Morgunblaðið - 22.08.2002, Síða 18

Morgunblaðið - 22.08.2002, Síða 18
LANDIÐ 18 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚAÞING undir yfirskriftinni „Tökum þátt í að búa hér“ var haldið á Austur-Héraði fyrir skemmstu í tengslum við hátíðina Ormsteiti 2002. Á þinginu var fjallað um ímynd sveitarfélagsins frá ýmsum hliðum og kynnt stefnumótun bæj- arstjórnar og almennings varðandi samfélagsuppbyggingu framtíðar- innar. Íbúaþinginu, sem var vel sótt, var skipt í tvo hluta. Annars vegar voru fluttar framsögur sem tóku til ímyndar svæðisins og þátttöku íbúa, fyrirtækja og stofnana í samfélaginu á breiðum vettvangi. Hins vegar gafst mönnum kostur á að setja fram innlegg í umræðuna og komu í kjölfarið ýmsar hugmyndir og ábendingar frá þingheimi. Soffía Lárusdóttir, forseti bæjar- stjórnar, sagði í sínu erindi að nú kallaði bæjarstjórnin íbúa sveitarfé- lagsins til samráðs um að búa til eft- irsóknarverða og sanna ímynd sem bæjarstjórn gæti haft forgöngu um að uppfylla. Hún sagði svæðið hafa allt til brunns að bera og nefndi í því sambandi veðursæld, þéttbýlið Eg- ilsstaði við krossgötur sem miðstöð þjónustu og samgangna á Austur- landi og hátt þjónustustig. Eftir- sóknarvert væri að búa á Austur- Héraði, sem sýndi sig í því að yf- irleitt væri skortur á leiguhúsnæði og auðvelt að selja húsnæði, auk þess sem menn væru alltaf að byggja. Þá væri sveitarfélagið fjöl- skylduvænt og ímynd sveitarfé- lagsins tiltölulega jákvæð út á við. Soffía sagði sveitarfélagið standa á krossgötum í fleiri en einum skiln- ingi og nefndi sem dæmi, að sú stór- iðja og virkjanaframkvæmdir sem nú eru á döfinni myndu hafa mikil áhrif á sveitarfélagið og raunar allt Miðausturland. Óðinn G. Óðinsson, sem situr í stýrihóp um stefnumótun fyrir sveitarfélagið, sagði frá stefnumót- unarskýrslunni Á nýrri öld. Þar er greind stefna Austur-Héraðs í fjöl- mörgum málefnum sem sveitarfé- lagið varða og var stefnuplaggið samþykkt af bæjarstjórn í fyrra. Um 70 íbúar sveitarfélagsins, auk starfsmanna bæjarstjórnar, komu að þessari hugmyndavinnu. Verk- efni og markmið þau sem skýrslan fjallar um, eru 168 talsins og sagði Óðinn þar glöggt koma fram vilji íbúanna um það hvernig samfélagið eigi að þróast í framtíðinni. Verk- efnin heyra ekki aðeins undir bæj- arstjórn, heldur og einnig íbúa, fyr- irtæki og stofnanir samfélagsins. „Við höfum hér markvissan leiðar- vísi í helstu málaflokkum samfélags- ins og með þá að leiðarljósi er auð- veldara að byggja upp gott samfélag. Það er mikilvægt að allir aðilar skilji ábyrgð sína gagnvart uppbyggingu samfélagsins,“ sagði Óðinn Gunnar. „Megininntakið í þessari stefnu er sú, að Austur-Hér- að verði framsækið samfélag þar sem áhersla verður lögð á víðsýni og umburðarlyndi íbúanna.“ Gunnar Hersveinn heimspeking- ur og blaðamaður sagði frá því þeg- ar hann bjó í þrjú ár á Egilsstöðum. Hann ræddi, út frá sjónarhóli borg- arbúans, ástæður þess að hann kaus að hverfa aftur til höfuðborgarinnar. Þá voru fluttar framsögur um upp- lýsingamiðlun, æskulýðs- og íþrótta- starf, samspil fyrirtækja, félaga og samfélagsins, þátttöku íbúanna í samfélaginu og um stöðu ungs fólks. Margt bar á góma þegar almenn- ar umræður um sveitarfélagið tóku við. Jákvæðir kostir sveitarfélagsins voru gjarnan tíundaðir og þar nefnt til sögunnar að raunveruleg og æskileg ímynd Austur-Héraðs ein- kenndist af hlýju, bæði hvað varðaði veður og viðmót íbúanna. Stutt væri í náttúruna og auðvelt að sækja hvers kyns veiði og aðrar afurðir náttúrunnar. Menn töluðu um fjöl- skylduvænt umhverfi, góða skóla, öfluga menningarstarfsemi og gott framboð hvað varðar íþróttir og aðra afþreyingu. Styðja þarf við bakið á afreksfólki í íþróttum Íbúar lögðu ýmislegt í púkkið um það sem betur mætti fara. „Þegar við lítum á sveitarfélög af svipaðri stærð annars staðar á landinu, get- um við talið upp mörg sveitarfélög sem eru þekkt fyrir íþróttir,“ sagði Arngrímur V. Ásgrímsson íþrótta- kennari. „Þegar við tölum um fréttir verðum við að viðurkenna að 50% landsmanna lesa íþróttaefnið fyrst þegar þeir fá fréttaefni í hendurnar. Ég man ekki eftir að hafa lesið á íþróttasíðum nýlega íþróttafrétt sem er annað hvort frá Austurlandi eða Austur-Héraði. Hér var haldin mjög góð sumarhátíð í sumar og við höldum okkar íþróttamót og höfum íþróttafélög, en við erum ekki þátt- takendur á landsvísu, hvað snertir íþróttaiðkun. Þó eigum við hér fram- bærilega íþróttamenn, og að ég held einn ef ekki tvo landsliðsmenn í knattspyrnu núna. Þetta er umhugs- unarefni og ég vil að við setjum það inn í okkar veruleika að hér á Aust- ur-Héraði verði annaðhvort afreksl- ið í hópíþróttum eða afreksfólk sem getur stundað sína íþrótt hér í frá- bærri aðstöðu.“ Kvartað var yfir aðstöðuleysi menningarinnar. Hvorki væru fram- bærilegir sýningarstaðir fyrir myndlist né fast húsnæði fyrir sviðs- listir. Menn töldu annmarka á að nota ekki nafnið Egilsstaði í opin- berri umræðu. Austur-Hérað væri stjórnsýslunafn sem fáir þekktu. Þá var bent á mikilvægi þess að eiga ávallt innistæðu fyrir þeirri ímynd sem er markaðssett. Varað var við því að kalla Egilsstaði höfuðstað Austurlands. Enginn, hvorki staður eða menn, yrðu miklir nema af verk- um sínum og lítt tjóaði að slá um sig með gífuryrðum sem helst bentu til minnimáttarkenndar. „Ef Austur- Héraði verður sómi af verkum sín- um, verður það sjálfkrafa sá staður fjórðungsins sem horft er til,“ sagði Stefán Þórarinsson læknir. Íbúar, nýbúar, síbúar, flýbúar og afturgöngur á Egilsstöðum Eiríkur B. Björgvinsson, sem tek- ur við sem bæjastjóri Austur-Hér- aðs um mánaðamótin, sagðist miklu fremur afturganga á Austur-Héraði en nýbúi, þar sem hann bjó og starf- aði sem æskulýðsfulltrúi á Egils- stöðum fyrir sex árum. Hann sagði það ánægjulegt forskot á starfið að fá að hlýða á hug og vilja íbúanna í garð sinnar heimabyggðar. Björn Hafþór Guðmundsson, fráfarandi bæjarstjóri, hóf ræðu sína hins veg- ar svo: „Góðir íbúar, nýbúar, síbúar og flýbúar. Ég er í hópi flýbúa, þ.e.a.s. þeirra sem una hér ekki lengur en þrjú fjögur ár. Þegar ég kalla mig íbúa sem flýr, ég lít svo á að ég sé ekki að flýja heldur flytja mig um set.“ Hafþór tekur við stöðu sveitarstjóra á Djúpavogi í október nk. eftir að hafa verið bæjarstjóri Austur-Héraðs í fjögur ár. Áður en Hafþór sleit vel heppn- uðu íbúaþingi, sagði hann sögu sem skyldi vera til marks um góða þjón- ustu sveitarfélagsins og þá einingu sem ríkir meðal íbúanna; „Ég var í vetur að skera mér há- karl heima hjá Eiríki nágranna mín- um. Skar ég mig þá í fingur og þurfti að fá saumuð í hann nokkur spor. Þegar Pétur Þórarinsson læknir var búinn að sauma mig, kom hann svo auðvitað heim með mér og át hákarlinn. Pétur þurfti þó ekki að taka blóðprufu á undan, því við not- uðum ekki sama hnífinn.“ Austur-Hérað verði framsækið og hlýlegt samfélag þar sem áhersla er á víðsýni og umburðarlyndi íbúa Sveitarfélag í ímyndarleit Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fráfarandi bæjarstjóri, Björn Hafþór Guðmundsson, og viðtakandi embættisins, Eiríkur B. Björgvinsson, hlýddu á ímyndarumræðuna. Egilsstaðir STARFSMENN Skógræktar rík- isins á Vesturlandi, hafa undanfarið unnið að endurgerð skógarstígsins í gegnum trjáplöntusafnið á Stálpa- stöðum í Skorradal. Við verkið nutu þeir aðstoðar vinnuflokks unglinga á vegum Landsvirkjunar sem dvaldi í Skorradal í hálfan mánuð. Smíðaðar hafa verið nýjar tröpp- ur, 30 rúmmetrum af trjákurli bætt í stígana, merkingar lagfærðar og komið fyrir borði og bekkjum fyrir þá sem vilja staldra við. Er það mat manna að mjög vel hafi til tekist. Jörðin Stálpastaðir er rúmlega 345 hektarar að stærð, þar af eru um 113 ha. skóglendi. Jörðin er miðsvæðis, norðan megin í Skorra- dal. Stálpastaðir þóttu aldrei sér- lega góð bújörð, land fremur bratt, grýtt og hallar nokkuð niður að vatni. Hefðbundinn landbúnaður lagðist þar af árið 1943 og eign- uðust þá hjónin Soffía og Haukur Thors jörðina. Þau gáfu hana síðan til Skógræktar ríkisins árið 1952. Sama ár var hafist handa við að girða landið af og gróðursetning hófst. Á næstu árum var allt kapp lagt á gróðursetningu. Byrjað var á því að grisja kjarrið sem fyrir var í land- inu og gróðursetja í það, stærstu hríslunar voru látnar standa og mynduðu þær skjól fyrir nýju plönt- urnar. Frá árinu 1952 hafa verið gróðursettar á Stálpastöðum rúm- lega 600.000 plöntur af 28 teg- undum frá 70 stöðum úr veröldinni í rúmlega 100 hektara lands. Nokkrir einstaklingar hafa í gegnum tíðina gefið fé til uppbygg- ingar á Stálpastöðum. Hafa þessar gjafir oft skipt miklu um fram- kvæmdargetu Skógræktarinnar. 1952 gáfu hjónin Ingibjörg og Þor- steinn Kjarval Skógræktinni pen- ingaupphæð sem varið var til gróð- ursetningar. Í nokkur ár í kringum 1955 gaf Ludvig G. Braathen, stór- útgerðarmaður í Osló, Skógrækt- inni fé sem notað var til gróð- ursetningar. Einnig má nefna gjöf sem nemendur Bændaskólans á Hvanneyri gáfu til minningar um skólastjóra sinn, Halldór Vilhjálms- son. Þau svæði sem að gróðursett hefur verið í fyrir þessar gjafir hafa verið nefnd eftir gefendunum. Á Stálpastöðum má því í dag finna; Kjarvalslund, Braathenslund og Halldórslund. Þá hafa stórfyrirtæki eins og Skeljungur, BYKO og nú síðast Landsvirkjun styrkt einstaka verkþætti ýmist með peninga eða vinnuframlagi. Ekki má gleyma stærstu gjöfinni sem er gjöfin á jörðinni sem Soffía og Haukur Thors gáfu eins og áður sagði árið 1952. Árið 1971 var reist minnismerki um gjöf þeirra. Minn- ismerkið stendur miðsvæðis á Stálpastöðum, rétt við þjóðveginn. Að margra áliti fer nú í hönd yndislegasti árstíminn í skóginum með sveppum, berjum og haustlit- um. Það er því tilvalið að bregða sér í Skorradalinn skoða trjásafnið og leyfa skóginum að leika við skynfærin. Stálpastaðir í Skorradal Kjörinn áningar- staður ferðafólks á Vesturlandi Morgunblaðið/Davíð Pétursson Vel hefur tekist til með fram- kvæmdirnar á Stálpastöðum. Skorradalur HLAÐ ehf. er fyrirtæki á Húsavík sem þjónustar skotveiðimenn af miklum myndarskap og framleiðir m.a. yfir hálfa milljón haglaskota árlega. Framkvæmdastjóri fyrir- tækisins er Jónas Þór Hallgríms- son, landsþekktur rjúpnaveiðimaður sem einnig hefur stýrt framleiðslu haglaskotanna frá upphafi fyrirtæk- isins sem stofnað var 1984. Þegar fréttaritari kom í fyrirtækið á dög- umun höfðu þeir Jónas og Heiðar Valur Hafliðason í nógu að snúast enda stutt í að gæsaveiðar megi hefjast. Þeir gáfu sér þó tíma til myndatöku og stutts spjalls í tilefni þess að á dögunum opnaði fyrirtæk- ið glæsilega heimasíðu. Á heimasíðunni er að finna ýmsan fróðleik um fyrirtækið, fréttir af veiðiskap auk kynningar á fram- leiðsluvörum þess og öðrum vörum sem fyrirtækið selur. Þá er einnig spjallborð á síðunni þar sem skot- veiðimenn og aðrir áhugamenn um skotveiði geta spjallað saman og/eða viðrað skoðanir sínar. Slóðin á vef- síðuna er www.hlad.is. Í kynningu á fyrirtækinu kemur m.a. fram að upphafið að því var þegar nokkrir rjúpnaveiðimenn hófu tilraunir með framleiðslu á haglaskotum. Aðalhvatinn að því var fátæklegt framboð rjúpnaskota sem hentuðu norðlenskum aðstæð- um. Fyrstu árin voru skotin hlaðin í handhleðslutækjum í frístundum þeirra. Þetta spurðist fljótlega út, skotin voru vinsæl og eftirspurn mikil. Þá var fjárfest í notaðri hleðsluvél frá Gambore í Bretlandi og skömmu síðar í fullkomnum hraða- og þrýstimælitækjum og má segja að þá hafi framleiðslan hafist fyrir alvöru. Í dag hefur fyrirtækið yfir að ráða tveimur full-komnum hleðsluvélum sem geta framleitt 3.300 skot á klukkustund. Auk þess að framleiða haglaskot á Húsavík er fyrirtækið með tvær verslanir, önnur þeirra er á Bílds- höfða 12 í Reykjavík. Hin er í sama húsnæði og framleiðsla skotanna fer fram í, að Haukamýri 4 á Húsavík. Í þessum verslunum eru m.a seld skotvopn, skot, veiði- og útivistar- fatnaður, sjónaukar o.fl. hjálpartæki veiðimannsins. Hlað ehf. opnar heimasíðu Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Jónas Þór Hallgrímsson með skotpakka við hleðsluvélina. Húsavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.