Morgunblaðið - 22.08.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.08.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ G E T R A U N Hefurðu lesið nýja vetrarbæklinginn „Suður um höfin“ - vandlega? Þú getur unnið til veglegra verðlauna með því að svara eftirfarandi lauflétt- um spurningum, sem þú finnur svar við í bæklingnum: Frítt flug f. 2 til London m. Flugleiðum. Dregið verður úr réttum svörum 1. sept. 2002. 1) Með hvaða skipi sigla farþegar okkar frá Orlando? Svar:____________________ 2) Með hvaða skipi eru farþegar Heimsklúbbsins nú að sigla í Miðjarðarhafi? Svar:_____________________ 3) Hver er afsláttur farþega í ferð til Singapore, Malasíu og Bali í ferð Heimsklúbbsins 8. nóv. miðað við almennt verð? Svar:_____________________ 4) Á hvaða hótelum Heimsklúbbsins er allt innifalið? Svar:_______________ 5) Í hvaða ferð Heimsklúbbsins í ár eru skoðaðir IGUAZU-fossar? Svar:____________________ Fyllið út: Nafn: _____________________________ Kt.___________ Heimilisfang:___________________________ Póstfang: ______________________________ Merkt: Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA, GETRAUN, Pósthólf 140, 121 Reykjavík - (fyrir 1. sept.) TALSMENN Falun Gong í Evr- ópu og Bandaríkjunum hafa sent forsætisráðherra Íslands, utanrík- isráðherra og dómsmálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir við- ræðum við íslensk stjórnvöld í tengslum við að hópi iðkenda Fal- un Gong var meinað að koma til landsins í júní sl. Í fréttatilkynningu sem Falun Gong hefur sent frá sér segir að talsmenn samtakanna muni koma hingað til lands í byrjun septem- ber og að þeir njóti lögfræðilegrar aðstoðar Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns. Jafnfram er vonast til þess að viðræður milli fulltrúa Falun Gong og stjórnvalda geti hafist eins fljótt og auðið er og að þeim verði lokið fyrir 6. september nk. Í bréfinu, sem sent var ráðherr- unum og afrit sent til alþingis- manna, segir að samtök Falun Dafa í Evrópu og Bandaríkjunum hafi myndað sameiginlega við- ræðunefnd um málefni Falun Gong á Íslandi. Ekkert hafi þokast í þá átt að leysa þau mál sem upp komu í tengslum við að fólkinu var meinað að koma hingað til lands á meðan á heimsók Kínaforseta stóð. Í bréfinu segir m.a. að þau áhrif sem sú framkoma hafi haft á orð- spor íslensku ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar séu ekki síð- ur áhyggjuefni. Von nefndarinnar að hægt sé að bæta fyrir tjónið Í fréttatilkynningu sem samtök- in sendu frá sér í gær segir að rúmlega 100 iðkendum Falun Gong hafi verið neitað um vega- bréfsáritun, þeim snúið við á landamærunum, haldið í stofufang- elsi eða meinað að ganga um borð í vélar Flugleiða í Evrópu og Bandaríkjunum. Segir þar að iðkendur Falun Gong hafi með bréfaskriftum og símleiðis ítrekað óskað eftir fund- um við íslensk stjórnvöld auk þess sem stjórnvöld annarra ríkja hafi sent stjórnvöldum fyrirspurnir fyrir hönd iðkenda Falun Gong. Fram kemur að það sé von við- ræðunefndarinnar (FIDC) að hægt verði að komast að niðurstöðu og bæta þann skaða sem þegar hefur hlotist af. Bent er á að hugsanleg- ar lyktir málsins gætu verið op- inber afsökun, skaðabætur til þeirra sem hlut áttu að máli, op- inber fordæming á ofsóknum á hendur Falun Gong í Kína og að allir iðkendur sem á svarta listan- um eru fái aðgang að honum og jafnframt að honum verði eytt. Talsmenn Falun Gong væntanlegir til Íslands Óskað eftir viðræðum við íslensk stjórnvöld BÖRNIN þrjú voru niðursokkin í leik sinn á Markarfljótsaurum og virtust ekki veita hinu stórkost- lega umhverfi athygli. Stóri- Dímon blasti við, tignarlegur og friðsæll. Nú fer leikjum sumarsins senn að ljúka því hausta tekur og grunnskólar landsins hefjast í þessari viku. Eflaust verður gam- an fyrir ungviði landsins að hitta félagana á ný eftir sumarfrí. Sumri hallar við Stóra-Dímon Morgunblaðið/Kristinn ÍSLENSKIR kúabændur ættu að hafa sóknartækifæri á mörkuðum Evrópusambandsins eins og allir aðrir, að sögn Grétars Más Sig- urðssonar, skrifstofustjóra við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær gerði Þórólfur Sveinsson, formaður Landssam- bands kúabænda, framtíð kúa- bænda að umtalsefni sínu á fyrri degi aðalfundar LK í fyrradag og sagði að hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi koll- varpa núverandi forsendum naut- griparæktar á Íslandi. Hitt hefði farið miklu hljóðar að í samningn- um um hið Evrópska efnahags- svæði, sem Ísland er aðili að, kæmi fram sá vilji að ræða frekari tolla- lækkanir í viðskiptum með land- búnaðarvörur milli aðila samnings- ins. Grétar Már vísar í þessu sam- bandi á 19. grein EES-samnings- ins, en þar segir: „...samningsað- ilar skulu taka til athugunar alla erfiðleika sem upp kunna að koma í viðskiptum þeirra með landbún- aðarafurðir og leitast við að finna viðeigandi lausn á þeim. 2. Samn- ingsaðilar skuldbinda sig til að halda áfram viðleitni sinni til að auka smám saman frjálsræði í við- skiptum með landbúnaðarafurðir. 3. Í þeim tilgangi skulu samnings- aðilar framkvæma endurskoðun á skilyrðum fyrir viðskipti með land- búnaðarafurðir fyrir árslok 1993 og á tveggja ára fresti þaðan í frá. 4. Samningsaðilar munu, í ljósi þeirra niðurstaðna sem fást af þessari endurskoðun, innan ramma landbúnaðarstefnu hvers um sig og með tilliti til niðurstaðna Úrúgvæ- viðræðnanna, ákveða, innan ramma samnings þessa, á grund- velli fríðinda, með tvíhliða eða marghliða hætti og með gagn- kvæmu samkomulagi sem er hag- stætt hverjum aðila, frekara afnám hvers kyns viðskiptahindrana í landbúnaði, að meðtöldum þeim viðskiptahindrunum sem leiðir af ríkiseinkasölum í viðskiptum á sviði landbúnaðar.“ Grétar Már segir að viðræður séu ekki hafnar en fram hafi komið áhugi af hálfu Evrópusambandsins á því að þær fari fram. Hins vegar verði að hafa í huga að ekki sé ein- ungis um viðskipti í aðra áttina að ræða heldur báðar. ESB sé ekki það frjálsasta í landbúnaðarafurð- um heldur fylgi verndarstefnu eins og Íslendingar. Samtöl hafi átt sér stað en ekki eiginlegar viðræður enda hafi hingað til ekki verið sér- stakur áhugi á þeim, hvorki hjá Ís- lendingum né ESB. Auk þess teng- ist málið 20. grein samningsins, sem fjalli um ákvæði og fyrirkomu- lag varðandi fisk og aðrar sjávaraf- urðir sem sé að finna í bókun 9. Að sögn Grétars Más eru Íslend- ingar ósáttir við ýmislegt varðandi útflutning á landbúnaðarvörum til ESB og hafa beri í huga að ekki ríki jafnvægi á milli útflutnings frá Íslandi til Evrópusambandsins og innflutnings þaðan. Íslendingar kaupi miklu meira af landbúnaðar- vörum frá ESB en það frá Íslandi og ekki séu full fríðindi inn á markaðinn, sem Íslendingar sætti sig ekki við. Hins vegar sé meiri ástæða til að hafa áhyggjur af við- ræðum innan Alheimsviðskipta- stofnunarinnar en 19. greininni, því þar sé gengið út frá miklum þrýstingi um að auka frelsi í við- skiptum með landbúnaðarafurðir. Kúabændur ættu að hafa sóknartækifæri ÚLFAR Helgason tannlæknir veiddi 160 punda lúðu, um 80 kg, á sjóstöng á Breiðafirði fyrir 39 árum og er það sennilega stærsta lúða sem veiðst hefur á sjóstöng hér við land. Í Morgunblaðinu sl. sunnudag var greint frá því að konur í Kvenfélagi Hrunamannahrepps hefðu veitt 40 kg lúðu á sjóstöng rétt norðan við Engey og haft eftir skipstjóra báts- ins að svo stór lúða hafi aldrei veiðst á sjóstöng áður. Í Morgunblaðinu 25. ágúst 1963 er hins vegar sagt frá sjóstangaveiðiferð átta Reykvíkinga á Breiðafirði um verslunar- mannahelgina það árið og þar kem- ur fram að Úlfar Helgason tann- læknir hafi veitt stærsta fisk sem dreginn hafi verið á stöng hér við land. „Áður hafa sjóstanga- veiðimenn að vísu fest í sprökum, en ekki tekist að innbyrða fyrr en nú. Lúðan var ekki vegin en gamal- reyndir lúðuveiðimenn töldu hana „Með samstilltu átaki gekk þetta“ vega um 160 pund,“ segir í fréttinni. Áttmenningarnir gerðu út frá Grafarnesi í Grundarfirði. Þeir reru á vb. Sigurfara í stað áttærings og höfðu sér til fulltingis tvo breið- firska skipstjóra, þaulkunnuga flyðrumiðum vestra. Veiðarnar stóðu yfir í tvo daga og í frétt Morg- unblaðsins kemur fram að veiði- mennirnir gátu gefið öllu byggð- arlaginu í soðið og selt að auki afla fyrir 2.360 krónur. „Lúðan var mjög þung, sögð um 80 kíló,“ sagði Úlfar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hún var frekar löt og það var eng- inn hasar í henni, en ég man að Clau- senbræður, Örn og Haukur, urðu ógurlega veiðibráðir, enda hressir menn. Við vorum ekki á miklu dýpi, en ætli það hafi samt ekki tekið um 15 til 20 mínútur að innbyrða lúðuna. Ég var með hörkusterka línu og krókurinn réttist ekkert upp, en með samstilltu átaki gekk þetta.“ Úlfar Helgason veiddi 160 punda lúðu á stöng

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.