Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.08.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 19 FERÐAFÓLK hefur verið dug- legt að heimsækja Flatey á Breiða- firði í sumar. Mikið var um að vera í eyjunni aðra helgina í ágúst enda stóð mikið til. Séra Karl Matthías- son fór með Breiðafjarðarferjunni Baldri út í Flatey fyrir skömmu og hafði þrjár kirkjulegar athafnir í Flateyjarkirkju þann dag. Hann gifti tvenn brúðhjón og messaði í Flateyjarkirkju þar sem skírður var ungur drengur. Að loknum athöfnum var boðið í giftingarveislu í samkomuhúsinu og skírnarveisla var haldin í einu af gömlu húsunum í Flatey sem hafa verið gerð upp. Gömlum Flateying- um fannst þetta minna á gömlu dagana, þegar bærinn iðaði af lífi. Þennan sama dag heimsóttu eyj- una um 200 félagar úr Framsókn- arfélagi Reykjavíkur. Breiðafjarð- arferjan Baldur gat ekki annað þessum fjölda ferðamanna og þurfti að senda annað skip, tvíbytn- una Særúnu, til að allir farþegar kæmust ferða sinna. Fluttu skipin nokkur hundruð farþega um helgina Yfir sumartímann fer Baldur tvær ferðir á dag yfir Breiðafjörð og ferðafólk stoppar í Flatey á meðan Baldur fer upp á Brjánslæk. Tvær gifting- ar og skírn Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Það fara ekki margar kirkjulegar athafnir fram nú orðið í Flateyj- arkirkju á hverju ári, en fyrir skömmu fóru þrjár athafnir fram í kirkjunni. Á myndinni eru brúðhjónin Helga Sveinsdóttir og Óskar Eyþórsson og séra Karl Matthíasson. Altaristaflan eftir Baltasar er óvenjuleg og sýnir eyjabændur að störfum. LAUGARDAGINN 10. ágúst var opnuð sýning á Skriðuklaustri undir yfirskriftinni „Útlagar og útilegu- menn“. Forstöðumaður Gunnarsstofnun- ar, Skúli Björn Gunnarsson, ávarp- aði boðsgesti og kynnti sýninguna í stuttu máli. Á sýningunni er fjallað um sögu útlaga, útilegumannasagnir, lífskjör og byggðir fjallabúa með áherslu á austfirskar heimildir. Skyggnst er í smiðju listamanna, sem hafa notað þetta þema í listsköpun sinni. Þá eru og til sýnis ýmsir munir sem tengjast útilegumönnum, m.a. tá- gakarfa og grýta Fjalla-Eyvindar ásamt öxi þeirri sem talin er hafa verið notuð við síðustu aftöku á Austurlandi. Allt þetta vakti auðsjáanlega for- vitni boðsgesta. Sýningin er liður í þjóðfræðiverk- efni sem Gunnarsstofnun stendur fyrir með styrk frá Nýsköpunar- sjóði námsmanna og Menningar- borgarsjóði. Dagný Bergþóra Indr- iðadóttir þjóðfræðinemi hefur unnið að verkefninu í sumar og m.a. tekið saman úrval af austfirskum útilegu- mannasögum sem koma út á bók í tengslum við opnun sýningarinnar. Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar Eftirlíking af grýtu Fjalla-Eyvindar við Hvannalindir. Útlagar og útilegumenn Geitagerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.