Morgunblaðið - 15.08.2002, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 15.08.2002, Qupperneq 62
62 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ                           BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ FYRIR síðustu mánaðamót var búið að gefa skipulagsheimild fyrir 1,2 milljóna tonna álframleiðslu og ef af fréttum má dæma, eru fleiri álbiðl- ar við þröskuld iðnaðarráðherra. Máltækið segir „Bragð er að, þegar Finnur finnur“. Á sama tíma berast þær fréttir er- lendis frá, að nátturuverndarsamtök séu að berjast á móti ofveiði á fiski- stofnum, þ.á m. á þorski. Vandamál okkar Íslendinga er að við eigum erfitt með að skilja þetta og sérstaklega viljum við ekki af hag- kvæmnisástæðum horfast í augu við stærsta fiskveiðivandamálið, þótt að fyrir rúmum 3 áratugum töluðum við um rússneskar ryksugur. Þótt veið- arfæri okkar séu nú mun stærri en þá var, viljum við ekki hugsa þá hugsun til enda, þótt hvalveiðibannið segi okkur allt sem segja þarf, eða að ekki sé á vísan að róa. Það er nokkuð ljóst að framundan er veruleg endurskipulagning á litla þjóðfélaginu okkar, en góð ráð virðast ekki koma frá umhverfismálaliðum, hvort sem þeir fá málann greiddan í atkvæðum, evrum eða dollarabein- greiðslum. Þeir stinga höfðinu í sand- inn og segja að þar sem sé svartur sandur, eigi að vera svartur sandur og engar breytingar á að framkvæma. Við úttekt á umhverfisáhrifum er oft talað um mótvægisaðgerðir og sem betur fer er það oftast til bóta. Önnur jákvæð áhrif koma af sjálfu sér og er aukin fiskigengd í Blöndu eitt besta dæmið um það. Það er um þessar mundir verið að gera úttekt á hagkvæmni virkjana- kosta og eru fjótin norðan Vatnajök- uls þar nefnd. Með því að beisla flóð og leysingavatnið úr þessum ám og veita þeim um Hálsalón til Fjótsdals, en halda eðlilegu sumarrennsli í Dettifossi, má koma í veg fyrir það að fossinn rífi sig niður í flúðir, sem hann er nú þegar byrjaður á. Sandur og drulla safnast fyrir í lónunum, þannig að rof hverfur á Mývatnsöræfum og létt verður að græða auðnina upp og Dimmuborgum verður forðað frá því að grafast í sandinn, líkt og egypskar fornminjar. Með því að veita flóðvatninu úr Skaftá yfir í Langasjó væri komið í veg fyrir mikið sandfok og öll upp- græðsla yrði auðveldari og ýmsar sér- stakar hraunmynanir myndu ekki hverfa í sandinn. Stærsta umhverfisverndarmálið er þó að nýta vatnið í Grímsvötnum til raforkuframleiðslu, en með nútíma- tækni má bora frá Hamrinum um 20 km að Grímsvötnum og veita vatninu um Hágöngulón. Vatnsborði Grímsvatna yrði haldið í jafnvægi og þannig komið í veg fyrir Skeiðarárhlaup og þannig mætti breyta Skeiðarársandi í stærsta korn- og hörakur í Vestur-Evrópu. Í þessu samhengi má nefna að Landsvirkjun er að rannsaka háhitavirkjun við Há- göngulón, þar sé ég fyrir mér vin- sælan hálendisbaðstað, líkt og Bláa lónið. Það er nú orðið nokkuð ljóst að Efri Þjórsá verður stífluð við Norðlinga- öldu, þrátt fyrir alla kærumöguleika. Hagsmunirnir eru einfaldlega of miklir fyrir þjóðarbúið og verkið er í sjálfu sér umhverfisverndandi. Hinir gríðarlegu haustsandstormar sem koma frá Hofsjökullssvæðinu munu hverfa og Neðri Þjórsá breytast í gjöfula veiðiá. Mé hefur því verið óskiljanlegt af hverju sumir heimamenn hafa verið á móti stíflunni, en mér hefur dottið það í hug, að þeir sem eru á móti þessu, séu þeir sem ekki eiga land að Þjórsá og sjái ofsjónum yfir þeim hlunnind- um sem skapast fyrir þá sem eiga land að ánni. Umhverfismálaliðar hafa sagt að fyrirhuguð raforkuvinnsla sé ekki sjálfbær, því lónin muni fyllast af drullu á 100–400 árum. Um það vil ég segja, að það verður verkefni fyrir þá sem á eftir okkur koma og hafa í hendi sér betri og stórvirkari tækni en við höfum nú og þá verða kannski endurbornir menn eins og Einar Benediksson, Guðjón Samúelsson, Jón Þorláksson og Sigurður Thorodd- sen, sem munu hafa orð Leníns að leiðarljósi: „Það sem þarf að gera, verður að gera“. ELÍAS KRISTJÁNSSON, forst. KEMÍS ehf. Ál og hagnýting landsins Frá Elíasi Kristjánssyni: HÓPUR ungs fólks hefur samein- ast um óperuflutning hér í bænum nú á miðju sumri undir nafninu Sumarópera Reykjavíkur. Þessu sinni var ráðist í flutning óperunn- ar Dido & Eneas eftir Henry Purc- ell, en ef vel gengur ætla aðstand- endur Sumaróperunnar að stefna að því að gera flutning óperu á sumri að árlegum viðburði. Undirritaður var viðstaddur sýningu hópsins um síðustu helgi og var það mikil ánægja að vitna vönduð vinnubrögð hans. Það þarf eldhuga til þess að gera hlut sem þennan að veruleika. En uppfærsla Sumaróperunnar á Dido og Eneasi er ekki aðeins vönduð, heldur einn- ig hin ánægjulegasta og einkennist hún af þeirri leik- og sönggleði sem og áhuga og virðingu við við- fangsefnið sem maður upplifir því miður of sjaldan í leik- og óperu- húsum. Ég vil óska hópnum til hamingju með frábært framtak og óska þeim velfarnaðar í framhaldinu, um leið og ég hvet fólk til að missa ekki af þessari ágætu sýningu. ÁSKELL MÁSSON, tónskáld. Lofsverð óperu- uppfærsla Frá Áskeli Mássyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.