Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Lárus KristinnJónsson fæddist í Stykkishólmi 15. apr- íl 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Björn- ína Sigurðardóttir frá Harastöðum á Fellsströnd, f. 1890, d. 1956, og Jón Jó- hannes Lárusson, skipstjóri frá Sól- bergi í Stykkishólmi, f. 1890, d. 1935. Þau eignuðust tíu börn og var Lárus Kristinn elstur. Hin eru: Sigurður Breiðfjörð, f. 1914, d. 1976, Herbert Georg, f. 1915, d. 1989, Jóhann, f. 1916, d. 1996, Guð- mundur, f. 1916, d. 1974, Sigríður, f. 1917, d. 1999, Bergur, f. 1918, dó sama ár, Gestur, f. 1920, d. 1977, Hjálmdís Sigurást, f. 1921, og Þor- björg, f. 1923. Lárus ólst upp hjá foreldrum sín- um á Höfða í Stykkishólmi en faðir hans féll frá árið 1935, aðeins 45 ára að aldri. Barn að aldri fékk Lárus Kristinn útvortis berkla sem Hinn 11. júní 1939 kvæntist Lárus eftirlifandi konu sinni, Guðmundu F. Jónasdóttur, f. 30. okt. 1921. Þau eignuðust sjö börn en tvö þeirra fæddust andvana. Börn þeirra eru: 1) Jón Kristþór, f. 2. des. 1939, byggingameistari, kvæntur Fann- eyju Ingvarsdóttur gjaldkera. Þau eiga þrjá syni: Ingvar Gísla íþrótta- kennara, Lárus Kristin hagfræðing og Kristján Sigurð Fjeldsted íþróttakennara. Barnabörnin eru níu; 2) Björk, f. 19. maí 1941, starfs- maður á Hótel Keflavík, ekkja eftir Svavar Annelsson verslunarmann, f. 1939, d. 1984. Þau eignuðust eina dóttur: Söndru Jónínu blóma- skreytingakonu og á hún fjögur börn; 3) Anna Huld, f. 22. mars 1944, fulltrúi hjá Styrktarfélagi vangefinna, gift Sveinbirni Hafliða- syni lögfræðingi. Dætur þeirra eru: Eydís Kristín, sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði LSH, Þórunn alþingis- kona og Anna kvikmyndafræðing- ur. Barnabörnin eru fimm; 4) Ósk Herdís, f. 16. sept. 1946, leikskóla- kennari, gift Charles G. Fulbright verkfræðingi. Þau eiga tvö börn, Yvonne Kristínu, doktorsnema við New York-háskóla, og Xavier Þór byggingaverkfræðing; 5) Jóhanna Kristín, f. 16. maí 1952 og dáin 24. sama mánaðar. Útför Lárusar Kristins fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hann glímdi við öll unglingsárin og lá langdvölum á sjúkra- húsum. Þegar hann sneri aftur eftir erfið veikindi fékk hann vinnu hjá H. Svane, apótekara í Stykkis- hólmi. Hann fór svo til Reykjavíkur og lærði til klæðskera og lauk meistaraprófi í þeirri iðn. Í rúma tvo áratugi rak hann saumastofu fyrir Kaupfélag Stykk- ishólms en þegar hún var lögð niður var hann með sjálfstæðan atvinnurekst- ur um tíma. Í nokkur sumur var hann kokkur á síldarbátnum Tjaldi frá Rifi og lengi kokkur á flóabátn- um Baldri að sumarlagi. Lárus starfaði sem umsjónarmaður Grunnskólans í Stykkishólmi frá 1952 til 1994. Hann var einnig með- hjálpari við Stykkishólmskirkju, sat í sóknarnefnd og var umboðsmaður Brunabótafélagsins um árabil. Lár- us Kristinn tók virkan þátt í starfi Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra, og Rótarý. Tengdafaðir minn Lárus Kr. Jóns- son er látinn. Hann hefði orðið níræð- ur á næsta ári og var þegar farinn að hugsa til þeirra tímamóta með til- hlökkun, enda var hann hress og kát- ur allt þar til yfir lauk. Tengdafor- eldrar mínir áttu alla sína bú- skapartíð, þ.e. undangengin 63 ár, heima á Sólbergi í Stykkishólmi, þar til þau fyrir nokkrum vikum fluttu á dvalarheimili aldraðra í Hólminum þar sem ætlun þeirra var að eyða sínu ævikvöldi. Dvöl Lárusar varð styttri þar en nokkurn gat grunað. Ég heimsótti hann og Guðmundu þar í síðari hluta júlímánaðar og voru þau bæði mjög ánægð að vera komin þangað til dvalar og njóta þeirrar þjónustu sem dvalarheimilið býður. Ekki bauð mér í grun að það yrði síð- asta skiptið sem ég ætti eftir að sjá Lárus á lífi. Það má með sanni segja að Lárus hafi lifað tímana tvenna og þolað bæði súrt og sætt á langri og viðburðaríkri ævi. Hann veiktist ungur af berklum og dvaldi lengi á sjúkrastofnunum þeirra tíma til að ná heilsu á ný. Lárus bar þess merki alla tíð, en bæklunin sem var afleiðing veikinda hans hafði ekki áhrif á létta lund hans og bjart- sýni. Lárus vann ávallt langan vinnudag. Þrátt fyrir það var hann þess utan ávallt boðinn og búinn til að sinna öðr- um verkefnum sem sum hver áttu hug hans. Má þar nefna félagsstörf ýmiss konar, m.a. í karlakór, sjálf- boðavinnu fyrir Sjálfsbjörg og Rotary í Stykkishólmi, þar sem hann var einn stofnfélaga. Lárus var trúaður og kirkjuræk- inn. Hann var í áratugi meðhjálpari og hringjari í Stykkishólmskirkju. Hann var óþreytandi að sýna gestum og gangandi nýju kirkjuna í Hólm- inum sem hann var mjög stoltur af. Það má segja að hjá Lárusi var Stykkishólmur miðpunktur alheims- ins. Við Anna og dætur okkar nutum gestrisni þeirra hjóna á Sólbergi í rík- um mæli í fjölmörgum heimsóknum okkar í gegnum árin og þá var þar oft- ar en ekki glatt á hjalla. Ég vil með þessum fátæklegu orð- um þakka Lárusi fyrir góð kynni og samfylgd í gegnum árin og votta niðj- um hans og eftirlifandi eiginkonu samúð mína. Sveinbjörn. Afi og amma á Sólbergi voru fastur punktur í tilverunni sem ég treysti á. Þau voru tenging við upprunann og stóðu fyrir heilbrigðum lífsgildum. Lífsgildum sem fólu í sér „ekki eft- irsókn eftir vindi“ eða veraldlegum gæðum, heldur trú á hið góða, já- kvæða og „Guð sem stýrir stjarna her“. Trú á hið yfirnáttúrulega, álfa og huldufólk var órjúfanlegur hluti tilverunnar á Sólbergi og eru til margar fjölskyldusögur sem stað- festa það. Á hverju sumri hittust barnabörnin í Hólminum hjá afa og ömmu á Sól- bergi. Faðmur afa var stór. Hann dansaði við okkur á eftirminnilegan hátt. Spilaði á munnhörpuna sína þannig að við fylltumst aðdáun. Hann stríddi okkur líka á vinalegan hátt sem gat endað í nokkrum ærslum sem okkur krökkunum þótti gaman að. Spilað var á spil fram eftir kvöldi, gjarnan Marías eða Manna. Ógleym- anlegur er hnefi afa þegar hann „trompaði“. Ófáar ferðirnar voru farnar með honum í Kaupfélagið að kaupa inn til heimilisins. Hönd afa sterk og stór leiddi mann um götur bæjarins. Hann þekkti alla, spjallaði við alla, börn sem fullorðna, og lék alltaf á als oddi. Í þessum ferðum kenndi hann okkur að hafa áhuga á nánasta umhverfi, samskiptum við náungann, og njóta einfaldleikans. Afi var barngóður með eindæmum og nutu langafabörnin návista við hann eins og við barnabörnin áður. Afi og amma fluttu í sumar á Dval- arheimilið í Stykkishólmi. Á fyrsta degi sumarleyfisins brunuðum við í Hólminn til þeirra. Við komu leituð- um ég og dóttir mín Sigurlaug (Silla) að afa. Við fundum hann á Sólbergi í þungum þönkum. Það hvarflaði ekki að mér, þótt afi væri kominn undir ní- rætt, að þetta væru síðustu samveru- stundirnar okkar. Við gengum á milli herbergja á Sólbergi og spjölluðum saman um „gamla daga“. Skoðuðum mynd af Sólbergi eins og það var er afi keypti það af Kristínu ömmu sinni. Ég heyrði og fann tregann sem fylgdi því að yfirgefa æskustöðvarnar. Hann risti djúpt. Á móti vó þó gleðin yfir frábæru atlæti á Dvalarheimilinu og feginleik að amma væri í góðum höndum. Afa fannst hann vera kom- inn á fimm stjörnu hótel og sýndi mér og Sillu Dvalarheimilið hátt og lágt og kynnti okkur fyrir starfsfólki og heimilisfólki af miklu stolti eins og hans var von og vísa. Í þessari ferð snerust hlutverkin við, nú var það ekki afi sem leiddi okkur um bæinn heldur við sem keyrðum hann á markverðustu staðina í Stykkishólmi. Afi minn, Lárus Kristinn Jónsson, var fæddur á Höfða í Stykkishólmi ár- ið 1913. Jón, faðir hans, lést um aldur fram árið 1935, aðeins 45 ára gamall. Ætla má að móðir hans, Björnína, hafi þurft nokkra útsjónarsemi við að reka ein heimili að Höfða ásamt börn- um sínum. Afi var elstur tíu systkina. Afi kvæntist ömmu, eftirlifandi eig- inkonu sinni, Guðmundu F. Jónas- dóttur, árið 1939. Þau héldust í hend- ur gegnum súrt og sætt. Afi var styrkur ömmu hvað sem gekk á. Eft- LÁRUS KRISTINN JÓNSSON                        !            " # $!%  $ %  %%$ & %  %  $ '  %%$ (   %%$  '  %    )* ) )*  $ ) ) )* +            ,  -.- '%) // $ '0!%1*2      !        !  "    #   " #  $    %&   '(('   %))( *+  $    $ ' +  %%$ 31+   4%   )4  +  %%$  )4* + %  ''  +  %  *  3%%$     ) )* $ ' 2) +      +  ,   ,   356-35 5  2 0, ''         ,!          3(  !%%$    '3%  3,' 3%%$  )4* 3%  (  !3%%$  3%%$ 5%! 3%%$      )* $ ) )* +     ,    , (378+- 7'%' /9 2 2   - "  .   /       0  "   "    %.     %1((      %    %%$    %%$ &$')  %  4*  .+ %%$  2! '' %%$ $ 21' + %  : + %  $ 24*'%!;' +            6-<      $"  $  2,    %%   /     4     '  1$ % %$  = 1$ % %$ 80''  %%$   1$ % %$  %"+ $ 2%$ 31 1$ % %$ -(4*  1$ % %$   %  +  %%$ (  1$ % %$  %+(  !%%$    "  1$ % %$ "%&+  % +             66 .-  2; + '#% %4  .; /  )>   !  &   ! "    * !   "   %1     %1((  )4*  '         %%$  %'   %%$  ( %  5'*2.    %  3   %%$ ''  %  & %3 %'%$  21' 5+ %  ) )* $ ) ) )* + Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.