Morgunblaðið - 15.08.2002, Page 6

Morgunblaðið - 15.08.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ OPINN SKÓGUR er samstarfsverk- efni skógræktarfélaga ásamt fyr- irtækjunum Olís og Alcan á Íslandi en markmiðið er að opna aðgang að skógræktarsvæðum, bæta aðstöðu á þeim og auðvelda gestum að ganga um. Einnig verður lögð áhersla á að upplýsingar verði aðgengilegar þannig að gestir geti fræðst um líf- ríki, náttúru og sögu viðkomandi svæðis. Daníelslundur í hjarta Borgarfjarðar Daníelslundur í landi Svigna- skarðs í hjarta Borgarfjarðar verð- ur fyrsta skrefið sem Skógrækt- arfélagið tekur í þeirri viðleitni að bæta aðgengi að skógum. Brynjólfur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Ís- lands, segir að skógar séu eitt allra vinsælasta umhverfi til útivistar og þar geti fólk leitað afþreyingar með ýmsum hætti allan ársins hring. „Það hefur komið berlega í ljós að skóglendi eru mjög vinsæll áfanga- staður almennings. Sums staðar hafa skógreitir verið mjög þéttir og kannski ekki mjög aðgengilegir fyr- ir almenning og með þessu átaki vilj- um við gera þessi svæði fýsilegri til útiveru, bæði með göngustígum, fræðslu og eins með því að gera fólki kleift að setjast niður og borða nest- ið sitt eða grilla.“ Aðspurður segir Brynjólfur að í upphafi hafi menn ekki séð slíka þróun fyrir, fyrir um 40–50 árum hafi menn einkum verið að hugsa um að nytjaskóga og þess vegna séu margir skóganna mjög þéttir. „Þetta er því ný hlið á skógrækt á Íslandi sem við erum að leggja meiri og meiri áherslu á, þ.e. að skógrækt- arsvæðin geti nýst almenningi á Ís- landi til ánægju og yndisauka.“ Brynjólfur segir Daníelslund í landi Svignaskarðs vera fyrsta skrefið af fleirum en það er um 25– 30 hektara skógsvæði. „Það munu blasa við fánar um helgina þannig að þeir sem eru vanir að þjóta þarna eftir þjóðveginum munu taka eftir þeim og gefst kærkomið tækifæri til þess að stoppa og slaka aðeins á eða jafnvel fara í gönguferð um stíga sem þarna hafa verið lagðir.“ Daníelslundur í alfaraleið Brynjólfur segir skóglendi í kringum þéttbýli vera orðinn veiga- mikinn þátt í útivist fólks og fólkinu fjölgi í takt við það sem gert er til þess að laða það að svæðunum. „Hátt í 200 þúsund manns sækja Kjarnaskóg á hverju ári og um 300 þúsund Heiðmörk. Það er ekki nema 20 kílómetrar frá Borgarnesi í Daní- elslund og núorðið eru menn fljótir að keyra í Borgarnes. Og svo er auð- vitað tilvalið þegar menn eiga leið um landið að draga aðeins andann og „viðra sig og fjölskylduna“ í Daníelslundi.“ Brynjólfur segir reynslu manna vera þá að fólk fari ekki inn í skógana nema það séu stígar til þess að ganga eftir eða merktar gönguleiðir en mönnum sé auðvitað frjálst að ferðast hvar sem er um skóginn. „Það er svo margt að sjá í skógunum og raunar breytilegt eftir árstíðum, nú er til dæmis sá tími þegar mikið er um matarsveppi sem fólk sækist æ meira í að tína en þá er oft að finna innan um barrteg- undir.“ Brynjólfur segir að búið sé að ákveða næstu fjögur skógsvæði sem eigi að opna á næstu misserum. „Alcan á Íslandi og Olís, sem styrkja okkur, eru að leggja í þetta veru- legar fjárhæðir því það fylgir þessu allnokkur kostnaður. Og þá má nefna að Vegagerðin hefur lagt verulega fjármuni í að gera nýtt bílastæði við Daníelslund og ber að þakka það sérstaklega.“ Skógræktarfélag Íslands bætir aðgengi almennings að skóglendi Daníelslundur í landi Svignaskarðs í Borgarfirði er fyrsta skógsvæðið af nokkrum sem Skógræktarfélag Íslands hyggst nú bæta aðgengi að. Skógarnir æ vinsælla úti- vistarsvæði FORNLEIFAUPPGREFTRI á Skriðuklaustri í sumar lýkur senn og segir Steinunn Kristjánsdóttir forn- leifafræðingur, sem leitt hefur upp- gröftinn, að ýmsir munir hafi fundist við hann. Merkastur þeirra sé ritstíll- inn sem fannst í júlí og er órætt merki um bókagerð í klaustrinu sem starfrækt var á Skriðuklaustri á síð- miðöldum. Einnig geti hann gefið vís- bendingar um að skólahald hafi verið á staðnum, en samkvæmt rituðum heimildum var einmitt rekinn ytri skóli í klaustrinu. „Við höfum fundið fleiri gripi í sumar, til að mynda fimm hnífa sem gætu hafa verið notaðir við bókagerð, brennistein, stimpillakk, 16. aldar keramik, steingler og fleira,“ segir Steinunn. Hún segir það standa upp úr eftir sumarið að klausturrústirnar, sem ekki sáust á yfirborðinu, skyldu vera á þeim stað sem hún hafði talið. Einnig virðist sem klaustrið hafi ekki verið byggt eins og sveitabæir síð- miðalda. Byggingin sjálf hafi verið miklu stærri að umfangi en venjuleg- ir sveitabæir, en vistarverur litlar. Þá hafi engir gripir fundist í rúst- unum sem gefi til kynna veraldlegt vafstur. Steinunn segir að verkefnið muni hefjast aftur næsta sumar og upp- greftri á Skriðuklaustri verið haldið áfram næstu fjögur árin og mikil vinna sé framundan við uppgröftinn. „Undir hluta klausturrústanna er bæjarstæði frá landnámsöld, en það býli var lagt af fyrir miðja tólftu öld og eigum við eftir að komast niður á bæjarstæðið. Ekki var byggt aftur á svæðinu fyrr en klaustrið var reist í lok 15. aldar, en rústir þess eru mjög umfangsmiklar og á stóru svæði,“ segir Steinunn. Ótrúlega góð varðveisluskilyrði á Skriðuklaustri Hún segir að varðveisluskilyrði á Skriðuklaustri séu ótrúlega góð. Margar vísbendingar hafi verið um að þau gætu verið betri á Skriðu- klaustri en gengur og gerist, til dæm- is hafi fundist heilt maríulíkneski úr tré í þar í torfvegg fyrir um 100 árum og það sé eitt af best varðveittu mar- íulíkneskjum á Þjóðminjasafninu. Þá hafi Valþjófsstaðarhurðin sem er líka úr tré og frá því snemma á miðöldum, fundist á Skriðuklaustri, en hún sé einn af helstu dýrgripum Íslendinga. „Það er með ólíkindum hvað það sem við höfum grafið upp er heilt, til að mynda dýrabein sem eru alveg strá- heil, þar af tvo hestshausa,“ segir Steinunn. Hún segir að jafnaði 10 manns hafa unnið við uppgröftinn í sumar og starfið hafi gengið mjög vel. Í einum byggingarhlutanum fundust tveir seyðir sem notaðir voru til þess að halda mat eða vaxi heitu. Seyðirnir eru hringlaga holur sem fylltar voru með eldhituðu grjóti og hafa seyðir af ýmsum gerðum verið þekktir í nágrannalöndum okkar allt frá steinöld. Ekki hafa margir verið kannaðir hérlendis, en þeirra er hins vegar oft getið í rituðum heimildum. Fornleifauppgreftri á Skriðuklaustri að ljúka í sumar Merkasti munurinn sem fannst var ritstíllinn ÍSLAND er annað „svalasta“ land Evrópu að mati ungra Breta á aldrinum 18–30 ára. Breska markaðsfyrirtækið gerði könnun meðal þessa ald- urshóps og eru niðurstöðurnar birtar á fréttavef BBC. Ítalía þykir „svalasta“ land Evrópu og deilir Ísland öðru sætinu með Spáni og Englandi. Þýskaland hlýtur þann vafa- sama heiður að vera minnst „svala“ land Evrópu, að mati sama hóps. Unga fólkið telur London vera „svölustu“ borg Bret- lands. Bresku borgirnar Man- chester og Brighton fylgdu í kjölfarið. London kom hins vegar ekki vel út úr samanburði við aðra evrópska staði og hlaut aðeins innan við 1 prósent atkvæða, á eftir stöðum á borð við París, Barcelona, Ibiza og Prag. Ísland „sval- asta“ land Evrópu á eftir Ítalíu GÆSLUVARÐHALD yfir þremur feðgum, sem eru grunaðir um alvar- lega líkamsárás við Eiðistorg 2. ágúst, var í gær framlengt til 3. sept- ember. Um er að ræða karlmann um fimmtugt og tvo syni hans um tví- tugt. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Sá sem ráðist var á er karlmaður um tvítugt, en hann höf- uðkúpubrotnaði í árásinni. Hann gekkst undir aðgerð og er úr lífs- hættu. Gæsluvarðhald framlengt til 3. september EKKI virðist sem sprengjutilræði og sprengjufundur á Spáni að und- anförnu hafi valdið skelfingu með- al Íslendinga sem þar eru staddir og virðast þeir ekki láta fréttir af þessum atburðum aftra sér frá því að fara til Spánar. Á föstudag sprakk sprengja við skyndibitastað í miðbæ Torrevieja án þess að nokkur slasaðist þó. Tveir Íslendingar í fríi urðu vitni að sprengingunni og olli hún mik- illi eyðileggingu. Í strandbænum Santa Pola skammt austur af Torrevieja, þar sem talsvert er um Íslendinga, sprakk sprengja um verslunarmannahelgina með þeim afleiðingum að tveir létust og 40 særðust. Á mánudag fannst síðan sprengja í Santa Pola, grafin í sandi nálægt næturklúbbi á Costa Blanca. Lögreglan fann sprengj- una í bakpoka eftir ábendingu í símtali og var hún gerð óvirk. Jóna Gylfadóttir, starfsmaður Félags húseigenda á Spáni, sem búsett er í Guardamar um 15 km fyrir norðan Torrevieja, segir þessa atburði vissulega hafa verið óhugnanlega og Íslendingarnir tali um atburðina með óhug í brjósti. „En þetta er ekkert sem stoppar fólk á leiðinni í sumarfríið,“ segir hún. „Í kvöld eru t.d. að koma hátt í 200 manns.“ Baldvin Smári Matthíasson, starfsmaður FHS, sem hefur tals- verð samskipti við Íslendinga á þessum slóðum, tekur í sama streng og segir atburðina ekki raska ró fólks að miklu leyti. „Þetta er einangrað tilfelli með Santa Pola og sprengjan í Torre- vieja var kynnt, þannig að það tókst að rýma svæðið og enginn slasaðist. Þessu fylgir vissulega óhugnaður en hefur þó ekki þann- ig áhrif að fólk þori ekki út á kvöldin eða fljúgi heim,“ segir Baldvin Smári. Spánarfarar ró- legir þrátt fyrir sprengjutilræði RÚSSNESKA herskipið Admiral Tsjabanenko sigldi út úr Reykja- víkurhöfn kl. 10:30 í gærmorgun. Samkvæmt alþjóðlegum prótó- kollreglum ber við slík tækifæri að heiðra þjóðfána heimaríkis herskipsins með 21 fallbyssu- skoti. Við brottför var 21 fall- byssuskoti skotið frá rússneska herskipinu til heiðurs íslensku þjóðinni og fána Íslands. Á móti skutu sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar 21 fall- byssuskoti frá varðskipinu Ægi til heiðurs rússnesku þjóðinni og fána Rússlands. Fallbyssuskot við brottför rússneska herskipsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.