Morgunblaðið - 15.08.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 15.08.2002, Síða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 43 ÞAÐ er áhugavert að skoða hvað Íslendingar voru í miklum viðskipt- um við lönd Evrópusambandsins (ESB á síðasta ári. Rúmlega 73% af öllum útflutningi þjóðarinnar og 62% af öllum innflutningi þjóðarinnar er til og frá ESB. Þegar næstu stækk- un ESB er lokið nálgast þetta hlut- fall á Íslandi 80% af inn- og útflutn- ingi þjóðarinnar til ESB Í þessu samhengi er áhugavert að skoða hvort ekki væri skynsamlegt fyrir Íslendinga að taka evruna upp sem gjaldmiðil. Mikilvægustu rök fyrir sameigin- legum gjaldmiðli í Evrópu, þegar sú hugmynd kom upp, var að auka hag- sæld í löndum bandalagsins með því að útiloka gengissveiflur á milli land- anna. Fyrirtæki í inn- og útflutningi innan ESB losna við gengisáhættu í sínum rekstri og geta nú gert örugg- ari áætlanir fram í tímann. Þetta gerir það að verkum að efnahagslíf landanna verður stöðugra, fjárfest- ingar fyrirtækjanna verða markviss- ari, vinnumarkaðurinn stöðugri og hagsæld fólksins í löndunum eykst. Hlutfall inn- og útflutnings af þjóð- artekjum er hátt á Íslandi. Íslend- ingar myndu hagnast hlutfallslega meira en margar aðrar þjóðir sem nú þegar hafa stigið það skref eða eru að stíga það. Rök númer tvö er skilvirkari sam- keppni. Neytendur í Evrulandi eiga auðveldara með að bera saman verð milli landanna og geta keypt vöruna þar sem hún er ódýrust. Þetta gerir það að verkum að svæðaeinokun verður síður möguleg. Markaðirnir verða opnari, samkeppni eykst sem aftur skilar sér í betra vöruverði til neytenda. Þriðju rökin eru þau að í Evru- landi er vísitölubinding útlána bank- ana ekki leyfileg og vextir auk þess næstum því helmingi lægri en á Ís- landi. Heimili og minni fyrirtæki landsins myndu spara hundruð millj- óna á ári hverju í vaxtakostnað. Ég segi minni fyrirtæki vegna þess að stærri fyrirtæki landsins og bank- arnir fjármagna sig nú þegar í Evru- landi. Þessi þáttur er helsta ástæðan fyrir því að bankarnir og fulltrúar þeirra sem eiga peningana í landinu eru á móti upptöku evrunnar. Evru- málið er ekki bara mál fyrir sérfræð- inga, það snýst um tugi þúsunda króna lægri vaxtakostnað á hvert einasta heimili í landinu á ári hverju. En það er nauðsynlegt að skoða rök þeirra sem eru á móti upptöku evrunnar vel og vandlega. Fyrir utan hagsmunagæslu sparifjáreigenda og bankanna eru helstu rökin gegn upp- töku evrunnar þau að þá afsali þjóðin sér valdi sínu til þess að aðlaga pen- ingamagn í umferð og gengisstjórn- un miklum sveiflum í efnahagslífinu. Þar er fyrst og fremst horft til sveiflna í sjávarútvegi. Það gleymist í þeirri umræðu að íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki myndu hagnast til lengri tíma á stöðugu gengi við helsta útflutningsmarkað okkar Evruland. Eina hagstjórnartækið sem eftir situr í höndum íslenskra stjórnmálamanna er þá útgjalda- stjórnun. Auðvitað eru ráðamenn alltaf tregir til þess að afsala sér völdum. Margir telja réttilega, að þetta komi ekki til með að farast ís- lenskum stjórnmálamönnum í dag vel úr hendi. En kjósendur eiga eftir að velja sér fólk í framtíðinni sem það treystir til þeirra verka. Forsætisráðherra hefur réttilega bent á að ef við tökum upp evruna hefur hann ekki lengur í upp- og nið- ursveiflu möguleika á því að fjar- stýra genginu í gegnum flokksbræð- ur sína hjá Seðlabanka Evrópu eins og hann getur hér á landi. Það að halda því fram að þá hellist yfir þjóð- ina atvinnuleysi sam- bærilegt við atvinnu- leysi t.d. í Þýskalandi (9–10%) er mikil ein- földun á staðreyndum málsins. Atvinnulífið í Þýskalandi er stirt og þungt í vöfum og byggðist upp í fádæma efnahagsuppsveiflu sem stóð í áratugi (deutsches Wirt- schaftswunder). Þá varð til þunglamalegt skipulag á vinnumark- aði sem erfitt hefur verið að brjóta á bak aftur og breyta. Þýskt efnahagslíf þarf auk þess 8–10 ár í viðbót til þess að jafna sig eftir að hafa tekið við gjaldþrota efnahagslífi Austur-Þýskalands árið 1990. Okkur væri nær að skoða og bera okkur saman við lönd eins og Holland þar sem atvinnulífið er sveigjanlegra og þess- vegna líkara íslensku atvinnulífi. Við Íslendingar verðum að sætta okkur við þá tilhugsun að við getum ekki byggt okk- ar gjaldeyristekjur um ókomna framtíð á sjáv- arútvegi. Við erum að ganga þar á náttúru- auðlind sem erfitt er að reiða sig á, jafnvel þó að við teljum í augna- blikinu að okkur farist fiskveiði- stjórnunin sérlega vel úr hendi. Þess vegna er nauðsynlegt að aðaláhersla verði lögð á það að búa öðrum út- flutningsgreinum, s.s. þjónustu, iðn- aði og ferðaþjónustu umhverfi sem tryggir samkeppnishæfni þeirra um ókomna framtíð. Mesta og stærsta gæfuspor sem íslenska þjóðin steig á síðari hluta síðustu aldar var að ganga í ESS. Bæði neytendur og fyr- irtæki hafa notið góðs af því. Næsta skref sem við eigum að stíga er að taka upp evruna sem gjaldmiðil hér á landi. Við höfum nú þegar tekið upp 80% af laga og regluverki ESB. Ákvörðun um fara í aðildarviðræður kemur væntanlega fljótlega, jafnvel þó að forsætisráðherra óski þess heitt og innilega að innganga í Evr- ópusambandið verði ekki kosninga- mál í næstu alþingiskosningum. Jón Jónsson í Evrulandi Pétur Óskarsson Höfundur er rekstrarhagfræðingur og starfar við ferðaþjónustu í Þýskalandi. ESB Við getum ekki, segir Pétur Óskarsson, byggt okkar gjaldeyristekjur um ókomna framtíð á sjávarútvegi. Viltu léttast um 1-4 kíló á viku Símar 557 5446 og 892 1739

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.