Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Klara Helena Nil-sen fæddist í Reykjavík hinn 6. ágúst 1915. Hún lést á heimili sínu 20. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Karl J. Nilsen, f. í Noregi 28.3. 1893, d. 5.8. 1977, og Helga Fil- ippusdóttir. Klara ólst upp í Reykjavík hjá föðurforeldrum, þeim Jonette Nilsen, f. 1867, d. 1947, og Claus Nilsen, f. 1866, d. 1951, frá Noregi. Árið 1946 kvæntist hún Johannesi Eric Berlin, f. í Finnlandi 4.1. 1916, d. 18.3. 1969. Þau eignuðust soninn Harry Eric, f. 14.8. 1947. Fyrir átti Klara þau Kornelíu Ing- ólfsdóttur, f. 2.10. 1937, og Kristján Bernhard, f. 26.1. 1942. Barnabörn Klöru eru: Helena Vigdís, f. 13.2. 1964, Karl Jóhann, f. 11.6. 1964, Harrý Jóhann- es, f. 13.7. 1966, Val- dís Erla, f. 11.5. 1968, Geir Júlíus, f. 21.2. 1971, Þórólfur Ingi, f. 19.7. 1976. Barnabarnabörn eru: Berglind, f. 18.7. 1984, Andri Már, f. 18.9. 1991, Hlynur Freyr, f. 10.8. 1992, Jó- hannes Reginn, f. 28.7. 1995, Þor- steinn Eric, f. 8.3. 1996, Pálmi Fannar, f. 13.3. 1996. Útför Klöru fór fram í kyrrþey. Blessuð sumardýrðin um láð og lá lífsins færir boðskap oss himnum frá: „Vakna þú, sem sefur, því sumarskjótt sigrað kuldann hefur og vetrarnótt.“ (Friðrik Friðriksson.) Elsku Klara. Hinsta kveðja okkar til þín. Þú kvaddir líf þitt í bjartri sumardýrð júnímánaðar, er gróður, fuglasöngur og fegurð móður nátt- úru ber hæst. Við viljum minnast þín örfáum orðum að leiðarlokum. Þótt kynni okkar yrðu ekki löng eru þau þó í huga okkar bæði hugljúf en jafn- framt sár. Hugljúfar eru minningar okkar og samverustundir við eldri konu, er árla morguns dimma vetr- ardaga sátum yfir sætum kaffibolla í fjarveru sonar þíns í útlöndum, sem annars gætti þín og annaðist af ósérhlífni. Þótt myrkrið grúfði enn úti fyrir var oftast tekið upp létt hjal um daginn sem í hönd færi, vinnuna þína framundan þann daginn sem þú svo nefndir og beiðst eftir að verða sótt til. Enda þótt gleði og léttur hlátur þinn í augum þínum skini mátti þó greina í þeim kvíða, áhyggjur og eftirsjá. Þá var eins og örvæntingin tæki við og fallegu bláu augun þín urðu tárvot, brostin og fjarræn. En síðla dags komst þú heim úr vinnunni þinni, ánægð og sæl með fallegu handavinnuna þína. Hversu stolt, sem lítið barn, en samt sem húsmóðir þú varðst er öðrum sýnd- ir. Það var aðdáunarvert að sjá hversu miklu þú áorkaðir og hvað þú hafðir að gefa af sjálfri þér, enda talaði María ósjaldan um það við mig að hún tryði þessu vart hversu fallega hluti þú gerðir. Það var af einlægni sagt, fölskvalaut hrós sem þú áttir skilið, elsku Klara. Hugljúfar eru kvöldstundirnar yfir sjónvarpi, sætindum og ávöxt- um. Eftir upprifjanir dagsins spurðir þú undantekningarlaust hvort sonur þinn færi ekki að koma heim. Þér gleymdust aldrei þau lof- orð hans að gæta þín á heimili þínu uns yfir lyki. Þau loforð urðu og efnd. Þú sagðir svo margt frá bernsku þinni, uppeldi og reynslu ungrar konu sem fróðlegt var að hlusta á og ávallt var hláturinn þess sem hugur liðins tíma mundi. En ekki var líf þitt ávallt dans á rósum. Þér varð tíðrætt um föður- foreldra þína sem þú dáðir og ólst upp hjá. Hversu góðhjörtuð þau voru og mikla hlýju og ástúð þau sýndu þér. Af litlu var að taka af veraldarauði er þau háðu harða lífs- baráttu sína hér á Íslandi, eftir að hafa yfirgefið föðurland sitt í leit að betri lífskjörum. Þá brast þú svo oft í óstöðvandi grát yfir örlögum þeirra og þeim gráti tengdust alltaf minningar þín- ar um mann þinn sem lést um aldur fram. Harðfylgi, dugnaður og áreið- anleiki hins finnska manns varð þín kjölfesta í lífinu. Hvílið þið því nú loks í guðsfriði við hlið hvort annars. En sárast var að sjá að heilsu þinni hnignaði jafn hratt og raun bar vitni. Því kveðjum við þig nú, elsku Klara okkar, með broti úr ljóðlínu Valdimars Hólm Hallstað við lag Karls Ottós Runólfssonar „Í fjarlægð“, sem þér var svo hugleik- ið. Þau orð segja meira en skrifað verður lengra. Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. Syni þínum vottum við samúð okkar og virðingu. Dagný og María. KLARA HELENA NILSEN Vinan mín kæra Steinunn Hafdís Pét- ursdóttir lauk vegferð sinni á jörðinni 24. júlí sl. Frá blautu barns- beini urðum við samferðakonur. Leiðir okkar Steinunnar lágu fyrst saman á nýársdag árið 1949 í Keflavíkurkirkju en þá voru ungu Suðurnesjasjómennirnir og konur þeirra að nota tækifærið og láta skíra börn sín þar sem bátarnir lágu bundnir við bryggju yfir hátíð- arnar. Litlu munaði að við Steinunn bærum báðar Hafdísarnafnið, en sjómennirnir vildu gjarnan tengja dætur sínar hafinu, aðallífsbjörg okkar Keflvíkinga í þá daga. Við Steinunn gengum samstiga í STEINUNN HAFDÍS PÉTURSDÓTTIR ✝ Steinunn HafdísPétursdóttir fæddist í Keflavík 15. október 1948. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 24. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogs- kirkju 31. júlí. gegnum grunnskóla Keflavíkur og allt að því samstiga í gegnum Hjúkrunarskóla Ís- lands og skurðhjúkr- unarnám og saman eyddum við stærsta hluta starfsævi okkar á skurðstofum gamla Landspítalans. Steinunn var einkar nákvæm og vandvirk hjúkrunarkona og hæfði vel lunderni hennar að starfa við aðgerðir á hjörtum en lengi vel var hún deild- arstjóri þess sviðs á skurðstofun- um. Hún var glaðlynd, velviljuð og góður starfskraftur og ávann sér vináttu og virðingu samstarfsfóks síns. Það er margs að minnast eftir hálfrar aldar samfylgd. Ég minnist skátans Steinunnar sem hins mikla Heiðarbúa sem ævilangt hélt í heiðri hina gullnu reglu: Eitt sinn skáti, ávallt skáti. Ég minnist sam- herjans Steinunnar í sorg og í gleði. Ég minnist stráksins sem bjó innra með Steinunni en ekki var óalgeng sjón að vetrarlagi að sjá hana á fleygiferð hangandi aftan í bílum á götum Keflavíkur með gleðiblik í auga. Ég minnist dansleikjanna í Krossinum þar sem við Steinunn og aðrar Suðurnesjameyjar tjúttuðum og rokkuðum í takt við tónlist þeirra Hljómastráka. Ég minnist frystihúsavinnunnar þar sem við Steinunn og önnur ungmenni Kefla- víkur létu ekki sitt eftir liggja til að bjarga verðmætum úr sjó. Ég minnist handbolta- og sundkonunn- ar og ég minnist gleðistundanna þegar kvennasundlið gagnfræði- skóla Keflavíkur færði bikarinn heim ár eftir ár af sundmótum framhaldsskólanna en þar var Steinunn í fremstu víglínu. Ég minnist kennslustundanna í handa- vinnu en saumaskapurinn átti ekki beint upp á pallborðið hjá Steinunni og ávítti Gerður handavinnukenn- ari hana oft fyrir lélega frammi- stöðu. En tímarnir breytast og menn- irnir með og lífið kenndi Steinunni að sauma þó ekki væru handavinnu- pokar og púðar. Eftir margra ára starf á skurðstofunum þá saumaði Steinunn sjúklinga betur og hraðar saman en nokkur Singer saumavél. Stundum þegar leið mín lá framhjá skurðstofu 5 þá kíkti ég á gluggann til að forvitnast um hvernig hjarta- aðgerðin gengi. Þegar ég sá Stein- unni með maskann fyrir andlitinu og húfuna ofan í augu einbeita sér við að sauma saman þá gat ég ekki stillt mig um að fara inn og læða að henni: Hún Gerður handavinnu- kennari ætti að sjá þetta! Líf Steinunnar var ekki alltaf auðvelt. Hún gekk oft með vindinn í fangið. Stundum þótti mér sem ógæfan hefði valið hana sem óska- barn sitt. Þegar hún sagði mér að hún væri komin með krabbamein í brisið og meinvarp í lifur þá vissi hún nákvæmlega hvað beið hennar á næsta leiti. En Steinunn vinkona mín missti ekki kjarkinn. Í öllu sínu æðruleysi sagði hún við mig orð sem lýstu henni svo einkar vel: „Auja, ég ætla að reyna að lifa eins lengi og ég get,“ og það gerði hún elskuleg. Blessuð sé minning góðrar konu. Auður Guðjónsdóttir.                                  ! "# "" "   "# $   %&    & &' ! " #$  "$%% & #$ '""'& $ && (  "$%% ) * +% #$ '"""$%%  %,-. * #$ '"""$%% #$  %/(&'& ! " -. #$ '"""$%% $ && $ &&'& '* , & , & ,. &0         "      "   "  1 2  1   *   %.3 /     ()  "   *    $   +   ,  "#  " "  "  * # "        %     '' 2% 4("$%% 2*$  * -$&"$%% 5&  & '& -. *  * -$&"$%% '* , & ,. &0 - .          $      !16 67   %.8  ( %   8    ' // 9:     "   $  (   "#   %&    & &' 2 ,% & "$%% . &" - & '&  / & '& 8 $ &&"$%% #$  & "$%% ', % 6'' &  '&* !" &; & "$%% < 8 #0 7 &&'& .88,. &  &*.88,. & '*  &*  &*.88, &0 * /       = > = 67 26  0  1     2   % ? #' 3 '& #' 3   &-$/'& % "  &-$/"$%% '//     &-$/'& 2    &-$/'& %/(&  &-$/'&0 3  "       "   "  " 6 !11   ) '% @ #$ ./&      4   5#"  $   2   ! "# "" " 5 "      %     ''  *& "  "$%% 8&" !$8  &A$  '& , & ,. & '* , & , & ,. &0 ! "#  .       "  #    #  )1  11 7'." B ! "" " 6      %     ''  5& 7 8 &&"$%% !- %  *3 %'& 7 8 && )(  * '& , & ,. & '* , & , & ,. &0 3       1 )> !6=  '/ ,C B  - 3   7   %'   #     1& #' ,-. &"$%% !& 2  &*'& '* 2 & 8'&0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.