Morgunblaðið - 22.08.2002, Page 4

Morgunblaðið - 22.08.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ OPINBERRI heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Litháens lauk í gær með heimsókn í Trakai-kastala í útjaðri höfuðborg- arinnar, Vilnius. Sagðist forsætis- ráðherra heimsóknina hafa verið afar ánægjulega. „Það var tekið á móti okkur með miklum myndarskap, eins og jafnan þarna. Þeim er enn ofarlega í huga atbeini okkar forðum tíð og það endurspeglaði allar móttökurnar,“ sagði Davíð við Morgunblaðið. Trakai-kastali var byggður á 14. öld en var gerður upp á sjötta ára- tug síðustu aldar. „Ég hef reyndar komið þarna áður en það var fróð- legt að sjá þetta á nýjan leik og fara í gegnum sögu þessa mannvirkis sem að hluta endurspeglar sögu Litháanna um langa tíð.“ Kastalinn stendur á manngerðri eyju en sjö stórhertogar bjuggu í kastalnum. Davíð Oddsson forsætisráðherra kemur hér frá Trakai-kastala ásamt Guðmundi Árnasyni skrif- stofustjóra, Árna Árnasyni kjör- ræðismanni Íslendinga, Helga Ágústssyni sendiherra og fleirum. Morgunblaðið/Nína Björk Ánægður með heim- sóknina til Litháens Vilnius. Morgunblaðið. AUKIN harka hefur færst í deilu Skógræktarfélags Reykjavíkur við Harald Jónsson, bónda á Varmadal, eiganda 70 fjár, sem rekið var úr Esjuhlíðum í fyrradag. Varla var féð fyrr komið í Kollafjarðarrétt en það var komið út aftur og dreifðist um Esjuhlíðar. Uppgötvaðist þetta í gærmorgun þegar menn komu að tómri réttinni. Skógræktarfélagið sakar Harald um að hafa hleypt fénu út úr réttinni og þar með svikið sam- komulag um að taka féð í heimahaga um stundarsakir, en Haraldur vísar því á bug og segir féð hafa sloppið út úr réttinni. „Ég vildi fá menn til þess að vinna að framgangi málsins í sátt og sam- lyndi, en vopnahléð stóð ekki lengi,“ segir Vignir Sigurðsson. „Maðurinn [Haraldur] sleppti öllu fénu aftur inn í Mógilsárland. Þetta er stríðsyfirlýs- ing og nú verður látið sverfa til stáls. Nú er verið að vinna að því hvort þörf sé á að leggja fram kæru fyrir ítrek- uð brot á samþykkt um búfjárhald.“ Aðspurður segir Haraldur það af og frá að hann hafi hleypt fénu út. „Þeir geta sjálfum sér um kennt,“ segir hann. „Það var um það samið að féð yrði á þeirra ábyrgð þar til ég tæki við því. Ég fór með menn upp- eftir í gærkvöldi [þriðjudagskvöld] til þess að vera ekki einn á ferð og vera vændur um að hafa sleppt fénu út. Þá sáust merki um hvar féð hafði farið út um grindina í almenningnum. Það hefur verið illa gengið frá hjá þeim [skógræktarmönnum].“ Morgunblaðið/Jim Smart Féð í Esjunni gengur nú frjálst um hlíðar fjallsins sem fyrr eftir stutta dvöl í Kollafjarðarrétt. Fjárrekstur Skógræktarfélagsins skilaði litlum árangri Féð komið aftur upp í Esju HJÖRLEIFUR Kvaran borg- arlögmaður segir engan vafa leika á banni við lausagöngu búfjár í Esjunni. Í gildi sé sam- þykkt um búfjárhald í Reykja- vík nr. 461/1986 og segir Hjör- leifur að þar sé skýrt tekið fram að lausaganga búfjár sé bönnuð í öllu lögsagnarumdæmi Reykjavíkurborgar á öllum tímum. Í samþykktinni er girð- ingastæði svonefndrar ofan- byggðagirðingar lýst og megi fé ekki ganga laust neðan girð- ingarinnar, þar með talið í Esj- unni. Girðingin, sem sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu létu reisa, liggur frá sjó norðan Straumsvíkur í Hafnarfirði og m.a. út Esjuhlíðar, allt til hreppamarka við Kiðafell. Telst land ofan girðingarinnar til afrétta en neðan hennar skal allt búfé vera í tryggum girð- ingum og á ábyrgð eigenda. Hjörleifur segir að girðing- unni hafi ekki verið viðhaldið og því sé hún orðin léleg. „En það leyfir mönnum ekkert frekar að vísa sínu sauðfé á svæði neðan girðingarinnar,“ segir Hjörleif- ur. „Þeir hafa því ekki neina heimild til að beita sínu sauðfé á annarra manna eignir fyrir neðan þetta skilgreinda svæði. Lausaganga búfjár er með öllu óheimil í Reykjavík og við sam- einingu Reykjavíkur og Kjalar- ness var aldrei gert ráð fyrir því að það yrði vikið frá því að sauðfé mætti ganga laust í þessu hverfi borgarinnar en ekki öðru.“ Borgarlögmaður um féð í Esjunni Lausa- gangan bönnuð HAFÍS við austurströnd Grænlands er nú minni en hann hefur verið síð- ustu áratugi og telur Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Ís- lands, að líklega verði að leita allt til 12. aldar til að finna dæmi um svo lít- inn hafís á þessum slóðum. Sjó leggur við Grænland í vetrar- byrjun, yfirleitt um mánaðamótin september/október og er ísinn mest- ur í maílok. Ísinn nær þá yfirleitt miðja vegu milli Íslands og Græn- lands og teygir sig jafnframt suður fyrir Hvarf og norður með vestur- ströndinni. Á sumrin bráðnar ísinn hratt og síðustu áratugi hefur hann horfið að mestu leyti við Austur- Grænland og í Grænlandssundi, al- veg norður að Scoresby-sundi. „Það hefur verið lágmarkið sem maður á að venjast,“ segir Jakob. Nú vel fært inn Scoresby-sund Á haustin hefur stundum verið hægt að sigla inn í Scoresby-sund en oft á tíðum er það algjörlega útilok- að. Á síðustu 3-4 árum hafi lág- marksútbreiðsla íssins minnkað til muna og er nú vel fært inn um sund- ið. Samkvæmt veðurtunglamyndum og upplýsingum frá skipum sem hafa farið þarna um má ráða að ísinn nái nú að 77. breiddargráðu en hefur hingað til teygt sig niður að þeirri 71. Vegalengdin þarna á milli nemur um 650 kílómetrum sem er talsvert meira en lengd Íslands, frá austri til vesturs. Þór segir að hafísinn hafi jafnan teygt sig tugi sjómílna á haf út þannig að ljóst er að þúsundir fer- kílómetra af hafís hafa bráðnað. „Þetta er geysilega róttæk breyt- ing,“ segir Þór. Vitað er að hafís á 20. öld var minni en hann var á 19. öld og telur Þór að það þurfi að leita aftur til 12. aldar að dæmum um svo lítinn hafís. „Fyrir mér er þetta áþreifan- leg vísbending um að eitthvað mikið sé að gerast.“ Þessir atburðir hljóti jafnframt að tengjast því sem vísindamenn hafa sagt um að hafís hafi þynnst veru- lega á stórum svæðum, m.a. við norð- urheimskautið. Þór segir að hann viti ekki til að rannsóknir hafi verið gerðar á því hvaða áhrif aukin bráðnun á hafís við Austur-Grænland muni hafa. Á hinn bóginn sé ljóst að hafsvæði sem ekki er lengur þakið ís hljóti að hitna. Hafís við Austur-Grænland hefur líklega ekki verið minni frá 12. öld „Þetta er rót- tæk breyting“                            !" #     STEFNA fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Mýrasýslu á hendur Framsóknarfélaginu í Mýrasýslu, þar sem þess er krafist að úrskurði félagsmálaráðuneytisins um nýjar kosningar í Borgarbyggð verði hnekkt, var þingfest í Héraðsdómi Vestfjarða í gær. Óðinn Sigþórsson, formaður full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrasýslu, segir að samþykkt hefði verið að veita málinu flýtimeðferð. Hann gerir því ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í málinu um miðj- an næsta mánuð. Í fyrrgreindum úrskurði félags- málaráðuneytisins voru sveitar- stjórnarkosningar í Borgarbyggð gerðar ógildar. Jafnframt var farið fram á að bæjarstjórn Borgarbyggð- ar tilkynnti ráðuneytinu um nýjan kjördag fyrir 30. ágúst nk. og að kosningar færu fram fyrir 25. nóv- ember nk. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hafnaði félagsmálaráð- herra, Páll Pétursson, umleitan for- svarsmanna bæjarstjórnar Borgar- byggðar um frestun réttaráhrifa úrskurðar ráðuneytisins. Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, segir að bæjaryfir- völd í Borgarbyggð leggi áherslu á að nýjar kosningar í Borgarbyggð fari ekki fram fyrr en kveðinn hafi verið upp dómur í Héraðsdómi. „Ef sú staða kemur upp að dóm- stólar taka úr gildi úrskurð ráðuneyt- isins eftir að kosið hefur verið að nýju í Borgarbyggð, þá erum við í vondum málum,“ segir hann. „Það er því okk- ar vilji að dómsmálinu verði lokið áð- ur en kosningarnar fara fram.“ Páll minnir á að svo gæti farið að málinu yrði skotið til Hæstaréttar. Samkvæmt umræddum úrskurði ráðuneytisins ber bæjarstjórn Borg- arbyggðar hins vegar að ákveða nýj- an kjördag og segir Páll að tekin verði ákvörðun um nýjan kosninga- dag um miðja næstu viku. Úrskurði ráðuneytisins verði hnekkt Flýtimeð- ferð sam- þykkt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.