Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ YFIRVÖLD í Írak efndu í gær til blaðamannafundar þar sem þau skýrðu frá sinni útgáfu af dauða hryðjuverkamannsins Abu Nidals. Sögðu þau, að hann hefði stytt sér aldur, stungið byssuhlaupi upp í munn sér og hleypt af. Bandaríkja- menn segja, að vera hans í Bagdad sýni út af fyrir sig tengsl Íraks- stjórnar við alþjóðlega hryðjuverka- starfsemi. Taher Jalil Habbush, yfirmaður írösku leyniþjónustunnar, sagði á fundinum, að Abu Nidal, sem var 65 ára að aldri, hefði fyrirfarið sér þeg- ar leyniþjónustumenn komu að sækja hann í yfirheyrslu. „Hann fór inn í herbergi til að skipta um föt og þá kvað við skot- hvellur. Í ljós kom, að hann hafði stungið byssunni upp í sig og skotið hlaupið út um hnakkann,“ sagði Habbush. „Hann lést átta klukku- stundum síðar á sjúkrahúsi.“ Samtök Abu Nidals lýstu því hins vegar yfir í gær að leiðtoginn hefði verið myrtur. George Bush Bandaríkjaforseti tjáði sig stuttlega um málið í gær og virtist draga frásögn íraskra stjórn- valda í efa. Alltjent hlyti að teljast sérkennilegt að maðurinn hefði framið sjálfsmorð með því að skjóta sjálfan sig fjórum sinnum í höfuðið. „Ég veit ekki hvernig hann lést. Raunar þurfum við að bíða og fá staðfest að hann sé í raun allur,“ sagði forsetinn. Ekki sárt saknað Dauða Abu Nidals var annars fagnað í Bandaríkjunum. „Að Íraks- stjórn skuli hafa veitt honum hæli sýnir tengsl hennar við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins. „Hans verður ekki sárt saknað.“ Habbush sagði, að Abu Nidal hefði komið „ólöglega“ til Íraks frá Íran árið 1999 og þá verið með falskt, jemenskt vegabréf. Sagði hann, að Jemenar þyrftu ekki vegabréfsárit- un til að koma til Íraks en „arabískt vinaríki“ hefði varað við komu hans. Að sögn Habbush var lengi leitað að Abu Nidal í Írak en þar hefði hann notað annað nafn. Sýndi hann mynd- ir af honum blóði drifnum og einnig myndir af honum á sjúkrahúsinu. Habbush sýndi mynd af jemenska vegabréfinu og sagði, að önnur vega- bréf og skilríki með ólíkum nöfnum hefðu fundist á heimili hans. Þar hefðu líka fundist skotvopn, átta ferðatöskur, útbúnar sem sprengju- gildra, og bréf á dulmáli. Það hefði verið ráðið og af því mætti sjá hvaða ríki hefði fjármagnað starfsemi hans. Sagði Habbush, að um það yrði þó ekki upplýst að sinni. Sagður bera ábyrgð á dauða 900 manna Abu Nidal var gistivinur Íraka á áttunda áratugnum en var rekinn úr landi 1983 og sakaður um starfsemi, sem „ógnaði öryggi ríkisins“. Hann varð fyrst kunnur 1974 er hann sagði skilið við Fatah-hreyfingu Yassers Arafats en þá stofnaði hann sína eig- in hreyfingu, Fatah-byltingarráðið, með það fyrir augum að herða bar- áttuna gegn Ísrael. Samtök Nidals stóðu fyrir flug- ránum og morðum og myrtu meðal annars marga araba, til dæmis hóf- sama Palestínumenn, sem vildu semja við Ísraela. Meðal kunnustu hryðjuverkanna eru árásirnar í flug- höfnunum í Róm og Vín í desember 1985, árás á samkunduhús gyðinga í Istanbul 1986 og ránið á bandarískri farþegaþotu í Karachi sama ár. Nidal er grunaður um að hafa látið myrða Abu Iyad, varaformann PLO, Frelsisfylkingar Palestínumanna, og einnig annan háttsettan PLO-mann, Abu Hul. Hefur Nidal verið kennt um dauða alls 900 manna. Reuters Taher Jalil Al-Habbush, yfir- maður írösku leyniþjónustunn- ar, heldur á myndum af líki Abu Nidals á blaðamannafundi í gær. Stakk hlaupinu upp í sig og hleypti af Segjast hafa fundið fjölda vegabréfa, skotvopn og átta sprengjugildrur Bagdad. AFP. Írakar lýsa dauða hryðjuverka- mannsins Abu Nidals GERT er ráð fyrir að dómarar í Danmörku ákveði í dag eða á morgun hvort grundvöllur sé til að fangelsa tvo menn sem grun- aðir eru um að hafa myrt dæmd- an barnaníðing í borginni Midd- elfart sl. laugardag, að sögn Berlingske Tidende. Hinn myrti, Villy G. Andersen, var 63 ára gamall. Hann var á ferð í bíl sínum í grennd við markað í bænum rétt við endann á brúnni yfir Litlabelti skömmu fyrir hádegi á laugardag með eiginkonu sinni. Hún sat við hlið- ina á honum í rauðum Passat- skutbíl þeirra. Skotið var á hann úr hvítum sendibíl sem ók upp að hlið bílsins og hitti eitt skotanna hann í höfuðið. Konan sá ekki mennina og gat því ekki lýst þeim en mörg vitni voru yfir- heyrð og sáu nokkur þeirra sendibílinn aka hratt af vett- vangi. Á honum var skilti með áletruninni „Útleiga“. Í fyrstu var ekki útilokað að um voðaskot úr léttum riffli hefði verið að ræða. Lögreglan hefur nú lagt fram ýmsar vísbendingar um sekt mannanna tveggja sem eru 53 og 63 ára gamlir og frá borginni Kolding. Er talið að ástæðan geti verið að hinn myrti hafi leitað á níu ára gamla dóttur annars mannsins. Andersen hafði hlotið dóm fyrir kynferðislega misnotkun á börnum. Danskur barna- níðingur myrtur TILKYNNT hefur verið að George W. Bush Bandaríkjaforseti muni ekki sækja ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um sjálfbæra þró- un sem hefst í Jóhannesarborg í Suður-Afríku á mánudag. Bush sendir Colin Powell utanríkisráð- herra í sinn stað en ákvörðun Bush hefur þegar valdið miklum vonbrigðum. Eitt stærsta verkefni ráðstefn- unnar er að finna leiðir til að tak- ast á við fátækt í heiminum og segja talsmenn mannúðarsamtaka það mikil vonbrigði að forseti rík- asta lands í heimi telji ekki ástæðu til að taka þátt í því. Tíu ár eru nú liðin frá fyrstu ráðstefnunni um sjálfbæra þróun, en hún var haldin í Rio de Janeiro í Brasilíu. Er gert ráð fyrir að á ráðstefnunni nú verði rætt um ár- angur af þeirri stefnumótun, sem sett var í Rio. Í Rio var m.a. ákveðið að stefnt skyldi að því að helminga hungur í heiminum fyrir árið 2015 en ljóst er nú að það markmið mun ekki nást, og að setja þurfi ný markmið í Jóhann- esarborg. Ný mark- mið sett í Jóhannes- arborg                   !    "    #  $       %  & ' ( !  )*  !    +,-./     ".   "8 +   "   =  ; + B 8  ;   " ++    8    4B404 ))  8    > 0   '      % ,1  '      % 22 (2   *'&  &'&  &" +   *=  <'&" + ! :'& ;  *'& + ! 9 0  -(-  3(-  3@ 4(- ! &(-  3(-  ! 5 )  @ -  3  >@ 5 ;     8  22 (2 22(22    3 3   > MAXINE Carr var í gærmorgun úr- skurðuð í átta daga gæsluvarðhald, en hún hefur verið ákærð fyrir að hindra framgang réttvísinnar við rannsókn á hvarfi og morði á tveimur 10 ára gömlum stúlkum í Englandi. Sambýlismaður Carr, Ian Huntley, hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt stúlkunum og myrt þær. Carr sat í réttarsalnum í 20 mín- útur meðan ákæran á hendur henni var lesin upp, og talaði aðeins tvíveg- is, í fyrra skiptið þegar hún staðfesti nafn sitt og það síðara þegar hún staðfesti heimilisfang. Var hún klædd gallabuxum og stuttermabol, ómáluð og þreytuleg. Lögmaður hennar óskaði ekki eftir því að hún yrði látin laus gegn tryggingu. Mikill viðbúnaður var við dóms- húsið í Peterborough í gærmorgun, en yfirvöld óttuðust að einhver myndi reyna að taka lögin í sínar hendur og ráða Carr af dögum. Tug- ir lögreglumanna gættu hennar þeg- ar henni var ekið til dómhússins, þar sem æstur múgur beið Carr. Fólkið hrópaði ókvæðisorð og formælingar að Carr þar sem hún sat í lögreglu- bílnum. Að þingfestingu málsins lokinni hafði mannfjöldinn fyrir utan dóms- húsið margfaldast og taldi þá fleiri hundruð manns. Þurfti að kalla til fleiri lögreglumenn til að hafa hemil á múgnum og varaði lögreglan fólk við því að ganga út á akveginn þar sem bifreiðin með Carr innanborðs „næmi ekki staðar fyrir neinum“. Á þá fullyrðingu reyndi ekki. Gengið úr skugga um sakhæfi Stúlkurnar tvær, sem hétu Holly Wells og Jessica Chapman, hurfu 4. ágúst þar sem þær voru á gönguferð í Soham, heimabæ sínum. Í kjölfarið hófst einhver umfangsmesta leit í breskri glæpasögu. Lík, sem lög- regla staðfesti í gær að væru af þeim, fundust um helgina í skógarrjóðri um 11 km frá Soham. Huntley kom ekki fyrir rétt í gær en hann er vistaður á réttargeðdeild á öryggissjúkrahúsi í Nottingham- skíri, þar sem geðlæknar munu úr- skurða um sakhæfi hans. Læknarnir hafa 28 daga frest til að rannsaka hann, en sá frestur getur verið fram- lengdur. Reynist hann ósakhæfur af andlegum ástæðum geta geðlækn- arnir haldið honum þar út í hið óend- anlega. Á Rampton-réttargeðdeild- inni sitja sumir hættulegustu glæpa- menn Bretlands, þar á meðal einn versti kvenkyns raðmorðingi í breskri sögu, Beverly Allitt, „Engill Dauðans“, sem myrti fjögur börn á fyrri hluta tíunda áratugarins. Æptu ókvæðisorð og formæltu Carr Staðfest að líkin eru af stúlkunum London. AP, AFP. Reuters Tvær konur í bresku borginni Peterborough hrópa ókvæðisorð að lögreglubíl með Maxine Carr innanborðs í gær. Unnusti Carr, Ian Huntley, hefur verið ákærður fyrir morðið á Holly Wells og Jessicu Chapman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.