Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 22
ALVARO Uribe, nýkjörinn forseti Kólumbíu, lýsti í gær yfir neyðar- ástandi í landinu og kunngjörði að útgjöld til varnarmála yrðu aukin. Fimm dagar eru liðnir frá því að for- setinn sór embættiseið og á þeim tíma hafa 115 manns fallið í holskeflu ofbeldis- og óhæfuverka. Tilkynnt var um ákvörðun þessa þegar sex klukkustunda löngum skyndifundi ríkisstjórnarinnar lauk í gærmorgun að íslenskum tíma. Fernando Londono, innanríkisráð- herra Kólumbíu, skýrði frá því að forsetinn hefði ákveðið að setja neyð- arlögin í samræmi við ákvæði stjórn- arskrár landsins þar um. Í henni seg- ir að takmarka megi margvísleg borgaraleg réttindi þegar „stöðug- leika og öryggi ríkisins er ógnað“. Sagði Londono stjórnvöld enga aðra kosti eiga til að bregðast við ofbeld- inu en þessi síðasta bylgja þess reis á miðvikudag þegar Uribe sór emb- ættiseiðinn. Féll þá 21 maður í þrem- ur sprengjutilræðum í höfuðborg- inni, Bogota, og meira en 70 særðust. Þá hafa 94 fallið í bardögum stjórn- arhers og uppreisnarmanna frá því á miðvikudag. Martha Lucia Ramirez, varnar- málaráðherra Kólumbíu, sagði að út- gjöld til öryggis- og varnarmála yrðu aukin til að efla getu hers og lögreglu til að bregðast við ástandinu. Lagður yrði á nýr skattur upp á 1,2% sem auðugri borgarar landsins myndu standa undir. Ríkisstjórnin segir hinn marxíska Byltingarher Kólumbíu (FARC) bera ábyrgð á ofbeldinu á undanliðn- um dögum. Uribe hét því fyrir for- setakosningarnar að herða barátt- una gegn skæruliðum næði hann kjöri en forveri hans hafði reynt að fá þá að samningaborðinu án árangurs. Talið er að FARC hafi alls um 17.000 manns undir vopnum og telst þetta stærsta vinstri sinnaða skæru- liðahreyfingin í Rómönsku Ameríku. Stríðið í landinu hefur staðið yfir í tæp 40 ár og er talið að það hafi kost- að meira en 200.000 manns lífið, en um 20.000 hafa fallið á þessu ári. Þá hafa mannrán verið tíð enda nýtt sem fjáröflunarleið. Að jafnaði er um 3.000 manns rænt í Kólumbíu á ári hverju. Neyðarástandi lýst yfir í Kólumbíu 115 manns hafa fallið frá því nýr forseti sór embættiseið Bogota. AFP. STJÓRNVÖLD í Íran hafa framselt 16 liðsmenn hryðjuverkasamtak- anna al-Qaeda til Sádi-Arabíu. Vek- ur það nokkra athygli því um leið eru Íranir með óbeinum hætti að leggja Bandaríkjamönnum lið í bar- áttunni gegn hryðjuverkamönnum. George W. Bush, forseti Bandaríkj- anna, hefur hins vegar stimplað Íran sem eitt að „öxulveldum hins illa“. Saud al-Faisal prins og utanrík- isráðherra Sádi-Arabíu staðfesti þetta í viðtali við Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðina. Sagði hann, að al-Qaeda-mennirnir, sem allir væru Sádi-Arabar, yrðu yfir- heyrðir og Bandaríkjamönnum gerð grein fyrir því, sem fram kæmi. „Íranir hafa ekki aðeins haft gott samstarf við Sádi-Arabíu í barátt- unni gegn hryðjuverkamönnum, heldur einnig við Bandaríkin,“ sagði al-Faisal. „Hneyksli og hreinn tilbúningur“ Í viðtalinu við ABC vísaði utanrík- isráðherrann á bug skýrslu, sem unnin var á vegum Pentagons, bandaríska hermálaráðuneytisins, en í henni segir, að stjórnvöld í Sádi- Arabíu hafi stutt marga helstu óvini Bandaríkjamanna bæði leynt og ljóst. Al-Faisal kvaðst ekki búast við, að skýrslan yrði tekin alvarlega og ráð- lagði Bandaríkjastjórn að afla sér heldur bandamanna í hryðjuver- kastríðinu í stað þess að búa sér til óvini úr bandamönnum sínum. Abdel al-Jubeir, helsti ráðgjafi al- Faisals, tók hins vegar dýpra í ár- inni í viðtali við NBC-sjónvarpsstöð- ina og sagði, að niðurstöður skýrsl- unnar væru „hneyksli og hreinn tilbúningur“. Al-Faisal lagði áherslu á, að Sádi- Arabar væru einhuga í stuðningi sínum við Bandaríkjamenn en sagði, að þeir myndu ekki leyfa, að sádi- arabískt land yrði notað til árása á Írak svo lengi sem engar sannanir væru fyrir því, að hætta stafaði af Írökum. Íranir framselja liðsmenn al-Qaeda Íran, eitt af „öxulveldum hins illa“, sagt hafa gott sam- starf við Bandaríkin í baráttunni gegn hryðjuverkum Washington. AFP. BRESKA lögreglan greindi frá því í gær að fram hefði komið vitni sem segðist hafa séð mann eiga í erfið- leikum með að hafa stjórn á tveimur börnum í bíl sínum nærri þeim slóð- um þar sem tvær tíu ára stúlkur, Holly Wells og Jessica Chapman, sáust síðast fyrir rúmri viku. Þetta er fyrsta áreiðanlega vísbendingin sem lögreglunni hefur áskotnast í leitinni að þeim Holly og Jessicu en um fátt annað hefur verið fjallað undanfarna daga í breskum fjölmiðl- um en hvarf stúlknanna tveggja. Holly og Jessica hurfu frá heim- ilum sínum í bænum Soham í Cam- bridgeshire í Bretlandi á sunnudag fyrir viku. Var fyrst talið að þær hefðu strokið að heiman en síðan tók lögreglu að gruna að þær hefðu orðið fórnarlömb barnaníðings. Leit að stúlkunum hefur hins vegar engan árangur borið. Lögreglan sagði í gær að leigubíl- stjóri hefði gefið sig fram sem segð- ist hafa séð ökumann aka suður frá Soham, í átt til London, sunnudags- kvöldið sem stúlkurnar hurfu. Vakti það athygli leigubílstjórans að öku- maðurinn virtist eiga í kýtum við tvö börn, sem voru í bílnum. Rásaði bíll- inn nokkrum sinnum til og ökumað- urinn sást baða út höndunum oftar en einu sinni. Bíllinn var dökkleitur og leigubíl- stjórinn ók í humátt á eftir honum drykklanga stund. Taldi hann sig sjá barn í framsætinu og annað í aftur- sætinu. Sagði lögreglan í gær að menn vonuðust til að þessar upplýsingar gætu komið þeim á slóð stúlknanna. Fyrr um daginn var byrjað að yf- irheyra tugi þekktra barnaníðinga í tengslum við leitina að þeim Holly og Jessicu. Á sama tíma grátbáðu for- eldrar stúlknanna manninn, sem hef- ur þær í haldi sínu, um að sleppa þeim og senda heim á leið. Er það kenning lögreglunnar að stúlkurnar hafi þekkt manninn, sem heldur þeim föngnum, og þykir ekki útilokað að þessi kynni megi rekja til samskipta á Netinu. Lögreglan seg- ist sannfærð um að stúlkurnar séu enn á lífi. Bresku stúlknanna enn saknað Mikilvægt vitni komið fram London. AFP. ERLENT 22 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MINNISVARÐI um mennina sem fórust með rússneska kafbátnum Kúrsk var afhjúpaður í Moskvu í gær. Tvö ár voru þá liðin upp á dag frá því að kjarnorkukafbát- urinn sökk og 118 menn með hon- um. Tugir sjómanna auk vina fórnarlambanna voru viðstaddir athöfnina en þetta er fyrsti minn- isvarðinn um slysið sem gerður hefur verið. Ennfremur var slyssins minnst í Vedíajevó við Barentshaf en það- an lagði áhöfn Kúrsk upp í þessa örlagaríku ferð og í Sankti-Pét- ursborg þar sem margir ættingjar áhafnarinnar búa. „Þetta slys tók frá okkur marga okkar bestu sjómenn og bestu sér- fræðinga okkar,“ sagði sjóherfor- inginn Andrei Shatorenko. „Þessi stytta er tileinkuð hetjuskap og sorg. Tvö ár eru liðin en ekkert okkar hefur gleymt,“ sagði hann. AP Minnisvarði um Kúrsk afhjúpaður LÖGREGLUMENN hófu í gær að taka fingraför af öllum fullorðnum íbúum afskekktrar Kyrrahafseyjar í þeirri von að þannig megi takast að leysa fyrsta morðmálið þar í 150 ár. Lögreglumennirnir komu sér- staklega til Norfolk-eyju frá meg- inlandi Ástralíu en fjórir mánuðir eru nú liðnir frá því að 29 ára göm- ul kona, Janelle Patton, var myrt á Norfolk-eyju. Lík hennar fannst vafið inn í plastdúk nærri fossi ein- um og hafði hún verið rekin á hol. Hún var frá Sydney en hafði búið á Norfolk, sem tilheyrir Ástralíu, í rúm tvö ár. Alls búa 2.100 manns á Norfolk- eyju og eru margir þeirra afkom- endur sjómanna sem gerðu upp- reisnina frægu á breska herskipinu Bounty. Verða fingraför 1.630 manns skráð en að auki verður þess farið á leit við um 680 ferða- menn frá Ástralíu og Nýja-Sjá- landi sem voru á Norfolk-eyju er ódæðið var framið að þeir gefi sig fram til að unnt verði að taka af þeim fingraför. Íbúarnir verða ekki þvingaðir til að láta taka af sér fingraför heldur hefur lögregla óskað eftir sam- starfi við þá í þeirri von að þannig megi leysa morðgátuna, sem rask- að hefur ró margra í þessu kyrrláta samfélagi. „Norfolk er eins og Ástralía var fyrir 10 til 15 árum. Hér læsa menn ekki bílum sínum eða húsum og konur eru ekki hræddar við að vera einar á ferli,“ segir einn íbúanna, Brian Purss. Fram til þessa hefur alvarlegri glæpur en bílþjófnaður og ölvunar- akstur tæpast þekkst í þessu sam- félagi. Lögregla hefur nokkra menn grunaða um morðið á Janelle Patt- on og hyggst nú bera fingraför íbú- anna saman við þau sem fundust á líki hennar og við morðstaðinn. Gert er ráð fyrir að um mánuð taki að fá fingraför af íbúunum og ferðamönnunum. 34 ferkílómetra paradís Breski landkönnuðurinn James Cook fann Norfolk-eyju árið 1774. Eyjan er 34 ferkílómetrar að stærð en síðar varð hún einn illræmdasti geymslustaður áströlsku fanganý- lendunnar. Síðasti fanginn fór það- an árið 1855 og fluttu þá margir af- komenda uppreisnarmanna á Bounty þangað ásamt eiginkonum sínum frá Pitcairn-eyju sem einnig telst afskekkt mjög á Suður- Kyrrahafi. Um 35% íbúa Norfolk- eyju eru afkomendur uppreisnar- manna á Bounty. Eyjan þykir hin mesta „paradís“ og þangað kemur árlega nokkur fjöldi ferðamanna, einkum frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Auk ferðaþjónustu lifa eyjarskeggjar á fiskveiðum. Fingraför tekin af öllum íbúunum Fyrsta morðið í 150 ár vekur óhug á Norfolk-eyju AP Fingraför tekin af einum íbúa Norfolk-eyju í gær. Norfolk-eyju. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.