Morgunblaðið - 22.08.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.08.2002, Qupperneq 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÖFLUG sprenging varð í fjölbýlis- húsi í Moskvu seint í fyrrakvöld og varð hún átta manns að bana. 12 slösuðust og þar af þrír alvarlega en óttast var, að einhverjir væru grafnir undir rústunum. Embætt- ismenn segja að gasleki hafi valdið sprengingunni en hún minnir óþyrmilega á sprengingarnar í nokkrum fjölbýlishúsum í Moskvu fyrir þremur árum en talið er að tsjetsjneskir skæruliðar eða út- sendarar þeirra hafi staðið fyrir þeim. Vladímír Pronín, lögreglustjóri í Moskvu, sagði að mikil gasspreng- ing hefði orðið í húsinu, líklega á annarri hæðinni, og talsmaður rússnesku leyniþjónustunnar tók undir það. Atburðurinn hefur hins vegar vakið ótta við ný hryðjuverk en fyrir þremur árum kostuðu þau 300 manns lífið í Moskvu og Suður- Rússlandi. Rússnesk yfirvöld not- uðu hryðjuverkin sem ástæðu til að ráðast aftur inn í Tsjetsjníu 1. október 1999. Sögðust hafa fundið púðurlykt Haft var eftir fólki, að það hefði fundið púðurlykt eftir spreng- inguna en Valerí Shantsev, aðstoð- arborgarstjóri í Moskvu, sagði, að ekki hefðu fundist nein merki um sprengiefni. Sagði hann, að eftir sprengingu gæti plast gefið frá sér lykt, sem minnti á púður. Hrundi húsið að hluta, allar fimm hæðir þess, og óttast var, að fleiri ættu eftir að finnast grafnir undir rúst- unum. Rússar nota yfirleitt jarðgas til eldunar og leki úr gömlum rörum og ofnum er algengur. Verða gas- sprengingar af þeim sökum tugum manna að bana árlega. Þótt yfirvöld fullyrði, að gas- sprenging hafi orðið í húsinu, ótt- ast margir, að um hryðjuverk hafi verið að ræða og þær grunsemdir fengu byr undir báða vængi er fjöl- miðlar skýrðu frá því, að í húsinu hefði búið fjölskylda frá Kákasus- löndunum en flust þaðan fyrr um daginn. Mikil sprenging í fjölbýlishúsi í Moskvu Gassprenging eða hermdarverk? Reuters Unnið að því að hreinsa burt brak úr þeim hluta hússins, sem hrundi í sprengingunni. Lík sjö manna höfðu fundist í rústunum í gær. Moskvu. AFP. LAM Yee-hin, sem er nemandi í Hong Kong, leggur saman hundr- að einstafstölur á 18,80 sekúndum í gær. Hann taldi á fingrunum og sló gamla metið sem skráð er í Heimsmetabók Guinness. Var það 19,23 sekúndur og sett árið 1980. Reuters Heimsmet í samlagningu YFIRVÖLD í Illinois í Bandaríkj- unum reyna nú að þvinga 34 ára gamla einstæða móður átta ára drengs til að hætta að gefa honum brjóst. Konan, Lynn Stuckey, lætur drenginn sjúga einu sinni á tíu daga fresti en er samt ekki viss um að hún mjólki. Stuckey kom nýlega fram í sjónvarpi og var þar sýnt myndband af brjóstagjöfinni. Hún er sökuð um að láta drenginn verða aðhláturs- efni og skaða tilfinningalíf hans. „Við erum ofur venjuleg banda- rísk millistéttarfjölskylda og er- um ekki að gera neitt af okkur,“ sagði Stuckey. Ofbeldismaður fyllist iðrun RÆNINGI í Malasíu stakk fyrir skömmu fórnarlamb sitt, kokk- inn Tarajah Nagaiah, í brjóstið með hnífi þar sem sá síðarnefndi svaf í mesta sakleysi heima hjá sér og stal síðan af honum 1.600 ringgit, sem mun samsvara um 36 þúsund krónum. Nagaiah þekkti manninn, sem er fyrrver- andi vinnufélagi hans og heitir Guna, og bað hann um vægð. Guna lét til leiðast, ók honum á sjúkrahús en tók af honum loforð um að kæra sig ekki. Ættingi Nagaiah lét lögregluna vita. Gömul gildi RÚMENSK kona á eftirlaunum, hin 65 ára gamla Cornelia Andr- eescu, tók óvart einum poka of mikið heim með sér úr búðinni um daginn. Upp úr óhreinum plast- poka komu 120 milljón lei sem mun jafngilda tæpum 320 þúsund krónum. Cornelia dregur fram lífið á um 2.600 krónum á mánuði en arkaði með pokann á lögreglustöðina og sagðist vera hrædd um að eigand- inn fengi hjartaáfall vegna taps- ins. Eigandinn, 74 ára gömul kona, Ghergina Grigore að nafni, var himinlifandi og þakkaði Corneliu innilega fyrir heiðarleik- ann. Peningana hafði hún ætlað að færa börnunum eftir að hafa selt húsið sitt. „Aldrei myndi ég snerta pen- inga annarra,“ sagði Cornelia. „Það eina sem ég bið um er að Guð gefi mér góða heilsu.“ Átta ára og enn á brjósti NEYÐARÁSTANDI var í gær lýst yfir í héraðinu Hunan í Kína þar sem milljónir manna eru í hættu vegna mikilla vatnavaxta í ám og vötnum. Búið er að rýma svæði í kringum Dongting-vatnið í Hunan, sem er í miðju Kína, en Yangtze-áin rennur úr vatninu. Byrjað er að flytja fólk af svæð- inu í kringum Dongting en yfirborð vatnsins hækkar nú hratt, að sögn embættismanna. Þar sem Yangtze rennur úr vatninu er vatnsyfirborð- ið nærri tveimur metrum fyrir ofan hættumörk. Búist er við því að vatnsyfirborðið hækki um hálfan metra á dag næstu daga. „Embættismenn hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Með því að lýsa yfir neyðarástandi gerist það sjálfkrafa að fleira fólk kemur til að taka þátt í björgunarstörfum og fleiri verða fluttir á brott af svæð- unum í kringum vatnið,“ sagði tals- maður Rauða krossins, France Hurtubise. Um 900 hafa farist Alls létust 4.150 manns þegar Dongting og Yangtze flæddu yfir bakka sína árið 1998. Óttast er að ástandið verði jafnslæmt að þessu sinni en nú þegar hafa um 900 manns farist í flóðunum í Kína. Ennfremur hefur fjöldi aurskriðna fallið. Neyðarástandi lýst yfir í Hunan Changsha. AFP. Vatnavextirnir í Kína Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.