Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 39 Elsku besti frændi, við kveðjum þig með söknuði og viljum þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman. Það eru marg- ar góðar minningar sem við eigum um þig og þær munu lifa á meðal okkar. SVEINN SKAFTI SVEINSSON ✝ Sveinn SkaftiSveinsson fædd- ist í Reykjavík 4. september 1974. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 13. ágúst. Okkur langar að kveðja þig með þessu ljóði: Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku Skafti, minning þín er ljós í lífi okkar. Ollý, Svenni, Guðmundur og Íris, megi góður Guð styrkja ykk- ur og blessa. Bless að sinni, kæri frændi, þínir frændur Kjartan og Bjarki. Elsku Skafti minn, mér þykir svo vænt um þig, á hverju kvöldi fer ég með bænina Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) og hugsa til þín. Þín frænka Alda. Elsku Margrét, ég kynntist þér þegar við unnum saman í tékkadeildinni í Landsbankanum í Austurstræti. Þú varst svo lífsglöð og jákvæð kona, MARGRÉT SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Margrét Sigríð-ur Sigurjónsdótt- ir fæddist á Land- spítalanum í Reykjavík hinn 28. september árið 1934. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 13. ágúst. það var svo gott að leita til þín. Þegar mér fannst lífið vera erfitt, fór ég ávallt frá þér glöð í bragði, með já- kvætt hugarfar. Fyrir þér var ekkert óleysan- legt. Ég gleymi ekki þeirri stund, þegar ég heimsótti þig í fallegu íbúðinni þinni á Klapp- arstígnum, en þá varst þú orðin mjög veik. Þá hughreystir þú mig, þú varst tilbúin, tilbúin að kveðja þetta líf okkar hér á jörðinni, sátt við allt og alla. Þú baðst mig um að skila góðri kveðju til allra sem þú þekktir, og geri ég það hér með. Ég mun sakna þess að geta ekki hringt eða komið til þín. Ég kveð þig með þessari bæn: Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Ég votta aðstandendum hennar samúð mína. Annie Kjærnested Steingrímsdóttir. Með kærleik, Margrét, ertu kvödd í kórinn vantar þína rödd. En við höfum á því trú að þú með englum syngir nú. (Kolbrún Eiríksdóttir.) Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu og vina. Kór og organisti Óháða safnaðarins. Elsku afi. Þegar við systurnar sitjum hér og lítum saman yfir farinn veg, þjóta minningarn- ar upp í hugann. Við minnumst helst veiði- ferðanna sem við fórum með þér. Við hlupum og lékum okkur allan daginn en pössuðum þó að fara ekki mikið út í vatnið því þú varst ekki hrifinn af því. Við gætum fælt fiskinn. Við munum líka sérstaklega eftir því þegar að þú varst að kenna Kristrúnu að kasta út í. Hún var náttúrlega ekki alveg með sveifluna á hreinu svo einhvers staðar í baksveiflunni festist öngullinn í kinninni á Karí og þú varst ekki alls- kostar ánægður með að hún skyldi vera að flækjast fyrir æfingasveifl- unni. Þú varst nú mikill matgæðingur og sagðir oft að ekki mætti góður matur fara til spillis enda var kjötsúpan þín sú besta í heimi. Það var toppurinn á tilverunni að fara í kjötsúpu til þín. Við munum eftir því einu sinni þegar þú settir óvart sykur í staðinn fyrir salt í kjötsúpuna en enginn sagði neitt og allir borðuðu súpuna með bestu lyst. Eitt hefur verið á hreinu frá því að við munum eftir okkur og það er að afi Svenni veit allt. Í fjölskylduboðum þegar gripið var í Trivial voru þær ófáar ferðirnar sem hlaupnar voru inn í stofu til að ráðfæra sig við afa. Ekki munum við nokkurn tímann eftir því að þú hafir ekki vitað svarið enda er- um við vissar um það að ekki er til hin SVEINN SUMARLIÐASON ✝ Sveinn Sumar-liðason fæddist á Feðgum í Meðallandi í V-Skaftafellssýslu 3. september 1922. Hann lést á Kumb- aravogi 9. ágúst síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Þor- lákskirkju 17. ágúst. minnsta þúfa á Íslandi sem þú vissir ekki nafn- ið á. Ef farið var t.d. í ferðalög sagðir þú okk- ur hvað öll fjöllin á leið- inni hétu og oftar en ekki fylgdi saga með. Svo spurðirðu okkur út úr á heimleiðinni en þá var nú eitthvað fátt um svör (allavegana rétt svör). Pabbi segir alltaf að þú hafir spilað í okkur systurnar lag, þess vegna séum við svona lagvissar. Þú sast með harmonikkuna og spilaðir fyrir okkur frá því við vor- um pínulitlar, við erum ekki frá því að þetta sé rétt hjá honum pabba. Við munum eitt sinn þegar þú komst að því að Habba gat spilað eftir eyranu. Þú varðst himinlifandi því þú notaðir aldrei nótur sjálfur. Þegar við systurnar trítluðum upp á elló varst þú yfirleitt í vinnuher- berginu eitthvað að stússa. Alltaf að búa til einhverjar græjur og dót. Þeg- ar við fjölskyldan sögðum Baldri presti hvernig þú hefðir verið varð- andi græjur þá sagði hann: „Hann hefur verið eins konar forveri Mar- els.“ Það er hárrétt hjá honum, þú varst frumkvöðull á þessu sviði. Það kom okkur ekki á óvart þegar Guð- geir sagði okkur að þú hefðir rafveitt allan bæinn sem þið bjugguð í þegar þú varst unglingur, afi Svenni veit allt og kann allt. Jæja, elsku afi okkar, þetta er búið að vera erfitt hjá þér síðan þú veiktist. En við vitum að nú ert þú á betri stað hjá henni ömmu Lilju. Þótt við gleðjumst fyrir þína hönd er það með sárum söknuði sem við kveðjum þig, elsku afi. Ástarkveðja, Hrafnhildur, Kristrún og Karitas. Ný legsteinagerð Einstakir legsteinar Úrval af legsteinum á duftleiði Englasteinar Legs teinar og englastyttur Helluhrauni 10 - 220 Hf. - Sími 565 2566 - .           $     !21 42  7D +%%3* E  - 3         8        "  9     "#   %&    & &' 8&" -$&'& %3 " 8&"'& $ &&  "$%%  */5 8&"'& ,-. * *8&""$%% 8&"  & %3 "'& 6 - 1&& "$%%  *&  0 %3 ""$%% 2  &* 7  8&"'& #$ "  */5"$%% .  F* '& *8&"  */5'&0 :   7      ;      ;       "#  $ .        #  # 67    C  &*( 3.80 *   7    ""   $    9   5 $&'&    7 &&,'* "$%% 2*$ $&"$%%  * ! "'& 2*  $&'& !& G  -./& 8&""$%% 3 &,' * $&"$%% C8&" 0 *5%'& - & $&'&  %&  * "$%% - &3 * $&"$%% 8 &&  /'& ( $&"$%% & #$ 8&"'& #$ $&'& &;  *  "$%% <  $&'& $& & "$%% , & ,. & '* , & , & ,. &0 - . "       "   "   $ " D 0 1)1  ,** &* 8 % > /            < " "      2        "  < "        %    ' &' 8&" *5%'&  *A$  *8&""$%% 7 *5%'& 6( ! ""$%% *5% &* *5%'& &* . *&"$%% % *5%"$%% &*3 $& &*3 '& 7  *5%"$%% ) *&5 G * , & ,. & '* , & , & ,. &0       "   "  " ! 2 ) D F*  < %&&    " = )        %     '' >>>>>> && $ &&'& && -("$%%  *  * $ &&"$%% ! &* 8 &&'& 4+% $ &&'& $ && $ &&'&  %,-. *  * &; "$%% , & ,. & '* , & , & ,. &0 - .      1 1 !26    ' * 3 9 ' * &     "  =         %     '' =        "7    7       ) *  "  ))    )   =  /  (   #      5&  %-(&"$%% - &  0 #' % &'& #' *  2  - & "$%% 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.