Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 17
US AIRWAYS, sjötta stærsta flug-
félag Bandaríkjanna, hefur sótt um
greiðslustöðvun. Félagið er fyrsta
stóra flugfélagið í Bandaríkjunum
til að sækja um greiðslustöðvun síð-
an 11. september. Í kjölfar hryðju-
verkaárásanna hafa mörg flugfélög
í Bandaríkjnuum og víðar átt í
verulegum rekstrarerfiðleikum og
hlaðið upp skuldum. Að sögn for-
svarsmanna US Airways er sótt um
greiðslustöðvun þar til tekst að
leysa úr fjárhagsvanda félagsins.
Mikil lækkun varð á hlutabréfa-
markaðnum í Bandaríkjunum í kjöl-
far fregna um greiðslustöðvun og
hugsanlegt gjaldþrot US Airways.
Flugfélagið hefur þó þegar feng-
ið vilyrði fyrir samtals 700 millj-
ónum dala í lán til að rétta af rekst-
urinn. Hópur fjárfesta, með Bank of
America og Credit Suisse First
Boston í fararbroddi, vill veita US
Airways 500 milljóna dala lán og
verði fyrirtækið gjaldþrota fær
þessi hópur forgang á kröfur í fé-
laginu. Annar hópur, Texas Pacific
Group, hefur einnig lýst áhuga á að
aðstoða við að koma flugfélaginu á
réttan kjöl með 200 milljónum dala í
skiptum fyrir 38% hlutafé í félag-
inu. Hópurinn er ekki ókunnur
flugfélögum því árið 1993 aðstoðaði
hann við endurfjármögnun Cont-
inental Airlines sem þá stefndi í
gjaldþrot. Ári síðar fjárfesti hann
svo í flugfélaginu America West
sem í kjölfarið komst hjá gjaldþroti.
Laun starfsmanna lækkuð
Hjá US Airways starfa um 35.000
manns og í flugflota félagsins eru
311 vélar. Haft er eftir forstjóra fé-
lagsins að reynt verði eftir megni
að draga úr kostnaði en US Air-
ways er talið hafa hæstan rekstr-
arkostnað allra bandarískra flug-
félaga. Stjórnendur félagsins
hyggjast m.a. biðja starfsmenn um
að semja um kauplækkun við félag-
ið. Segja þeir að slíkt muni ganga til
baka þegar félagið komist upp úr
skuldafeni. Þá komi stjórnendur og
æðri starfsmenn einnig til með að
taka á sig kauplækkun, einkum í
formi skerðingar á bónusgreiðslum
og risnu. Skuldir US Airways nema
nú 7,83 milljörðum dala en eignir
flugfélagsins eru metnar á um 7,81
milljarð dala. Tap félagsins það sem
af er þessu ári nemur um 500 millj-
ónum dala en nam um 2 milljörðum
dala á öllu síðasta ári.
Verð á hlutabréfum félagsins
hríðféll í kjölfar frétta um greiðslu-
stöðvun. Við lokun markaða í gær
var gengi bréfanna einungis 0,50
dalir á hlut en 2,45 á föstudag og
nemur lækkunin 79,6%. Hlutur í fé-
laginu hefur hæst selst á 18,32 dali
á síðustu 12 mánuðum en hefur
raunar ekki farið upp fyrir 10 dali
eftir 11. september.
US Airways sækir
um greiðslustöðvun
Reuters
US Airways er fyrst stóru flugfélaganna til að sækja um greiðslustöðvun
frá því árásirnar 11. september settu mark sitt á flugiðnað Bandaríkjanna.
Gengi bréfa flug-
félagsins lækkar
um 80% í kjölfarið
HAGNAÐUR Pharmaco-samstæð-
unnar nam 1,68 milljörðum króna á
fyrstu sex mánuðum ársins en 765
milljónum króna á sama tíma í
fyrra. Heildarvelta félagsins var
tæpir 7 milljarðar á tímabilinu en
ríflega 7,1 milljarður á síðasta ári
og dróst saman um 2,4%. Helsta
ástæða samdráttar í veltu er að
sala hins búlgarska Balkanpharma
minnkaði um 5% á tímabilinu.
Fram kom á fundinum að minnk-
andi sölu Balkanpharma megi fyrst
og fremst rekja til virðisaukaskatts
sem lagður var á lyf í Búlgaríu og
Rússlandi í byrjun árs. Framlegð
af vörusölu minnkaði um rúm 3%,
var um 2,4 milljarðar í fyrra en
nam ríflega 2,3 milljörðum á fyrri
helmingi þessa árs. Þá drógust
aðrar tekjur af rekstri saman um
tæp 63%, voru 111 milljónir miðað
við 297 milljónir króna á fyrri
helmingi 2001. Taka þarf tillit til
þess að á síðasta ári var hagnaður
af sölu Íslenskra matvæla reikn-
aður inn í aðrar rekstrartekjur fé-
lagsins og tölur því ekki fyllilega
sambærilegar milli ára ef reikna á
framlegð félagsins, segir í tilkynn-
ingu. Hagnaður fyrir afskriftir
minnkaði um liðlega 11%, fór úr
1,77 milljörðum í 1,57 milljarða
króna. Í máli Sindra Sindrasonar,
forstjóra Pharmaco, kom fram að
helsta ástæða samdráttar í hagnaði
fyrir afskriftir og fjármagnsliði sé
20% aukning sölu- og stjórnunar-
kostnaðar vegna flutnings félags-
ins í nýjar höfuðstöðvar auk upp-
byggingar í rannsóknum og þróun.
Þá hefur styrking íslensku krón-
unnar haft neikvæð áhrif á fram-
legð félagsins í uppgjörinu.
Í kjölfar sölu á Pharmaco Ísland
ehf. minnkuðu fasteignir Pharmaco
hf. um rúman milljarð króna.
Birgðastaða hefur dregist saman
og viðskiptakröfur lækkað frá ára-
mótum. Þá hækkuðu heildarskuldir
Pharmaco hf. um 19% frá áramót-
um. Sindri segir skuldaaukningu
félagsins fyrst og fremst koma til
vegna lántöku til kaupa á eigin
hlutabréfum. Pharmaco hf. keypti
51% hlut í Delta hf. í síðasta mán-
uði og kemur sú fjárfesting fram í
uppgjöri síðari hluta ársins.
Á fundinum voru endurskoðaðar
rekstrarhorfur Pharmaco-sam-
steypunnar kynntar. Að sögn
Sindra var nauðsynlegt að endur-
skoða horfur í rekstri Pharmaco hf.
í ljósi sölu félagsins á Pharmaco Ís-
land og kaupa á Delta. Gert er ráð
fyrir 18,6 milljarða veltu á árinu og
4,7 milljarða króna hagnaði fyrir
afskriftir og fjármagnsliði
(EBITDA). Í áætlununum er geng-
ið út frá því að gengi haldist stöð-
ugt á árinu.
Fyrrverandi starfsmaður Pfizer
til Balkanpharma
Nokkrar mannabreytingar hafa
verið gerðar hjá Balkanpharma á
tímabilinu. Austurríkismaðurinn
Peter Baumgartner hefur verið
ráðinn svæðisstjóri á Moskvuskrif-
stofu félagsins. Hann er rúss-
neskumælandi og hefur unnið fyrir
vestræn fyrirtæki í Rússlandi í
tæpan áratug.
Nýr svæðisstjóri yfir Vestur- og
Mið-Evrópu auk nýrra markaða er
Skotinn Kenneth Peterson sem áð-
ur var svæðisstjóri hjá Pfizer og
hefur 15 ára reynslu af starfi í
lyfjageiranum. Geurg Tzvetanski,
aðstoðarforstjóri Balkanpharma,
hefur látið af störfum hjá félaginu.
Frekari mannabreytinga er að
vænta hjá Balkanpharma á næst-
unni en að sögn Sindra stendur til
að fækka starfsfólki í Búlgaríu.
Hann segir fækkunina hafa staðið
til í nokkurn tíma en vegna kvaða
sem hvíldu á Pharmaco hf. við
kaup á verksmiðjum Balkan-
pharma hafi ekki mátt segja upp
starfsólki fyrr. Nú verði kvöðunum
hins vegar aflétt og þá sé hægt að
skera niður launakostnað. Aðrar
breytingar hjá Balkanpharma fel-
ast einkum í endurnýjun á eldri
verksmiðjum auk opnunar nýrrar
töflu- og hylkjaverksmiðju í Dupn-
itza í lok september.
!"##$
%"&!!
'"!&&
($'
'"%$%
)$*+
'"'#%
)$(+
)&+
!"($(
!"!,'
("#*!
&&$
$'-+.
+-#,
'-!#
!
!
!
Pharmaco
skilar 1,7 millj-
arða hagnaði
Velta Pharmaco dróst saman um 2,4% á
fyrri helmingi ársins en hagnaður félagsins
jókst um 120%. Þetta kom fram á kynning-
arfundi um árshlutauppgjör félagsins sem
haldinn var í Listasafni Íslands í gær.