Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 35
✝ Kristín EiríksínaÓlafsdóttir
fæddist í Nefstaða-
koti í Fljótum 6. júlí
1901. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Hlíð á Akureyri 3.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar Kristínar
voru Ólafur Þorkell
Eiríksson, f. á Stóru-
Brekku í Fljótum 19.
apríl 1869, d. 26.
ágúst 1935, og kona
hans Björg Halldórs-
dóttir, f. á Húnstöð-
um í Fljótum 10.
ágúst 1876, d. á Akureyri 26. júlí
1960. Kristín ólst upp á Steinhóli í
Flókadal hjá fósturforeldrum sín-
um, þeim Guðbrandi Jónssyni, f. 7.
september 1865, fórst með há-
karlaskútunni Maríönnu árið
1922, og Sveinsínu Jórunni Sigurð-
ardóttur, f. 31. október 1867, d. 15.
febrúar 1929. Systkini Kristínar
eru Þorvaldur Jón, f. 21. október
1898, Valdimar Tryggvi, f. 14.
mars 1900, Einar Kristinn, f. 11.
maí 1905, Dóróthea Friðrika, f. 23.
febrúar 1907, Þórður Halldór, f.
10. júní 1909, og Anna, f. 25. októ-
ber 1912. Bræðurnir eru allir látn-
ir. Kristín giftist 6. maí 1922 Jóni
Pálssyni trésmíðameistara frá
Ósk Ólafsdóttur hjúkrunarfræð-
ingi. Þau eiga þrjú börn; 2) Berg-
þóra, húsfreyja og fyrrverandi
skrifstofumaður, f. 28. júní 1929.
Hún var gift Birni Sigurðssyni,
húsgagnasmíðameistara á Seyðis-
firði, f. 24. júlí 1926, d. á Akureyri
6. apríl 1967. Synir þeirra eru: a)
Sigurður Jón, húsasmíðameistari í
Reykjavík, f. 7. apríl 1957, kvænt-
ur Ólöfu Sæmundsdóttur, sjúkra-
liða og glerlistamanni, f. 19. mars
1961. Þau eiga einn son á lífi. b)
Kristinn, rafiðnfræðingur á Akur-
eyri, f. 28. maí 1959, kvæntur
Eddu Sigrúnu Friðgeirsdóttur
verslunarmanni, f. 2. apríl 1958.
Þau eiga þrjá syni.
Kristín fluttist til foreldra sinna
á Siglufirði árið 1913. Þar gekk
hún í barnaskóla og vann ýmis til-
fallandi störf. Til Akureyrar flutti
Kristín með foreldrum sínum árið
1919 og vann þar ásamt því að
nema sauma og hannyrðir. Ævi-
starf Kristínar var húsmóðurstarf
en með því vann hún á árum áður á
saumastofunni Heklu á Akureyri.
Á yngri árum starfaði hún í Verka-
lýðsfélaginu Einingu og nú á efri
árum var hún þátttakandi í Félagi
eldri borgara á Akureyri. Kristín
og Jón settu fyrst saman bú í Arn-
arnesi á Galmaströnd en fluttust
til Akureyrar árið 1925. Þau hjón-
in eignuðust Aðalstræti 32 árið
1929. Þar bjó Kristín fram á síðast-
liðinn vetur.
Útför Kristínar verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Hallgilsstöðum í Arn-
arneshreppi, f. 29.
mars 1885, d. 20. des-
ember 1972. Foreldr-
ar hans voru Páll
Jónsson, f. á Hólum í
Eyjafirði 8. nóvember
1851, d. 4. mars 1930,
og kona hans, Mar-
grét Guðmundsdóttir,
f. í Stóra Dunhaga 25.
janúar 1852, d. 7. nóv-
ember 1933.
Börn Kristínar og
Jóns eru: 1) Arngrím-
ur, fyrrverandi prest-
ur í Odda á Rangár-
völlum og í Háteigskirkju í
Reykjavík, f. 3. mars 1923, kvænt-
ur Guðrúnu Sigríði Hafliðadóttur,
húsfreyju og sjúkraliða frá
Hergilsey á Breiðafirði, f. 30. apríl
1921. Börn þeirra eru: a) Hafliði,
leikhúsfræðingur og leiklistar-
ráðunautur í Borgarleikhúsinu, f.
26. mars 1951, kvæntur Margréti
Jóhönnu Pálmadóttur, tónlistar-
manni og kórstjóra, f. 28. apríl
1956. Þau eiga þrjú börn. b) Krist-
ín, myndlistarmaður og mynd-
menntakennari í Reykjavík, f. 5.
júní 1953. Hún á fjögur börn og
eitt barnabarn. c) Snæbjörn, bóka-
útgefandi í Reykjavík, f. 15. nóv-
ember 1961, kvæntur Guðrúnu
Amma var mikil húsmóðir og sér-
staklega hreinlát og hirðusöm. Það
var alltaf hreint og fallegt í Aðalstræti
32, þessu litla timburhúsi, frá því ég
man eftir mér. „Í þessu húsi hefur
aldrei verið ófriður,“ sagði hún. Áður
fyrr bjuggu allt að 13 manns í húsinu,
þau leigðu risíbúð og stundum stofu
niðri. Á kreppuárunum tóku þau við
fátæku fólki sem átti erfitt. Leigan
var lág og ekki gengið eftir henni ef
efni skorti til að greiða hana. Afi og
amma áttu ríka samúð með þeim, er
máttu sín lítils, höfðu lítil efni og fá úr-
ræði. Amma hafði ætíð mikinn áhuga
á þjóðfélagsmálum og sem ung kona
gaf hún sig að félagsstarfi í Verka-
kvennafélaginu Einingu. Samúð
hennar var tengd kjörum alþýðufólks
á kreppuárunum. Verkalýðsstéttin
var hennar stétt. Henni og afa fannst
þau ekki eiga annars staðar heima.
Hér er ekki um það að ræða að aðhyll-
ast stjórnmálakenningu heldur var
afstaðan miðuð við það sem þau
reyndu á sjálfum sér og sameiginleg-
an vanda fjölda fólks. Hér var verið að
berjast fyrir sæmd sinni gegn niður-
lægingu fátæktar og örbirgðar sem
svo margir áttu við að etja á þessum
árum. Atvinnuleysið var mikið og því
setið um hvert viðvik. Þess vegna
stundaði amma síldarvinnu á sumrin
þegar hún bauðst. Hún kunni til
verka því hún hafði unnið við síldar-
söltun á Siglufirði á unglingsárunum.
Og ef ég þekkti ömmu rétt hlýtur hún
að hafa verið afburða afkastamikil og
kappsfull, – dugleg.
Frá því árið 1934 bjó á loftinu hjá
ömmu Jóhanna Jónsdóttir. Hún flutti
í Aðalstræti 32 með föður sínum og
nýfæddum syni. Amma og Jóhanna
hafa því verið samvistum í 72 ár sam-
fleytt. Báðar hafa þær náð meira en
100 ára aldri. Amma var 101 árs er
hún lést og Jóhanna er 102 ára. Þær
bjuggu einar í húsinu í um 30 ár og
sáu um sig sjálfar með aðstoð síðustu
árin, allt þar til í lok janúar á þessu ári
er amma slasaðist og var lögð á
sjúkrahús. Síðustu mánuði hafa þær
búið á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Ak-
ureyri. Þetta sýnir hinn mikla dug
ömmu og Jóhönnu. „Það þarf enginn
að hafa áhyggjur af okkur,“ sögðu
þær.
Ömmu leið hvergi betur en heima
hjá sér enda var friðsamt og gott að
vera húsinu hennar. „Maður þráir
bara að vera í því skoti þar sem mað-
ur hefur verið svo lengi.“ Alltaf hafði
amma nóg fyrir stafni við saumaskap
og handavinnu og henni þóttu dag-
arnir aldrei nógu langir. Henni þótti
skammdegið gott. Það hefði róandi
áhrif og auðvitað gladdist hún er sól
fór að hækka á lofti.
Amma var afar lífsglöð kona, létt í
lund, naut lífsins og hafði ríka lífs-
löngun. Henni þótti lífið yndislegt og
svo er Guði fyrir að þakka að hún var
heilsugóð og hugmikil allt fram á síð-
asta ár. Henni þótti mikilsvert að laga
sig að því sem forsjónin færði mönn-
um í hendur. „Eftir því eigum við að
lifa. Það er mikilvægt að sætta sig við
hlutina og hafa létta lund.“
Þetta er löng og falleg ævi.
Amma var merkiskona, ekki ein-
göngu af því sem hún kom í verk held-
ur ekki síst fyrir það sem hún var.
Hafliði Arngrímsson.
Það kom mér ekki á óvart þegar ég
frétti að Kristín amma mín væri dáin.
Hún var búin að vera lasburða und-
anfarið og þó að lífsviljinn virtist
óbugaður var ljóst að líkaminn var að
gefa sig. Hún var orðin 101 árs en
hafði verið ern þar til síðastliðið
haust. Hún varð fyrir áfalli í jan-
úarlok og var flutt á sjúkrahús. Þang-
að til hafði hún búið í húsinu við Að-
alstræti 32 í rúmlega 70 ár.
Á loftinu bjó Jóhanna Jónsdóttir
sem nú er 102 ára. Hún bjó með
ömmu í 68 ár og þær voru einar í hús-
inu í 30 ár. Mikil samheldni var með
fjölskyldunum.
Það eru ýmsar minningar sem
koma upp í hugann þegar ég hugsa
um ömmu, sérstaklega frá þeim tíma
sem ég og Hafliði bróðir minn dvöld-
um hjá henni og afa í Aðalstrætinu.
Ég var fimm ára, Hafliði sjö ára og
foreldrar okkar höfðu farið til náms í
Englandi.
Ég man eftir morgnunum þegar afi
kveikti upp í kolaeldavélinni, setti á
sig derhúfuna, steig á svarta reiðhjól-
ið og hélt af stað í vinnuna. Á böggla-
beranum var nestisboxið hans.
Ég man eftir ömmu standa við
stofugluggannað greiða brúna hárið
sem náði niður að hnjám og flétta það
svo.
Ég man eftir öllum kjólunum sem
hún saumaði á mig og dúkkuna mína
og fína útsaumaða púðanum sem hún
setti undir fæturna á mér þegar ég
var lasin og settist fram á rúmstokk-
inn. Hún sagði að gólfkuldi væri
slæmur kuldi og púðinn væri vörn
gegn honum.
Ég man eftir sunnudögum og ilmi
af lambakótelettum og rabarbara-
sultu og dúkuðu borði í stofunni.
Ég man eftir afa á kvöldin setjast á
stól við rúm okkar systkinanna, lesa
Nonna og Manna og aðrar bækur. Afi
minn var hlýr og þolinmóður og
amma dugleg og hugulsöm. Heimilið
var glaðlegt og notalegt og okkur
systkinunum leið vel.
Seinna, þegar ég var orðin fullorðin
og sat í eldhúsinu hjá ömmu ásamt
Jóhönnu á loftinu, sagði amma mér
frá því þegar hún var ung og kynntist
afa. Hún sagði mér frá lífsbaráttunni
á kreppuárunum og öllu fólkinu sem
eitt sinn bjó í Aðalstræti 32. Hún lauk
frásögninni með þessum orðum:
„Þetta hefur verið ljómandi líf, ég
hefði ekki viljað hafa það öðruvísi.“
Ég er stolt af ömmu minni og bið Guð
að blessa minningu hennar.
Kristín.
Í dag verður til grafar borin amma
mín Kristín Ólafsdóttir. Þrátt fyrir
það að nú sé kveðjustund í þeim skiln-
ingi að við getum ekki farið inn í Að-
alstræti og hitt ömmu, eins og við höf-
um alltaf getað, þá erum við ekki að
kveðja allar þær minningar sem göf-
ug kona hefur getið sér á langri ævi.
Því lifir amma með okkur áfram.
Kristín Ólafsdóttir er af þeirri kyn-
slóð sem ruddi burt hindrununum og
lagði veginn þann er við göngum í dag
og sem okkur finnst vera afar eðlilega
sléttur. Amma var alin upp á barn-
mörgu, fátæku heimili þar sem lítið
var til annað en hjartahlýja. En henni
mátti alltaf deila með öðrum og hún
er að því leyti ólík öðru því sem skipt
er upp að hún bara eykst eftir því sem
meira er gefið.
Amma var sósíalisti og af þeirri
gerð að hún var alltaf aflögufær en
aldrei þiggjandi. Hún giftist Jóni
Pálssyni trésmiði 1922. Þau festu
kaup á Aðalstræti 32 á Akureyri 1929
og bjuggu þar allan sinn búskap. Oft
var mannmargt í Aðalstrætinu í
kreppunni á fyrri hluta síðustu aldar
þegar húsnæðisekla var í bænum. En
þau hjón gátu alltaf tekið við fólki og
veitt því skjól. Á heimilinu ríkti nauð-
synleg aðhaldsemi og samstaða og
það sem þau veittu sér helst voru
kaup á góðum bókum, sem afi las svo
upp úr á kvöldin að góðum sið. Þau
tóku bæði þátt í verkalýðsbaráttu og
var afi til að mynda formaður Tré-
smiðafélagsins um tíma.
Í mínum huga var amma afar rétt-
sýn kona og vissi alltaf hvað var rétt
og hvað rangt og myndaði sér skoð-
anir á hinum ýmsu málum sem voru
til umræðu í þjóðfélaginu allt til hins
síðasta. Hún var alla tíð atorkusöm og
ef maður var að velta einhverju fyrir
sér, í vafa um að gera eða gera ekki,
þá var amma yfirleitt talsmaður
framkvæmda frekar en aðgerðaleys-
is. Einhverju sinni spurði ég ömmu
hví hún hefði ekki viljað ferðast meira
um ævina og svarið var: „Því að vera
að fara eitthvað þegar maður hefur
hér allt sem maður vill?“ Amma var
því alltaf til staðar. Því fannst mér
það slæmt að þegar amma fór í það
ferðalag, sem fyrir okkur öllum liggur
að fara, misfljótt að vísu, en hún hafði
frestað í 101 ár, þá var ég ekki í bæn-
um. Hafði brugðið mér frá. Sennilega
hefur henni ekki þótt verra að hlífa
mér við þeirri stund þegar hún
kvaddi.
Elsku amma, farðu í friði og megi
minningarnar lifa.
Kristinn.
Elsku Kristín mín. Þakka þér fyrir
allt sem þú varst mér. Það eru for-
réttindi að hafa fengið að kynnast
konu eins og þér. Atorkan, dugnaður-
inn og trúin á allt það góða einkenndu
þig. Það var alltaf svo gott að koma til
þín í Aðalstræti 32 og drekka með þér
kaffi og fá nýbakað brauð með. Þú
hafðir frá svo mörgu að segja og gafst
svo góð ráð og hafðir alltaf tíma til að
sinna mér og mínum.
Jesús er mér í minni,
mig á hans vald ég gef,
hvort ég er úti’ eða inni,
eins þá ég vaki’ og sef.
Hann er mín hjálp og hreysti,
hann er mitt rétta líf,
honum af hjarta’ eg treysti,
hann mýkir dauðans kíf.
(Hallgr. Pétursson.)
Guð geymi þig, elsku Kristín mín,
sofðu rótt.
Þín
Edda.
Elsku amma Kristín. Okkur langar
til þess að þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir okkur og stundirnar sem
við áttum með þér. Við munum aldrei
gleyma samverustundunum í eldhús-
króknum þínum í Aðalstrætinu þar
sem við drukkum rjúkandi kakó,
mauluðum kökur og hlustuðum á all-
ar sögurnar sem þú hafðir að segja.
Þessar minningar munum við varð-
veita til æviloka.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér
(Hallgr. Pétursson.)
Þínir
Björn, Einar og Andri.
Kristín Ólafsdóttir í Aðalstræti 32
er búin að kveðja þessa jarðvist, sem
var orðin löng eða 101 ár. Margs er að
minnast og þakka frá því fyrsta ég sá
Kristínu fyrir 68 árum, en þá var ég
bara sjö ára. Hún var gift Jóni Páls-
syni trésmiði, móðurbróður mínum.
Ef einhver úr fjölskyldu minni átti
leið til Akureyrar lá leiðin oftast inn í
Aðalstræti 32 eftir að erindum í bæn-
um var lokið. Oft var gist þar og sofið í
sófanum í litlu stofunni. Stundum
fleiri en eina nótt og alltaf var maður
jafnvelkominn. Tíminn leið og er ég
fór í fyrsta bekk Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar bjó ég ásamt annarri í norð-
urstofunni hjá Jóni og Kristínu og
vorum við þar í fæði líka. Þessi vetur
verður okkur vinkonunum ógleyman-
legur. Oft var þar kátt og margt talað
því að við stöllur þekktum Jóhönnu
og þá sem á loftinu bjuggu. Allur að-
búnaður og viðmót íbúanna í Aðal-
stræti 32 er okkur ljúft að minnast og
þakka. Enn líður tíminn og það var
ekki fyrr en á síðustu 25 árum, sem ég
átti mun nánari samverustundir með
Kristínu, þessari dugnaðar- og stór-
brotnu konu. Hún sleppti sjaldan
verki og var alltaf með verkefni milli
handanna. Allt það sem hún afkast-
aði, heklað, prjónað og saumað, er
stórkostlegt og bæði var hún fljótvirk
og vandvirk. Oft er ég kom var hún
með nýbakað brauð og ekki var það
skorið við nögl sér sem á borð var
borið og gott var það líka.
Kristín las mikið, átti margar góð-
ar bækur, minnug var hún og ættfróð.
Faðir minn var ættfróður og er þau
hittust geystust þau áfram í ættfræð-
inni. Stundum hafði Kristín á orði við
mig að nú vantaði sig Einar á Ósi.
Hún bar alla afkomendur sína fyrir
brjósti og vildi veg þeirra sem mestan
og bestan. Einnig stóð hugur hennar
til systkina sinna og afkomenda
þeirra ásamt fleiri af samferðafólki
sínu.
Síðustu árin var heilsu Kristínar
farið að hraka en hún kvartaði aldrei
og alltaf var sama reisnin yfir henni.
Hvort sem um gleði eða sorgarstund-
ir í lífi Kristínar var að ræða bar hún
ekki tilfinningar sínar á borð fyrir
aðra en bað fyrir öllum sem í hlut
áttu. Þegar sjónin fór að daprast átti
hún það til að hringja til mín og spyrja
hvort ég þyrfti ekki að fara „Skágöt-
una“ en þá þurfti að skoða með henni
mynstur í peysu eða laga eitthvað.
„Skágatan“ var ofan úr Hjallalundi og
niður og inn í Aðalstræti. Nú er þessi
„Skágata“ gengin á enda. Eftir lær-
brot í janúar síðastliðnum átti hún
ekki afturkvæmt til búsetu heima í
Aðalstræti 32.
Jóhanna sem bjó á loftinu hjá
Kristínu í tæp 70 ár fékk að flytja með
henni í maí síðastliðnum til dvalar á
Hlíð og fengu þær að vera þar saman
á herbergi til hinstu stundar Krist-
ínar. Með þessum fátæklegu orðum
bið ég guð að blessa minningu hennar
og guð veri með öllum afkomendum
hennar.
Borghildur Einarsdóttir.
KRISTÍN EIRÍKSÍNA
ÓLAFSDÓTTIR
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur