Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
SKÝRSLU Einars Árnasonar, hag-
fræðings Félags eldri borgara í
Reykjavík, sem kom fram nýlega,
hefur vakið mikla
athygli, en hún
fjallar um hvað
eftirlaun al-
mannatrygginga,
ellilífeyrir og
tekjutrygging
hafa hækkað mik-
ið minna en ef þau
hefðu fylgt
launaþróun eða
lægstu launum
verkamanna. Þar kemur fram að ef
greiðslur Tryggingastofnunar, ein-
greiðsla, ellilífeyrir og tekjutrygg-
ing, hefðu fylgt launaþróun frá 1995,
væru þær rúmlega sjö þúsund krón-
um hærri en þær eru í dag og ef
þessar greiðslur hefðu fylgt lægstu
launum verkamanna, væru þær
rúmlega sautján þúsund krónum
hærri en þær eu í dag. Þetta höfum
við eldri borgarar sagt að væri rýrn-
um kaupmáttar miðað við aðra.
Aðstoðarmaður forsætisráðherra
hefur skrifað greinar þar sem hann
talar um að kaupmáttur elliífeyris
hafi aukist um rúm 14% frá 1995 og
því sé rangt að tala um rýrnun kaup-
máttar. Það hefur enginn haldið því
fram að kaupmáttur ellilífeyris hafi
ekki aukist, hann hefur aukist síðan
1995, en marfalt minna en hjá öðr-
um, það er staðreyndin. Þetta er
kaupmáttarrýrnun miðað við aðra,
þó það sé ekki bein kaupmáttar-
lækkun.
Aðstoðarmaður forsætisráðherra
skrifar grein í Morgunblaðið í dag,
31. júlí, þar sem hann segir að hækk-
anir á greiðslum til ellilífeyrisþega
hafi áður verið miðaðar við hækkun
lægstu launa, en með lögum 1995 og
1997 hafi ellilífeyrisþegum verið
tryggð vernd gegn kaupmáttarrýn-
un með því að miða við umsamdar
launahækkanir á almennum mark-
aði, en ef verðbólgan hækkaði meira
skyldu greiðslur hækka í samræmi
við það. Sannleikurinn er sá að þessi
breyting 1995 og 1997 varð til þess
að tryggja að ellilífeyrisþegar hafa á
undanförnum árum fengið mun
minni hækkanir en þeir hefðu fengið
ef lögum hefði ekki verið breytt. Það
má því segja að þessi lög frá 1995 og
1997 hafi verið til að tryggja kaup-
máttarrýnun ellilífeyrisþega miðað
við aðra. Í þessari grein í dag segir
aðstoðarmaður forsætisráðherra
m.a.: ... „ekki á að miða við almenna
launavísitölu sem mælir allt launa-
skrið í landinu, heldur um þær
hækkanir sem launþegar semja um í
almennum kjarsamningum. Launa-
vísitalan grípur enda allar hækkanir
í samfélaginu, þar á meðal þær sem
ekki er samið um. Hún inniheldur
m.a. launahækkanir tölvunarfræð-
inga á þeim árum sem netbólan fór
sem hæst og starfsfólks sjúkrahúsa
sem nutu launahækkana umfram al-
menna kjarasamninga.“ Síðar í
greininni segir: „Hið rétta er að
kaupmáttur launatekna hefur hækk-
að umtalsvert en þó ekki eins mikið
og hinna lægst launuðu sem hafa
bætt hag sinn meira en aðrir. Sama á
við um kjör aldraðra, þau hafa fylgt
umsömdum kauphækkunum en ekki
hækkað jafn mikið og til dæmis
launaskriðið í þjóðfélaginu eða
lægstu laun. Allt tal í þessu sam-
bandi um að kjör aldraðra hafi rýrn-
að er misvísandi.“
Þarna staðfestir aðstoðarmaður
forsætisráðherra það sem fram kem-
ur í skýrslu Einars Árnasonar að
kjör aldraðra hafa ekki hækkað í
samræmi við launaþróun eða hækk-
un lægstu launa. Hann endar svo
greinina með því að segja að það sé
mikilvægt að kaupmáttur aldraðra
haldi áfram að vaxa eins og hann hef-
ur gert undanfarin ár.
Þetta þýðir að hann telur mikil-
vægt að kaupmáttur aldraðra hækki
mun minna en annarra lágtekju-
manna í framtíðinni eins og hingað
til. Þannig virðist hann telja það mik-
ilvægt að við búum við áframhald-
andi kaupmáttarrýrnun, kjaraskerð-
ingu, minni kaupmátt en aðrir – eða
hvað menn vilja kalla það. Glæsileg
framtíðarósk okkur til handa.
Það er staðreynd að við höfum bú-
ið við mun rýrari kaupmátt og minni
kaupmáttaraukningu en aðrir sam-
bærilegir hópar og bilið milli lægstu
launa og ellilífeyris er alltaf að
aukast okkur í óhag.
KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON,
formaður Félags eldri borgara
í Kópavogi.
Kaupmáttur
ellilífeyris
Frá Karli Gústafi Ásgrímssyni:
Karl Gústaf
Ásgrímsson
Brúðargjafir
Mörkinni 3, s: 588 0640
Opið mánudag-föstudags 11-18.
Lokað á laugardögum í sumar
Salsaskálar frá
Toppárangur
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Söluaðilar um land allt