Morgunblaðið - 15.08.2002, Page 55

Morgunblaðið - 15.08.2002, Page 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 55 ✝ SteingrímurGíslason fæddist í Bolungarvík 17. janúar 1925. Hann lést á Landspítalan- um Landakoti 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli H. Sigurðsson húsasmiður og sím- stjóri og eiginkona hans Karólína Ólöf Guðbrandsdóttir, bæði fædd á Aðalvík á Ströndum. Eftirlif- andi bróðir Stein- gríms er Sigurður, f. í Bolungarvík 12. ágúst 1922. Eiginkona Steingríms er Ingi- björg Helgadóttir, f. á Patreks- firði 7. mars 1926. Foreldrar hennar voru Helgi Arent Árnason vélstjóri og Klásína Helga Jóns- dóttir húsmóðir. Eftirlifandi börn Steingríms og Ingibjargar eru: 1) Sigurður, f. 1. júlí 1949, synir hans eru: Steingrímur; Sigurður, unnusta Sóley Á. Karlsdóttir; og Sigþór, unnusta Nanna D. Harð- ardóttir, sonur þeirra er Sindri Þór, 3 ára. 2) Gísli, f. 1 júlí 1949, börn hans eru: Kristinn Jón, unn- usta Hrafnhildur Ó. Magnúsdótt- ir, og Steingrímur, sonur hans er Tristan Andri, 4 mánaða. Eigin- kona Gísla er Unnur Birgisdóttir. Dóttir hennar er Sunna Elvíra. Sonur Gísla og Unnar er Gabríel. 3) Ólöf, f. 2. desem- ber 1951, sonur hennar er Gísli Guð- mundsson, kvæntur Arneyju Þórarins- dóttur, sonur þeirra Arnþór Ómar, 5 ára. 4) Jón, f. 22. apríl 1952, dóttir hans er Kristjana. Eigin- kona Jóns er Hall- dóra Ottósdóttir, dætur þeirra eru Kolbrún, synir henn- ar eru Orri Steinn, 3 ára, og Emil Skorri, 2 ára, og Brynhild- ur, unnusti Pétur Helgason. Steingrímur ólst upp í Bolung- arvík og lauk þar gagnfræða- prófi. Hann fluttist til Reykjavík- ur þar sem hann lauk námi í bakaraiðn. Hann fór einn vetur á Laugarvatn og lærði verslunar- fræði. Síðan fluttist hann til Pat- reksfjarðar og var verslunar- stjóri í Kaupfélaginu um nokkurt skeið. Hann var auglýsingastjóri Tímans í rúm 30 ár. Steingrímur var í Skátahreyfingunni og í Lionsfélaginu Fjölni. Einnig söng hann með kór til margra ára. Hann bjó í Kópavogi í um 40 ár en síðustu árin bjó hann í Garða- bæ. Útför Steingríms fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Sorgardagur er runninn upp, dag- ur sem ég hef kviðið fyrir lengi. Fósturfaðir minn og afi er látinn, hann hefur yfirgefið þetta jarðlíf. Farinn yfir móðuna miklu á vit ör- laganna, eftir erfiða baráttu við hræðilegan sjúkdóm. Afi, þú fallegi maður, ert horfin úr lífi okkar hér og ég get ekki lýst söknuði mínum, ég get aðeins reynt að tjá mig en orð mega sín lítils á svona stundu þegar maður missir einhvern sem maður elskar, ein- hvern sem er lærifaðir manns og besti vinur. Mér er svo minnisstætt þitt fal- lega bros í gegnum sára verkina, jafnvel á þeirri stundu varstu að gefa af þér til okkar. Einstakur var þinn hugur og lífs- sýn falleg, þú varst gæddur miklum lífskrafti og dugnaði, aldrei leiddist þér, þú varðst alltaf að hafa eitthvað að gera. Við áttum góðar stundir saman, við veiddum saman í Hvítá rétt hjá sumarbústaðnum ykkar ömmu, þar veiddi ég fyrsta laxinn minn. Fórum saman á skotveiðar á trillunni þinni. Ég man hvað þú varst ánægður með hana, það var alltaf sjómaður í þér og veiðimaður. Ég, Steini bróðir, dótt- ursonur þinn Gísli og konan mín Hrafnhildur vorum öll svo heppin að hafa þig starfandi með okkur í fyr- irtæki okkar allra. Það hefði mátt halda að þú væri unglingur, slík var vinnusemi þín og kraftur. Það veitti okkur styrk. Alltaf virtistu hafa nóg- an tíma fyrir alla. Ég ólst upp hjá þér og ömmu frá blautu barnsbeini, ávallt voruð þið til staðar og ég fann hve sterkt þið vild- uð leiðbeina mér og byggja mig upp sem mann þótt ekki væri verkefnið auðvelt. Þú lýstir upp tilveru mína á svo margan hátt, hjartalag þitt var einstakt, eitthvað sem ekki allir munu skilja í þessari veröld. Þú varst auðmjúkur, þurftir ekki að láta á þér bera, aldrei heyrði ég þig hall- mæla nokkrum. Sú hreina ást sem þú hafðir til mín var mér mikill styrkur í gegnum erfiðleika sem mér mættu. Trú mín til þín var slík að þegar þú hafðir gefið mér álit þitt eða sagt mér hvað gera skyldi þá vissi ég að gæti það, hvað sem það væri. Afi, ég sakna þín svo mikið, hvað á ég að gera, hvert á ég að leita, ég get aðeins leitað inn á við, því þar geymi ég þig, innst í hjarta mínu. Staður sem var frátekinn fyrir þig fyrir löngu. Við áttum skilning okkar á milli, samband sem var náið, óeigingjarnt, hreinan kærleik eitthvað sem ég geymi með mér alla ævi, alla eilífð. Ég er þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum saman, ég mun halda þeim á lofti í minningum mínum. Afi, við kveðjumst ekki, ég segi einungis þangað til næst. Guð veri með þér. Þinn vinur Kristinn Jón. Elsku afi, það er skrítið að horfa til baka og rifja upp þann tíma sem við áttum með þér, allt í einu virðist þessi tími svo stuttur. Við munum alltaf muna eftir kransakökunum þínum, þær voru þær allra bestu. Þrátt fyrir mikil veikindi síðustu mánuði munum við alltaf minnast þín eins og þú varst. Það birti alltaf yfir þér þegar þú fékkst langafast- rákana Orra Stein og Emil Skorra í heimsókn á spítalann og það var svo gott að sjá þig brosa. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði. Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Guð geymi þig Kolbrún og Brynhildur. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Guð geymi þig, þínir langafastrákar Orri Steinn og Emil Skorri. Eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm kvaddi Steini heiminn. Við urðum að sleppa takinu og leyfa hon- um að komast á betri stað þar sem hann hvílist. En alltaf verður skarð í hjarta mínu og mikill söknuður. Minnist ég sérstaklega allra þeirra skipta sem við fórum saman á rúnt- inn, því það gladdi hjartað þitt svo mikið þrátt fyrir þessi miklu veikindi þín. Alltaf var stutt í húmorinn og hugur þinn ávallt sterkur. Ég kynntist Steina og Ingu er ég og fóstursonur þeirra byrjuðum að vera saman og fluttist ég fljótt til þeirra á Lyngheiðina. Ávallt stóð faðmur þeirra mér opinn og sú mikla hlýja sem þau áttu í hjörtum sínum. Margar góðar minningar streyma í gegnum hugann. Sterklega minnist ég þess hve mikill klettur þú varst við hlið Didda míns við stofnun fyr- irtækisins og alltaf gat Diddi komið til þín og fengið góð ráð, því að sam- þykki þitt skipti miklu máli. Og vil ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með ykkur Ingu og mikið var ég heppin að fá að kynnast ykkur. Þín verður alltaf sárt saknað í hjarta mínu. Guð geymi þig. Hrafnhildur Ósk. STEINGRÍMUR GÍSLASON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. 2             ( @(9  /0 3!   !6   5$      5          ! "       6$  $    7  4 #8 "     ( $ B 4!#44  4 6 4!#44  0 B!( , 3 !!  *# 4!!  0 2  !#44  63# 4!!  ;!48   #44  $ $8  $ $ $8  2     C ; -6 8467&   $    )$ 9 8 "   *  ++      , 3$8  $ !#44  5$   -    "    $   :   :           "    "     "      )  @00 )@  ) 3  3 D !  ,   -  $    ;(  ,$  ;  =# ) 2!#44  )  <#!!  04452!) 2!!  '  ) 2!!   $8 )6 636!#44  636 ) 2!#44      !!  $8   $8  <               8     ) *  .   / /  3    $     < " =     >  "   ? $    =  4 #8 " $" 8        $8 5  /46 Ég vil með fáum orð- um minnast ekki aðeins góðs granna heldur og góðrar vinkonu. Anna Kristjánsdóttir flutti í Strandasel 3 fyrir 13 árum ásamt tveimur sonum sínum, báðum innan við fermingaraldur. Þá fyrir skömmu hafði hún misst eiginmann sinn, Sigurð Ásmundson rafvirkja- meistara, úr hinum sama illvíga sjúk- dómi og hún sjálf þurfti að lúta í lægra haldi fyrir, langt um aldur fram. Anna fann og vissi hvert hlutverk ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Anna Kristjáns-dóttir fæddist í Skálholti í Biskups- tungnahreppi 28. júní 1945. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 29. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey hinn 6. ágúst. hennar var sem foreldr- is tveggja drengja á við- kvæmum aldri og rækti hún það með slíkum sóma að eftir var tekið. Sem steinn úr hafinu stóð Anna, fyndist henni ranglega að þeim vegið. Anna var sanngjörn, réttlát og traustur vinur vina sinna og vildi öllum vel. Hún var einstakur blómavinur og bar garð- urinn hennar þess ljós- an vott. Anna var víða heima og átti það við um trúmál sem önnur mál. Hún hafði unun af ferðalögum og fyrir fáum árum ferðaðist hún til Ísr- aels og heillaðist mjög af landi og þjóð. Í nóvember að hausti höfðum við fyrirhugað ferðalag til Kýpur, en hennar ferð var heitið annað. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Önnu og minnist allra ferða okkar ýmist í Kringlunaog Mjóddina eða þegar við sátum og spjölluðum yfir kaffibolla. Ég kveð Önnu þar sem ég veit að þjáningum hennar er lokið og votta sonum hennar, Gauta og Sævari, mína dýpstu samúð. Ég veit hve mik- ið þeir hafa misst. Einnig samhrygg- ist ég systkinum hennar, öðrum ætt- ingjum og vinum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Kristín L. Hrafnfjörð. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.