Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Rammen om et godt liv... ELDASKÁLINN Invita sérverslun Brautarholti 3, 105 Reykjavík Sími: 562 1420 - Netfang: eldask@itn.is Umgjörð u gott líf... Persónulega eldhúsið NOKKRAR fimm til sex metra aspir sem standa í bakgarði við Dúfnahóla 2 voru eyðilagaðar á dögunum. Að sögn Júlíusar Daníelssonar, íbúa í húsinu, var börkurinn skorinn af trjánum. Lífræn starfsemi í trénu fer að mestu leyti fram í berkinum og því lítið annað að gera en að fella trén. Að sögn Júlíusar voru þrjú tré eyðilögð fyrir nokkrum árum en þar voru börn að verki. Í garðinum eru nokkrir trjálundir en Júlíus segist ekki vita hverjir voru að verki í þetta sinn. „Þetta er afar fallegt og verndað svæði og gróðurinn ótrúlega mikill sem hefur orðið til á nokkrum ár- um,“ segir Júlíus. Hann segir mikla eftirsjá meðal íbúa af trjánum og vill að lokum benda foreldrum og for- ráðamönnum á að brýna fyrir börn- um sínum að ganga vel um svæðið. Aspir eyðilagðar Breiðholt Morgunblaðið/Arnaldur Júlíus við eina af öspunum sem búið var að fletta berkinum af. KÓPAVOGSBÆR hefur sent skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar bréf með at- hugasemdum vegna tillögu að deili- skipulagi Norðlingaholts sem nú er í auglýsingu, þar sem meðal annars er lagt til að fallið verði frá jafn þéttri byggð og ráðgert er að reisa á umræddu svæði. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir 1.100 íbúðum á svæðinu ásamt grunnskóla, 2–3 leikskólum og sam- býli auk 43.000 m² af atvinnuhús- næði. Í bréfinu, sem Sigurður Geirdal bæjarstjóri ritar undir, segir að í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæð- isins 2000–2024 sé lögð áhersla á varðveislu hinna „grænu geira“ sem tengi upplandið – Græna tref- ilinn, „um ár og dali til sjávar og stranda“. Augljóst megi vera, af umfjöllun um svæðisskipulagið, hve mikla áherslu sveitarfélögin sem stóðu að gerð þess, ætli að leggja á þennan þátt skipulagsins. Í bréfinu segir m.a.: „Bæjaryf- irvöld Kópavogs vilja því benda borgaryfirvöldum á að fyrirhuguð 3.000–3.300 manna byggð með sex hæða blokkum ásamt atvinnusvæð- um og tveimur bensínstöðvum í Norðlingaholti slíti í sundur Græna trefilinn og um leið tengslin milli útvistarsvæðisins umhverfis Rauða- vatn annars vegar og útvistarsvæða við Rauðhóla og Elliðavatn hins vegar.“ Í bréfinu segir að byggðin í Norðlingaholti muni mynda „fimb- ulstíflu“ og verða taktleysa milli fjölsóttra útuvistarsvæða. Kópavogsbær þakkar sérstak- lega að bærinn hafi fengið til kynn- ingar með formlegum hætti tillögu að deiliskipulagi eins og mælt sé fyrir um í skipulags- og bygging- arlögum. Slíkt sé nýmæli sem beri að þakka sérstaklega. Minnt er á að í desember 2000 hafi samkomulag verið undirritað milli Reykjavíkurborgar og Kópa- vogs um skipulag umhverfis Elliða- vatn og lífríki vatnsins. Í kjölfarið hafi verið settur á laggirnar vinnu- hópur með fulltrúum beggja sveit- arfélaga sem í júní sl. hafi fundað 17 sinnum. Bæjaryfirvöld í Kópa- vogi telja vinnuhópinn ágætan vett- vang til skoðanaskipta, m.a. um skipulag fyrirhugaðarar byggðar við vatnið, bæði í lögsögu Kópavogs og Reykjavíkur. Ekki hægt að útiloka að olía eigi greiða leið í grunnvatn Bent er á það í bréfinu að deili- skipulagssvæðið sem um ræðir liggi að lögsögu Kópavogs og því eðlileg vinnubrögð í samskiptum grann- sveitarfélaga að Reykjavíkurborg hefði kynnt tillöguna bæjarfyrir- völdum í Kópavogi áður en borgin samþykkti að auglýsa hana til at- hugasemda. Bæjaryfirvöld telja nauðsynlegt að endurskoða tillöguna með tilliti til þess hvar ráðgert sé að heimila byggingu bensínstöðvar. Vísað er í berggrunnskort Orkustofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem sýndar eru sprungur og mis- gengi á deiliskipulagssvæðinu og er bent á að ekki sé hægt að útiloka að bensín og olíur eigi greiða leið í grunnvatn svæðisins. Segir þar að þetta sé sérstaklega alvarlegt fyrir drykkjarvatn íbúa höfuðborgar- svæðisins þar sem fyrirhuguð bens- ínstöð við Suðurlandsveg sé á mörkum vatnsverndar og að sprungur á svæðinu liggi jafnframt inn í vatnsverndarsvæðið að Bugu sem renni í Elliðavatn. Slíkt gæti því haft skaðleg áhrif á lífríki Elliðavatns. 4–6 hæða blokkir í 50–60 m fjarlægð frá Bugðu Minnt er á að í umhverfisáætlun Reykjavíkurborgar – Staðardag- skrá 21, komi fram að unnið verði að stofnun fólkvangs og friðlýsingu á 100–200 m svæði umhverfis Úlf- arsá, Leirvogsá og vatnasvæði Elliðavatns, þ.e. Bugðu, Suðurá og Hólmsá, í samstarfi við nærliggj- andi sveitarfélög. Bent er á í því sambandi að fyrirhugaðar fjögurra til sex hæða blokkir suðvestast á deiliskipulagssvæðinu séu aðeins í 50–60 m fjarlægð frá bakka Bugðu. „Hæð byggðarinnar hefur því tröllaukin áhrif á umhverfi árinnar. Með tilvísan í ofangreinda „um- hverfisáætlun“ telja bæjaryfirvöld í Kópavogi því eðlilegt að deiliskipu- lagstillagan verði endurskoðuð á ofangreindu svæði og fjölbýlishúsin færð fjær,“ segir í bréfinu. Bent er á að þéttleiki byggðar í Norðlingaholti sé 26 íbúðir á hvern hektara en í lögsögu Kópavogs í Vatnsenda sé gert ráð fyrir 8,5 íbúðum á ha. Um reginmun sé því að ræða á áætlunum sveitarfélag- anna varðandi þéttleika byggðar á svæðum sem liggja að Elliðavatni og útivistarsvæðum umhverfis það. Bent er á að í bréfi Borgarskipu- lags til Bæjarskipulags Kópavogs frá ágúst í fyrra hafi komið fram sú krafa skipulagsyfirvalda í Reykja- vík að uppbygging á svæðinu verði í samræmi við meginmarkmið svæðisskipulagsins og umhverfis- stefnu sveitarfélaganna sem fram komi t.d. í Staðardagskrá 21. Bæj- aryfirvöld telji því eðlilegt að Reykjavíkurborg endurskoði tillögu sína að deiliskipulagi Norðlinga- holts til að mæta eigin stefnu í um- hverfismálum. Athugasemdir Kópavogsbæjar vegna tillögu að deili- skipulagi 3.000 manna byggðar í Norðlingaholti Reginmunur á áætlunum um þéttleika byggðar Kópavogur ALDARAFMÆLIS Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum var minnst á Akureyri í gær. Í Mennta- skólanum á Akureyri var haldin vísindaráðstefna og í Amts- bókasafninu var opnuð sýning um líf og starf Steindórs. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra setti ráðstefnuna í MA en mennta- málaráðherra var bæði nemandi og samstarfsmaður Steindórs við skólann. Í máli menntamálaráðherra kom m.a. fram að í persónu Steindórs Steindórssonar endurspeglaðist margt af því besta sem þjóðin hef- ur öðlast á einni öld og leggur í hendur þeirra sem á eftir koma. Bjartsýni og þrá eftir þekkingu, starfsgleði og fórnfýsi, tryggð við menningararf og trú á framfarir. „Hann var þó síst af öllu maður einnar aldar. Þekking hans stóð mjög djúpum rótum, hann var glöggur og hann var smekkvís á verðmæti liðins tíma, hann var haf- sjór fróðleiks um þjóðleg fræði,“ sagði menntamálaráðherra. Á ráðstefnunni fjölluðu fjórir vísindamenn um efni sem tengdist grasafræðirannsóknum Steindórs, auk þess sem sex vinir og kunn- ingjar hans fjölluðu um aðra þætti í lífi hans og starfi. Á sýningunni í Amtsbókasafninu, sem stendur út ágústmánuð, eru til sýnis bækur, handrit og munir sem tengjast lífi og starfi Steindórs. Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks sat vísindaráðstefnu í Menntaskólanum á Akureyri í gær, sem haldin var í aldarminningu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. Aldarafmælis Steindórs Steindórssonar minnst TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra sagði það fjarri því að hætt yrði við byggingu rannsóknar- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri, þrátt fyrir úrskurð kæru- nefndar útboðsmála. Eins og fram kom fyrir helgi hefur kærunefnd útboðsmála lagt fyrir Ríkiskaup að hafna tilboði Íslenskra aðalverk- taka, ISS á Íslandi og Landsafls í bygginu hússins, sem ógildu. „Við munum fara ítarlega yfir þennan úrskurð, til að átta okkur á því hvað í honum felst og skoða stöðuna í framhaldi af því. Í raun má segja að við höfum orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með að fá ekki að byggja það hús sem mælt var með og við óskuðum okkur að fá. Það var mikil ánægja með þá lausn sem mælt var með að samið yrði um en það er ekki þar með sagt að hin lausnin sé slæm.“ Menntamálaráðherra sagði það óhjákvæmilegt þegar mál af þessu tagi kæmi upp, bæði kæran sem slík og svo úrskurðurinn eins og hann er, að tafir yrðu á málinu. „Við munum leita leiða til að láta þær tafir verða sem minnstar en málið mun skýrast frekar á næstu dögum.“ Tvö tilboð bárust í framkvæmd- ina að undangengnu lokuðu útboði í forvali, annars vegar frá Ístaki og Nýsi og hin vegar Íslenskum að- alverktökum, ISS á Íslandi og Landsafli. Tilboð ÍAV, ISS og Landsafls varð fyrir valinu og í kjölfarið kærðu Ístak og Nýsir út- boðið til kærunefndar útboðsmála. Sigfús Jónsson framkvæmdastjóri Nýsis sagði í Morgunblaðinu á laugardag, eftir að úrskurðurinn lá fyrir, að ríkið hefði aðeins um tvo kosti að ræða í stöðunni, að semja við Ístak og Nýsi eða hætta við framkvæmdina. Hér er um svonefnda einkafram- kvæmd að ræða upp á vel á annan milljarð króna. Til stóð að hefja framkvæmdir við byggingu hússins nú í sumar og afhenda það fullbúið næsta haust. Ekki hætt við að byggja rannsóknar- og nýsköpunarhús við HA Vonbrigði að fá ekki það hús sem við óskuðum eftir HANDVERKSHÁTIÐINNI Hand- verk 2002 lauk á Hrafnagili í Eyja- fjarðarsveit á sunnudag en hátíðin var sett sl. fimmtudag. Að sögn Ingi- bjargar Aspar Stefánsdóttur fram- kvæmdastjóra, sóttu sýninguna á milli 10 og 11 þúsund gestir. Ingi- björg sagði að aðsókn hefði farið langt umfram væntingar og að bæði sýnendur og gestir hefðu verið mjög ánægðir með hvernig til tókst. Alls voru sýnendur um 110 talsins á inni- og útisvæði og auk þess að kynna vörur sínar seldu þeir mikið. Sýningin stóð yfir í fjóra daga og sagði Ingibjörg að dreifing fólks yfir sýningardagana hafi verið mun jafn- ari en áður. Ingibjörg sagði að sýn- endur hefðu verið af öllu landinu og gestir einnig og að gestir hefðu verið á öllum aldri. Handverkshátíðin var nú haldin í 10. sinn og var torf og grjót þemað að þessu sinni. Þegar er farið að und- irbúa næstu sýningu að ári en þá verður kýrin þema hátíðarinnar. Aðsókn umfram vænt- ingar á Handverk 2002

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.