Morgunblaðið - 15.08.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FLÓKIN staða gæti komið upp ef
Náttúruvernd ríkisins og sveitar-
félögin sem hlut eiga að máli gefa
ekki sitt leyfi fyrir byggingu Norð-
lingaölduveitu. Segir upplýsinga-
fulltrúi Landsvirkjunar að komi
þessi staða upp verði leitast við að
fara samningaleiðina, annars séu
ýmsar leiðir færar, m.a. að leita til
æðra stjórnvalds.
Í Morgunblaðinu í gær sagði Að-
alheiður Jóhannsdóttir, lögfræðing-
ur og sérfræðingur í umhverfisrétti,
að Náttúruvernd ríkisins og sveitar-
félögin á svæðinu verði að sam-
þykkja Norðlingaölduveitu áður en
af framkvæmdinni geti orðið. Laga-
staðan hvað þetta varðar sé alveg
skýr. Taldi hún líklegt að Náttúru-
vernd ríkisins muni hafna fram-
kvæmdinni miðað við þá umsögn
sem hún hefur gefið og sagði ljóst að
eitt sveitarfélaganna sem komi að
málinu sé andvígt Norðlingaöldu.
Samningaleiðin
yrði fyrst reynd
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að
komi þessi staða upp þegar fyrir
liggur hvort úrskurður Skipulags-
stofnunar verður staðfestur, verði
höfuðáhersla lögð á að fara yfir málið
með öllum sem að því koma og sjá
hvort ekki sé hægt að finna ein-
hverja lausn á því. „Það væri hægt
að leita til Náttúruverndar ríkisins
og vísa í að það er tilgreint í friðlýs-
ingunni að Landsvirkjun sé heimilt
að virkja ef menn telja að það skerði
ekki náttúruverndargildi svæðisins.
Náttúruvernd hefur lýst því að hún
telji annað en þessi úrskurður gefur
til kynna,“ segir Þorsteinn. Hann
nefnir aðra mögulega leið, að beina
því til umhverfisráðuneytisins að
friðlýsingu svæðisins verði breytt.
„Þetta er nokkuð sem er í gangi
vegna friðlýsts svæðis við Kringils-
árrana sem verður fyrir áhrifum
vegna Kárahnúkavirkjunar. Þá leit-
ar umhverfisráðuneytið eftir um-
sögnum m.a. frá Náttúruvernd rík-
isins og Náttúrufræðistofnun og
bregst svo við beiðni umsækjandans.
Þetta er nokkuð sem er mögulegt,“
segir Þorsteinn.
Hvað framkvæmdaleyfið varðar,
sem sveitarfélögin þurfa að sam-
þykkja, segir Þorsteinn að leyfisveit-
ingar sveitarstjórna séu stjórnsýslu-
aðgerðir og verði sem slíkar að
byggjast á málefnalegum rökum.
Leyfisveiting geti ekki stjórnast af
geðþótta. „Nú væri það verulega
sterk röksemd í þessu máli, því
framkvæmdaleyfið snýst að miklu
leyti um umhverfið, ef fyrir lægi
staðfestur úrskurður Skipulags-
stofnunar um að þetta valdi ekki um-
talsverðum umhverfisáhrifum. Þá
væri ekki svo auðvelt að sjá hvernig
menn gætu, með málefnalegum
hætti, vísað til þess að um umhverf-
isspjöll væri að ræða.“ Eins og með
allar stjórnvaldsákvarðanir sé hægt
að leita til æðra stjórnvalds. „Þarna
eru ýmsir möguleikar en ég ítreka
það að kjarni málsins er sá að í kjöl-
far þessa úrskurðar er mikilvægt að
menn ræði málið og leiti sátta um
hvað sé skynsamlegur framgangur
málsins,“ segir Þorsteinn.
Gæti orðið flókið að
leysa úr stöðunni
Aðspurður hvaða úrræði Lands-
virkjun hafi, ef Náttúruvernd ríkis-
ins og eitt sveitarfélaganna hafni
framkvæmdinni, sagði Stefán Thors
skipulagsstjóri að til þessa hafi aldr-
ei reynt á það og að það gæti orðið
flókið að leysa úr þeirri stöðu, ef hún
kæmi upp. „Í fljótu bragði má segja
að það hafi í för með sér að ekki verði
hægt að ráðast í þessa framkvæmd.
Á móti mætti segja að Náttúruvernd
ríkisins sé lægra sett stjórnvald und-
ir umhverfisráðuneyti þannig að
ráðuneytið gæti hugsanlega blandað
sér í málið. Það gæti komið til þess.
Það sama á við um sveitarstjórnirn-
ar. Ef borin er fram stjórnsýslukæra
á afgreiðslu sveitarstjórnar yrði það
væntanlega borið undir félagsmála-
ráðuneytið, sem er ráðuneyti sveit-
arstjórnarmála. Á þetta á allt eftir að
reyna ef til kemur,“ segir Stefán.
Úrræði Landsvirkjunar ef Náttúruvernd ríkisins og
sveitarfélag hafnar Norðlingaölduveitu
Gæti leitað til
æðra stjórnvalds
STEFÁN Thors skipulagsstjóri segir
ekkert óeðlilegt við það að Skipulags-
stofnun hafi í úrskurði sínum um
Norðlingaölduveitu, sem kynntur var
á þriðjudag, fallist á stærra lón en
Landsvirkjun setti markið á í mats-
skýrslu um framkvæmdina. Skipu-
lagsstofnun eigi að fjalla um og kom-
ast að niðurstöðu um alla kosti sem
framkvæmdaraðili setji fram.
Stefán segir að í skýrslu Lands-
virkjunar hafi þrír kostir verið kynnt-
ir, lón með vatnsborði í 575, 578 og
581 metra hæð yfir sjó en höfuð-
áherslan þó lögð á lón í 575 m hæð.
„Oftast er það þannig að þegar
kynntir eru þrír kostir er fjallað um
alla kostina og komist að niðurstöðu
um hvern þeirra fyrir sig þótt fram-
kvæmdaraðili hafi valið einn kost sem
hann leggur mesta áherslu á. Þannig
er það í þessu tilfelli. Það var svo stað-
fest af Landsvirkjun þegar við geng-
um eftir því hvort framkvæmdaraðili
væri að óska eftir því að það væri
fjallað um alla þrjá,“ segir Stefán. Því
hafi ekkert óeðlilegt verið við af-
greiðslu stofnunarinnar.
Aðalheiður Jóhannsdóttir, lögfræð-
ingur og sérfræðingur í umhverfis-
rétti, sagðist í Morgunblaðinu í gær
telja lagalegar forsendur sem úr-
skurður Skipulagsstofnunar byggist
vera á mjög veikar. Sagðist hún undr-
ast hversu mikið væri byggt á erlend-
um lögum og sjónarmiðum í úrskurð-
inum, sem ekki séu hluti af íslenskum
rétti.
Stefán segist ekki telja rétt að ræða
efnisatriði úrskurðarins á þessu stigi
en vill þó taka fram að í úrskurðinum
sé fjallað um þau sjónarmið sem lögð
eru til grundvallar við mat á umhverf-
isáhrifum framkvæmdarinnar. Lögð
sé áhersla á friðlýsingu svæðisins,
skv. lögum um náttúruvernd og frið-
lýsingarákvæði sem koma fram í aug-
lýsingu um friðland í Þjórsárverum.
Vísað sé til viðmiða í 3. viðauka með
lögum um mat á umhverfisáhrifum og
sjónarmiða sem komu fram í frum-
varpinu, sem síðar varð að lögum um
mat á umhverfisáhrifum og í nefnd-
aráliti umhverfisnefndar Alþingis.
Að auki sé fjallað sérstaklega um
stöðu svæðisins samkvæmt Ramsar-
sáttmálanum svokallaða sem Ísland
er aðili að og fleiri alþjóðlegir samn-
ingar nefndir. „Meginhluti umfjöllun-
ar og niðurstöðu stofnunarinnar um
áhrif fyrirhugaðra framkvæmda um
verndargildi Þjórsárvera er um það
hvort framkvæmdin geti fallið að frið-
lýsingarákvæðum samkvæmt lögum
um náttúruvernd. Það er því ekki rétt
sem fram hefur komið að lítið sé
byggt á íslenskri umhverfis- eða nátt-
úruverndarlöggjöf í úrskurðinum.
Aftur á móti ber íslenskum stjórn-
völdum einnig að taka mið af viðeig-
andi alþjóðlegum skuldbindingum við
meðferð mála,“ segir Stefán.
Ekki óeðlilegt
að fallast á lón
í 578 m hæð
Skipulagsstofnun fjalli um alla kosti
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Guðmundi
Haukssyni, sparisjóðsstjóra Spari-
sjóðs Reykjavíkur og nágrennis:
„Árni Tómasson, bankastjóri
Búnaðarbanka Íslands, hefur í fjöl-
miðlum lýst aðkomu bankans og að-
ferð í misheppnaðri tilraun til yf-
irtöku á Sparisjóði Reykjavíkur og
nágrennis.
Samkvæmt söguskýringu Búnað-
arbankans aumkaði bankinn sig yfir
fimm stofnfjáreigendur í SPRON
sem töldu sig vera „hlunnfarna“ í
tengslum við áform um hlutafélaga-
væðingu sparisjóðsins og höfðu flutt
mál sitt „fyrir daufum eyrum“
sparisjóðsstjórnarinnar. Hið rétta
er að fimmmenningarnir reifuðu
hvorki þetta mál á aðalfundum
SPRON né á kynningarfundum.
Aðeins einn þeirra lýsti andstöðu
sinni við hlutafjárvæðinguna á
kynningarfundi og þá á allt öðrum
forsendum. Því kom yfirtökutilboð
Búnaðarbankans eins og þruma úr
heiðskíru lofti, aðeins þremur dög-
um fyrir auglýstan fund stofnfjár-
eigenda 28. júní. Það eru hins vegar
ódýr rök fyrir aðkomu bankans að
þessu máli að hann hafi verið að
gæta hagsmuna fimm stofnfjáreig-
enda. Sér er nú hver gæskan!
Það hefur verið gagnrýnt opin-
berlega að hlutafélag í meirihluta-
eigu ríkisins skuli leggja til yfir-
tökuatlögu á sparisjóði í andstöðu
við skýran vilja löggjafans og í full-
kominni óvissu um það að tilboðið
samrýmdist lögum eða fengi sam-
þykki Fjármálaeftirlitsins.
Margir telja þennan þátt málsins
í andstöðu við heilbrigt viðskiptasið-
ferði og góða viðskiptahætti og það
er hafið yfir allan efa að atlagan var
óskynsamleg. Um langt árabil hefur
hvergi í Evrópu verið gerð tilraun
til yfirtöku á eða samruna við spari-
sjóð eða banka í andstöðu við stjórn
og starfsmenn. Ástæðan er einfald-
lega sú að mikil verðmæti glatast ef
þessir aðilar eru mjög ósáttir við
breytingu fyrirtækisins.
Hafi bankastjórnin talið, eins og
hún heldur fram, að í yfirtökunni
fælist hagræðing og aukin hag-
kvæmni í rekstri, hefði hún átt að
huga að því að öll helstu verðmætin
í sparisjóðnum eru bundin í starfs-
fólki og tengslum þess við við-
skiptavini. Þessi verðmæti fylgja
ekki með í kaupunum í fjandsam-
legri yfirtöku. Starfsmenn SPRON
hafa enda sýnt með samstöðu sinni
og baráttuvilja að SPRON-andinn
er engin ímyndarbrella heldur stað-
fastur kjarni í starfseminni.
Búnaðarbankinn borgar kostnað
við ófrægingarherferð á hendur
stjórn og stjórnendum SPRON.
Árni Tómasson, bankastjóri Bún-
aðarbankans, hefur áætlað að her-
kostnaður bankans nemi 10–15
milljónum króna. Miðað við umfang
hinnar misheppnuðu herfarar er
ekki ólíklegt að ætla að margfalda
megi þá tölu. Þá er það álitamál
hvort það standist samkeppnislög
að greiða fimmmenningunum, lög-
fræðingum og auglýsingastofum
stórar fjárhæðir og standa undir
kostnaði við skrifstofu, síma, leigu-
bíla og útlán á starfsfólki Búnaðar-
bankans við að grafa undan trausti
samkeppnisaðila, fyrirtækis sem
byggir tilveru sína á trausti við-
skiptavina sinna. Síkt getur ekki
samræmst „góðum viðskiptahátt-
um“ eins og bönkum ber að fara
eftir og kveðið er á um í samkeppn-
islögum.
Kannanir hafa sýnt að ímynd
Búnaðarbankans hefur beðið
hnekki í atganginum sem staðið
hefur í sumar og um leið skaðað
stöðu SPRON. Almenningi hefur
mislíkað athæfið og það hefur skap-
að óvissu um stöðu sparisjóðanna í
landinu.
Í málinu hefur þó komið fram
mikill og almennur stuðningur við
það að sparisjóðirnir gegni þjón-
ustuhlutverki sínu áfram á íslensk-
um fjármálamarkaði, enda hafa þeir
verið að auka viðskiptahlutadeild
sína á liðnum árum. Sparisjóðirnir
njóta trausts vegna þess að þeir
skerpa á samkeppni í þjónustu á
fjármagnsmarkaði til heilla fyrir
viðskiptavini og landsmenn alla.“
Aðför Búnaðarbank-
ans var óskynsamleg
LÁTINN er Guð-
mundur Þorsteinsson,
útgerðarmaður og
bóndi á Hópi í
Grindavík. Hann lést
á Landspítalanum
föstudaginn 9. ágúst
síðastliðinn.
Guðmundur var
fæddur 25. júní 1926 á
Þórbakka í Grindavík.
Foreldrar hans voru
Margrét Daníelsdóttir
og Þorsteinn Ólafs-
son. Hann var næst-
elstur fjögurra systk-
ina.
Guðmundur stofnaði útgerðar-
fyrirtækið Hóp ehf. fyrir um 35 ár-
um en stundaði einnig sauðfjárbú-
skap jafnhliða út-
gerðinni.
Guðmundur var öt-
ull í verkalýðs- og fé-
lagsstörfum og gegndi
meðal annars trúnað-
arstörfum innan LÍÚ
og SÍF. Þá var hann
einn af stofnendum
björgunarsveitarinnar
Þorbjarnar í Grinda-
vík og formaður henn-
ar í eitt ár.
Eftirlifandi eigin-
kona Guðmundar er
Árný Enoksdóttir.
Þau áttu sjö börn og
eru fimm þeirra á lífi. Barnabörn
Guðmundar eru níu og barna-
barnabörnin þrjú.
Andlát
GUÐMUNDUR
ÞORSTEINSSON
UNNIÐ er að því um þess-
ar mundir í Reykjavík að
merkja götur rækilega þar
sem hámarkshraði hefur
verið takmarkaður við 30
km á klukkustund. Ingimar
Guðmundsson, starfsmaður
hjá Vegamerkingu, sést hér
leggja lokahönd á áberandi
merkingu á Barónsstíg sem
er í einu hverfa borg-
arinnar þar sem ekki er
leyfilegt að aka hraðar en
30 km/klst. Auk þessara
merkinga hafa verið settar
upp hraðahindranir við
gatnamót í hverfum með
lækkuðum hámarkshraða
og umferðarskilti.
Skólar hefjast brátt og
stóreykst þá umferð barna
sem kallar á aukna að-
gæslu ökumanna í skóla-
hverfum. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bannað að
fara yfir 30