Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 27
Einkaumboð
Fæst í
öllum helstu sport-
og veiðivöruverslunum
landsins
og Bensínstöðvum Esso
um land allt
10
63
B
/
TA
K
T
ÍK
19
.6
´0
2
Nælon lína
Stangveiðisett
hannað fyrir íslenskar
aðstæður
Flugubox
Dropasökkur
Klippur
IG-síld
ALBERTO Fujimori, fyrrum forseti
Perú, vill snúa aftur til föðurlandsins
og bjóða sig fram til embættis þjóð-
höfðingja á ný.
Fujimori upplýsti þetta í viðtali við
japanska dagblaðið Mainichi Shimb-
un en hann býr nú í Japan eftir að
hafa flúið Perú í nóvembermánuði ár-
ið 2000. Þá lauk tíu ára valdaskeiði
Fujimori er upplýst var um umfangs-
mikla spillingu forsetans og undir-
sáta hans.
Fujimori hefur nú fengið japansk-
an ríkisborgararétt á grundvelli þess
að hann er afkomandi Japana sem
kusu á sínum tíma að yfirgefa fóst-
urjörðina.
Vilja að Fujimori
verði framseldur
Stjórnvöld í Perú hafa farið fram á
að Fujimori verði framseldur en hann
er auk spillingar sakaður um fjár-
drátt. Þá er fullyrt að dauðasveit hafi
starfað á hans vegum í Perú.
Japönsk stjórnvöld hafa neitað því
að framselja Fujimori og sjálfur
kveðst hann aldrei hafa komið nálægt
glæpaverkum dauðasveitarinnar.
„Brátt mun almenningur í Perú
gera sér ljóst að ásakanir um að ég
hafi gerst sekur um glæpaverk fá
ekki staðist. Þá myndi ég vilja snúa
aftur og bjóða mig fram til forseta,“
sagði Fujimori. Vísaði forsetinn fyrr-
verandi til skoðanakannana sem sýna
að eftirmaður hans, Alejandro To-
ledo, nýtur síminnkandi vinsælda
enda stjórn hans talin ófær um að
leysa gríðarlegan efnahagsvanda
Perú. „Færu kosningar nú fram fengi
[Alan] Garcia, fyrrum forseti, mest
fylgi en ég yrði í öðru sæti,“ sagði
Fujimori. Garcia flúði land árið 1992
og komst þannig hjá handtöku en
hann var sakaður um grófa spillingu.
Garcia sneri aftur til Perú árið 2001
og bauð sig fram gegn Toledo.
Vangaveltur um hugsanlega end-
urkomu Fujimori hafa magnast mjög
að undanförnu í Perú. Í júlímánuði
opnaði fyrrum aðstoðarmaður hans
skrifstofu í landinu til að vinna að því
að Fujimori fái að bjóða sig fram er
forsetakosningar fara næst fram árið
2006.
Fujimori vill snúa
aftur til Perú
Tókýó. AP.
TORGIÐ fræga í Brussel, Grand
Place, var í gær ekki minna
augnayndi en endranær en þá var
það lagt að hluta undir 1.800 fer-
metra stórt blómateppi. Er fyrir
því gömul hefð en alls fóru um
700.000 begóníur í skreytinguna
að þessu sinni.
Reuters
Blómskrúð í Brussel