Morgunblaðið - 15.08.2002, Side 23

Morgunblaðið - 15.08.2002, Side 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 23 N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 7 0 1 3 • sia .is Glæsileg tilbo› í verslun okkar í Kringlunni Ef flú kaupir Doro 8075 e›a Doro 8085 síma fylgir stóll e›a hengirúm me›* Gildir í verslun Símans í Kringlunni 15.- 25. ágúst. Doro 8075 Doro 8085 Léttkaup Léttkaup 980 kr. Léttkaupsútborgun 1.250 kr. næstu 12 mánu›i. Færist á símreikning. tilbo›sver›: 15.980 kr. 980 kr. Léttkaupsútborgun 1.250 kr. næstu 12 mánu›i. Færist á símreikning. tilbo›sver›: 15.980 kr. *Á me›an birg›ir endast Bor›hle›slutæki og handfrjáls búna›ur me› svarhnappi fylgir me›. Heimsmeistarinn! blandarinn, sá öflugasti og ímynd þess besta! Fæst í ýmsum litum. Verð frá kr. 13.965 stgr. Gullverðlaunahafar íslenska landsliðsins í matreiðslu nota eingöngu KitchenAid blandara og hrærivélar. Gerðu líka kröfur - veldu KitchenAid! BÆNDUR hér í sveit byrjuðu slátt uppúr miðjum júlí og að fullu um þann tuttugusta. Vegna vorkulda spruttu tún seint, en það lagaðist með góðviðri, góðum hita og skúr- um í byrjun júlí. Bændur hér verka mestallt hey í rúllur nema nokkrir sem setja í venjulegt vothey. Sexmenningarnir svokölluðu sem fengu sér fyrstir rúllugræjur keyptu sér aðra sam- stæðu, rúlluvél og pökkunarvél, í lok heyskapar og gátu æft sig til undirbúnings fyrir næsta sumar. En eins og einn bóndi sagði við fréttaritara verða menn að vera snöggir að koma heyjum í rúllur og plast á milli skúra þegar þannig viðrar, enda fengu menn misblautt hey í sumar. Það eru þannig þrjár vélar hér í sveit hjá átta bændum sem verka í rúllur. Það þykir sennilega mikið í svo fámennu bændasamfélagi. Hey- skap lauk í Árneshreppi fimmtu- daginn 8. ágúst. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Á flestum bæjum er heyið verkað í rúllur. Heyskap lokið í Árneshreppi Árneshreppur DÝRFINNA Torfadóttir gullsmið- ur opnaði sýningu á sérhönnuðum módelskartgripum úr náttúrustein- um í Norska húsinu í Stykkishólmi laugardaginn 10. ágúst. Fjölmenni var við opnun sýningarinnar og al- mennt gerður góður rómur að þeim gripum sem Dýrfinna sýnir. Auk skartgripanna sýnir hún lágmyndir unnar úr silfri, kopar og messing og kertastjaka unna úr náttúrustein- um og kopar. Dýrfinna lærði fag sitt á Akur- eyri og í Valdres í Noregi og lauk meistaraprófi í gullsmíði árið 1983. Sama ár opnaði hún vinnustofu og verslun á Ísafirði sem hún starf- rækir enn þótt hún hafi sjálf nýver- ið flutt á Akranes þar sem núver- andi vinnustofa hennar er. Jafnframt gullsmíðinni er Dýrfinna menntuð sem sjóntækjafræðingur og sjónfræðingur og hefur veitt þjónustu á því sviði samhliða skart- gripagerð. Dýrfinna hefur tekið þátt í fjölda sýninga, bæði einkasýninga og samsýninga, og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Meðal annars hlaut hún 1. verðlaun fyrir tískuskartgrip ársins árin 1997, 1998 og 1999. Sýning Dýrfinnu stendur til loka ágúst og gestir Danskra daga í Hólminum um næstu helgi, svo og aðrir sem leið eiga um Hólminn fram að mánaða- mótum, geta því notið þess að skoða frumlega og eftirtektarverða skart- gripahönnun. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Dýrfinna Torfadóttir gullsmið- ur við opnun sýningarinnar. Dýrfinna sýnir í Hólminum Hellnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.