Morgunblaðið - 15.08.2002, Side 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LANDSVIRKJUN hefur áhuga á
að byggja 8–10 metra háa stíflu í
Laxá í Aðaldal í tengslum við Lax-
árstöðvar. Við þetta myndi orkugeta
stöðvanna aukast um 50-60 GWst á
ári, en í dag er framleiðslan 180
GWst á ári. Segir Þorsteinn Hilm-
arsson, upplýsingafulltrúi Lands-
virkjunar, að lykilatriðið sé þó að
efla öryggi í rekstri stöðvarinnar
auk þess sem þetta sé talið jákvætt
fyrir lífríki Laxár vegna mikils sand-
burðar frá Kráká sem fellur inn í
Laxá við Mývatn. Gert sé ráð fyrir
því að stofnkostnaður vegna fram-
kvæmdarinnar yrði um 300 milljónir
króna.
„Sandurinn berst niður eftir allri
ánni og er að margra áliti að skaða
hrygningarsvæði laxins niður í Að-
aldal. Menn hafa verið nokkuð ná-
lægt því að ná samkomulagi um að
fara saman fram og biðja um þessa
stíflu. Það hefði það í för með sér að
vatn kæmi inn í lónið og sandurinn
settist til þannig að hann bærist ekki
niður eftir ánni. Það væri jákvætt
fyrir lífríki árinnar í Aðaldal að áliti
margra en Landsvirkjun mun ekki
sækjast eftir þessu nema þá í sam-
vinnu við heimamenn.“ Þorsteinn
segir að skoðanir þeirra hafi verið
skiptar en að veiðiréttareigendur og
landeigendur hafi töluverðan áhuga
á framkvæmdinni. Segir hann nauð-
synlegt að skera úr um það með
rannsóknum hvort hækkun stíflunn-
ar hefði góð áhrif fyrir umhverfið í
för með sér.
Vélabúnaður í stöðinni liggur
undir skemmdum
„Þetta er lykilatriði til að reka
stöðina með sæmilegu öryggi. Véla-
búnaður í stöðinni liggur undir
skemmdum út af frumstæðum inn-
taksmannvirkjum. Það berst þarna
inn ís og krapi og grjót að vetri. Það
er nauðsynlegt að hafa meira dýpi
við inntakið til að geta tekið vatn
undan ís frekar en að taka ísinn inn
með grjóti og öllu föstu við inn í vél-
arnar.“ Þorsteinn bætir við að
Landsvirkjun hafi tekið við Laxár-
virkjun árið 1983 og um 10 árum síð-
ar hafi vatnshjólið í nýjasta stöðv-
arhúsinu, sem var byggt á áttunda
áratugnum, verið ónýtt. „Við þurft-
um að leggja í verulegar fjárfest-
ingar við að setja nýtt hjól þarna og
nú liggur það aftur undir skemmd-
um. Það er með ólíkindum hvað það
fer mikið af sandi og grjóti þarna í
gegn.“
Með tilkomu 8–10 metra hárrar
stíflu yrði flatarmál lónsins um 0,6
ferkílómetrar, að sögn Þorsteins. Í
dag er lónið um 0,2 ferkílómetrar.
Þorsteinn segir að þetta hefði áhrif á
vatnsborð árinnar nokkur hundruð
metra upp með gilinu. Lónið yrði
nánast eins og lítil tjörn. „Laxár-
stöðvarnar liggja í gili þar sem áin
rennur út úr Laxárdalnum og niður í
Aðaldal. Stíflan yrði þannig að lónið
væri þarna í gilinu, það myndi ekki
fara upp í Laxárdal eins og gömlu
hugmyndirnar gerðu ráð fyrir, það
var 5–6 sinnum hærri stífla,“ segir
Þorsteinn og vísar þar til Laxárdeil-
unnar svokölluðu á áttunda áratugn-
um en þá stóð til að reisa 56 metra
háa stíflu ofar í gljúfrinu.
Segir Þorsteinn að einnig sé það
hagkvæmur kostur að reisa þarna
nýja og hærri stíflu. „Þetta væri t.d.
alveg rakið ef það væri eitthvað lítið
iðnaðarfyrirtæki að koma þarna inn
sem þyrfti mikla orku. Þetta væri nú
sennilega einhver ódýrasta orkuöfl-
unaraðgerð sem sögur fara af. Þetta
er lítil fjárfesting miðað við þá orku
sem hún gefur.“
Mikilvægt fyrir Húsvíkinga
og nærsveitarmenn
Þorsteinn segir það einnig skipta
miklu máli fyrir Húsavík og ná-
grannabyggðir að Laxárvirkjun geti
framleitt rafmagn. „Þetta svæði fær
rafmagn frá Laxárstöð og það er
einungis gamla línan frá virkjunni til
Akureyrar sem tengist landskerf-
inu. Sú lína bilar stundum og ef það
kæmi saman að hún bilaði og raf-
orkuframleiðslan félli niður í Laxá,
sem hún gerir við og við út af þess-
um aðstæðum, þá gætu Húsavík og
nærsveitir verið illa staddar að vetri
og jafnvel verið rafmagnslausar í
lengri tíma,“ segir Þorsteinn. Hann
bendir á að það geti verið flókið mál
að fá leyfi fyrir byggingu hærri
stíflu þar sem sérlög séu í gildi um
lífríki Mývatns og Laxár sem geri
málin mjög flókin. Landsvirkjun hafi
mikinn áhuga á þessum kosti og ekki
stæði á fyrirtækinu ef samstaða
næðist meðal heimamanna um að
óska eftir leyfi til að reisa stífluna.
Landsvirkjun vill reisa
8–10 m háa stíflu í Laxá
UNDIRBÚNINGUR fyrir Reykja-
víkurmaraþonið stendur sem hæst
en það fer fram á laugardag. Ágúst
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Reykjavíkurmarþons, segir að end-
anlegar tölur yfir fjölda þátttak-
enda komi ekki í ljós fyrr en á
föstudag, en skráningu lýkur í dag.
Hann telur að um þúsund manns
hafi þegar skráð sig, þar af hátt í
400 útlendingar.
„Þeir skrá sig alltaf fyrst og eru
búnir að því í byrjun ágúst,“ bætir
hann við. Hann segir að aðstand-
endur hlaupsins búist við um 3.000
manns en það er svipað og und-
anfarin ár.
Rás og endamark hlaupsins eru í
Lækjargötu og segir Ágúst að það
hefjist klukkan 11 á maraþoni. Að
sögn hans er auk 42 km maraþons
boðið upp á 21 km hálfmaraþon, 10
km hlaup, 10 km línuskautahlaup
og loks 7 km og 3 km skemmti-
skokk. Hann segir að línu-
skautahlaupið hafi fyrst farið fram
fyrir um tveimur árum og þátt-
takan í því hafi aukist lítillega á
þeim tíma.
„Þetta stendur yfir í tæpa sex
tíma og hlaupinu lýkur um fimm-
leytið. Verðlaunaafhending verður
eftir hlaupið klukkan hálfsjö í Ráð-
húsinu og svo nýtum við okkur
menningarnóttina,“ bendir hann á
þegar hann er inntur eftir hvort
einhver dagskrá verði í tengslum
við hlaupið. „Það fá allir verðlauna-
pening og bol og síðan verða nokkr-
ir vinningar dregnir út og loks eru
sérverðlaun fyrir þá sem eru í
fyrstu þremur sætunum,“ bætir
hann við.
Reykjavíkurmaraþonið
þekkt erlendis
Ágúst leggur áherslu á að þátt-
takendur séu á öllum aldri, allt frá
smábörnum, sem taki þátt í 3 km
skemmtiskokki, upp í rúmlega sjö-
tugt fólk. Hann segir dæmi þess að
foreldrar hlaupi með kerrurnar og
stundum séu jafnvel heilu fjölskyld-
urnar meðal þátttakenda.
Á 5 km millibili eru drykkjar-
stöðvar, að sögn hans, þar sem boð-
ið verður upp á orkudrykki og vatn.
Læknar og hjúkrunarlið verða til
reiðu meðan á hlaupinu stendur og
til aðstoðar er hlauparar koma í
mark.
Hann segir hlaupið nú í 19. sinn.
„Reykjavíkurmaraþonið er orðið
tiltölulega þekkt erlendis og þess
vegna fáum við alla þessa útlend-
inga. Þetta eru almennt útlend-
ingar sem stunda maraþon og fara
jafnvel á milli hlaupa til að safna
hlaupum,“ segir hann. Ágúst bend-
ir á að undirbúningur hlaupsins
standi yfir allan ársins hring. Í
fyrstu felist hann mest í að þjónusta
útlendinga, öflun samstarfsaðila og
fleira. Hann segir að margir sinni
þessum undirbúningi og um 200
manns starfi við maraþonið sjálft.
Undirbúningur Reykjavíkurmaraþonsins stendur sem hæst
Morgunblaðið/Jim Smart
Tveir starfsmenn Reykjavíkurmaraþonsins mála merkingar vítt og
breitt um borgina fyrir hlaupið sem verður á laugardaginn kemur.
Á fjórða hundrað
útlendinga meðal
þátttakenda STARFSLAUN listamanna Reykja-
víkurborgar, sem úthlutað er árlega,
hækka úr 127 þúsund krónum á mán-
uði í 181 þúsund krónur.
Í frétt frá menningarmálanefnd
Reykjavíkur kemur fram að einhugur
hafi verið um það innan nefndarinnar
að launin hafi verið of lág enda hafi
þau ekki fylgt launa- og verðlagsþró-
un. Eftir hækkun eru þau samsvar-
andi starfslaunum listamanna hjá rík-
inu. Hækkunin var staðfest í
borgarráði í fyrradag.
Þá segir að útgjöld borgarinnar
vegna málaflokksins aukist ekki, enda
bundin í fjárhagsáætlun, því starfs-
launamánuðum verði fækkað tilsvar-
andi.
Tilkynnt verður á menningarnótt,
samkvæmt upplýsingum frá menn-
ingarmálanefnd, hverjir hljóta starfs-
laun í ár. Fyrirsjáanlegt er að vegna
launahækkunarinnar verði úthlutað
37 starfsmánuðum næst, vegna ársins
2004, nema komi til aukin framlög. Til
úthlutunar fyrir árin 2002 og 2003
koma 49 starfsmánuðir.
Þá er menningarmálanefnd jafn-
framt þeirrar skoðunar að leitast beri
við að lengja starfstímabil þeirra sem
hljóta starfslaun og verður því ekki
færri en þremur mánuðum úthlutað í
hverju tilviki. Á laugardaginn verður
úthlutað starfslaunum til 13 lista-
manna í þrjá til sex mánuði.
Laun lista-
manna
Reykjavík-
urborgar
hækka
BIFREIÐ skemmdist talsvert eftir
að hafa lent á vegg í Vestfjarðagöng-
unum um kl. 23 í fyrrakvöld. Að sögn
lögreglunnar á Ísafirði var bifreiðin
á leið frá Önundarfirði til Ísafjarðar
þegar ökumaðurinn missti stjórn á
henni í Breiðadalslegg ganganna
með þeim afleiðingum að hún lenti á
vegg. Ekki urðu slys á fólki við
áreksturinn, en tveir farþegar voru í
bifreiðinni ásamt ökumanni, sem er á
átjánda aldursári. Bifreiðin er óöku-
fær eftir áreksturinn.
Lögreglan á Ísafirði, segir aug-
ljóst að ekið hafi verið nokkuð ógæti-
lega þegar slysið varð.
Ók á vegg
í Vestfjarða-
göngunum
MINNIHÁTTAR eldur kom upp í
Sementsverksmiðjunni á Akranesi í
gærmorgun og var slökkvilið bæjar-
ins kallað út um ellefuleytið. Að sögn
lögreglunnar á Akranesi tók skamma
stund að slökkva eldinn, sem olli smá-
vægilegum skemmdum, þar á meðal
reykskemmdum og smávægilegum
skemmdum í vél í húsinu. Talið er að
kviknað hafi í olíu í leðjudælu með
fyrrgreindum afleiðingum.
Eldur í Sements-
verksmjðu
Akraness
INNBROTSÞJÓFUR var handtek-
inn aðfaranótt þriðjudags eftir að
hafa verið staðinn að verki við inn-
brot í Fella- og Hólakirkju. Örygg-
isverðir urðu hans varir, en hann
hafði farið inn um þakglugga og stol-
ið tveimur slökkvitækjum. Hann
lagði á flótta er hann varð öryggis-
varðanna var en fannst skömmu síð-
ar í runna í nágrenni kirkjunnar.
Lögreglan í Reykjavík færði hann á
lögreglustöð til yfirheyrslu, en um er
að ræða 23 ára gamlan mann sem
hefur komið við sögu lögreglu vegna
ýmissa sakamála.
Braust inn
í kirkju
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦