Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 29
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 29
K
O
R
T
E
R
LEIT að gröf hins fræga Mong-
ólahöfðingja Ghengis Khans hefur
verið stöðvuð en kunnur stjórn-
málamaður í Mongólíu hefur sakað
fornleifafræðinga um að vanhelga
fornar grafir.
Lengi hefur verið leitað að gröf
Ghengis Khans en sagan segir, að
þeir, sem voru í líkfylgdinni, hafi
drepið alla, sem á vegi þeirra urðu,
til að leyna því hvar hann væri
grafinn.
Hópur Bandaríkjamanna og
Mongóla hóf að leita grafarinnar í
fyrrasumar og tilkynnti fljótlega,
að hann hefði fundið líklegan stað.
Dashiin Byambasuren, fyrrverandi
forsætisráðherra Mongólíu, skrif-
aði hins vegar nú í sumar núver-
andi forsætisráðherra og sagði, að
fornleifafræðingarnir hefðu van-
helgað heilagan stað með því að
aka bílum yfir hann og reisa á
honum byggingar. Hefðu þeir
einnig rótað við gömlum beinum
og hvatti til, að þeir yrðu reknir
burt. Sagði hann, að fjárhagslegur
gróði væri eini tilgangur uppgraft-
arins.
Ghengis Khan réð stórum hluta
Asíu er hann lést árið 1227 og var
frægur fyrir grimmd og fjölda-
morð. Í Mongólíu er hann aftur
hetja. Prýðir mynd af honum
gjaldmiðil ríkisins og risastór
mynd af honum hangir uppi í utan-
ríkisráðuneytinu.
Grafið hefur verið á stað, sem er
í 322 km fjarlægð frá höfuðborg-
inni, Ulan Bator, en þótt engi gröf
hafi fundist, þá þykja fórnarleifar,
dýra- og mannabein, benda til, að
þar hafi eitthvert stórmenni verið
lagt til hinstu hvílu.
Maury Kravitz, leiðtogi leiðang-
ursins, hefur leitað að gröf Gheng-
is Khans í 40 ár og hefur til þess
leyfi mongólskra stjórnvalda. Jap-
anskir fornleifafræðingar hafa líka
leitað hennar en hættu því 1993
þegar skoðanakönnun í Ulan Bator
sýndi, að meirihluti íbúanna var á
móti því.
Mongólsk þjóðsaga segir, að
hundruðum hrossa hafi hleypt yfir
grafarstaðinn til að afmá allt, sem
benti til þess, að þar hefði verið
grafið. Margir Mongólar trúa því
líka, að andar forfeðranna standi
vörð um gröfina og því sé betra að
láta hana í friði.
Vilja stöðva
leit að gröf
Ghengis Khans
Ulan Bator. AP.
LÍTIÐ lát er á flóðunum á
Norðaustur-Indlandi og nú er
talið, að um 800 manns hafi far-
ist þar og annars staðar í Suð-
ur-Asíu. Hafa milljónir manna
á Indlandi, Nepal og Bangla-
desh misst heimili sín vegna
vatnagangsins en í sumum öðr-
um hlutum Indlands hefur ekki
verið meiri þurrkur í 15 ár.
Verst er ástandið í ríkjunum
Bihar og Assam og vatnsborðið
í fljótinu Brahmaputra var enn
að hækka í gær.
Leitað
að Karadzic
NATO-hermenn hófu í gær um-
fangsmikla leit að Radovan
Karadzic, sem er eftirlýstur
fyrir stríðs-
glæpi, í af-
skekktu
héraði í
Serbneska
lýðveldinu,
einum hluta
Bosníu.
Hafa þeir
áður gert
tvær árang-
urslausar
tilraunir til að hafa hendur í
hári hans. Karadzic, fyrrver-
andi leiðtogi Bosníu-Serba í
Bosníustríðinu 1992 til 1995, er
sakaður um að bera mikla
ábyrgð á þjóðarmorði og stríðs-
glæpum gegn múslímum og
Króötum. Leitað var í gær við
þorpið Celebici við landamæri
Svartfjallalands og var það girt
af með gaddavír. Var það einnig
tilgangur leitarinnar að sögn að
ná þeim, sem hafa aðstoðað Ka-
radzic við að fara huldu höfði.
Viðræður
milli
Kóreuríkja
STJÓRNVÖLD í Norður- og
Suður-Kóreu samþykktu í gær
að hefja viðræður um hermál til
að greiða fyrir samningum um
að opna megi lestarteina á milli
landanna en þeir hafa verið lok-
aðir í hálfa öld. Ákveðið var
einnig, að heimila aftur endur-
fundi fjölskyldna og taka aftur
upp viðræður um efnahagsmál.
Fyrirhugaðar viðræður um
hermálin hafa ekki verið tíma-
settar enn og ríkin komu sér
ekki saman um eina yfirlýsingu
um aðgerðir til að draga úr
spennu á milli þeirra. Norður-
Kóreustjórn hefur tilkynnt, að
rætt verði við Japani síðar í
mánuðinum um stjórnmála-
samband en Japanir saka N-
Kóreumenn um að hafa rænt að
minnsta kosti 11 japönskum
borgurum á síðustu árum. Því
neitar N-Kóreustjórn en hefur
þó boðist til að leita þeirra í
landinu.
Auðjöfurinn
Arafat?
LEYNIÞJÓNUSTA ísraelska
hersins heldur því fram, að
Yasser Arafat, leiðtogi Palest-
ínumanna, hafi sankað að sér
fé, sem svari til 110 milljarða
ísl. kr. Vísar palestínska heima-
stjórnin því á bug sem lygi og
tilraun til að sverta Arafat en
Ísraelar segja, að féð hafi hann
ætlað að nota ef hann yrði rek-
inn frá landi sínu.
STUTT
Meira en
800 farast
í flóðum
Karadzic