Morgunblaðið - 22.08.2002, Side 14

Morgunblaðið - 22.08.2002, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is ÞAKRENNUR Frábærar Plastmo þakrennur með 20 ára reynslu á Íslandi. Til í gráu, brúnu, hvítu og svörtu. Heildsala - Smásala BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur samþykkt að auglýsa breyt- ingu á deiliskipulagi fyrsta áfanga Valla. Um er að ræða endurskoðun á deiliskipulagi sem öðlaðist gildi þann 10. maí síðastliðinn. Að sögn Gunnars Svavarssonar, formanns Skipulags- og byggingar- ráðs Hafnarfjarðar, er forsaga máls- ins sú að í mars síðastliðnum sam- þykkti þáverandi meirihluti nýtt deiliskipulag svæðisins en þar er gert ráð fyrir tveimur raðhúsum, um 35 einbýlishúsum og sjö fjölbýlishús- um. Fóru þá atkvæði þannig í skipu- lagsnefnd að tveir fulltrúar nefndar- innar veittu málinu brautargengi, annar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði á móti því en fulltrú- ar Samfylkingarinnar sátu hjá. „Þetta fór í gegn með minnsta mun og minnihlutinn hefði í sjálfu sér get- að fellt það,“ segir Gunnar og bætir við að aðalágreiningurinn hafi snúist um það að byggingarskilmálarnir þóttu nokkuð stífir. Skipulagið var svo samþykkt í bæjarstjórn og öðlaðist gildi þann 10. maí síðastliðinn, aðeins 15 dögum fyrir bæjarstjórnarkosningar. Gunnar segir að þegar Samfylk- ingin hafi tekið við meirihlutastjórn hafi hún boðið minnihlutanum upp á að taka skipulagið upp. „Fulltrúarnir í skipulagsráði höfðu áhuga á því og þess vegna settum við málið aftur í skoðun.“ Hann segir að með endur- skoðuðu skipulagi sé verið að rýmka byggingareiti og gefa íbúunum meiri möguleika á að nýta hús sín. Háhýsi í framtíðinni Meðan á endurskoðun skipulags- ins stóð barst bæjaryfirvöldum er- indi frá Fjarðarmótum ehf., sem er lóðarhafi Burknavalla 17, þar sem farið var fram á að þar yrði leyft að byggja tvö samstæð sex til átta hæða fjölbýlishús sem mætt gætu þörfum eldri borgara. Í endurskoðuðu skipulagi er ekki fallist á þetta heldur er bókað að breytingin er talin of „umfangsmikil í grundvallaratriðum alls skipulags innan reitsins,“ eins og segir í bókun Skipulagsráðs. Hins vegar er tekið undir þá staðhæfingu umsækjenda að mikil eftirspurn sé eftir húsnæði sem henti aldurshópnum 50 ára og eldri. Segir í bókuninni að Skipulags- ráð muni nýta þessar upplýsingar inn í áframhaldandi skipulagsvinnu á Völlum í nánustu framtíð. „Það er kannski verið að gefa und- ir fótinn með það að það megi byggja háhýsi í Hafnarfirði sem ekki hefur verið gert undanfarin ár,“ segir Gunnar aðspurður um þetta og bætir við að þá verði næstu reitir Valla- skipulagsins hafðir í huga. Endurskoðað skipulag Valla samþykkt Hafnarfjörður ÞESSA dagana er verið að skipta um gras á aðalvelli íþróttasvæðis ÍR í Skógarseli. Að sögn fram- kvæmdastjóra félagsins er þetta í fyrsta sinn sem skipt er um gras á vellinum frá því að hann var gerður. Þorbergur Eysteinsson, fram- kvæmdastjóri ÍR, segir fram- kvæmdina felast í því að torfið verði tekið af, sandur settur á svæðið og loks tyrft yfir. „Svo þarf þetta að gróa og við vonum að þetta gangi heim og saman fyrir næsta vor þannig að það verði hægt að leika á vellinum þá.“ Hann segir endingu vallarins með eindemum góða því ekkert hafi ver- ið skipt um gras á honum frá því að hann var gerður á árunum upp úr 1990. „Á sumum stöðum er hrein- lega verið að skipta um árlega þannig að hann er búinn að endast svakalega vel. Við ÍR-ingar erum mjög vel settir því við erum með svo mikið gras að það er hægt að spara vellina aðeins með því að færa æf- ingar á milli valla. Það er lykilatriði því við erum á mörkum þess að geta notað gras vegna þess hve hátt íþróttasvæðið liggur.“ Þrír grasvellir eru á íþróttasvæð- inu og að sögn Þorbergs hefur verið skipt um yfirborð hinna vallana tveggja. Morgunblaðið/Jim Smart Framkvæmdastjóri ÍR vonar að grasið, sem nú er verið að leggja á aðalvöll félagsins, grói fyrir næsta vor. Skipt um gras á aðalvelli ÍR Breiðholt ÞAÐ að nemendur og kennarar koma fyrr til skóla nú en áður er hugsanleg skýring á því að ekki hef- ur tekist að ljúka við framkvæmdir við alla grunnskóla fyrir skólabyrjun að sögn forstöðumanns Fasteigna- stofu Reykjavíkur. Veðurfar og tafir við hönnun geta einnig átt sinn þátt í seinkunum. Morgunblaðið hefur greint frá því að útlit sé fyrir að tafir á fram- kvæmdum við tvo skóla í Reykjavík, Klébergsskóla á Kjalarnesi og Hlíðaskóla, muni valda röskun í starfsemi þeirra í upphafi skólaárs- ins. Tafirnar í ár eru þó ekki eins- dæmi og aðspurður hvað valdi segir Guðmundur Pálmi Kristinsson, for- stöðumaður Fasteignastofu, raunina þá að verktakar séu oft með hlutina á síðasta snúningi. „Þetta er bara eins og gerist og gengur í þessum fram- kvæmdum. Menn eru allir af vilja gerðir að klára á tilskildum tíma en það sem er kannski nýtt þetta árið er að kennarar og nemendur koma fyrr en áður. Skólaskyldan er orðin lengri um eina tíu daga miðað við það sem áður var og það getur kannski verið ástæðan fyrir því að þetta er svona.“ Hann segir ekki eingöngu því um að kenna að menn hafi verið seinir að átta sig á þessari lengingu skólaárs- ins heldur komi einnig til að verkin séu oft boðin út árið á undan. Vegna þessa sé ástandið nú svolítið verra en önnur haust. Unnið öll kvöld og helgar Að sögn Guðmundar Pálma er ekki alltaf hægt að grípa til úrræða á borð við dagsektir þegar um seinkun er að ræða því oft á tíðum hafi menn gildar útskýringar á því hvers vegna hún er til komin. „Það þarf að taka tillit til lögmætra tafa, til dæmis vegna veðurs. Það gæti verið ef menn ná ekki að steypa upp vegna frosts og vetrarhörku eða þegar menn geta ekki notað krana og steypumót vegna hvassviðris. Í sum- um tilfellum hefur hönnun tafist og það kemur niður á verktökunum sem leiðir til þess að allur tíminn hliðrast. Svona ófyrirséðir hlutir koma upp.“ Aðspurður hvort ekki sé hægt að kalla til aukamannskap fyrr en raun ber vitni segir Guðmundur Pálmi að það sé gert. „Í Hlíðaskóla er til dæm- is búið að vinna öll kvöld og allar helgar í sumar. Það getur líka verið erfitt hjá verktökunum að halda mönnum að verki, til dæmis um verslunarmannahelgi, því þá taka menn sér hreinlega frí og fara eitt- hvað. Þannig að þetta er allt mann- legt.“ Hann segist hafa skilning á um- kvörtunum skólastjórnenda vegna slíkra tafa. „Kennararnir eru komnir til starfa og svo koma nemendurnir 22. ágúst og þá þarf þetta allt að vera tilbúið. Hins vegar er þetta spurning um nokkra daga og þetta gengur yfir á viku, hálfum mánuði. Það hefur gert það á undanförnum árum þann- ig að í mínum huga er þetta ekkert stórvandamál.“ Forstöðumaður Fasteignastofu um tafir á framkvæmdum við grunnskóla Morgunblaðið/Arnaldur Frá framkvæmdum við Hlíðaskóla í vikunni: Tafir á framkvæmdum þar og við Klébergsskóla á Kjalarnesi eru ekki einsdæmi. Lenging skólaársins hefur hugsanlega áhrif Reykjavík ÓÁNÆGJA er meðal foreldra í Vesturbæjarskóla vegna þess stutta fyrirvara sem hafður var á því að greina frá nýrri tilhögun bekkja- skipunar í 1.–4. bekk skólans. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær stendur til að tveir bekkir í skól- anum verði árgangablandaðir, einn bekkur með börnum í 1. og 2. bekk og einn bekkur með börnum í 3. og 4. bekk. Að sögn Erlends Pálssonar, for- manns Foreldrafélags Vesturbæjar- skóla, er býsna mikill kurr yfir mál- inu þar sem aðeins eru fjórir dagar síðan foreldrum var tilkynnt um breytingarnar en skólasetning er í dag. „Þetta er óþekkt og eins og stendur í bréfinu þá er þetta gert út af húsnæðisskorti og það er eðlilegt að fólk bregðist illa við því. Þegar maður fer að kynna sér málið betur þá eru víða blandaðir bekkir þannig að þetta er ekki nýtt og þarf svo sem ekki að vera óskapleg nauð.“ Hann segir hins vegar margar spurningar hafa vaknað hjá foreldr- um varðandi hið nýja fyrirkomulag. „Það verður að setjast niður og tala við þá. Auðvitað hefði átt að ræða við þá strax í vor þegar ljóst var að stefndi í þetta. Fólk veit ekki neitt og í rauninni veit ég sjálfur sáralítið um það hvernig þessu verður hátt- að. Þessu var haldið leyndu þangað til núna bara þremur dögum fyrir skóla og það er eiginlega það sem er að hvekkja fólk.“ Aðspurður segir hann foreldrafélagið og foreldraráð ekki hafa vitað um breytingarnar fyrr en bréfið barst. Fundað með skóla- stjóra um málið Að sögn Erlends verður haldinn fundur í kvöld með foreldrum þeirra barna sem verða í blönduðu bekkj- unum. Þar muni skólastjóri svara spurningum og sömuleiðis verði reynt að fá fulltrúa SAMFOKS (Sambands foreldrafélaga og for- eldraráða í skólum Reykjavíkur á grunnskólastigi) og Fræðsluráðs á fundinn. Hann segir fundinn öllum opinn og hefst hann klukkan 20 í Vesturbæjarskóla í kvöld. Foreldrar óánægðir vegna lítils fyrirvara Vesturbær Árgangablöndun í Vesturbæjarskóla REKSTARAÐILI nektar- og veit- ingastaðarins Club Clinton, sem rek- inn var í Aðalstræti 4, hefur farið fram á samningaviðræður við borg- aryfirvöld vegna bótaábyrgðar borg- arinnar í tengslum við stöðvun starf- semi staðarins. Borgarráð synjaði staðnum um vínveitingaleyfi í fyrra- sumar auk þess sem nýtt deiliskipu- lag Grjótaþorps bannar rekstur næt- urklúbba á svæðinu. Í bréfinu er rakið að málefni Club Clinton hafi verið til umfjöllunar hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík vegna ætlaðra brota á löggjöf um áfengisveitingar og skemmtanahald. Segir að lögmenn ákæruvaldsins hafi farið yfir rannsóknargögn og ákveðið að láta málið niður falla „enda komst ákæruvaldið að þeirri niðurstöðu að undirritaður rekstraraðili staðarins hafði á engan hátt brotið í bága við lög um áfengisveitingar og skemmtana- hald,“ segir í bréfinu. Þá segir: „Ljóst er að enginn laga- legur grundvöllur var fyrir ákvörðun Reykjavíkurborgar að þessu leyti en aðgerðir lögreglu hafa stórskaðað hagsmuni fyrirtækisins auk þess sem stórlega hefur verið vegið að mann- orði undirritaðs.“ Bendir rekstraraðilinn á að hann hafi áður áskilið sér rétt til að krefjast bóta fyrir það tjón sem deiliskipulag Grjótaþorpsins hefði í för með sér fyr- ir starfsemi hans. Þá hafi Reykjavík skapað sér bótaábyrgð þar sem for- sendur þess að svipta staðinn vínveit- ingaleyfi byggðust á því sem er kallað „rangar og villandi upplýsingar frá Lögreglustjóranum í Reykjavík.“ Club Clinton krefst bóta Miðborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.