gerði athugasemd
var sú skýring gefin að hér hefðu
átt sér stað mistök. Eins og áður
sagði verða sex ár virkjaðar, þrír
fossar hverfa undir vatn en auk
þess minnkar rennsli á fossaröðum
í Jökulsá í Fljótsdal og í Kelduá,
einkum á veturna og vorin.
Annað dæmi er að samtökin
telja að um 10.000 grágæsir tapi
mikilvægum fellistöðvum, fæðuöfl-
unarstöðum og varplöndum vegna
virkjunarinnar. Þar með er fullyrt
að allar grágæsir á Héraði yrðu
fyrir áhrifum af framkvæmdinni,
sem er aldeilis fráleitt. Forsenda
fullyrðingar af þessu tagi kann að
vera ranghugmynd um vatnsborðs-
hækkun í Lagarfljóti sem færa
myndi í kaf frjósamar láglendis-
mýrar við fljótið. Staðreyndin er
hins vegar sú að eftir virkjun Jök-
ulsár í Fljótsdal, sem nú er áform-
uð samhliða virkjun Jökulsár á
Dal, dregur úr flóðum í Lagar-
fljóti. Vatnsborð ofan Lagarfoss
Ýkjur og
umhverfisáhrif
Sigurður St. Arnalds
Kárahnjúkar
Það sem er sérstakt
við þessa virkjun, segir
Sigurður St. Arnalds,
er að nær allir vatns-
vegir verða neðanjarðar
og stöðvarhúsið
verður inni í fjalli.
Í KELDUHVERFI í Norður-
Þingeyjarsýslu er Ásbyrgi; eitt
magnaðasta náttúruundur verald-
ar. Þar eru Hljóðaklettar, Vestur-
dalur og Hólmatungur. Þar er líka
Dettifoss sem Kristján Jónsson
Fjallaskáld frá Krossdal í Keldu-
hverfi orti um 19 ára gamall: Þar
sem aldrei á grjóti gráu / gullin
mót sólu hlæja blóm.
Ég er fæddur og uppalinn í þess-
ari sveit.
Það voru erlendir ferðamenn
sem opnuðu augu mín fyrir dá-
semdum íslenskrar náttúru. Þessir
ferðamenn komu til að skoða Ás-
byrgi og þegar ég var krakki
fannst mér þeir skrýtnir. Ég skildi
ekki hvað það var sem þeir voru að
sækjast eftir. Síðan er liðin hálf öld
og ég hef á ferðum mínum um
landið hlustað á óteljandi erlenda
ferðamenn fara fögrum orðum um
landið, þeir segja að Ísland sé ein-
stök perla og að hér sé engin
mengun, loftið tært, vatnið hreint
og birtan engu lík. Þeir segja einn-
ig að öræfi Íslands færi þeim hvíld
og sálarró.
Afstaða Íslendinga til útveru
hefur gjörbreyst í áranna rás.
Fleiri og fleiri landsmenn sækja
hálendið heim og njóta þeirrar
þagnar og þess unaðar sem þar er
að finna. Það er ánægjuleg þróun.
Alþingismanni Austfirðinga og
fyrrverandi ráðherra, Eysteini
Jónssyni, varð tíðrætt um gersem-
ar íslenskrar náttúru. Hann var
frumkvöðull á sviði útivistar; mikill
göngugarpur og honum þótti afar
vænt um landið. Í þingræðu frá í
mars 1971 segir hann: „Þýðingar-
mest af öllu er að gera sér grein
fyrir því, að það verða
sífellt eftirsóttari lífs-
gæði að eiga heima í
ómenguðu, eðlilegu
umhverfi og hafa auð-
veldan og frjálsan að-
gang að útivist í
óspilltu, fjölbreytilegu
landi … Menn verða
að gera sér grein fyrir
því, að hreinlegt,
óspillt og aðlaðandi
umhverfi sem al-
menningur hefur að-
gang að eru landkost-
ir eins og gott búland,
góð fiskimið, fallvötn,
jarðhiti og önnur
náttúrugæði. En þessi skilningur
verður að koma til að setja sitt mót
á þjóðarbúskapinn, áður en það er
of seint.“ Í grein sem Eysteinn
nefnir Iðnþróun – Náttúruvernd –
Orkustefna og birtist í Tímanum
24. apríl 1977 heldur hann áfram:
„Er það t.d. raunsætt, að gera ráð
fyrir því að fylla vatni ýmsar mestu
lægðir á hálendinu á stórum lands-
svæðum, en þar er gróðurinn og
dýralífið mest, eða flytja stórfljót
milli byggðarlaga o.s.frv.? Ég held
ekki. Áreiðanlega hafa menn ekki
enn getað áttað sig á hvað af þess
háttar gæti leitt í landspjöllum, t.d.
ágangi vatns, veðurfarsbreytingum
o.fl. Hér er því brýnt
að fara með gát. Og í
hvaða skyni ætti að
færa slíkar fórnir, um-
turna landinu með því-
líku móti? Til þess að
koma upp orkufrekum
iðnaði útlendinga?
Ekki geri ég ráð fyrir
að landsmenn vilji það
í raun og veru. / En þá
er líka vissara að
kryfja þessi mál til
mergjar í tæka tíð og
taka þá með í reikn-
inginn, að okkur ber
skylda til að koma
barnabörnum okkar
eða þeirra börnum ekki í þá klípu,
að þau telji sig tilneydd að vinna
stórskemmdir á landinu, til þess að
afla sér orku í lífsnauðsyn.“
Hálendi Íslands er í hættu. Á
döfinni er að reisa Kárahnjúka-
virkjun, uppistöðulón upp á tugi
km² og byggja risastórt álver í
Reyðarfirði. Ef farið verður út í
þessar framkvæmdir verður ekki
aftur snúið. Afleiðingarnar eru
ógnvekjandi og í raun ófyrirsjáan-
legar.
Virkjunarframkvæmdir norðan
Vatnajökuls munu eyða dýrmæt-
ustu auðlind Íslendinga; óspilltri
náttúru. Varðveisla slíkra verð-
mæta með stofnun þjóðgarðs á
svæðinu mun skapa Íslendingum
auð en ekki virkjanir og manngerð
náttúra.
Tyrkjaránið, sem framið var
1627, var eitt mesta hryðjuverk Ís-
landssögunnar. Sjóræningjar
sunnan frá Alsír komu til Íslands,
drápu fólk og rændu því. Þessir
Hryðjuverk á Íslandi
Þórarinn Björnsson
Umhverfi
Hálendi Íslands, segir
Þórarinn Björnsson,
er helgidómur.