Morgunblaðið - 15.08.2002, Side 50

Morgunblaðið - 15.08.2002, Side 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Einar BergmannArason fæddist í Ólafsvík 28. febrúar 1922. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 3. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Friðdóra Friðriksdóttir, f. 7.12. 1892, d. 27.10. 1975, og Ari Berg- mann Einarsson, f. 4.3. 1891, d. 9.9. 1978, frá Sæmundar- hlíð í Ólafsvík. Einar átti tvær systur, Guðríði, f. 27.12. 1918, og Áslaugu, f. 6.8. 1924. Árið 1947 giftist Einar eftirlif- andi eiginkonu sinni Iðunni Vig- fúsdóttur, f. 29. maí 1927. Hún er dóttir hjónanna Vigfúsar Jónsson- ar trésmíðameistara og Kristínar Jensdóttur húsfreyju frá Gimli á Hellissandi. Einar og Iðunn hófu búskap í Ólafsvík en fluttust til Reykjavíkur 1956. Þau eiga fjögur börn, sjö barnabörn og eitt barna- barnabarn. Börn þeirra eru: 1) Ari Bergmann útibússtjóri hjá Spron, f. 7. júní 1949, kvæntur Ólöfu Erlu Óladóttur, deildarstjóra og eiga þau tvö börn, a) Sigríði Sunnu, f. sigldi meðal annars á togurum á stríðsárunum. Að loknu skólanámi tók hann við framkvæmdastjóra- starfi hjá Hraðfrystihúsi Hellis- sands, síðan við starfi kaupfélags- stjóra við Kaupfélag Ólafsvíkur og seinna varð hann framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Ólafsvíkur eða þar til hann flutti til Reykja- víkur 1956. Varð hann þá yfirverk- stjóri og síðar framleiðslustjóri við Sænsk-íslenska frystihúsið til árs- ins 1964 að hann hellti sér óskiptur út í rekstur verslunarinnar Kjöts og fisks, sem hann hafði áður fjár- fest í ásamt skólabróður sínum. Félagsstörf voru Einari ávallt hugleikin og vann hann að ýmsum hagsmunamálum fyrir kaupmenn og gegndi í því sambandi fjölda trúnaðarstarfa. Hann var m.a. for- maður Félags matvörukaupmanna í nokkur ár og átti sæti í aðalstjórn Kaupmannasamtaka Íslands og Verslunarráði Íslands. Þá var hann fyrsti formaður Innkaupa- sambands matvörukaupmanna, IMA. Hann var einnig meðal stofn- enda og fyrsti formaður Kaup- garðs hf. í Kópavogi. Árið 1987 hætti Einar verslun- arrekstri, en skömmu síðar fór að halla undan fæti heilsufarslega. Síðustu æviárin dvaldist hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Einars Bergmanns fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 4.2. 1978, b) Einar Baldvin, f. 24.3. 1980. 2) Helga Kristín Ein- arsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar Landspít- ala – háskólasjúkra- húss, f. 6. júlí 1951, gift Kjartani Þórðar- syni hagfræðingi. Þeirra börn eru a) Ið- unn, f. 20. apríl 1973, gift Benedikt Gunnari Ívarssyni, þeirra barn Viktor Helgi. b) Guðný, f. 11.8. 1978, sambýlismaður henn- ar Eiríkur Gestsson. c) Kjartan Dór, f. 15.8. 1984. 3) Dóra, leikmynda- og búningahönnuður, f. 15. ágúst 1954, búsett erlendis. 4) Baldvin, verslunarstjóri hjá „Meny-verslunarkeðjunni“, f. 26. desember 1962, kvæntur Ingu Birnu Úlfarsdóttur, skrifstofu- stjóra, búsett í Noregi. Börn þeirra a) Úlfar Ari, f. 6.9. 1992, b) Elísa- bet, f. 22.4. 1994. Einar ólst upp í Ólafsvík, en lauk skyldunámi sínu frá Héraðsskól- anum á Núpi í Dýrafirði, stundaði síðan nám við Verslunarskóla Ís- lands og lauk þaðan prófi 1944. Hann vann ýmis störf með námi og Komið er að kveðjustund og margs er að minnast en rúmlega 30 ár eru síðan ég kynntist fjölskyldunni á Lindarflötinni er við Ari fórum að vera saman. Við vorum að útskrifast úr Verslunarskólanum en tengdafað- ir minn var að halda upp á 25 ára út- skriftarafmæli frá sama skóla með gömlum skólafélögum, glæsilegum og hressum hóp. Alltaf var tekið höfðinglega á móti gestum á þeirra fallega heimili og stóðu hjónin ein- huga saman í því eins og öllu öðru. Einar var búinn að upplifa tímana tvenna, komast áfram á eigin ramm- leik og hörkudugnaði, orðin veikindi og leti voru ekki til í hans orðabók. Mér fannst hann vera í vinnunni mestan hluta sólarhringsins meðan heilsa og kraftar leyfðu. En samt lét hann sig dreyma um hvernig hann ætlaði að eyða ævikvöldinu með Ið- unni sér við hlið í sól og sumaryl, en því miður komu veikindi hans í veg fyrir það. Þau eiga eftir að leiðast síð- ar á sólbjartri hvítri strönd. Einar var eini afinn sem börnin mín fengu að kynnast og var ynd- islegt að fylgjast með hvað vinnu- forkurinn gat breyst í mjúkan mann með barnabörnunum, hann hikaði ekki við að fara á fjóra fætur í spari- fötunum til að reiða þau á hestbaki ef þau óskuðu þess. Meðan þau voru lít- il var alltaf regla að mæta í Kjöt & fisk í aðalönninni á föstudagseftir- miðdögum þar sem afi tók með opn- um örmum á móti þeim með góðgæti í poka, þó svo að hann hefði nóg ann- að að gera. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir öll góðu árin og alla umhyggju og kærleik, sem hann sýndi okkur. Ég kveð kæran tengdaföður. Megi góður guð blessa minningu hans. Ólöf Erla Óladóttir. Elsku afi minn, í dag kveð ég þig og rifja í leiðinni upp margar góðar minningar um frábæran afa. Milli okkar var sérstakt samband, við fengum aldrei nóg hvort af öðru, gát- um þagað, talað og unnið saman. Þegar ég var lítil hnáta mátti ég, ásamt Batta móðurbróður, hnoðast á afa á stofugólfinu á Lindarflötinni. Þar lá afi í hlýrabol eða var á fjórum fótum og lék við okkur. Páfagaukur- inn var á hausnum á einhverju okkar og ég mátti toga í hárið á afa eins og ég vildi, það litla sem eftir var. Ég var fyrsta barnabarnið og átti lengi óskipta athygli afa. Við ætluð- um að keyra um allan heiminn saman þegar ég fengi bílprófið, bara við tvö. Þegar ég flutti til Svíþjóðar kom það fyrir að afi sendi mér línu og mér er rosalega minnisstætt bréf, sem ég á enn í dag, þar sem afi lýsir því þeg- ar amma datt af Frúar-Blesa og sagði æ, æ, æ og svo var mynd af ömmu liggjandi á jörðinni. Þetta er fyrsta og eina teikningin sem ég hef séð eftir afa. Þetta bréf hélt ég rosa- lega mikið upp á. Talandi um hestana þá áttum við margar góðar stundir á hestbaki eða uppi í hesthúsi í Víðidalnum. Ég man ekki eftir mér þegar ég fór fyrst á hestbak en finnst eins og það hafi verið áður en ég byrjaði að ganga. Ástæðan fyrir því var sú að afi átti besta barnahest sem uppi hefur ver- ið, að mínu mati. Það var hann bleiki Valur. Afi var með verslun í Seljahverfinu lengi vel, Kjöt og fisk. Honum fannst alveg sjálfsagt að ríða ofan úr Víði- dalnum á öskudaginn í mörg ár til þess að leyfa börnunum í hverfinu að kynnast hestum og fara á hestbak. Ég var svo heppin að fá að fara með í svoleiðis ferð og það var alveg ein- stakt. Þar voru menn sem afi þekkti og voru alveg tilbúnir að verja heilum degi í þetta stúss. Í Kjöti og fiski fékk ég svo að kynnast annarri hlið á afa mínum. Þar lærði ég að vinna. Í heilt sumar fórum við saman á hverjum morgni upp í Kjöt og fisk og komum saman heim á kvöldin. Það fyrsta sem ég lærði var að raða vörum í hillur, svo lærði ég á merkibyssurnar, sem mér fannst algjört æði. Þar á eftir lærði ég á lagerinn, mjólkurkælinn, græn- metisborðið, að pakka inn og skera kjötvöru, afgreiða á kössum, í kjöt- og fiskborðinu o.s.frv. Ég tel að ég eigi vinnusemi mína afa að þakka því ég var bara 11 ára þegar ég byrjaði í fullu starfi. Það er enn matur eins og karrýréttirnir og pepperonilengjurn- ar sem ég sakna ofan úr búð. Í Klettakotinu á Snæfellsnesi þótti okkur afa gaman að vera. Við stopp- uðum ekki allan daginn því þar var margt sem þurfti að gera og þegar við slöppuðum af var afi að sýna mér eitthvað merkilegt, s.s. landamærin, jökulinn og veiði. Í þá daga var afi með lítinn kofa þar sem við elduðum á kabyssu og fórum út í læk að ná okkur í vatn í gömlu mjólkurbrúsana, alveg sama hvernig viðraði. Ef amma kom með okkur höfðum við bara með okkur gos í gleri og eitthvert nammi sem hún lá með undir sæng og þá var hún sátt. Annars var amma drottningin hans afa og ekkert gat skyggt á hana í hans augum. Þegar maður hugsar út í hvað þau gerðu saman dettur manni í hug að sterk kona er á bak við sterkan mann. Afi gat stundum verið erfiður og ákveðinn þegar hann fékk einhverja flugu í höfuðið og þá átti bara að framkvæma hugmyndina strax. Þess vegna kölluðum við hann oft í gríni síðasta víkinginn. Það er margt fleira sem kemur upp í hugann á þessari stundu og ég hugsa til þess hve minningar eru dýr- mæt eign. Ég vildi óska að sonur minn hefði kynnst langafa sínum áð- ur en hann varð veikur en ég get haldið minningu afa á loft með því að segja börnum mínum sögur af hon- um og því sem við gerðum. Amma hefur sagt að maðurinn minn minni sig á afa og það hafði ég aldrei spáð í fyrr en fyrir stuttu. Það er ekki leiðum að líkjast því að afi minn var frábær í alla staði. Þín afastelpa, Iðunn. Einar afi okkar er látinn en við varðveitum minningar um hjartgóð- an afa. Kærastar eru minningarnar úr æsku okkar þegar afi var enn við góða heilsu. Það var ætíð mikið til- hlökkunarefni þegar öskudagurinn nálgaðist því að þá sló afi upp hátíð í Kjöti og fiski. Hann átti sjálfur nokkra hesta og fékk fleiri lánaða auk þess sem hann samdi við heild- salana um að gefa nammi á þessum degi. Við, barnabörnin og krakkarnir úr hverfinu, vorum síðan teymd um svæðið og erfitt að sjá hvort afi eða krakkarnir brostu breiðar. Ferðir í Klettakotið við Ólafsvík koma einnig upp í hugann. Afi fædd- ist í Ólafsvík og bar alla tíð sterkar tilfinningar til æskustöðvanna. Þang- að fórum við með honum og veiddum eða klifruðum í móberginu allt um kring. Einar afi bauð okkur síðan að leggjast á magann hans góða og sagði okkur sögur af álfunum í hóln- um á móti. Afi var frímúrari og bauð okkur meðan heilsan leyfði á jólaball regl- unnar. Það var ætíð mikið fjör á þess- um böllum og draumur fyrir okkur krakkana. Þá var sem oftar gott að vita af bjarnsterkri hönd hans afa þegar við vorum kynnt fyrir jóla- sveininum í fyrsta skipti. Hönd og hjarta afa voru risavaxin og rýrnuðu ekki þrátt fyrir veikindin. Þótt allur þróttur væri úr líkamanum tók afi enn þéttingsfast um hönd þeg- ar við komum í heimsókn til hans á Hrafnistu. Þótt dagamunur væri á viðbrögðum hans brosti hann enn sínu breiðasta brosi þegar maður æjaði að því að núna yrði hann að losa aðeins um takið áður en fing- urnir yrðu helbláir. Við munum sakna Einars afa. Blessuð sé minning hans. Einar Baldvin og Sigríður Sunna. Elskulegur frændi okkar, Einar Bergmann Arason, er látinn. Þessi sterki, svipmikli og raungóði maður var ætíð náinn hluti af bernskufjöl- skyldu okkar. Einar var litli bróðir hennar mömmu og var mikill sam- gangur á milli þeirra, einkum frá því að Einar kom til Reykjavíkur, fór í Verzlunarskólann og eftir að hann stofnaði til hjúskapar með Iðunni sinni í Ólafsvík. Einar var einstak- lega barngóður svo eftir var tekið. Við minnumst allra þeirra samveru- og gleðistunda á tæpum mannsaldri, allt frá því leikið var við okkur stelp- urnar í Eskihlíðinni, börnin okkar voru föðmuð og hve krakkarnir í hverfinu voru velkomnir í verslun hans. Það var gaman að koma í búðina hans, Kjöt og fisk, sérstaklega fyrir jólin. Einar gekk sýnilega í öll verk þar á bæ, allt frá því að vera í þrifum og bjóða nærstöddum að kjötborðinu á aðventunni með væna flís af reykt- um magál á flugbeittum hnífnum, þá voru jólin komin. Kímnin og gleðin í andlitsdráttum frænda var einstak- lega eftirminnileg og hann var alla tíð stórhuga hamhleypa til vinnu, hlífði sér aldrei. Þegar faðir okkar lést, langt um aldur fram, reyndist Einar systur sinni einstaklega vel, því munum við aldrei gleyma. Hann var mikill höfð- ingi og gleðigjafi, og fóru menn jafn- an ríkari af hans fundi. Fyrir um 15 árum brast heilsa Einars, þá var hann aðeins 65 ára að aldri. Það var allt of snemmt fyrir svo kraftmikinn og atorkusaman mann og erfitt fyrir hans nánustu. Einar átti yndislega eiginkonu, Ið- unni, sem stóð sem klettur við hlið hans alla tíð. Hún bjó þeim einstak- lega fallegt heimili þar sem gott var að koma. Síðast hittist öll fjölskyldan á heimili þeirra 28. febrúar sl. þegar Einar varð 80 ára, þá farinn að kröft- um og ófær um að tjá sig en samt sáum við glampa í augunum þegar verið var að rifja upp gamla tíma. Við þökkum margar yndislegar samverustundir. Megi guð geyma góðan frænda. Kolbrún og Hrafnhildur. „Þó að mínir fætur kólni,“ var orð- tæki Einars Bergmanns fyrrverandi kaupmanns, þegar hann var að spá í framtíðina og sá þá eitthvað sem hon- um fannst að ætti eftir að koma fram. Nú hafa fætur þessa merka heiðurs- manns kólnað. Hann varð rúmlega áttræður, f. í Ólafsvík 28.2. 1922. Eft- ir skólagöngu, fyrst við héraðsskól- ann á Núpi og síðan við Verzlunar- skóla Íslands fluttist hann aftur til Ólafsvíkur og gerðist framkvæmda- stjóri við Hraðfrystihús Hellissands. Síðar tók hann við starfi kaupfélags- stjóra hjá Kaupfélagi Ólafsvíkur og starfi framkvæmdastjóra hjá Hrað- frystihúsi Ólafsvíkur og gegndi hann þessum störfum þar til hann fluttist til Reykjavíkur árið 1956. Varð hann þá yfirverkstjóri og framleiðslustjóri við Sænsk-íslenska frystihúsið til í júlí 1964. Í júní 1960 keypti Einar verzlunina Kjöt & fisk við Þórsgötu af Hálfdáni Eiríkssyni kaupmanni, gamalgróna verzlun sem Hálfdán stofnaði 1929. Félagi og meðeigandi Einars var skólabróðir han Jón Ás- geirsson, þáverandi sveitarstjóri í Njarðvík, en þeir höfðu kynnst árið 1937 þegar báðir hófu nám á Núpi. Það kom í hlut undirritaðs að ann- ast daglega framkvæmdastjórn verslunarinnar, síðar reyndar verzl- ananna, en þær urðu þrjár frá 1961. Vegna tengsla Einars við sjávar- útveginn á þessum árum var stofn- sett verzlun úti á Grandagarði þar sem aðallega var seldur kostur til bátanna sem lögðu upp hjá Sænska og Bæjarútgerðinni o.fl. Enn fremur var þarna seldur heitur matur til starfsfólks á svæðinu. Þetta var mjög umfangsmikil verzlun á tímabili. Samhliða þessari verzlun var sett á laggirnar önnur á Laugarásvegi 1, sérverzlun með kjöt og fisk í neyt- endapakkningum ásamt smur- brauðsstofu. Þegar Einar hætti störfum í Sænska tók hann við fram- kvæmdastjórn verzlananna. Þá kom fljótt í ljós að Einar fór ekki troðnar slóðir í verzlunarrekstrinum en á ferðum sínum erlendis hafði hann kynnt sér ýmsar nýjungar sem fram voru að koma, t.d. í sölu og framsetn- ingu á fiski og tilbúnum fiskréttum, en sem mikill áhugamaður þar um fór Einar að prófa ýmsar nýjungar í sölu á fiski sem var algerlega óþekkt hérlendis. Hann keypti til landsins sérútbúna pökkunarvél þar sem fiski og fisk- réttum var pakkað í lofttæmdar neytendaumbúðir með uppl. um pökkunardag o.fl. Líka var sett á laggirnar á Laugarásveginum síldar- verkun þar sem framleiddir voru síldarréttir. Ég held að segja megi að það hafi sýnt sig á þessum árum og síðar að Einar hafi verið langt á und- an sinni samtíð í mörgu, áræðið og kjarkurinn var slíkur. Það kom reyndar í ljós síðar þegar Einar réðst í það stórvirki að byggja stórhýsi yfir verzlunina á Seljabraut 54 í Breið- holtinu. Það þótti ekki einleikið þeg- ar byrjað var að grafa fyrir húsinu, langt utan alfaraleiðar, í júní og opn- að var með glæsibrag um mánaða- mótin nóvember og desember sama ár, enda var kaupmaðurinn spurður að því í blaðaviðtali hverjir kæmu til með að verzla við hann þarna langt frá allri byggð og Einar svaraði því til að hann væri vinmargur og væri því óhræddur. Eftir að Einar tók sjálfur við stjórn verzlananna 1964 fór hann flótlega að sinna ýmsum fé- lagsstörfum fyrir kaupmenn, var kosinn í ýmsar nefndir og ráð. Hann var formaður félags matvörukaup- manna í nokkur ár og samhliða því í aðalstjórn Kaupmannasamtaka Ís- lands. Einar var einn af stofnendum og í fyrstu stjórn Stofnlánasjóðs mat- vörukaupmanna, aðalfrumkvöðull að stofnun, og fyrsti formaður Inn- kaupasambands matvörukaup- manna, IMA, og ennfremur fyrsti stjórnarformaður í Kaupgarði hf. verzlun sem nokkrir kaupmenn stofnuðu í Kópavogi og síðar í Garða- bæ. Einar var áhugamaður um fram- haldslíf og trúði því að ekki væri allt búið þegar hérvistardögum væri lok- ið. Hann starfaði og í frímúrararegl- unni. Einar var alla tíð mikil ham- hleypa til vinnu, ósérhlífinn og duglegur í meira lagi, hann var traustur vinur vina sinna, maður sem hægt var að leita til og spyrja ráða. Einar hafði sterkar taugar til Ólafsvíkur og fyrir mörgum árum byggði hann sér bústað í Klettakoti við Ólafsvík, jörð sem hann átti og dvaldi þar við ræktun og veiðar þeg- ar færi gafst og meðan heilsan leyfði. Það var mikið gæfu- og heillaspor þegar hann kvæntist Iðunni Vigfús- dóttur frá Hellissandi. Þau gengu í hjónaband 7. júní 1947. Þau settu upp heimili í Ólafsvík til ársins 1956 að þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu fyrst í Njörvasundi 14 þar til þau fluttu í nýbyggt hús sitt á Lindarflöt 16 í Garðabæ þar sem þau bjuggu lengst af. Iðunn og Einar eignuðust fjögur börn og eru barnabörnin orðin sjö og eitt barnabarnabarn. Eftir að Einar missti heilsuna annaðist Iðunn hann af slíkri natni og umhyggju að aðdá- unarvert var og einnig eftir að hann var kominn á Hrafnistu. Það er margs að minnast við andlát Einars en að leiðarlokum þakkar undirrit- aður fyrir öll gömlu árin um leið og við hjónin vottum Iðunni og fjöl- skyldu samúð okkar. Guð blessi minningu Einars Bergmanns. Ólafur Björnsson. Elskulegur frændi okkar, Einar Bergmann Arason, er látinn. Þessi sterki, svipmikli og raungóði maður var ætíð náinn hluti af bernskufjöl- skyldu okkar. Einar var litli bróðir hennar mömmu og var mikill sam- gangur á milli þeirra, einkum frá því að Einar kom til Reykjavíkur, fór í EINAR BERGMANN ARASON ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minn- ingargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.