Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 48
DAGBÓK 48 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Max- im Gorkiy kemur og fer í dag. Coimbra og Laug- arnes koma í dag. Helgafell fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss fer frá Straumsvík til Reykjavíkur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa, bað. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9 leik- fimi, kl. 9.45–10 helgi- stund, kl. 11 boccia, kl. 13.30 gönguhópur, lengri ganga. Púttvöll- urinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Myndlist byrj- ar mánudaginn 16. sept. kl. 16. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 baðþjón- usta, hárgreiðslustofan opin kl. 9–17 alla daga nema mánudaga. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara, Kópavogi. Fimmtudag- inn 29. ágúst verður ferð á Suðurnesin sunn- anverð, ekið til Keflavík- ur, m.a. skoðuð bátalík- anasýning. Síðan haldið að Stekkjarkoti, Fitjum. Hafnirnar heimsóttar og þar skoðað fiskasafnið o.fl. Síðan að Haugsgjá. Skoðuð verður og gengið yfir nýju brúna yfir flekaskilin milli Am- eríku- og Evrópuflek- anna. Reykjanesviti heimsóttur og Gunnu- hver skoðaður. Síðan haldið til Grindavíkur og Orkuverið í Svartsengi heimsótt þar sem skoðað verður fræðslusetur Orkuveitunnar, Eld- borgin (Gjáin). Komið við í Bláa lóninu og ekið að Veitingahúsinu Sjáv- arperlunni í Grindavík - þar sem snæddur verður kvöldverður. Heimkoma áætluð kl. 19–19.30. Þátttökulistar liggja frammi í Félagsmið- stöðvunum Gjábakka og Gullsmára. Skráning sem fyrst í s. 554 0233 Bogi Þórir: eða s. 554 0999. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Boccia og billjard í nýjum sölum kl. 13.30. Á morgun, föstudag, birds og frjáls spilamennska kl. 13.30, pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Olofsferð að Höfðabrekku 10.–13. sept. Skráning upplýs- ingar í Haunseli kl. 13– 17 í síma 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Fimmtudag- ur: Brids kl. 13. Þjórs- árdalur, Veiðivötn, Fjallabaksleið nyrðri, 27.–30. ágúst. Vinsam- legast sækið farseðilinn í síðasta lagi föstudaginn 23. ágúst. Nokkur sæti laus. Réttarferð í Þver- árrétt 15. september. Leiðsögumaður Sig- urður Kristinsson. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 12. Skrán- ing hafin á skrifstofu FEB. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals 10. september í 3 vikur og til Tyrklands 30. sept- ember í 12 daga fyrir fé- lagsmenn FEB, skrán- ing er hafin, takmarkaður fjöldi. Skráning hafin á skrif- stofunni í síma 588 2111. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofa fé- lagsins er flutt að Faxa- feni 12, s. 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9–16 böðun. Haustferð verður farin miðvikudaginn 28. ágúst. Ekið til Þingvalla yfir Lyngdalsheiði að Laugarvatni. Gullfoss og Geysir heimsóttir. Máls- verður í Brattholti. Leið- sögumaður Hólmfríður Gísladóttir. Lagt af stað kl. 10.30. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 23. ágúst. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin. Föstu- daginn 30. ágúst fundur hjá Gerðubergskórnum, nýir félagar velkomnir. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–16, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 12 línu- dans, Sigvaldi stjórnar. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið alla virka daga kl. 9–17 hádegismatur, kaffi og heimabakað meðlæti. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 9– 11. Hjúkrunarfræðinur á staðnum. kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, spilavist fellur niður í dag. Fóta- aðgerð, hársnyrting. All- ir velkomnir. Norðurbrún 1. Opin vinnustofa, kl. 9–16.30 útskurður, ganga kl. 10. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna. Föstudag- inn 23. ágúst kl. 14.30 dansað við lagaval Sig- valda kl. 15 sýna nem- endur Sigvalda línudans o.fl., kaffiveitingar, allir velkomnir. Mánudaginn 16. september kl. 13–16 verður kórinn með fyrstu æfingu vetrarins, nýir félagar velkomnir, skráning hafin. Lands- banki Íslands veitir al- menna bankaþjónustu fyrsta virkan dag í mán- uði frá kl. 13.30–14. Ferð til Vestmannaeyja mið- vikudaginn 21. ágúst. Lagt af stað frá Vest- urgötu kl. 10.30. Siglt með Herjólfi fram og til baka. Skoðunarferð um eyjuna. Þriggja rétta kvöldmáltíð og gisting ásamt morgunverði á Hótel Þórshamri. Greiða þarf farmiða í síðasta lagi fyrir 19. ágúst. Upp- lýsingar í síma 562 7077, allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, k. 9.30 morgunstund og handmennt, kl. 10 leik- fimi, boccia kl. 10.45, kl. 13 brids, frjálst. Eldri borgarar, Vestfjarðaferð dagana 28.–31. ágúst, farið frá Hallgrímskirkju kl. 10, gist í Flókalundi, á Hótel Ísafirði og Reykjanesi, heimferð um Stein- grímsfjarðarheiði, í Hrútafjörð og þaðan yfir Holtavörðuheiði og heim. Uppl. og skráning hjá Dagbjörtu s. 693 6694, 510 1034 og 561 0408, allir velkomn- ir. Minningarkort Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fá- anleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333 og Sigurlaugu Hall- dórsdóttur, s. 552-2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487- 8842, í Mýrdal hjá Ey- þóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Frímerkjahúsinu, Laufásvegi 2, s. 551- 1814, og hjá Jóni Að- alsteini Jónssyni, Geita- stekk 9, s. 557-4977. Minningarkort Félags eldri borgara, Selfossi. eru afgreidd á skrifstof- unni Grænumörk 5, mið- vikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og versl- unni Írisi í Miðgarði. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum kvennadeild- ar RRKÍ á sjúkrahúsum og á skrifstofu Reykja- víkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568-8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581, og hjá Krist- ínu Gísladóttur, s. 551- 7193 og Elínu Snorra- dóttur, s. 561-5622. Í dag er fimmtudagur 22. ágúst, 234. dagur ársins 2002. Symfór- íanusmessa. Orð dagsins: Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna. (Róm. 12,17.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 ófeilin, 4 sinni, 7 hönd- um, 8 gól, 9 innanfita, 11 forar, 13 fall, 14 klukk- unni, 15 þungi, 17 þráður, 20 nokkur, 22 hakan, 23 ís, 24 hinn, 25 trjágróður. LÓÐRÉTT: 1 þvaður, 2 org, 3 tölu- stafur, 4 heitur, 5 spakur, 6 magran, 10 bjórnum, 12 gust, 13 lund, 15 ríka, 16 vindhviðan, 18 bætt, 19 tölustaf, 20 snöggur, 21 grannur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 ömurlegur, 8 lágum, 9 tugur, 10 aka, 11 rýrar, 13 narta, 15 stams, 18 elfur, 21 tól, 22 mögli, 23 djörf, 24 önuglyndi. Lóðrétt: 2 múgur, 3 rómar, 4 ertan, 5 uggur, 6 hlýr, 7 trúa, 12 aum, 14 afl, 15 sómi, 16 angan, 17 sting, 18 Eld- ey, 19 fjöld, 20 rofa. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 ÉG VIL hér með leiðrétta (annsi útbreiddan) mis- skilning á meðal þeirra sem skrifa ritdóma um mynda- sögur í fjölmiðlum. Bæði í Morgunblaðinu og Frétta- blaðinu hafa birst, í tilefni útgáfu síðasta bindis myndasögunnar „The dark knight strikes back“ (sjálf- stætt framhald „The dark knight returns“), ritdómar sem eitthvað þarf að leið- rétta. Þessar myndasögur fjalla um Bruce Wayne, Leður- blökumanninn, á hans eldri árum, og baráttu hans við glæpi í gjörbreyttri veröld. Sá misskilningur hefur hins vegar breiðst út að hann sé á áttræðisaldri, en slík fásinna getur með engu móti staðist þar sem þjónn- inn hans, Alfred (sem ætti að vera um 120 ára ef ofan- greindur aldur leðurblök- unnar myndi standast), lifir ágætis lífi í „The dark knight returns“. Einnig vil ég benda á að James Gord- on, lögreglustjóri Gotham- borgar er um 20 árum eldri en Bruce Wayne og fer á eftirlaun í fyrrnefndri bók, en á mínu heimili er eftir- launaaldurinn miðaður við 70. Það fer því ekki á milli mála að leiðurblökumaður- inn í verkum Frank Millers er um fimmtugt eða sex- tugt. Jakob Tómas Bullerjahn. Takk fyrir gaukinn PÁFAGAUKSEIGANDI sem auglýsti týndan páfa- gauk fyrr í vikunni hringdi til að lýsa þakklæti sínu, en páfagaukurinn hafði fund- ist. Hann flaug inn á Pasta Basta þar sem hann fékk höfðinglegar móttökur. Þeir sem þar unnu fóru með hann á Dýrastofu Dagfinns þar sem hann dvaldist í góðu yfirlæti. Eigandinn vildi þakka kærlega þeim sem komu að björgun fugls- ins. Dýrahald Í heimilisleit ÁTTA vikna bröndóttur kettlingur er að leita sér að góðu heimili. Hann er hinn besti köttur, fjörlegur og kassavanur og sérlega þrif- inn. Áhugasamir hringi í síma 863 1001. Kisu vantar heimili NÍELS er óttalega yndis- legur, gæfur og góður heim- ilisköttur. Hann vantar gott og rólegt heimili vegna flutninga fyrri eigenda. Hann er geldur og eyrna- merktur og biður væntan- lega nýja eigendur að hringja í síma 565 6519 eða 847 6671. Gamall og hafnfirskur GAMALL fressköttur fannst við Hverfisgötu í Hafnarfirði. Kötturinn er svartur og hvítur að lit, nef- ið er hvítt, og loppurnar, nema ein er svört að hluta. Eigandi er beðinn að vitja kisa í síma 899 4748 eða 555 3553. Páfagaukur fannst BLÁLITUR og mjög gæfur páfagaukur fannst sl. sunnudag við Einihlíð í Hafnarfirði. Eigandi má vitja hans í síma 848 2526. Gerpla er týnd GERPLA hvarf frá heimili sínu á Skólavörðustíg 21a aðfaranótt 19. ágúst. Hún er bara 5 mánaða gömul og grábröndótt að lit. Hún er óvön að vera úti og gæti því hafa stungið sér inn í íbúð, geymslu eða skúr. Hún er alveg ómerkt og gegnir ekki nafni. Þeir sem hafa séð til hennar eða hafa hana hjá sér eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 896 0086 eða í Kattholt. Bangsi fæst gefins HANN Bangsi er mjög fal- legur rauður fress með þykkan feld og vantar hann nýtt heimili. Hann er 3 ára, mjög rólegur og góður kött- ur og vanur hundum. Hann hefur fengið allar sprautur og er eyrnamerktur og mik- il kelirófa. Hann er sérlega fallegur köttur, hefur farið á sýningar og fengið rósettur og bikar. Dýravinir sem vilja taka að sér þennan for- láta kött mega hafa sam- band í síma 483 4607. Tapað/fundið Barnaúlpa fannst Á LAUGARDAG fannst ljós barnaúlpa með hettu á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs. Úlpan er á að giska fyrir 4 ára barn. Eig- andi getur vitjað úlpunnar í síma 421 2449. Hringur í bíó Trúlofunarhringur fannst í sal 2 í Háskólabíói fyrir nokkru. Eigandi má vitja hringsins í miðasölu Há- skólabíós í síma 530 1919. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Varhugaverðir ritdómar Víkverji skrifar... SJÁLFSTÆÐISMENN hafagreinilega haft mikið að gera í vor og sumar því ekki höfðu þeir tíma til að mála höfuðstöðvar sínar, Valhöll við Háaleitisbraut. Húsið hefur látið nokkuð á sjá síðustu árin og löngu tímabært að huga að við- haldi. Víkverji ók þar fram hjá í vik- unni og gat ekki betur séð en það myndi nægja að sandblása og mála, örugglega létt verk fyrir sjálfstæð- ismenn enda er flokkurinn langfjöl- mennastur stjórnmálaflokka á Ís- landi. Víkverji er á hinn bóginn ekki mikill sérfræðingur á þessu sviði og vel getur verið að leggja þurfi út í viðamiklar steypuviðgerðir á húsinu áður en hægt er að fara með máln- ingarrúllu á veggina. Ef sú er raunin er væntanlega enginn hörgull á verk- tökum og múrurum í flokknum sem eru örugglega til í að leggja hönd á plóginn. Auðvitað er líka hugsanlegt að varaformaðurinn og fjármálaráð- herrann, Geir H. Haarde, hafi látið fresta framkvæmdum til að auka ekki á þenslu í efnahagslífi lands- manna sem hefur verið með mesta móti undanfarin ár. Hafi svo verið hefði einmitt verið lag að mála Val- höll í sumar þar sem mikið hefur slegið á þensluna. Það eru hins vegar líkur á að þenslan hafi aukist á nýjan leik næsta sumar og þá verður vænt- anlega að fresta viðhaldsvinnu við Valhöll enn frekar. Víkverji getur ekki annað en verið undrandi á sjálf- stæðismönnum, að þeir skuli ekki sjá sóma sinn í því að hafa höfuðstöðvar sínar sem glæsilegastar, ekki síst þar sem kosningavetur fer í hönd. x x x TIL að gæta jafnræðis meðalstjórnmálaflokkanna ákvað Víkverji að kanna stuttlega ástandið á þeim byggingum sem hýsa skrif- stofur annarra flokka og var könn- unin takmörkuð við þá sem eiga full- trúa á Alþingi. Enginn flokkur hefur reist sér jafnveglegar höfuðstöðvar og Sjálfstæðisflokkurinn en spurn- ing sem Víkverji vildi fá svar við var hvort skrifstofuhúsnæði hinna flokk- anna væri haldið betur við. Svo reyndist vera. Á Hverfisgötu 33 eru skrifstofur Framsóknarflokksins og deilir flokk- urinn þar húsnæði með fyrirtækinu Samskiptum. Víkverji man ekki bet- ur en húsið hafi verið gert upp fyrir nokkrum árum og þá hafi verið sett á það blá utanhússklæðning. Nú er húsið að mestu grænt og er það örugglega engin tilviljun. Samfylk- ingin hefur skrifstofur í Austur- stræti 14, í sama húsi og Kaffi París og söluturninn London. Byggingin er hin glæsilegasta en ber þess ekki nokkur merki að þar séu skrifstofur næststærsta stjórnmálaflokks lands- ins, ef miðað er við þingstyrk. Skammt frá, í stórhýsinu að Hafn- arstræti 20, er skrifstofu Vinstri- grænna að finna. Húsið sómir sér vel við Lækjartorg og á Víkverji margar góðar minningar frá heimsóknum á Tomma-borgara sem voru lengi vel á jarðhæðinni. Skrifstofa Frjálslynda flokksins er án efa sú heimilislegasta enda er hún á heimili framkvæmda- stjórans, í snyrtilegu raðhúsi við Grenimel í Reykjavík. Þetta finnst Víkverja afar snjöll lausn sem hlýtur að spara flokknum margar krónur og framkvæmdastjóranum sporin. Vík- verji er þó ekki viss um að fram- kvæmdastjórar hinna stjórnmála- flokkanna séu tilbúnir að fara að dæmi hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.