Morgunblaðið - 15.08.2002, Side 36

Morgunblaðið - 15.08.2002, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BÚIST er við að um 60 þús-und manns sæki ráð-stefnu Sameinuðu þjóð-anna um sjálfbæra þróun sem haldin verður í Jóhannesarborg í Suður-Afríku dagana 26. ágúst til 4. september. Auk þjóðarleiðtoga og annarra fulltrúa ríkja sækja hann fulltrúar fyrirtækja og fjölmargra samtaka. Þarna verða m.a. vísinda- menn, sveitarstjórnarmenn, bænd- ur, fulltrúar verkalýðsfélaga og fulltrúar umhverfissamtaka af margvíslegum toga. Ennfremur munu fjölmargir blaða- og frétta- menn fylgjast með fundinum. Fundurinn í Jóhannesarborg er haldinn 10 árum eftir að umhverf- isráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Ríó de Janeiro var haldin. Óumdeilt er að Ríó-fundurinn átti stóran þátt í að vekja heimsbyggðina til vitundar um þann vanda sem steðjar að í um- hverfismálum. Í Ríó settu þjóðir heims sér markmið, en ljóst er að þau hafa ekki öll náðst. Í Jóhann- esarborg verður staðan endurmetin, sett ný markmið og nýjar tímasetn- ingar. Fjölmargir fundir og ráð- stefnur hafa verið haldnar til und- irbúnings fundinum. Síðasti stóri undirbúningsfundurinn var haldinn á Bali í Indónesíu. Stór verkefni Hugtakið „sjálfbær þróun“ hefur verið skilgreint sem þróun sem mætir þörfum dagsins í dag án þess að ganga á möguleika komandi kyn- slóða til að mæta sínum þörfum. Verkefni fundarins í Jóhannesar- borg er afar stórt í sniðum. Þar verður m.a. fjallað um fátækt í heim- inum, aðgang að hreinu vatni, að- gang að grundvallarhreinlætisað- stöðu, aðgang að heilbrigðis- þjónustu, orkumál, loftslagsmál, ástand skóga heimsins og áhrif fá- tæktar á umhverfi. Eins og nærri má geta hefur á ýmsu gengið við undirbúning fund- arins og efasemdir hafa verið settar fram um að hann skili þeim árangri sem að var stefnt. Þó flestar þjóðir heims telji að með samstilltu átaki sé hægt að ná árangri í að bæta lífs- skilyrði jarðarbúa eru menn ekki í öllum tilvikum sammála um hvaða leiðir er best að fara. Margar þjóðir telja að skýr og afmörkuð markmið, þar sem settur er ákveðinn tíma- rammi, séu vænleg leið til að skila árangri. Hins vegar er veruleg and- staða hjá mörgum þjóðum við að taka á sig alþjóðlegar skuldbinding- ar í þessa veru. Bandaríkjamenn tregir til að taka á sig skuldbindingar Bandaríkin eru langöflugasta ríki heims og því skiptir afstaða banda- rískra stjórnvalda afar miklu máli. Margir hafa gagnrýnt Bandaríkja- menn fyrir að sýna fundinum í Jó- hannesarborg lítinn áhuga og fyrir að vera ósveigjanlegir í samninga- viðræðum um þær ályktanir sem lagðar verða fyrir fundinn. Í síðustu viku fór Nitin Desai, aðalritari ráð- stefnunnar í Jóhannesarborg, til Bandaríkjanna til að ræða við full- trúa stjórnvalda, viðskiptalífs, sér- fræðinga á sviði umhverfismála og fjölmiðla um fundinn og reyna þann- ig að afla honum stuðnings. Halldór Þorgeirsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði ekki hægt að neita því að Banda- ríkjamenn hefðu verið erfiðir í þeim samningaviðræðum sem farið hafa fram í aðdraganda fundarins. Þeir hefðu fyrst og fremst lagst gegn því að sett væru skýr markmið um tíma- setningar og aðgerðir. Þeir vildu ekki gangast undir miklar alþjóðleg- ar skuldbindingar á þessu sviði. Þessi stefna Bandaríkjanna er ekki nýtilkomin, en Halldór sagðist telja að þeir hefðu heldur styrkst í þess- ari afstöðu sinni á undanförnum misserum. Bandaríkjamenn taka alþjóðlegar skuldbindingar sem þeir gangast undir mjög alvarlega. Það er fjarri þeirra hugsun að það sé allt í lagi að skrifa undir skuldbindingar þar sem það skipti hvort sem er ekki öllu máli hvort þær séu uppfylltar eða ekki. Ein af ástæðunum fyrir því að bandarísk stjórnvöld eru treg til að takast á hendur alþjóðlegar skul- bindingar er að um leið og Banda- ríkin hafa skrifað undir og sam- þykkt alþjóðlega samninga eru þeir orðnir hluti af lögum landsins. Þar með geta umhverfissamtök, sem eru fjölmörg í Bandaríkjunum, dregið bandarísk stjórnvöld fyrir rétt ef þessir samningar eru hunsaðir. Bandarísk umhverfissamtök hafa einmitt náð miklum árangri í um- hverfismálum með því að reka mál fyrir dómstólum þar sem fyrirtæki eða stjórnvöld eru sökuð um lög- brot. Bandalag þeirra sem vilja Fundir Sameinuðu þjóðanna miða að því að ná samstöðu með fulltrúum allra þjóða sem sækja fundinn. Eins og gefur að skilja getur oft verið erf- itt að ná fullkominni samstöðu allra. Niðurstaðan er því oft ærið útþynnt eða að menn ná hreinlega ekki sam- an. Á fundum Sameinuðu þjóðanna, þar sem aðildarþjóðirnar ræða um að taka á sig nýjar skuldbindingar, hafa allar þjóðir í reynd neitunar- vald því ekkert er samþykkt nema allar þátttökuþjóðirnar séu sam- mála. Við undirbúning fundarins í Jóhannesarborg hafa menn verið að reyna að finna leiðir til að ná ein- hverjum árangri þegar nánast úti- lokað hefur reynst að ná samstöðu í þeim úrlausnarmálum sem unnið er að. Talsverður áhugi hefur verið á að þróa eins konar samstarfsverkefni á sérstökum sviðum sjálfbærrar þró- unar. Hugmyndin er að í samstarfs- yfirlýsingunni komi fram hvert markmiðið er, hvað á að ger nær og hver á að bera k verkefninu. Verði þessi ve veruleika munu þjóðir sem þátt í þeim einfaldlega lýsa um yfir og stefnt er að því efnin verði tilkynnt á fundi hannesarborg. Þetta samst sem vilja koma ákveðnum verk hefur verið kallað „co the willing“. Reikna má mörg þessara verkefna v komin langt á veg á fundin um en verði þróuð frekar honum lýkur. Fjármagnið flýr spill átök og óstöðuglei Búist er við að það mál iðast verði að ná samstö fundinum í Jóhannesar hvaða leiðir eigi að fara við úr fátækt í þróunarríkjunu er líka það mál sem er ei ilvægast af þeim sem lig fundinum. Á fundinum í Ríó var markmið að 0,7% af la leiðslu iðnríkjanna færu til aðstoðar á hverju ári. Það hefur ekki náðst og raun hlutfallið farið lækkandi þegar Ríó-fundurinn var h móti kemur að fjarfestinga arríkjunum hafa aukist Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þ Hvernig á að berjast gegn fátækt í heiminum? Um 18% jarðarbúa, eða hreinu vatni. Þetta á stó lega úr sjúkdómum ein væri að verjast Eitt stærsta verkefni ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem haldin verður í Jóhannesarborg 26. ágúst til 4. september, er að finna leiðir til að tak- ast á við fátækt í heiminum. Egill Ólafsson telur að margir óttist að árangur af þessu verkefni verði ekki sá sem að var stefnt.  1,2 milljarðar manna ha við dollar (85 krónur) ti færslu á dag og um helm jarðarbúa hefur innan v dollara á dag til framfæ  Um 1,1 milljarður mann kost á hreinu drykkjarv  Um 2,4 milljarðar jarða eiga ekki kost á fullnæg hreinlætisaðstöðu.  Nærri 800 milljónir man ekki að lifa eðlilegu hei lífi vegna vannæringar.  Yfir 850 milljónir mann ólæsar og óskrifandi.  Næstum 325 milljónir b ekki í skóla.  Um 11 milljónir barna u fimm ára aldri deyja ár orsökum sem hægt er a ast.  Um 36 milljónir manna alnæmi.  Um 120 milljónir para s nota getnaðarvarnir ha aðgang að þeim. HEILSUFARSLEGIR HAGSMUNIR HEILDARINNAR Samnorræn rannsókn á mataræðiÍslendinga, sem Manneldisráðsá um og fjallað var um í Morg- unblaðinu í gær, leiðir í ljós að ein- ungis einn af hverjum tíu Íslendingum borðar grænmeti tvisvar á dag eða oftar og hlutfall þeirra sem borða þá fimm skammta af grænmeti og ávöxt- um á dag sem eru hollustumarkmið Manneldisráðs er jafnlágt. Könnunin miðaði að því að kanna neyslu græn- metis, ávaxta og fisks meðal Norður- landabúa og Eystrasaltsþjóða, þar sem nú er lögð áhersla á að auka neyslu þeirra í öllum þessum löndum af heilbrigðisástæðum. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að þó grænmetisneysla Íslend- inga hafi aukist sé hún engan veginn nógu mikil. Morgunblaðið hefur ítrek- að lýst þeirri skoðun að hátt grænmet- isverð á Íslandi hafi vegið þungt við að draga úr grænmetisneyslu. Rannsókn Manneldisráðs leiðir í ljós að neysla á ávöxtum einkennist af áþekkum áhrifaþáttum og neysla grænmetis að því undanskildu að tekjur hafa ekki áhrif – þeir sem eru tekjulægstir borða ekki síður ávexti en þeir tekju- hærri. Sú staðreynd er mjög athygl- isverð í ljósi verðkönnunar ASÍ frá 19. júní sl. þar sem borið var saman verð á ávöxtum og grænmeti hér og í Eng- landi, en könnunin leiddi í ljós að verð- munur á algengum ávöxtum hér og er- lends er mun minni en á grænmeti sem í tíu tilfellum var meira en 200% dýrara hér. Hátt verð á grænmeti virðist því hafa letjandi áhrif á neyt- endur og því er það mikilvægt hags- munamál fyrir almenning að verð á grænmeti hér verði sambærilegt við það sem gerist í nágrannalöndunum. Fábreytni í úrvali á grænmeti, nán- ast engin hefð fyrir neyslu þess auk þekkingarleysis á möguleikum þess í matargerð eru einnig þættir sem leitt hafa til þess að Íslendingar neyta grænmetis í svo litlum mæli. Sú nið- urstaða Manneldisráðs að langskóla- gengnir og fólk á höfuðborgarsvæðinu borði meira grænmeti en aðrir rennir stoðum undir þessa kenningu, því leiða má líkur að því að stærri hluti langskólagengins fólk hafi verið lang- dvölum erlendis og þannig kynnst meiri fjölbreytni í mataræði en þeir sem minni menntun hafa, auk þess sem úrvalið af grænmeti er mun meira á höfuðborgarsvæðinu en úti á lands- byggðinni. Eins og segir í greinargerð Mann- eldisráðs um þessa hollustukönnun eru „fáir stórtækir í neyslunni en að- eins einn af hverjum tíu borðar græn- meti tvisvar á dag eða oftar“. Þar seg- ir einnig að það veki athygli að „hrátt grænmetissalat verður oftar fyrir val- inu en soðið eða matreitt grænmeti“, sem bendir eindregið til þess að sú hefðbundna neysla grænmetis sem er svo ríkur þáttur í matarmenningu annarra þjóða sé enn ekki þáttur í neysluvenjum fólks hér á landi. Ef veruleg aukning á að verða í græn- metisneyslu þarf því ekki einungis að gefa íslenskum neytendum kost á ódýrara grænmeti heldur einnig um- talsvert meiri fjölbreytni. Íslensk matarmenning var vægast sagt fábrotin allt fram á síðustu ár og það skýtur mjög skökku við að á með- an ekki hefur tekist að skapa aðstæð- ur til þess að hin fjölskrúðuga mat- argerð sem tengist grænmetisneyslu annarra þjóða nái hér fótfestu, er neysla á skyndibitafæði orðin áhyggjuefni. Í frétt hér í blaðinu í október í fyrra var greint frá því að ís- lenskar fjölskyldur eyða nú meiru í sælgæti en grænmeti, sem einnig seg- ir sína sögu. Þær niðurfellingar á tollum sem urðu að veruleika fyrr á árinu virðast ekki hafa haft jafnafgerandi áhrif og vonir stóðu til því þó verð hafi lækkað á allra algengustu tegundum hefur vöruúrvalið – og þar með samkeppnin – nánast ekkert aukist. Er ekki kom- inn tími til að skapa þær markaðsað- stæður innanlands sem leiða til þess að heilsufarslegir hagsmunir í neyslu- venjum heildarinnar nái fram að ganga? RÚSSNESK FLOTAHEIMSÓKN Heimsókn rússneska tundurspill-isins Chabanenko og birgða- skipsins Sergey Ocipov til Íslands er táknræn fyrir þau miklu umskipti sem orðið hafa í samskiptum Rúss- lands við Vesturlönd á síðastliðnum árum. Þrátt fyrir að Rússar hafi lengi verið eitt mesta flotaveldi Norður- Atlantshafsins er þetta einungis í þriðja skipti sem rússnesk herskip heimsækja íslenska höfn. Áður hafa rússnesk herskip komið hingað til lands 1871 og 1969. Á meðan á heimsókninni stóð skemmtu rússneskir sjóliðar Reyk- víkingum með glæsilegum söng á Ingólfstorgi. Þá léku áhafnir skip- anna knattspyrnuleik við bandaríska hermenn á Keflavíkurflugvelli og Vladímír Dobroskochenko, vísiaðmí- ráll og næstæðsti yfirmaður rúss- neska Norðurflotans, átti þar einnig fund með yfirmönnum bandaríska varnarliðsins. Þetta hefðu þótt tíðindi fyrir nokkrum árum þar sem eitt af helstu verkefnum varnarliðsins frá upphafi hefur verið að fylgjast með ferðum rússneska flotans og þá ekki síst rússneskum kafbátum. Á fundi með blaðamönnum í tund- urspillinum lögðu þeir Alexander Rannikh, sendiherra Rússa á Íslandi, og Dobrokochenko áherslu á að markmiðið með heimsókninni væri að styrkja böndin milli Íslands og Rúss- lands. Rannikh sagði heimsókn rúss- neska vísiaðmírálsins á Keflavíkur- flugvöll táknræna fyrir breytta heimsmynd þar sem Bandaríkin og Rússland störfuðu nú saman í barátt- unni gegn alþjóðlegum hryðjuverk- um. Sú tíð er sem betur fer liðin að Vesturlönd líti á Rússland sem ógn. Nú þykir jafnsjálfsagt að rússneskt herskip heimsæki Reykjavík og skip frá einhverju NATO-ríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.