Morgunblaðið - 15.08.2002, Page 22
LANDIÐ
22 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ertu
að f
ara
í frí
?
Panta›u
Frífljónustu
Morgunbla›sins
á
e›a í síma 569 1122
FYRIR skömmu gekkst Ung-
mennafélagið í Öræfum fyrir
gönguferð að Breiðamerkurfjalli, en
þangað er ekki hægt að komast
nema að fara á báti yfir Breiðá.
Þátttaka var góð, tæplega 30 manns
á öllum aldri.
Staðnæmdist hópurinn við vörðu
með minnismerki sem er inn með
fjallinu að austan til minningar um
að Sigurður Björnsson á Kvískerj-
um bjargaðist þar úr snjóflóði í nóv-
ember 1936 eftir að hafa legið graf-
inn undir því í rúman sólarhring, en
hann var þar þá við annan mann í
fjárleit.
Það ánægjulegasta við göngu-
ferðina nú var að Sigurður skyldi
sjá sér fært að koma með nú 85 ára
og rifja upp þennan liðna atburð og
lýsa staðháttum þá en þeir hafa
breyst mikið síðan við hop jökulsins.
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Gönguferð að
Breiðamerkurfjalli
Skaftafell
EINN af þeim atburðum sem hafa
fest sig í sessi á Neistaflugshátíðinni
í Neskaupstað um verslunarmanna-
helgina er svonefnt Barðsneshlaup
en þar er hlaupin 27 km leið frá eyði-
býlinu Barðsnesi sem stendur á
samnefndu nesi sunnan Norðfjarð-
arflóa og endað í miðbæ Neskaup-
staðar.
Leiðin sem hlaupin er þykir mjög
skemmtileg og falleg en jafnframt
nokkuð erfið. Hlaupið er inn og út
firðina þrjá, Viðfjörð, Hellisfjörð og
Norðfjörð, og þarf að vaða yfir þrjár
ár í botni fjarðanna. Þátttaka í
hlaupinu hefur aukist ár frá ári og
nú um verslunarmannahelgina, þeg-
ar Barðsneshlaupið var hlaupið í
sjötta sinn, voru þátttakendur um
þrjátíu víðs vegar að af landinu. Sig-
urvegari í ár var Þorbergur Ingi
Jónsson frá Neskaupstað en hann
sigraði einnig í síðasta hlaupi. Þess
má geta að Þorbergur á ættir sínar
að rekja til Barðsness. Fyrst í mark
af konunum sem þátt tóku í hlaupinu
var Hjálmdís Zoëga, einnig frá Nes-
kaupstað.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Hluti þátttakenda ferjaður á báti yfir að Barðsnesi fyrir hlaupið.
Barðsnes-
hlaup 2002
Neskaupstaður
FÉLAG hjartasjúklinga á Vest-
urlandi stóð fyrir hjartagöngu sl.
laugardag. Þátttakendur hittust
við Snorrastaði í Hnappadal
klukkan 14 þaðan sem gengið var
á Eldborg. Um fjörutíu manns á
öllum aldri tóku þátt í göngunni
en yngst var Elísabet Kristjáns-
dóttir rétt tæpra sjö mánaða.
Gangan tók um þrjá tíma og
veitti Sigurður Helgason bóndi í
Hraunholti leiðsögn. Veðrið var
þægilegt, þurrt og sólskin öðru
hverju. Að lokinni göngu var
grillað saman á Snorrastöðum.
Um 200 manns eru í Félagi
hjartasjúklinga á Vesturlandi og
er formaður Magnús Þorgríms-
son.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Hjartaganga á Eldborg
Borgarnes
KVÖLD eitt nú fyrir skemmstu
kom nokkur hópur fólks saman í
fjallaskálanum Árbúðum sem er
nokkru innan Hvítárvatns á
Biskupstungnaafrétti. Meðal gesta
var landbúnaðarráðherra og eigin-
kona hans, sveitarstjórnarmenn og
framámenn ferðamála úr hinni
nýju Bláskógabyggð og fleiri gest-
ir. Tilefnið var að minnast þess að
nú í sumar eru tveir áratugir liðnir
frá því að Íshestar hófu sumarferð-
ir á hestum yfir Kjöl. Svipað hóf
var haldið við Galtará á Eyvind-
arstaðaheiði í vikunni áður er hóp-
ur var á norðurleið. Sveitarstjórn-
armenn ásamt hinum landskunnu
Álftagerðisbræðrum brugðu sér á
heiðina sína, sem þeir hafa marg-
sinnis smalað, og sungu fyrir gesti.
Í Árbúðum var fyrir hópur fólks
sem var að koma að norðan, á
þriðja tug farþega ásamt aðstoð-
arfólki, og var það áttunda Kjal-
ferðin í sumar. Hjalti Gunnarsson í
Fossnesi ásamt eiginkonu sinni
Sigrúnu Bjarnadóttur og syninum
Bjarna hafa annast allar ferðirnar
á þessu sumri. Þau eru meðal átta
verktaka hjá Íshestum sem annast
hestaferðir á vegum fyrirtækisins
víðsvegar um landið. Að auki á fyr-
irtækið glæsilega ferðamiðstöð í
Hafnarfirði. Í ávarpi lýsti fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, Einar
Bollason, stofnun þessa hestaleigu-
fyrirtækis en auk hans voru stofn-
endur Guðmundur Birkir Þorkels-
son og Árni Björgvinsson.
Nú eru eignaraðilar margir að
Íshestum ehf. Einar Bollason sagði
að farþegar í Kjalferðum á þessum
tuttugu árum væru nú orðnir um
2.800, þar af hefðu allmargir farið
oftar en einu sinni og sumir marg-
sinnis. „Hestaferðirnar yfir Kjöl
eru afar vinsælar og seljast alltaf
upp,“ sagði Einar. Hann vildi sér-
staklega þakka ánægjulegt og frá-
bært samstarf við sveitaryfirvöld í
Biskupstungum og forsvarsmenn
Upprekstrarfélags Eyvindarstaða-
heiðar. Einar sagði aldrei hafa bor-
ið nokkurn skugga á þau samskipti.
Margeir Ingólfsson, varaoddviti
Bláskógabyggðar, minntist Gísla
heitins Einarssonar í Kjarnholtum
en ósk hans var að sem flestir gætu
notið öræfanna en hann var frum-
kvöðull í uppbyggingu skála á Kjal-
vegi. Hann þakkaði farsælt og gott
samstarf við Íshesta og færði fram-
kvæmdastjóranum gjöf frá sveitar-
félaginu.
Guðni Ágústsson þakkaði í
ávarpi þá framsýni og dugnað sem
Íshestar hefðu sýnt með framtaki
sínu að kynna landið með nýjum
hætti og hinn einstaka íslenska
hest fyrir erlendum gestum. Það
væri þrennt sem hefði einkennt fé-
lagsskapinn: framsýni, lífsgleði og
umhyggja.
Í samtali við fréttaritara kom
fram hjá farþegum Íshesta að fólk-
ið er mjög heillað af hinni miklu
víðáttu sem landið býr yfir sem og
tign og fegurð öræfanna. Þá ekki
síður af íslenska hestinum með all-
an sinn dugnað og ganghæfileika.
Kjartan Ragnarsson leikari sem
hefur á stundum verið fararstjóri
hjá Íshestum sló létt á strengi gít-
arsins og það var sungið og spaug-
að eins og venja er í fjallaskálum
hjá Íshestum.
Þá má geta þess að Íshestar eru
núverandi handhafar umhverfis-
verðlauna Ferðamálaráðs og sagði
Einar að afar mikilvægt væri að
ganga vel um landið í hvívetna.
Í tengslum
við töfra
landsins í 20 ár
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Margeir Ingólfsson, varaoddviti Bláskógabyggðar, afhendir Einari
Bollasyni gjöf í tilefni Kjalferða í 20 ár.
Hrunamannahreppur
Skólavörðustíg 21, sími 551 4050.
Viskustykki
Til í níu munstrum