Morgunblaðið - 15.08.2002, Síða 30
LISTIR
30 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í LJÓSMYNDASAFNI Reykjavík-
ur, Grófarhúsi, stendur í sumar yfir
sýning sem eflaust vekur áhuga
flestra þeirra, sem hafa áhuga á síð-
ari tíma sögu og menningu íslensku
þjóðarinnar. Um er að ræða sýningu
á íslenskum blaðaljósmyndum frá
árunum 1965–1975, sem ljósmynd-
arar landsins, þekktir sem óþekktir,
tóku á sínum tíma. Gefur þar að líta
helstu viðburði Íslandssögu þessa
tímabils, og má segja að sýning-
argestum sé óhjákvæmilegt að lifa
sig inn í þá sérstæðu stemmningu er
fylgdi þessu tímabili. Þarna gefur að
líta túperað hár og Kristján Eldjárn
forseta Íslands, hljómsveitina
Hljóma og Jóhannes Kjarval með
brennivínsflösku á blaðamanna-
fundi, Volkswagen-Bjöllur, rauð-
sokkamótmæli, lakkrísbindi og geir-
fuglinn nýendurheimtan til landsins,
Heimaey undir öskulagi og konur í
megrunarbeltum.
Guðbrandur Benediktsson sagn-
fræðingur er sýningarstjóri sýning-
arinnar ásamt Hönnu Guðlaugu
Guðmundsdóttur, en um mynd-
vinnslu sáu Donald Ingólfsson,
Kristín Hauksdóttir og Sigríður
Kristín Birnudóttir. „Hugmyndin
hjá okkur á safninu var að taka sam-
an sumarsýningu þar sem viðfangs-
efnið væri alveg íslenskt, en auk
þess vildum við setja saman sýningu
sem væri eingöngu fengin úr okkar
eigin fórum,“ segir Guðbrandur, en
hann segir blaðaljósmyndir vera
einn fyrirferðarmesta flokk safnsins.
„Myndirnar eru mjög skemmtilegar,
en oft á tíðum hafa þeim ekki verið
gerð nægileg skil. Síðustu misseri
höfum við lagt mikið kapp á að vinna
í þessum ljósmyndum á safninu,
flokka, laga filmur og svo framvegis,
sem hingað til hafa verið í svolítið
kaótísku ástandi í geymslum okkar.
Ef svo má segja erum við að gera op-
inbert það sem hefur verið að gerast
inni í geymslunum,“ segir Guð-
brandur og bætir við að í öllu safna-
starfi sé minnsti hlutinn sýnilegur.
Tímabilið sem tekið er fyrir, ’65–
’75, hefur blaðamanni alltaf þótt ein-
staklega heillandi og getur ekki orða
bundist er inn í salinn er komið.
Guðbrandur viðurkennir að það sé
að mörgu leyti sérstakt. „Það er á
svolítið gráu svæði hvað varðar
söguvitund fólks, liggur á mörkum
þess að tilheyra því sem almenn-
ingur telur sögulegt,“ segir hann.
Ákveðin þemu tekin fyrir
Á sýningunni eru tekin fyrir nokk-
ur þemu innan blaðaljósmyndunar.
Má þar nefna fréttatengda atburði,
íþróttamyndir, slysamyndir, dæg-
urmenningu, illviðrismyndir, dag-
legt líf, frægt fólk, auk myndlist-
armanna og sýninga þeirra.
Guðbrandur gengur um sýninguna
með blaðamanni og hefst ferðin hjá
fréttatengdu myndunum. „Af frétta-
tengdum atburðum á sýningunni má
nefna Vestmannaeyjagosið, hina
sögulega stund þegar uppstoppaði
geirfuglinn kom heim eftir að Ís-
lendingar höfðu fest á honum kaup á
uppboði Sotheby’s, heimsmeist-
araeinvígið í skák milli Fischers og
Spassky og ljósmynd sem tekin var
við fyrstu sjónvarpsútsendinguna,“
segir hann og bendir á mynd frá
árinu 1966 sem sýnir Vilhjálm Þ.
Gíslason í útsendingu. Guðbrandur
heldur áfram göngu sinni um safnið
og bendir á þó nokkrar mótmæla-
myndir, þar sem vandamálin eru
margvísleg. „Þetta tímabil var að
mörgu leyti nokkuð róstusamt,“ seg-
ir Guðbrandur og kímir. „Hér er
verið að mótmæla Víetnamstríðinu,
veru hersins, innrás Sovétmanna í
Tékkóslóvakíu, þorskastríðinu.
Þarna var kvennahreyfingin líka öll
að koma til og blómstra.“
Við færum okkur yfir að vegg
íþróttaljósmyndunar, sem án efa er
einn stærsti flokkur blaðaljósmynd-
unar. Virðist sem svo hafi verið jafnt
fyrir þessum þrjátíu árum sem nú.
„Í mörgum íþróttamyndum tekst
ljósmyndurum að fanga augnablikið
nokkuð vel,“ segir Guðbrandur og
blaðamaður tekur heilshugar undir
það er hann horfir á svipbrigði fót-
boltamannanna og frjálsíþrótta-
menn sem staðnæmast í loftinu. Á
næsta vegg getur að líta ýmsar
slysafréttamyndir, þó engar sem
misbjóða áhorfandanum. Sumar
þeirra koma jafnvel fram nettu
brosi, eins og sú sem sýnir öskubíl
og flugvél sem hafa rekist saman.
„Ljósmyndarar eins og Sveinn Þor-
móðsson sérhæfðu sig í slysamynd-
um,“ útskýrir Guðbrandur. „Hann
vann bæði á Morgunblaðinu og DV,
og sagt er að hann hafi sofið með
lögregluskanna á koddanum. Hann
rauk þá alltaf af stað þegar lög-
reglan eða slökkviliðið fór af stað.
Oft á tíðum var hann víst kominn á
svæðið á undan löggunni.“
Við hliðina á slysamyndunum get-
ur að líta fegurðarmyndir ýmiskon-
ar, sem sýna bæði íslenskar fegurð-
ardrottningar sem og ýmsar
aðferðir sem konur sjöunda og átt-
unda áratugarins notuðust við sér til
útlitsbóta. Konurnar á myndunum
skarta megrunarbeltum og sundbol-
um, liggja í ljósabekkjum og sitja
krýndar kórónum á hásætum. Þá
taka ýmsar óveðursmyndir úr
Reykjavík við. Það er greinilegt að
veðrið hefur alltaf verið misjafnlega
gott í borginni, rétt eins og í sumar.
Tískumyndir með stuttum pilsum og
köflóttum jakkafötum hressa blaða-
mann nokkuð við eftir kuldalegar
storm-myndir. „Tískan gefur manni
alltaf ákveðna tilfinningu fyrir tíð-
arandanum, eins og hárið og skegg-
ið,“ segir Guðbrandur og bendir á
síðhærðan, alskeggjaðan karlmann á
tískusýningu. „Svo er líka gaman að
sjá hvernig tískan fer í hringi, eins
og maður sér að vissu marki ef mað-
ur ber myndirnar saman við tískuna
í dag.“
Mynd af karlmanni að gægjast í
gegn um þar til gerð göt á rúðu vek-
ur athygli blaðamanns. Skyldi þetta
vera einhvers konar „peep-show“?
„Við vitum það í raun og veru ekki,“
svarar Guðbrandur. „Það eina sem
við höfum um þessa mynd er að hún
er tekin 1967 af Sveini Þormóðs-
syni.“ Blaðamaður lítur nú ýmsa
þekkta menn og konur á myndum,
sem tilheyra ýmsum flokkum sýn-
ingarinnar. Þarna er Ella Fitzgerald
í Háskólabíó og Örnólfur Thorlacius
rektor Menntaskólans við Hamra-
hlíð, Jón Baldvin Hannibalsson og
Kjarval í djúpum samræðum við
blaðamann. Á eftir Kjarval kemur
heill veggur þar sem aðrir íslenskir
myndlistarmenn sitja fyrir. Allt frá
Gunnlaugi Scheving til SÚM-
aranna. „Þú kannast sennilega við
einhverja af þessum,“ segir Guð-
brandur og bendir á mynd af Braga
Ásgeirssyni, myndlistargagnrýn-
anda Morgunblaðsins, í köflóttum
jakkafötum á sýningu sinni.
Í dagblaðastíl
Ljósmyndasafnið leggur á það
áherslu á sýningunni að birta mynd-
irnar í því formi sem þær birtast á
filmunum. Þær hafa ekki verið til-
sniðnar við framköllun, skornar til
og þar frameftir götum, þó skemmd-
ir í myndunum hafi verið lagaðar. Að
sögn Guðbrands tók það starfsmenn
safnsins nokkurn tíma að velja sam-
an myndir á sýninguna. „Þó tel ég að
okkur hafi tekist að mynda ákveðna
heild á sýningunni, þrátt fyrir að
myndirnar komi úr svo ólíkum átt-
um sem raunin er,“ segir hann.
Sýningarskráin, sem Guðrún
Katla Henrysdóttir hefur hannað, er
í einskonar dagblaðastíl. Hún er í
dagblaðsstærð og í henni eru raktir
helstu atburðir Íslandssögunnar á
árunum ’65–’75, auk þess sem þar í
stuttu máli gerð grein fyrir sögu
blaðaljósmyndunar á Íslandi og til-
urð filmusafnanna, sem myndirnar á
sýningunni eru fengnar úr. Auk þess
hanga á súlum í salnum miðjum úr-
klippur úr nokkrum blaðanna, sem
myndin sýningarinnar birtust í.
Hins vegar er enginn texti sem
fylgir ljósmyndunum sem hanga á
veggjum, einungis höfundur, ár og
viðfangsefni. „Samband blaða-
ljósmynda og frétta er mjög náið.
Þegar ákveðinn atburður gerist er
honum yfirleitt lýst jafnhliða í máli
og mynd í dagblöðum,“ segir Guð-
brandur. „Á sýningunni má greina
ákveðna viðleitni til að skera á þessi
tengsl, með því að birta myndirnar
textalausar. Við gerum þetta til þess
að fá fólk til að horfa á myndirnar án
þess að velta fyrir sér textanum,
sem ljósmyndaverk.“
Margir ljósmyndaranna sem eiga
myndir á sýningunni eru með þekkt-
ustu ljósmyndurum Íslendinga. Má
þar til dæmis nefna Bjarnleif Bjarn-
leifsson og Svein Þormóðsson, sem
báðir störfuðu um árabil á stærstu
dagblöðum landsins. Aðrir eru
minna þekktir, eða jafnvel óþekktir,
eins og lesa má í sýningarskrá.
„Filmu- og myndasöfnin sem við
höfum fengið í hendur hér á Ljós-
myndasafninu hafa verið í misjöfnu
ástandi. Oft á tíðum hafa myndir
verið ómerktar, án höfundar eða ár-
tals,“ segir Guðbrandur. „En við
höfum kosið að sýna hér myndir sem
við erum nokkuð viss um að séu inn-
an rétta tímabilsins og látum þær
einfaldlega tala sínu máli.“
Ljósmyndasafn Reykjavíkur er til
húsa í Grófarhúsi við Tryggvagötu.
Sýningin Íslenskar blaðaljósmyndir
’65–’75 er opin virka daga kl. 12–18
og um helgar kl. 13–17. Henni lýkur
1. september.
Ljósmynd/Guðgeir Magnússon
Fjölmörg hús hurfu undir öskulag í Heimaey í gosinu árið 1973.
Af túperuðu hári
og geirfuglum
Blaðaljósmyndir gefa
oft á tíðum skýra mynd
af samtíma sínum. Í
Ljósmyndasafni
Reykjavíkur gefur að
líta slíkar myndir frá ár-
unum ’65–’75, og varð
Inga María Leifsdóttir
margs vísari þegar hún
skoðaði sýninguna með
Guðbrandi Benedikts-
syni sýningarstjóra.
ingamaria@mbl.is
Ljósmynd/Jóhann Vilberg
Jóhannes Kjarval á blaðamannafundi með kaffi og tilheyrandi.
Ljósmynd/Gunnar Heiðdal
Nokkrir af helstu ljósmyndurum Íslands ’65–’75: Bjarnleifur Bjarn-
leifsson, Guðjón Einarsson, Runólfur Elintínusson og Sveinn Þor-
móðsson. Fleiri nafnkunnir ljósmyndarar komu mikið við sögu.
Ljósmynd/Gunnar Heiðdal
Fegrunaraðgerðir kvenna hafa verið
að mörgu leyti svipaðar undanfarin 30
ár. Kona í ljósabekk árið 1970.
Ljósmyndari óþekktur
Kristján Eldjárn og Magnús Jónsson frá Mel skoða langþráðan geirfuglinn árið1971.