Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 23 15-30% afsláttur Kökuform 30% afsláttur 15-20% afsláttur Bökunarvörur 25% afsláttur Hnífastandar 15% afsláttur Salt og pipar 30% afsláttur Matar- og kaffistell 20% afsláttur Búsáhalda- dagar Plastvörur 15-20% afsláttur margar stærðir og gerðir Pottar, pönnur og eldhúsáhöld Allt í berjatínsluna og sultugerðina AUGUSTIN Bizimungu, sem var yfirmaður hersins í Rúanda 1994, er hútúar myrtu að minnsta kosti hálfa milljón manna af kyn- þætti tútsa, kom í gær fyrir Al- þjóðaglæpadóm- stól Sameinuðu þjóðanna í Arusha í Tan- saníu og lýsti sig saklausan af ákærum um þjóðarmorð. Bizimungu var handtekinn í Angóla í síðustu viku en hann er sakaður um þjóðar- morð, glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi. Var hann skipaður yf- irmaður Rúandahers eftir morðið á Juvenal Habiyaramana, forseta landsins, 6. apríl 1994, en þá hrinti bráðabirgðastjórn hútúa í fram- kæmd vel undirbúinni herferð með það fyrir augum að útrýma öllum tútsum í landinu. 100 dögum síðar náðu tútsar eða Föðurlandsfylking Rúanda höfuðborginni, Kigali, á sitt vald og þar með landinu. Þá lágu í valnum 500.000 manns og líklega fleiri, aðallega tútsar en einnig hútúar, sem mótmæltu morðæðinu. Lét myrða óbreytta borgara Fram kemur í ákærunni, að Biz- imungu hafi verið skýrt frá því 7. apríl 1994, að morðin á tútsum væru hafin og hefðu margir óbreyttir borgarar leitað hælis í herstöð, sem hann stjórnaði áður. Hefði hann látið reka fólkið burt og í annan tíma smalað saman tútsum og rekið inn í dómshús í Ruhengeri þar sem allt fólkið var myrt. Yfirvöld í Angóla segja, að þau hafi rekist á Bizimungu í röðum Unita, angólsku skæruliðahreyf- ingarinnar, sem nú hefur samið frið við stjórnvöld. Var hann þá handtekinn og framseldur. Kingsl- ey Moghalu, talsmaður dómstóls- ins, sagði, að Bizimungu væri með- al þeirra, sem mest hefur verið leitað vegna þjóðarmorðsins í Rú- anda. Ekki hefur verið ákveðið hvenær formleg réttarhöld yfir honum hefjast. Fyrrverandi yfirmaður Rúandahers fyrir Alþjóðaglæpadómstól Neitar ásökunum um þjóðarmorð Augustin Bizimungu Arusha. AP. AÐ minnsta kosti 65 manns fórust þegar aurskriða af völd- um mikilla monsúnrigninga féll á fjallaþorp í austurhluta Nepals í gær. Þorpið, Bamti, er um 200 km austur af höf- uðborginni Katmandú á af- skekktu fjallasvæði í Rame- chap-héraði. Féll aurskriðan þegar þorpsbúar voru enn sof- andi. „Fyrstu fréttir herma að 40 hús hafi farið með aurskrið- unni og að minnsta kosti 65 manns er saknað,“ sagði Lekhnat Pokhrel hjá almanna- vörnum landsins. Nokkur seinkun varð á því að björg- unarfólk kæmist á vettvang en þyrlur þess komust ekki frá Katmandú vegna veðurs. Bamti er staðsett á af- skekktu fjallasvæði og liggja engir vegir þangað frá nálæg- um bæjum heldur er notast við fjallaslóða. Contour komið í leitirnar GEIMVÍSINDASTOFNUN Bandaríkjanna (NASA) til- kynnti í gær að geimfarið Contour, sem „týnst“ hafði í síðustu viku, væri komið í leit- irnar. Hætta er hins vegar á að skemmdir hafi orðið á því. Myndir sem teknar voru með geimkíkjum NASA þóttu sýna að Contour væri á ferð umhverfis sólina. Ekkert hafði hins vegar heyrst frá geim- farinu síðan á fimmtudag en þá yfirgaf það sporbraut jarð- ar, eins og áætlað hafði verið, en meiningin var að Contour færi í nokkurra ára ferðalag út í geim til að safna gögnum. Um 160 milljónir dollara kost- aði að smíða Contour. Leita að Sádi-Araba YFIRVÖLD í Bandaríkjunum- leita nú Sádi-Araba sem talinn er hafa tengst mönnunum sem stóðu fyrir hryðjuverkaárásun- um á New York og Washingt- on 11. sept- ember sl. Hefur verið send út al- þjóðleg við- vörun en ekki er vit- að hvar maðurinn hefst nú við. Sagði í yfirlýs- ingu Alríkislögreglunnar (FBI) að maðurinn, Saud al- Rasheed, væri hugsanlega vopnaður og að hann teldist hættulegur. Rússneskur þingmaður myrtur TVEIR menn skutu í gær til bana rússneskan þingmann, Vladímír Golovlev, þar sem hann var á göngu með hund sinn í einu hverfa Moskvu- borgar. Er talið að morðið geti verið af pólitískum rótum runnið en Golovlev þessi sætti rannsókn vegna gruns um spillingu er tengdist einkavæð- ingu ríkiseigna snemma á síð- asta áratug. STUTT 65 fórust í Nepal Al-Rasheed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.